Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 39
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 39
Sýnum í dag, laugardag kl. 10-17 nýja
sendi- og pallbíla með loftpúðafjöðrun
Iveco Daily
UPPBOÐ á einu af málverkum
Söru Vilbergsdóttir fór fram í Gall-
eríi Landsbankans á vefnum á dög-
unum. Hæsta boð í málverkið,
Hjörð, var 100 þús. kr. og ánafnaði
Sara félaginu Samhjálp andvirði
kaupverðsins.
Málverk Söru eru nú til sýnis í
húsakynnum Landsbankans á
Laugavegi 77 auk þess sem hægt er
að skoða verkin í galleríinu á vefn-
um landsbanki.is.
Sýning þessi er níunda einkasýn-
ing Söru en einnig hefur hún tekið
þátt í fjölda samsýninga hér á landi
sem og erlendis.
Sara Vilbergsdóttir myndlistarmaður afhendir forsvarsmanni Samhjálpar,
Heiðari Guðnasyni, gjafabréfið, 100 þúsund krónur. Með þeim á myndinni
eru Hendrikka Waage, umboðsmaður listamanna, og Hermann Jónasson,
forstöðumaður Sérbankaþjónustu Landsbankans.
Sara styrkir Samhjálp
það oft mjög fyndið, sérstaklega þeg-
ar á leið sýninguna og spennan
magnaðist. Þó datt leikurinn um of
niður á köflum. Leikarahópurinn
stóð þó oft ágætlega undir ýktum
farsa- og sápuóperustíl og nokkrir
leikarar sýndu góða takta í þá átt.
Þór Jóhannesson í hlutverki fulltrú-
ans skar sig þó frá öðrum því hann
hvíldi alltaf mjög vel í margræðu
hlutverkinu.
Í pínulitlu leikhúsi Vesturports er
þrekvirki hjá Stúdentaleikhúsinu að
setja á svið svo margbrotið verk með
ótal persónum. Raunsæisleg sviðs-
myndin er dæmi um þetta, öllu var
haganlega fyrir komið og óvæntar
lausnir birtust. Þrengslin gerðu þó
lýsinguna erfiða og andlitin þess
vegna of oft í skugga eins voru skipt-
ingar of hægar. Það er þó hjóm eitt
hjá þeim krafti sem birtist hér í öllu
sínu veldi eins og svo oft áður hjá
Stúdentaleikhúsinu og er einkenn-
andi fyrir áhugaleiklistina sem
blómstrar nú sem aldrei fyrr.
Mómó hjá iðnnemum
Nýtt leikfélag iðnskólanna í Hafn-
arfirði og Reykjavík ræðst ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur
heldur byrjar feril sinn með hreinni
og tærri leikarasýningu. Leikstjór-
inn velur heimspekilegt verk fyrir lítt
reyndan hópinn sem hann treystir til
að leika á stóru, djúpu sviði, án leik-
myndar. Notuð er aðferðin hluti fyrir
heild; fáir leikmunir, stílfærðir bún-
ingar og förðun. Úr verður sýning
sem heldur athyglinni frá upphafi til
enda með hjálp fyrirtaks tónlistar.
Með leikarasýningu er átt við að
hópurinn hefur ekki leikmyndina að
MORÐÓÐUR, siðblindur rakari í
London á nítjándu öld sem myrti við-
skiptavini sína og bjó til úr þeim kjöt-
bökur handa almenningi er viðfangs-
efni Stúdentaleikhússins. Valið á
verkinu er góðra gjalda vert því grín-
leikrit og -kvikmyndir þar sem blóðið
rennur sem mest og víðast hafa verið
þó nokkuð vinsæl meðal yngra fólks.
Sweeney Todd er verk um mannlega
bresti og merkilega vel heppnað grín
þar sem það byggist á sönnum og
skelfilegum atburðum. Háskólanem-
ar sýna okkur hér eins konar „splatt-
er“, en svo eru þau verk nefnd sem
ýkja og færa í stílinn blóð og aðra lík-
amsvessa þannig að útkoman verður
fjarska óraunveruleg.
Til þess að gera þetta leikrit
spennandi þarf að fara út í öfgar með
hádramatískan og ofurrómantískan
stílinn. Þetta nýtir leikstjórinn Frið-
rik Friðriksson sér prýðilega og varð
styðjast við. Þegar lagt er upp með
sýningu af þessu tagi eru það tengsl
leikaranna í hópnum sem skipta
mestu máli. Víkingur hefur unnið
gott verk með hópnum sem var sem
ein manneskja í hópsenum og skipt-
ingum en á köflum var þetta næstum
eins og dansleikhús. Þegar svo mikil
áhersla er lögð á hópinn verður óhjá-
kvæmilegt að ekki er hægt að vinna
eins mikið með einstaklinga og fram-
sögn. Þó sýndu nokkrir leikarar ag-
aðan leik en þar fór fremst Guðríður
Björk Guðlaugsdóttir í hlutverki
Mómóar. Auk þess að hvíla vel í hlut-
verkinu á hófstilltum nótum féll útlit
hennar einstaklega vel að Mómó, hún
var framandi og dularfull. Vigdís
Másdóttir var glæsileg sem ólétt
kona í hlutverki Meistara Hora og vel
til fundið að kvengera meistara tím-
ans. Aðrir voru í tiltölulega stórum
hlutverkum og stundum fleiri en
tveimur og léku meira og minna
prýðilega.
Skáldsagan Mómó eftir Michael
Ende er dásamlegt, heimspekilegt
ævintýri með sterkan boðskap til
vestrænna manna um að gleyma sér
ekki í lífsgæðastressi heldur muna að
leika sér við vini sína, segja þeim sög-
ur og umfram allt að hlusta. Þennan
boðskap tekst Leikfélagi iðnskólanna
að færa fram með sýningu sinni en
því miður fara þau þá leið að breyta
endinum. Þeir sem vilja sjá leikrit
með boðskap ættu að drífa sig í
Tjarnarbíó til iðnnemanna og skoða
sýninguna en lesa svo bókina og
dæma sjálfir um hvor endirinn er
betri.
Hryllingskómedía og
leikrit með boðskap
LEIKLIST
Stúdentaleikhúsið
Höfundur: Christopher Bond. Þýðandi:
Davíð Þór Jónsson, leikstjóri: Friðrik Frið-
riksson, lýsing og leikmyndahönnun: Sig-
urður Kaiser, leikmyndasmiður: Þór Jó-
hannesson. Frumsýning í Vesturporti,
21. mars, 2003.
SWEENEY TODD
Hrund Ólafsdóttir
Leikfélag Iðnskólanna
Leikgerð eftir skáldsögu Michael Ende:
Margita Ahlin, Jonas Falk, Ingmar
Glanzelius og Eva Person. Þýðandi: Jór-
unn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Víkingur
Kristjánsson. Tónlist/hljóð: Arnór Heiðar
Sigurðsson. Ljós: Haraldur og Hjálmar
Karl Ragnarsson. Frumsýning í Tjarn-
arbíói, 27. mars, 2003.
MÓMÓ