Morgunblaðið - 12.04.2003, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 69
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Afmælisbarn dagsins er fé-
lagslynt og leggur góðum
málefnum lið. Umburð-
arlyndi þess mætti þó vera
betra á stundum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Misstu ekki sjónar á hlut-
unum því áður en þú veist
eru þeir horfnir og jafnvel
fyrir fullt og allt. Reyndu
ekki að blekkja samstarfs-
fólk þitt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki þarft þú að hlaupa til
þótt fólkið í kringum þig
sé með einhver látalæti.
Gerðu þér umfram allt far
um að vera raunsæ(r).
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hafðu augun hjá þér ef þú
skrifar undir einhver skjöl.
Ekki síður þarftu að þjálfa
hugann og næra andann.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Því fylgir mikil ábyrgð að
aðrir skuli leita til þín um
ráð. Gott væri að gefa sér
tíma til íhugunar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú saknar gömlu skóla-
daganna og langar til þess
að mennta þig frekar. Þú
þú færð tækifæri til þess
fyrr en seinna.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Efasemdir um sjálfan þig
eru óþarfar. Vertu hógvær
og lærðu af þeim sem geta
kennt þér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Stattu við skoðanir þínar
og láttu í þér heyra þegar
þörf krefur. Öðruvísi
kemstu ekki áfram í lífinu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir ekki að gera neitt
í dag nema þú sért upp-
lögð (-lagður) til þess.
Þegar það er búið getur
þú litið bjartsýn(n) fram á
veg.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Vandamálin hverfa ekki
þótt þú stingir þeim undir
stól. Þú ættir frekar að
vinna þeim fylgi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er ástæðulaust að
efast um allar þínar
ákvarðanir. Gerðu það sem
til þarf að koma þér í samt
lag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér finnst þú verða að
finna upp á einhverju til
að fá útrás fyrir athafna-
þörf þína. Reyndu að forð-
ast allt slíkt og mundu að
fæst orð bera minnsta
ábyrgð.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hlutirnir gerast hraðar í
kringum þig en þér finnst
þægilegt. Láttu það bara
eftir þér að brosa út í
bæði.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ALSNJÓA
Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur út og austur.
Einstaklingur, vertu nú hraustur!
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór.
Hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
Víst er þér, móðir, annt um oss.
Aumingja jörð með þungan kross
ber sig það allt í ljósi lita,
lífið og dauðann, kulda og hita.
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12.
apríl, verður sjötug Hjördís
Magnúsdóttir, Norðurbrún
1, Reykjavík. Í tilefni af af-
mælinu tekur Hjördís á
móti gestum í salnum Ás-
byrgi á Broadway milli kl.
14.30 og 17 í dag.
SETJUM okkur um stund í
spor norðurs, sem telur sig
eiga við nokkurn vanda að
etja í sögnum:
Norður
♠ 973
♥ ÁKG62
♦ KD107
♣G
NS eru í hættu, en AV ut-
an. Norður er gjafari og
vekur á einu hjarta. Makk-
er svarar með einum spaða
og vestur stekkur í þrjú
lauf. Hvað á að segja?
Svar makkers á einum
spaða getur verið veikt og
byggt á fjórlit, svo það væri
óráðlegt að taka undir spað-
ann. Dobl myndi sýna
skiptingu af þessum toga,
en heldur sterkari spil.
Sennilega verður að passa.
Þú gerir það og makker
stekkur í fjóra spaða. Það
er nefnilega það. Er tilefni
til að reyna við slemmu?
Norður
♠ 973
♥ ÁKG62
♦ KD107
♣G
Vestur Austur
♠ -- ♠ DG8
♥ D1097 ♥ 543
♦ 642 ♦ ÁG53
♣Á109874 ♣D62
Suður
♠ ÁK106542
♥ 8
♦ 98
♣K53
Spilið er frá Íslands-
mótinu í Borgarnesi. Stökk
vesturs í þrjú lauf er hug-
djörf sögn og hafði þær af-
leiðingar við borið að norð-
ur stóðst ekki mátið að
reyna við slemmu. Hann sá
fyrir sér ÁK sjöunda í
spaða og tígulásinn hjá
makker og spurði um lyk-
ilspil:
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 hjarta Pass 1 spaði
3 tíglar Pass Pass 4 spaðar
Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu
Pass 5 spaðar Allir pass
Svarið var ekki hagstætt
og sagnir féllu niður í fimm
spöðum. Vestur kom út með
laufás og suður lét kónginn
í slaginn heima! Hann taldi
að helsta hættan væri sú að
vestur væri með áttlit í laufi
og austur gæti yfirtrompað
blindan. En hættan var af
öðrum toga. Vestur spilaði
laufi áfram og sagnhafi
trompaði. Hann spilaði svo
spaða á ásinn og gretti sig
ógurlega. Beit svo á jaxlinn
og svínaði hjartagosa. Tveir
tíglar fóru niður í ÁK í
hjarta og stungan á þriðja
laufinu hélt, því vestur átti
aðeins sexlit. Skondið spil.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 14. apríl er
sextug Ester Bergmann
Halldórsdóttir, kennari á
Selfossi. Eiginmaður henn-
ar er Sigurþór Jóh. Er-
lendsson. Þau taka á móti
gestum á Hótel Örk, Hvera-
gerði, í dag, laugardaginn
12. apríl, kl. 20–23.
75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12.
apríl, verður 75 ára Mál-
fríður B. Jónsdóttir, Lauga-
vegi 146. Hún verður að
heiman í dag og næstu daga.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4.
d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Bg2
Be7 7. Rc3 h5 8. Rf3 Bg4 9.
h3 Bxf3 10. exf3 Ra6 11. g4
Rd7 12. O-O Rc7 13. He1
Kf8 14. f4 hxg4 15. hxg4
Bf6 16. g5 Bxc3 17. bxc3 b5
18. a4 bxa4 19. Hxa4 Rb6
20. Hae4 Dd7 21. Df3 Df5
22. c4 He8 23. Hxe8+
Rxe8 24. De2 Dd7
25. f5 f6 26. g6 Rc8
27. Bf4 Hh4 28. Bg3
Hh8 29. Bf3 Rc7 30.
De4 Ra8 31. Dc2
Rab6 32. He6 Hh6
33. Kg2 Hh8 34.
Be2 Ra8 35. Db3
Rab6 36. Bd3 Hh5
37. Dd1 Hh8 38.
Dg4 Dc7 39. De4
Dd7 40. Bh4 Dd8
41. Bc2 Hh6
Staðan kom upp á
Dos Hermanas
mótinu sem lauk fyrir
skömmu á Spáni. Alex-
ander Khalifman (2702)
hafði hvítt gegn Daniel
Campora (2505). 42. Bxf6!
gxf6 43. He8+ og svartur
gafst upp enda fátt um fína
drætti eftir 43... Dxe8 44.
g7+. Áskorendaflokkur
Skákþings Íslands hefst í
Faxafeni 12 kl. 14.00 í dag,
12. apríl. Alls verða tefldar
níu umferðir og fjögur
efstu sætin gefa rétt til
þátttöku í landsliðsflokki.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12.
apríl, verður áttræð Hall-
dóra K. Jónsdóttir, Skóla-
stíg 14a, Stykkishólmi. Eig-
inmaður hennar er Steinþór
Viggó Þorvarðarson, fyrrv.
vörubifreiðastjóri. Halldóra
er að heiman í dag.
Einmenningur hjá
Bridsfélagi Akureyrar
Þegar Stjórn Bridsfélags Akur-
eyrar setti saman dagskrá vorsins
2003 var völva beðin að spá um úrslit
þessa síðasta einmenningskvölds
spilaársins 2002 - 2003. Svar völv-
unnar var eftirfarandi:
Völvan spáir Viggó titli
vandi er um slíkt að spá
Það gæti verið Gissur litli
ef Gissur eldri situr hjá.
Ekki hafði völvan rétt fyrir sér í
þetta skipti, þar sem hvorki Gissur
eldri né Gissur yngri mætti og Hans
Viggó, sem þó leiddi mótið framan af,
missti svolítið flugið í restina og end-
aði rétt ofan við miðlung.
Að venju voru ýmis fyrirtæki feng-
in til að styrkja spilarana og verða
þau í sviga með sínum mönnum.
Staða efstu manna var:
Ólína Sigurjónsdóttir (Almenna
lögþjónustan og Íslensk Verðbréf) 24
Reynir Helgason (Verkfræðistofa
Sigurðar Thor og VÍS) 15
Páll Árdal (Útgerðarfélag Akureyringa) 12
Soffía Guðmundsdóttir (Toyota og
Tannverk) 12
Hermann Huijbens (Heilsuhornið) 11
Næst verður spilað í Hamri á
sunnudagskvöld, að venju hefst
spilamennskan kl. 19:30. Síðan verð-
ur spilað lokaumferðin í Halldórs-
mótinu á þriðjudaginn og verður
byrjað stundvíslega kl. 19:30.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Hinn 7. apríl heimsóttum við
Hafnfirðingar bridsdeild Barð-
strendinga/kvenna. Svo virðist sem
þessi félög hafi ekki sterkan heima-
völl, því nú unnu Gaflarar eftir tap í
Hafnarfirði. Sigur okkar var þó ekki
nógu stór til að vinna upp tapið fyrr í
vor.
Leikar fóru þannig að bridsdeild
Barðstrendinga/kvenna hlaut 252
stig en Bridsfélag Hafnarfjarðar
286. Við Hafnfirðingar þökkum in-
dælar móttökur og sérstakar þakkir
fá keppnisstjórar fyrir framtakið.
Mánudaginn 14. apríl hefst þriggja
kvölda Monrad-Barometer, spilað kl.
19.30 að Flatahrauni 3.
Bridsfélag Hreyfils
Vortvímenningurinn stendur sem
hæst og spila 16 pör í tveimur riðlum.
Staðan í N/S riðlinum er þessi:
Daníel Halldórss. – Ragnar Björnss. 35
Hlynur Vigfúss. – Ómar Óskarss. 30
Kári Sigurjónss. – Guðm. Magnúss. 22
Staðan í A/V riðlinum:
Jón Sigtryggss. – Skafti Björnss. 37
Einar Gunnarss. – Ágúst Benediktss. 36
Árni Kristjánss. – Birgir Kjartanss. 30
Næsta mánudagskvöld verður
spilaður eins kvölds páskatvímenn-
ingur með páskaeggjum í verðlaun
en síðasta umferðin í vortvímenn-
ingnum verður eftir páska.
Hafnfirðingar höfðu betur
Spilarar í Bridsfélagi Hafnarfjarð-
ar komu í heimsókn til Bridsdeildar
Barðstrendinga/kvenna sl. mánudag
og voru þeir að endurgjalda þannig
heimsókn Barðstrendinga frá því í
mars. Spilaðir voru tveir 16 spila
leikir á 9 borðum og greinilegt að
mikil var baráttan um sigurinn.
Hafnfirðingar voru grimmari í þess-
ari viðureign og náðu forystu 145–
125 eftir fyrri leikinn. Barðstrend-
ingar og konur freistuðu þess að
minnka muninn í síðari hálfleik, en
Hafnfirðingar stóðu fastir á sínu og
höfðu aukið forystuna þegar yfir
lauk. Lokatölur 286-252. Þess má
geta að Barðstrendingar/konur
höfðu betur í sinni heimsókn til
Hafnfirðinga þannig að segja má að
gestrisnin hafi ráðið ríkjum í þessum
viðureignum félaganna sem vonandi
verða að árlegum viðburði. Hjá
Barðstrendingum er nú einu kvöldi
ólokið í Butler-tvímenningi félagsins
og verður það spilað mánudaginn 14.
apríl nk.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ mánud. 31. mars
2003.
Spilað var á 10 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S:
Margrét Margeirsd. – Halla Ólafsdóttir 251
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 246
Oddur Jónsson – Ægir Ferdinandsson 245
Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 245
Árangur A-V:
Júlíus Guðmundss. – Hilmar Valdim. 270
Gunnar Pétursson – Kristján Samúelss. 250
Alda Hansen – Jón Lárusson 237
Haukur Guðmundsson – Örn Sigfússon 237
Tvímenningskeppni spiluð
fimmtud. 3. apríl. Spilað var á 12
borðum.
Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 264
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 243
Björn E. Pétursson – Gunnar Hersir 240
Árangur A-V:
Birgir Sigurðsson – Alfreð Kristjánss. 243
Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 241
Ásta Erlingsdóttir – Sigurður Pálsson 236
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Skagamenn eiga sína fulltrúa í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni sem
fram fer um bænadagana. Flestir spilaranna hafa spilað áður í úrslitum, þó
ekki undanfarin ár. Sveitin heitir Skaginn hf. og þeir voru hógværir fé-
lagarnir sem spiluðu síðasta leikinn. Talið frá vinstri: Þorgeir Jósepsson,
Tryggvi Bjarnason, Bjarni Guðmundsson og Karl Alfreðsson. Með þeim í
sveitinni eru Viktor Björnsson og Alfreð Viktorsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Stuttar og síðar kápur
sumarúlpur, heilsársúlpur,
regnúlpur, ullarjakkar,
hattar og húfur
Opið virka daga frá kl. 9-18
Laugardaga frá kl 10-15
Mörkinni 6 - Sími 588 5518