Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 73

Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 73
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 73 Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Hátíðarföt með vesti 100% ull skyrta, klútur og næla kr. 36.900 Allar stærðir til 46— 64 98—114 25— 28GÓÐU stelpunni má skipa í flokk með mörgum óháðum kvikmyndum sem fjalla um einhæfni og súrreal- ískt tilbreytingarleysi hins vestræna borgaralega veruleika. Justine Last (Jennifer Aniston) hefur farið þá leið sem viðtekin er fyrir svo margar ungar konur, hún hefur fundið sér mann, þau byggt sér heimili með grænni lóð allt um kring og bæði unnið sína vinnu til að borga reikn- inga. Frekari menntun Justine fékk að víkja fyrir þessum markmiðum og þrjátíu ára gömul áttar hún sig á því að líf hennar er tilbreytingarlaus martröð. Dregin er upp sterk mynd af kæf- andi hversdagsleika sögupersónunn- ar Justine í kvikmyndinni, en hún eyðir dögum sínum í sterílu um- hverfi stórmarkaðarins sem hún hef- ur unnið fyrir lengur en hún kærir sig um að muna. Á kvöldin fer hún heim til dauðyflislegs en góðlegs eig- inmanns síns (John C. Reilly), sem gæðir líf sitt fyllingu með hassreyk- ingum. Leit Justine að leið út beinir sjónum hennar að hinum unga og dularfulla Holden (Jake Gyllenhaal) sem einnig vinnur í stórmarkaðnum og þannig hefst ófyrirsjáanlegt ást- arsamband. Fyrri hluti myndarinn- ar lofar góðu, dauðyflislegar aðstæð- ur sögupersóna eru dregnar sterkum dráttum, og frammistaða leikara er sterk. Áhugavert er að sjá leikkonuna Jennifer Aniston í hlut- verki Justine, en hún nær fyrirhafn- arlaust að hrista af sér ímynd hinnar glaðlyndu Rachel sem Aniston leik- ur í gamanþáttunum Vinir. John C. Reilly er fullkominn í hlutverki hins vel meinandi en ekki mjög skilningsríka eiginmanns, og ætti að vera orðin vanur hlutverk- inu, en áþekka kokkálaða eiginmenn leikur hann einmitt í kvikmyndunum Chicago og The Hours. Jake Gyll- enhaal sem lék í hinni frábæru Donnie Darko, fer einnig vel af stað. Eitthvað vantar hins vegar upp á úr- vinnsluna á sambandi persónanna og flóttatilraun Justine úr kæfandi veröld sinni, vandinn sem kemur upp er endurtekningasamur og ósannfærandi. Jake Gyllenhaal fer offari í túlkun sinni á örvilnun Hold- ens og sagan glatar styrk sínum. Vægðarleysið sem einkennir söguna í heild situr þó eftir, og gerir Góðu stelpuna að eftirminnilegri kvik- mynd. KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 Kvik- myndahátíð Góða stelpan/ The Good Girl  Leikstjórn: Miguel Arteta. Handrit: Mike White. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Jake Gyllenhaal, John C. Reilly og Tim Blake Nelson. Lengd: 93 mín. Bandarík- in. Fox Searchlight, 2002. Jennifer Aniston tekst í Góðu stelp- unni að hrista fyrirhafnarlaust af sér ímynd hinnar glaðværu Rachel úr Vinum. Kæfandi hvers- dagsleiki Heiða Jóhannsdóttir þrælum og fjarlægum þjóðum á borð við Chile, Nicaragua og Írak. Ofbeldi getur af sér ofbeldi segir Moore, og lítur til hryðjuverkaárás- anna á Bandaríkin 11. september 2001. Moore skoðar þætti á borð við fá- fræði og ótta við hið óþekkta, hugs- unarlausa neysluhyggju og for- dóma, sem hann telur auka enn á kynþátta- og stéttaátök í banda- rísku samfélagi, og víkur að hlut- verki fjölmiðla við að ýta undir slík viðhorf. Bandarískt samfélag er að mati Moores logandi í togstreitum sem margir virðast leysa með því að grípa til byssunnar sinnar. Í keilu fyrir Columbine hefur þó engin endanleg svör á reiðum hönd- um, enda er markmið myndarinnar fremur að vekja fólk til umhugs- unar. Hin lausbeislaða og víðfeðma frásagnaraðferð Moores hefur vakið misjöfn viðbrögð og hafa sumir gagnrýnendur sagt myndina illa ígrundaða, og óskipulagða. En ef nánar er að gáð, heldur Moore fylli- lega stjórninni í þeirri bæði hnyttnu og óhugnanlegu þeysireið um bandarískt þjóðlíf sem heimildar- myndin er og þar notar hann hæfi- leika sína til að sjá samhengi í hlut- unum til þess að sprengja út umræðuna og láta áhorfandanum eftir að draga ályktanir og e.t.v. leita frekari svara. Moore stígur þó feilspor undir lok myndarinnar, er hann lýkur að- gangshörðu, en vel réttlætanlegu viðtali við Charlton Heston, for- mann NRA, með því að ota að hon- um ljósmynd af sex ára gömlu fórn- arlambi byssuofbeldis. Þar missir eldhuginn marks og sjónarmið hans sömuleiðis. Það er þó fyrst og fremst áköf sannfæring sem liggur slíku feil- spori að baki og ekki er annað hægt en að dást að ákveðni Moores. Hann er sannfærður um að eitthvað mikið sé að í bandarísku samfélagi og hann krefst skýringa. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.