Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 54

Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eva Jónsdóttirfæddist á Drangsnesi í Strandasýslu 10. febrúar 1936. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hinn 5. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson, f. 17.9. 1908, d. 5.9. 1971, sjómaður á Drangsnesi, og Ingi- björg Kristmunds- dóttir, f. 22.3. 1903, d. 9.5. 2002, ljós- móðir í Kaldrananeshreppi. Systkini Evu eru sjö: Kristbjörg, Jóna Stella, Baldvin, Guðmundur Annas, Inga Helga, Bragi og Rúnar. Eva eignaðist Róbert Berg- mann, f. 18.6. 1956, d. 2.5. 1984, með Herði Bergmann Sigurgeirs- syni, f. 23.7. 1937, d. 1998. Ró- bert kvæntist Lucy Christine Larinoff, f. 7.12. 1957, og eign- uðust þau tvö börn og tvö barna- börn. Eva hóf sambúð með Ármanni Reykjavíkur. Uppvaxtarárin var hún í sveit á sumrin hjá móð- ursystur sinni, Guðbjörgu, og eiginmanni hennar, Stefáni á Broddanesi. Þegar skólagöngu lauk, réð hún sig í vist til Reykja- víkur til hjónanna Þórunnar og Péturs sem áttu skóbúðina á Laugavegi 17. Hjá þeim starfaði hún í þrjú ár, bæði við barna- pössun og í skóbúðinni. Seinna réð hún sig í vinnu á Sjúkrahúsi Ísafjarðar og starfaði þar í þrjú ár. Í kringum 1960 felldu hún og Ármann hugi saman. Bjuggu þau í þrjú ár hjá foreldrum Ármanns og stunduðu búskap með þeim. Eva og Ármann giftu sig hinn 11. des. 1961 og fluttu frá Bæ 1 5. maí 1963 í Bræðraborg á Drangsnesi. Eva starfaði í frysti- húsinu á Drangsnesi ásamt því að sinna heimilisstörfum. Í nóv- ember 1971 fluttust þau til Sand- gerðis í Gunnarshólma og árið 1975 fluttu þau á Klapparstíg 5 þar sem þau hafa búið síðan. Í Sandgerði starfaði Eva við fisk- vinnslu og beitningu fram til árs- ins 1981 en þá hóf hún störf á Dvalarheimilinu Garðvangi í Garði. Starfaði hún þar til ársins 1997 er hún lét af störfum vegna veikinda sinna. Útför Evu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Heiðari Halldórssyni sjómanni, f. 23.10. 1936, frá Bæ 1 í Steingrímsfirði. For- eldrar hans voru: Halldór Guðmunds- son, f. 10.10. 1897, d. 13.2. 1975, og Guð- rún Petrína Árna- dóttir, f. 27.1. 1894, d. 29.6. 1974. Þau bjuggu á Bæ 1 í Steingrímsfirði og stunduðu þar bú- skap. Eva og Ármann eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Anna Jonna Ár- mannsdóttir, f. 6.8. 1961, og á hún eina dóttur. 2) Halldór Ár- mannsson, f. 19.8. 1963, kvæntur Ásdísi Jónsdóttur, f. 10.3. 1967, og eiga þau þrjú börn. 3) Ingi- björg Sigríður Ármannsdóttir, f. 30.6. 1969, og á hún eina dóttur, unnusti Ásbjörn Pálsson. Eva ólst upp á Drangsnesi. Skólaganga hennar var í barna- og unglingaskóla Drangsness og átti hún mjög auðvelt með nám. Síðar sótti hún Námsflokka Þá er píslargöngu Evu Jónsdótt- ur lokið eftir stutta en snarpa bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Dauðs- fall vinar snertir ávallt djúpt, jafnvel í þeim tilvikum þegar búast má við að endalokin séu skammt undan. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við guð þú mátt nú mæla miklu fegri sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Það var dásamlegt að sjá hversu sterk og æðrulaus Eva var, og fjöl- skyldan öll, í baráttunni við veik- indin. Þið voruð svo óendanlega sterk og samhent. Lífið hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um fjölskylduna sem þó ávallt hefur staðið sterkari eftir. Ég varð þess aðnjótandi að fá að vera hjá þeim hjónum er þau eignuðust tvö af sínum börnum og verður það mér ætíð mjög minnisstætt. Ekki var mikið um eldamennsku kunnáttu hjá óhörnuðum unglingnum, en elsku frændi brosti bara er honum var sagt hvaða réttur var fram borinn, eins og um fyrsta flokks veislurétt væri að ræða. Missti ég svo sambandið við fjölskylduna um tíma vegna dvalar okkar erlendis, en þessi síðustu ár hef ég átt þess kost að njóta gestrisni þeirra hjóna og síðast dóttur og tengda- sonar, meðal annars, ef ég hef átt leið út á flugvöll og komið var við í Sandgerði. Lýsir það henni vel, hversu umhugsunarsöm hún var, er hún tjáir mér hvar ég geti nálg- ast lykilinn, ef svo færi að hún væri ekki við er ég kæmi. Gaman var að fylgjast með umhyggjusem- inni sem hún sýndi litla sólargeisl- anum, Petrínu litlu, sem kom inn á heimilið ásamt móður sinni á rétt- um tíma og amma og afi voru svo stolt af. Má hún nú sjá á eftir góð- um félaga og ömmu og er missir hennar mikill. Síðasta skiptið sem ég sá Evu í þessu lífi var í byrjun febrúar er hún kom til minningarguðsþjón- ustu um föður minn, þá fársjúk. Þar hittumst við á bílastæðinu og hafði ég orð á hversu dugleg hún væri að koma og taldi hún að það væri nú annaðhvort, hún gæti nú enn þá staðið í fæturna. Lýsir þetta hennar sterku skapgerð og viljaþreki. Móðir mín sendir kærri mágkonu kveðjur og þökk fyrir samfylgdina. Elsku Ármann, Anna, Halldór og Inga Sigga og fjölskyldur. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur og öðrum aðstand- endum, innilegustu samúðarkveðj- ur okkar. Megi guð blessa og styrkja fjölskylduna alla. Hvíl í friði. Bjarnveig Höskuldsdóttir. Okkur langar að minnast Evu frænku okkar í nokkrum orðum. Eva var ofboðslega góð og sterk kona. Það voru forréttindi að fá að kynnast henni og sjá hvernig hún tókst á við ýmsa erfiðleika í lífinu og barðist hetjulegri baráttu við veikindi sín. Okkur er það sér- staklega minnisstætt hvað var gaman að koma í heimsókn í Sand- gerði. Það var alltaf líf og fjör hjá Evu og Ármanni á Klapparstígn- um, alltaf fullt af fólki. Og alltaf var kökuhlaðborð þótt hún hafi ekkert ætlað að hafa fyrir okkur. Þetta var bara ekkert mál og lítil fyrirhöfn á hennar mælikvarða. Svo þegar hún byrjaði í föndrinu í Sandgerði þá var hún alltaf voða- lega stolt að sýna okkur afrakst- urinn, hún var mjög vandvirk og vildi hafa allt hnökralaust. Elsku Eva, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og biðjum góðan Guð að vaka yfir fjölskyldu þinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita að því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Ármann, Anna, Halldór, Inga Sigga og aðrir aðstandendur. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Kveðja. Hafrún, Berglind, Selma, Ægir og Þórunn. EVA JÓNSDÓTTIR Ekki hvarflaði það að mér fyrir ekki svo ýkja mörgum árum þegar við Jói móðurbróðir minn vorum staddir saman í smalamennsku að haustlagi fram á Laugalandsdal að svo stutt yrði í að hann missti heilsuna. Frá því á mínum yngri árum var Jói ávallt hluti af mínu nánasta umhverfi enda bjó hann í Efstasundinu hjá foreldr- um mínum yfir vetrarmánuðina flest þau ár er hann var við laganám sitt við Háskóla Íslands. Ég laðaðist snemma að Jóa því maður fann strax að þar fór djúpvitur og traustur maður. Snemma áttaði ég mig líka á því að áhugasvið hans var víðfeðmt og hann fylgdist vel með öllu því sem var að gerast á hinum ýmsu sviðum á hverjum tíma. Ekki síst ef um var að ræða innlend málefni og hann hafði alla tíð miklar meiningar um íslenskan landbúnað og sá fyrir sér glæsta framtíð hans. Í Jóa fór skemmtilega saman hugur og hönd því hann var allt í senn virtur lögfræð- ingur, handlaginn bifvélavirki, iðnað- armaður af ýmsum gerðum og ekki síst efnilegur bóndi, sem blundaði alla tíð mjög sterkt í honum. Á tímabili sá ég fyrir mér að þegar hann hætti hefðbundnum lögfræðistörfum þá myndi hann eyða ævikvöldinu sem bóndi á góðri jörð við Djúp, önnur staðsetning kæmi ekki til greina. Strax á unglingsárunum kom ákveðni og sjálfstæði Jóa berlega í ljós þegar hann tók ákvörðun um að stefna á langskólanám. Þá stóð hann frammi fyrir því að flytja að heiman og hefja nám við framhalds- og menntaskóla en þó sleit hann í raun aldrei alveg tengslin við heimahagana á Lauga- landi í Skjaldfannardal. Á hverju vori og oft áður en snjóa leysti alveg við Djúp var hann mættur að Laugalandi í byrjun sauðburðar og var þar meira og minna öll sumur fram yfir leitir seint á haustin. Jóa féll þar aldrei verk úr hendi og hann gat allt og gekk í öll störf, sennilega lét hann þó eld- hússtörfin að mestu eiga sig, enda sló þar enginn ömmu við. Mér finnst eins og Jói hafi alltaf notið sín best í véla- og bílaviðgerðum. Ég sé hann sterkt fyrir mér í bláum slopp með olíuskít- ugar hendur og ég held að á því sviði hafi farið afar vel saman hans góðu gáfur og hæfileikar hans til að nýta þær til lausnar erfiðra verkefna. Ekki síður eru mér minnisstæðar stundir með honum og bræðrum hans við slátt með orfi og ljá á túninu á Lauga- landi en í þeim verkum og öðrum lík- amlegum var hann hamhleypa til verka. Jóa var alla tíð mjög umhugað um framtíð og viðgang hefðbundins landbúnaðar við Djúp. Sem dæmi um það hafði hann mjög ungur forgöngu um að keypt yrði fyrir Búnaðarfélagið þar gömul jarðýta. Hann var sjálfur í broddi fylkingar við að gera ýtuna upp áður en hún færi vestur og þegar hún var þangað komin lét hann sig ekki muna um það að vinna á henni að lagfæringu á túnum í sveitinni. Jóa var ekki síður umhugað um að hlúa að góðri vináttu og frændsemi og tók upp skemmtilegan sið, sem var í hans anda, að bjóða vinum og frænd- fólki árlega til sín rétt fyrir jólin í skötuveislu að vestfirskum sið. Þess- um sið hélt hann þangað til hann veiktist. Við frændsystkini hans tók- um þá upp merki hans og höfum hald- ið þessum góða sið áfram. Jói mætti til okkar fyrir rúmu ári og stóð sig eins og hetja þrátt fyrir veikindin eins og hann gerði reyndar alla tíð. Farinn er nú góður drengur og félagi. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur sem eftir sitjum en minningin um góðan frænda og traustan vin JÓHANN ÞÓRÐARSON ✝ Jóhann Þórðar-son fæddist á Laugalandi í Skjald- fannardal í Norður- Ísafjarðarsýslu 25. janúar 1927. Hann lést á Landspítalan- um Fossvogi 1. apríl sl. og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 11. apríl. mun lifa með okkur. Ég og fjölskylda mín vottum Systu okkar dýpstu samúð á erfiðri stund því hún hefur misst mikið. Hún stóð alltaf eins og klettur við hlið hans, ekki síst í veikindum hans nú síð- ustu ár. Einnig færum við börnum þeirra, Ingi- björgu og Þórði, og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórður H. Ólafsson. Við fjölskyldan í Stangarholti 2 vilj- um votta vini okkar, Jóhanni Þórð- arsyni, virðingu okkar en hann og Systa konan hans hafa verið fjöl- skylduvinir um marga áratuga skeið. Hann og fjölskylda hans hafa verið meðal okkar nánustu og traustustu vina í gegnum árin. Jóhann, eða Jói lögfræðingur eins og hann var alltaf kallaður á okkar heimili, var afar traustur maður. Hann hefur í gegnum tíðina verið sá maður sem oft hefur verið leitað til með hin ýmsu mál og alltaf hafa ráðin hans reynst okkur vel. Þegar við hugsum um hann Jóa, þá einkenndist fas hans af mikilli ró og ákaflega fáguðu viðmóti. Bak við þetta rólega fas mátti einnig greina hæglátan, víðlesinn mann, sem kom fram af mikilli festu þegar á þurfti að halda. Margar minningar koma upp í hug- ann þegar komið er að kveðjustund sem þessari. Ein af þeim eru þær mörgu ferðir sem Jói fór með fjöl- skyldu sína vestur í Djúp, þar sem foreldrar hans og systkini bjuggu. Engu skipti þá hvort sumar eða vetur var um að ræða. „Það er ekkert mál að brenna þarna vestur,“ eins og hann sagði alltaf, enda var þarna sannur Vestfirðingur á ferð sem lét sér annt um sitt byggðarlag. Þessi ódrepandi ferðagleði Jóa vestur, auk þess að eyða þar öllum sumrum, leiddi hins vegar til þess að við fjöskyldan fórum mjög oft þarna vestur líka, enda var mikill samgangur á milli fjölskyldn- anna. Afi Elías var t.d. alveg ómögu- legur maður nema fara vestur einu sinni á ári og hitta hann Jóa vin sinn, enda var, að sögn Jóa, alltaf besta veðrið fyrir vestan. Já, hann afi Elías og Jói voru miklir mátar. Þeir eyddu mörgum stundum saman, en fyrir um 30 árum síðan tóku þeir félagarnir upp á því að labba saman sér til hressingar og heilsubót- ar. Þetta var gert nánast um hverja helgi, auk þess sem kvöldgöngur náðu sífellt meiri vinsældum. Það sérstaka við þetta var að alltaf varð sami hita- veitustokkurinn í Mosfellsbæ fyrir valinu. Ef maður vildi hitta þá félaga, þá varð maður bara að gjöra svo vel að mæta á stokkinn og labba með þeim. Jói og Systa voru samheldin hjón sem gott var að heimsækja, enda oft glatt á hjalla. Ekki má þó ljúka þessum skrifum öðruvísi en að minn- ast á þær frábæru skötuveislur sem þau hjónin héldu í gegnum árin fyrir fjölskyldu og vini. Þar var höndluð skata að vestfirskum sið af mikilli natni. Allt Laugarneshverfið komst ekki hjá því að finna lyktina af þess- um úrvals mat þegar nær dró veisl- unni. Skata að hætti Jóa fæst hvergi annars staðar og eru vafalaust margir sem sakna þessarar árlegu og skemmtilegu máltíðar á Bugðulækn- um. Ekki má heldur gleyma því að með skötunni var síðan framleitt rúg- brauðið hans Jóa, sem við reyndar vitum með nokkurri vissu að hann hafi ekki komið nálægt, heldur hafi Systa alltaf átt allan heiðurinn af, þó nafn hans hafi þar komið við sögu. Með þessum fáu orðum kveðjum við góðan félaga og vin, sem seint verður þakkað allar þær góðu stundir sem við og fjölskylda hans höfum átt saman í gegnum tíðina. Við viljum votta Systu, Ingibjörgu og Þórði og þeirra fjöskyldum okkar innilegustu samúð á þessari erfiðu stundu. Elías Magnússon og fjölskylda. Mig langar til að minnast þín nú eftir að þú hefir lokið farsælli ævileið og þakka þér fyrir allt á liðnum árum. Það er svo margt sem kemur í hug- ann eftir að þú ert farin frá okkur. JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Jóhanna Frið-riksdóttir fædd- ist á Borgum í Reyð- arfirði hinn 18. mars 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 1. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 7. mars. Á langri ævi er svo margt sem skeður og við finnum svo söknuðinn. Það er autt húsið þitt og það var alltaf svo gaman að koma til þín. Við vitum að seinustu árin voru þungbær, sérstaklega þegar Georg var farinn. Við vonum að þið hafið mæst og þá endurnýjast svo margt. Guð fylgi þér áfram á sinni eilífðar- braut. Við gleymum þér ekki og minnumst allra góðra daga með þér í þessu lífi. Þökk fyrir allt á liðnum árum og allt sem þú varst okkur. Við þökkum samfylgd þína í þessi fjölmörgu ár. Blessi þig allir englar og alfaðir tignarhár. Um eilífðar brautir þér beini blessaður frelsarinn. Ljósið á himninum logar og ljómi um veginn þinn. Börnin þín Jesús blessi býður þeim faðminn sinn, þá veistu að guð er góður og gefur þér viðhorf ný. Í frelsarans náðar faðmi þú fagnar á himins grund. Yfir þér englar hans vaka hverja einustu lífsins stund. (Á.H.) Þín frænka, Rósalind Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.