Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 71

Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 71
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 71 FÓLK  ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari knattspyrnuliðs FH, fékk að líta rauða spjaldið þegar lið hans tapaði, 1:0, fyrir ÍBV í leik um 5. sætið í Can- ela-bikarnum á Spáni í gær. Ólafur átti þá orðaskipti við Braga Berg- mann dómara sem vísaði honum burt af varamannabekknum.  VILHJÁLMUR H. Vilhjálmsson, sem lengi lék með Þrótti R. og Fram, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í deildabikar KSÍ. Vilhjálmur, sem nú leikur með Hvöt á Blönduósi, var rekinn af velli gegn Magna um síðustu helgi. Hann nær ekki að ljúka banninu fyrr en á næsta ári því Hvöt á aðeins tvo leiki eftir í keppninni í ár.  ÁGÚST Þór Ágústsson og Harald- ur Guðmundsson, knattspyrnumenn úr Breiðabliki, æfa þessa dagana hjá íslensk/enska félaginu Stoke City ásamt tveimur yngri piltum úr félag- inu. Þá eru tvær knattspyrnukonur úr Breiðabliki, Bjarnveig Birgis- dóttir og Elín Anna Steinarsdóttir, á leið til æfinga hjá Fortuna Hjörring í Danmörku.  HÓLMAR Örn Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir 1. deildarlið Keflavík- ur sem vann úrvalsdeildarlið Fram, 3:2, í æfingaleik í Egilshöll í fyrra- kvöld.  ÚRVALSDEILDARLIÐ KA tapaði í fimmta skipti í sex leikjum í deilda- bikar KSÍ í gærkvöld, nú 0:3 fyrir 1. deildarliði Stjörnunnar í Boganum á Akureyri. Sautján ára piltur, Guðjón Baldvinsson, skoraði eitt marka Stjörnunnar og er hann markahæsti leikmaður liðsins í deildabikarnum, hefur skorað 3 af 7 mörkum þess.  ÍSLENSKIR handknattleiksmenn verða í sviðsljósinu í dag þegar leikið verður í undanúrslitum þýsku bikar- keppninnar í handknattleik í Ham- borg. Patrekur Jóhannesson og Guðjón Valur Sigurðsson verða með Tusem Essen þegar liðið mætir Ein- ar Erni Jónssyni og samherjum í Wallau Massenheim.  Í HINNI viðureign keppninnar reyna liðsmenn Flensburg og Göpp- ingen með sér. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudag og verður hann einnig í Hamborg.  BRESKU kylfingarnir Justin Rose og Peter Baker mæta til leiks á Hval- eyrina í Hafnarfirði 28. júlí nk. og etja kappi við fremstu kylfinga landsins í Canon PRO/AM 2003. Þetta er fjórða sumarið í röð sem Canon og Nýherji bjóða upp á þetta mót og fá til landsins þekkta erlenda kylfinga í fremstu röð í heiminum.  BJÖRGVIN Sigurbergsson hafn- aði í 25.-31. sæti af 125 keppendum á úrtökumóti EuroProTour í golfi sem lauk í Englandi í gær. Hann lék á 72 höggum í gær, einu yfir pari vallar- ins, og samtals á 291 höggi, eða 10 yf- ir pari. Á næstu dögum skýrist hvaða keppnisrétt þessi frammistaða gefur honum á mótum í vor og sumar. KR sigraði Fylki, 3:2, í úrslitaleik Can- ela-bikarsins sem fram fór í Canela á Suður-Spáni síðdegis í gær. Að leik loknum var Veigar Páll Gunnarsson úr KR útnefndur besti leikmaður mótsins en hann lék mjög vel í öllum þremur leikjum KR-inga og skoraði í þeim fjögur mörk. Björn Viðar Ásbjörnsson kom Fylki yfir strax á 2. mínútu. Seint í fyrri hálfleik skoruðu Kristinn Hafliðason og Veigar Páll fyrir KR með tveggja mínútna millibili og Veigar bætti þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik. Jón B. Hermannsson minnk- aði muninn fyrir Fylki 10 mínútum fyr- ir leikslok og Árbæingar sóttu nokkuð á lokakaflanum en náðu ekki að jafna. Grindvíkingar unnu nokkuð örugg- an sigur á Skagamönnum, 3:0, í leik um þriðja sætið en þar skoruðu Alfreð Jóhannsson, Ray Anthony Jónsson og Páll Guðmundsson mörkin á síðustu 25 mínútunum. ÍBV vann FH, 1:0, í leik um fimmta sætið. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni þegar Steingrímur Jóhannesson skor- aði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins. Afturelding vann Úrvalslið Úrvals- Útsýnar, varamennina úr hinum lið- unum, 7:6, í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli í leiknum um 7. sætið. „Þetta var mjög vel heppnað mót í alla staði og ég tel engan vafa á að það muni festa sig í sessi á næstu árum,“ sagði Eyjólfur Ólafsson, knatt- spyrnudómari, við Morgunblaðið en hann hafði umsjón með mótinu. KR vann á Spáni og Veigar maður mótsins Í SEPTEMBER hófst forkeppni Íslandsmóts karla í handknattleik og henni lauk 30. mars. Á þriðju- dag hófst úrslitakeppni, sem beðið hefur verið eftir í allan vetur, og fyrir þrjú lið, Þór, HK og FH, lauk henni tveimur sólarhringum síðar – í fyrrakvöld. Þá höfðu þessi félög fengið einn heimaleik allt tímabilið sem virkilega skipti máli. Hann tapaðist, og nú tekur sumarfríið við. Þór fékk 250 áhorfendur á þenn- an eina alvöru heimaleik sinn á Ís- landsmótinu í vetur, HK fékk 320 og FH, gamla handboltastórveldið, fékk 800. Varla eru gjaldkerar þessara ágætu félaga ánægðir með afraksturinn. Var það þess virði að bíða allan veturinn eftir þessum eina leik? Svo virðist vera. Allt bendir til þess að gjaldkerarnir og aðrir fulltrúar félaganna muni rétta upp hönd á ársþingi HSÍ þegar tillaga um keppnisfyrirkomulag næsta tímabils verður borin upp til at- kvæða. Þar verður lagt til að spila tvöfalda forkeppni í staðinn fyrir einfalda og enda á nákvæmlega sama hátt – með útsláttarkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Hvers konar sjálfseyðingar- stefna er þetta? Hvers vegna eru forráðamenn félaganna svona blindir á það sem máli skiptir í íþróttinni þar sem þeir eiga hags- muna að gæta? Hvers vegna vilja þeir halda áfram með marklitla forkeppni í sjö mánuði og reyna síðan að fá fólk til að mæta á leik- ina (eða leikinn) sem máli skipta þegar komnir eru páskar og grasið farið að grænka? Nei, „þjóðaríþróttin“ virðist ætla að halda áfram á sömu villi- götunum um ókomin ár. „Nýtt“ keppnisfyrirkomulag verður sam- þykkt á ársþingi HSÍ. Úrslita- keppninni, sem er að ganga af íþróttinni dauðri, hægt og bítandi, verður haldið gangandi með þeim afleiðingum að næsta vetur verður enn slegið met í fækkun áhorfenda. Handknattleiksforystan þorir ekki að stíga það eina skref sem getur bjargað íþróttinni – að taka upp al- vöru deildakeppni þar sem átta fé- lög leika í 1. deild, spila fjórfalda umferð og efsta liðið að henni lok- inni er Íslandsmeistari. Þá myndu allir leikir skipta máli og grund- völlur væri fyrir því að fá áhorf- endur á leikina allan veturinn og um leið jafnt og þétt peninga- streymi í kassann. Næsta mál: Þegar loksins kom að úrslitakeppninni langþráðu, gátu menn ekki verið seinheppnari með upphaf hennar. Fyrri leikir átta liða úrslitanna voru leiknir sama kvöld og stærsti leikur vetr- arins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, viðureign Real Madr- id og Manchester United, og leik- tíminn var meira að segja færður fram, til kl. 19.15, eins og menn vildu endilega að um árekstur yrði að ræða. Þetta kvöld fékk KA, af öllum liðum, aðeins 350 manns á heimaleik í úrslitakeppni. „Síðan trúi ég því ekki að KA-menn ætli að horfa á Meistaradeildina í fót- bolta á meðan við erum að reyna að verja titilinn,“ sagði þjálfari KA á heimasíðu félagsins eftir leikinn. Jú, það gerðu reyndar margir þeirra, sem og stuðningsmenn annarra liða. Og aðeins til að flétta samkeppn- isíþróttinni, körfuboltanum, inn í þessa umræðu: Þar eru menn líka fastir í því fari að úrslitakeppni sé það eina rétta. Ekki meira um það. En afhverju í ósköpunum eru eng- in samráð á milli þeirra sem ráða ferðinni í þessum íþróttagreinum? Hvers vegna er leikur sem getur ráðið úrslitum um Íslandsmeist- aratitil í körfubolta leikinn á sama kvöldi og leikir í úrslitakeppninni í handboltanum? Hvers vegna að slást um athygli fjölmiðlanna þeg- ar auðvelt hefði verið að dreifa henni á tvö kvöld? Það var ekkert um að vera í gærkvöld – þá hefði verið tilvalið fyrir aðra hvora íþróttina að vera með sína dagskrá og njóta athyglinnar óskiptrar. Víðir Sigurðsson Var það þess virði? MHAIRI Gilmour, skosk landsliðskona í knatt- spyrnu, er gengin til liðs við ÍBV. Hún kom til móts við Eyjakonur á Spáni, þar sem þær hafa dvalið í æfingabúðum í þessari viku, og hefur gert fjögur mörk í tveimur leikjum í ferðinni. Þar með verða tveir leikmenn skoska landsliðsins í röðum ÍBV í sumar en fyrir er Michelle Barr, sem hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár og er komin aftur til Eyja eftir vetrardvöl hjá Doncaster í Eng- landi. Gilmour, sem er 22 ára, leikur á miðjunni og hefur spilað 30 landsleiki fyrir Skotland en hún kemur frá Kilmarnock. Hún skoraði 2 mörk þegar ÍBV vann FH, 7:1, og gerði önnur tvö í sigri Eyjakvenna á spænska úrvalsdeild- arliðinu Deportivo Hispalis, 6:1. Þar gerði Margrét Lára Viðarsdóttir einnig 2 mörk en markadrottningin Olga Færseth skoraði þrennu fyrir ÍBV í leiknum við FH. Ný skosk skorar grimmt fyrir ÍBV JEROEN van Wetten, 23 ára hollenskur knatt- spyrnumaður, verður til reynslu hjá Fröm- urum næstu dagana. Þeir fara í dag til Farum í Danmörku þar sem þeir dvelja í æfingabúð- um til miðvikudags og van Wetten kemur til móts við þá þar. Hann er á mála hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Roosendaal og hefur skor- að mikið fyrir varalið félagsins, en hefur að- eins fengið tækifæri í tveimur leikjum með því í úrvalsdeildinni í vetur. Til stóð að van Wett- en kæmi til reynslu hjá ÍBV en ekkert varð af því. „Við ætlum að skoða þennan leikmann, sem við vitum í sjálfu sér mjög lítið um. Okkur vantar sóknarmann þar sem útlitið er ekki gott með Þorbjörn Atla Sveinsson, sem hefur ekki getað æft með okkur undanfarna sex mánuði vegna meiðsla,“ sagði Brynjar Jóhann- esson hjá meistaraflokksráði Fram við Morg- unblaðið í gær. Fram prófar Hollending ÓLAFUR Th. Árnason frá Ísafirði sigraði mjög örugglega í göngu karla með frjálsri aðferð á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli í gær. Það gerði Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði einnig og þá sigraði Jakob Einar Jakobsson frá Önundarfirði í flokki pilta 17-19 ára en hann keppir fyrir Ísfirðinga. Karlarnir gengu 15 km, piltarnir 10 km og konurnar 5 km. Þau Ólafur Th., Elsa Guðrún og Jakob Einar hafa öll titla að verja frá síðasta lands- móti. Ólafur sagði að aðstæður í Hlíðarfjalli hefðu verið hrikalegar, „þetta var eins og að skíða í sykurkari þar sem verst var,“ sagði Ólafur. Hann sagði að aðstæður hefðu verið heldur skárri ofar í fjallinu. „Maður kemur alla vega til með að muna eftir þessu landsmóti vegna aðstæðnanna,“ bætti Ólafur við og hann ætlar sér sigur í keppni með hefðbundinni aðferð í dag. Elsa Guðrún og Jakob Einar tóku undir með Ólafi og sögðu aðstæður hafa verið erfiðar en bæði ætla þau sér sigur í göng- unni í dag. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hafa menn lagt hart að sér og gert brautina eins góða og hægt er. Það er líka mun betra að keppa við þessar aðstæður en að verða af landsmóti,“ sagði Jakob Einar. Elsa Guðrún sagði að snjórinn hefði verið linur og að ekki hefði verið hægt að skauta neðst í brautinni en að að- stæður hefðu verið betri ofar í brautinni. Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði hafnaði í öðru sæti í göngu karla en hann var dæmdur úr leik. Ólafur varð fyrir því að brjóta annað skíðið sitt í brautinni og skipti um skíði en það reyndist brot á reglum keppninnar. Annað sætið kom því í hlut Magnúsar Eiríkssonar frá Siglufirði en hann er á 52. aldursári. Magnús varð jafnframt Íslandsmeistari í flokki 50 ára og eldri og Birgir Gunnarsson frá Sauðárkróki í flokki 35-49 ára. Athygli vakti hversu fáir keppendur mættu til leiks, eða alls 13 í þessum þremur flokkum. Morgunblaðið/Kristján Ólafur Th. Árnason, göngugarpur frá Ísafirði, skautar í brautinni í Hlíð- arfjalli. Hann sigraði í 15 km göngu karla með frjálsri aðferð í gær. „Þetta var eins og að skíða í sykurkari“ Aðstæður voru erfiðar í keppni í göngu á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.