Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 76
76 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og Miðnætursýning kl. 12.
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12.
ÓHT RÁS 2
Radio X
Kvikmyndir.is
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8. Sýnd kl.10.05.Bi.14.
HÖJ
Kvikmyndir.com
SV MBL
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6 og 10. B.i 14.
HJ MBL
3 Besti leikari íaðalhlutverkiAdrien Brody BestileikstjóriRomanPolanski
Besta
handritÓSKARS-
VERÐLAUN
HILARY SWANK
AARON ECKHART
IL Y S
E T
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
Sýnd kl. 9 og 11.15.
HEIMSFRUMSÝNING
Spennandi
og áhrifarík
rómantísk
stórmynd með
Cate Blanchett
(“Elizabeth”,
“The Gift”) og
Billy Crudup
(“Almost Famous”)
Radíó X
H.K. DV
SV MBLHK DV
SG Rás 2
Radio X
ÞÞ Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.
HL MBL
Sýnd kl.
2 og 3.45
400 Kr
Sýnd kl.
2 og 4.
400 Kr
Sýnd kl. 5.30.
ALMENNT
MIÐAVERÐ
750 KR.
Fjölskyldudagar
KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6 og 8.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Radíó X
SG DV
sv mbl
SG DV
HL MBL
kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.12. / kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. / kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
Kvikmyndir.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Sjóðheit og mögnuð
stórmynd með frá-
bærum tæknibrellum.
Frá leikstjóranum
Jon Amiel.
HILARY SWANK
AARON ECKHART
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
I
I
NEI, Kanadamaðurinn Cronenberg ersko alls ekki allra. Fyrstu kynniblaðamanns af honum áttu sér staðfyrir góðum tveimur áratugum. Það
var í gegnum mynd sem foreldrar og aðrir for-
ráðamenn lýstu háværum áhyggj-
um yfir og otuðu þar með að okk-
ur ungviðinu, óafvitandi auðvitað.
Þannig frétti ég af Scanners,
hryllingsmynd hvar menn
sprengdu hausinn hvor á öðrum
með hugarorkunni. Vissulega
vafasamur efniviður, en þannig er
hann Cronenberg og hefur alltaf
verið, leikur sér að eldinum, nýtur
þess að ögra samfélaginu með því
að taka á vægast sagt óvenjulegu
viðfangsefni á óheflaðan máta, án
málamiðlana, og bíður óþreyju-
fullur, eins og smástrákur, eftir
einhverjum viðbrögðum. Og sann-
arlega hafa myndir hans kallað á
viðbrögð enda hefur hans helsta
hugðarefni í gegnum tíðina verið
afbrigðileiki mannsins; hvort sem hann hefur
fengist við fólk sem fær kynferðislega fróun út
úr því að lenda í bílslysi (Crash 1996) eða breyt-
ist í blóðsugu sökum læknamistaka eftir bílslys
(The Rabid, 1977), fólk sem notar heilabúið til
að sprengja hausa (Scanners 1981), sjá fyrir
hörmungar framtíðarinnar (Dead Zone 1983)
eða bara skemmir í sér heilabúið með sjón-
varpsglápi (Videodrome 1983), daðri við sýnd-
arveruleika (eXistenZe 1999) eða neyslu of-
skynjunarlyfja (Naked Lunch 1991), fólk sem
fer flatt á ofurtrú sinni á vísindini og breytist í
flugu (The Fly 1986) eða gengur hreinlega af
göflunum (Dead Ringers 1988).
Hið sanna kvikmyndaskáld
En það má hann Cronenberg eiga að hann er
alvöru kvikmyndaskáld og eitt af fáum slíkum
nú á tímum. Hann er samkvæmur sjálfum sér,
er óbilandi í að kanna nýja kima á þessu hugð-
arefni sínu og gerir svo án þess að fást um
ríkjandi strauma og stefnur. Nýjasta mynd
hans Spider, eða Kónguló, rennir enn frekari
stoðum undir það, en hún er
byggð á skáldsögu Patricks
McGraths og fjallar um ömurleg-
ar raunir geðklofa manns, Dennis
Cleggs, sem sleppt er að geð-
sjúkrahúsi eftir 20 ára innilokun.
Hann hefur klárlega ekki enn náð
fullum bata því þegar hann kemst
loksins í snertingu við umheiminn
og upplifir heimkynni sín á ný fær
hann ekki flúið uppgjör við fortíð-
ina, hræðilegar æskuminningar,
þar sem á daginn kemur ann-
arlegt samband hans við foreldra
sína og óljós veruleikamörk.
„Kónguló“, eins og móðir hans
kallar Clegg, er leikinn af Ralph
Fiennes og með hlutverk foreldra
hans fara þau Gabriel Byrne og
Miranda Richardson, allt einstaklega fram-
bærilegir leikarar sem fara óaðfinnanlega með
hlutverk sín, eru næstum óþægilega góð. Sér í
lagi er erfitt að fylgjast með Fiennes, en Cron-
enberg kýs að dvelja mjög við persónusköpun á
Clegg, fer nákvæmlega ofan í saumana á ein-
hverfri hegðan hans og gerir með því heiðarlega
tilraun til þess að reyna að skilja þennan fár-
sjúka mann, sem engum í kringum hann hefur
tekist að skilja, hvorki foreldrum né læknum.
Cronenberg segir McGrath hafa grafið mjög
djúpt ofan í sjúkdómseinkenni Cleggs og sann-
reynt hegðunarmynstur hans, einkum með að-
stoð föður síns sem er geðlæknir. Cronenberg
vildi hins vegar ekki dvelja um of við þann þátt-
inn, treysti á greiningu McGraths, og lagði í
staðinn frekari áherslu á listræna hlið sögunnar
af Kónguló.
„Þegar Ralph sagðist vilja undirbúa sig fyrir
hlutverkið með því að hitta geðlækna og sjúk-
linga sem þjást af geðklofa, þá sagðist ég ekki
ætla að standa í vegi fyrir því, en áréttaði þó við
hann að ég hefði sjálfur ekki áhuga á að grafa
dýpra ofan í þau mál en McGrath gerir í bók
sinni. Ég var móttækilegur fyrir öllum tillögum
hans hvernig túlka ætti kónguló, einhverju sem
hann hafði tekið eftir í hegðun þeirra sem hann
ræddi við, en með því skilyrði þó að við gætum
enn leyft okkur að skapa kónguló út frá okkar
eigin forsendum.“
Spider liggur í baðkarinu
Cronenberg segir hlutverkið hafa verið mjög
erfitt við að glíma fyrir Fiennes.
„Þetta var mikil áskorun fyrir hann, þennan
mann sem hefur svo fallega rödd, að þurfa allt í
einu að gefa hana upp á bátinn og neyðist til að
nota aðrar leiðir til að tjá sig. Og ég held að hon-
um hafi tekist hreint lygilega vel upp. Til mín
kom kona eftir eina af fyrstu sýningu af mynd-
inni og spurði mig hvernig ég hefði vitað þetta
með baðkarið. Ég var auðvitað eitt spurning-
armerki, en þá sagði hún mér að hún ætti 26 ára
gamlan geðklofa son sem lægi nákvæmlega eins
í baðkarinu og Ralph kaus að gera í myndinni.
Honum tókst einmitt að pikka upp þessi
minnstu smáatriði, sem hvorki er greint frá í
bókinni, né í handritinu þar sem einungis stóð:
„Spider liggur í baðkarinu“. Hvernig honum
tókst að finna út hvernig nákvæmlega geðklofa
einstaklingar eiga til að liggja í baðkari er mér
hulin ráðgáta en hefur þó örugglega eitthvað
með hæfileika hans og næmni sem leikara að
gera.“
Cronenberg segir að Fiennes hafi ráðið miklu
um að hann gerði myndina. „Þegar ég fékk
handritið var áfastur minnismiði með nafninu
hans á. Ég lagði saman tvo og tvo og las það
með hann í huga í hlutverki Cleggs. Hann hafði
þá haldið tryggð við þetta verkefni í 4 ár og
gerði hvað hann gat til að koma því af stað, fjár-
magna það og finna leikstjóra. Leikarar eru
flestir mjög hverflyndir, falla fyrir verkefni eina
vikuna og eru búnir að gleyma því þá næstu,
Ralph er ekki þannig, Spider hefði ekki orðið til
án hans. Og allt síðan ég sá hann í Lista Schindl-
ers hafði mig dauðlangað til að vinna með hon-
um því hann er leikari að mínu skapi, náungi
sem leggur feril sinn að veði í hvert sinn sem
hann tekur þátt í gerð myndar.“
Fjör á tökustaðnum
Þrátt fyrir að viðfangsefni Cronenberg séu
nær alltaf með myrkasta móti þá er umtalað
hversu þægilegt og létt andrúmsloft ríkir á
tökustað mynda hans. Hvernig fer hann að?
„Þetta er einn af leyndardómum listsköpunar-
innar. Ég komst að því fyrir löngu síðan að það
ríkti jafnan mikil gleði á tökustað mynda Ing-
mars Bergmans. Menn hlógu og sögðu brand-
ara á milli þess sem þeir tóku upp atriði fyrir
hádrama á borði við Þögnina og Hvísl og hróp.
Svona mótvægi við efniviðinn er nauðsynlegt, að
mínu viti. Það var mikið fjör þegar við gerðum
Crash, og slíkt skilar sér örugglega, í sjálfu
listaverkinu. Til að gera berskjölduðum leik-
urunum kleift að taka áhættur þá verður að búa
þeim öruggt umhverfi, öðlast traust þeirra. Ég
vil að leikararnir finni að það sé í lagi að gera
mistök, að þeir reyni eitthvað nýtt sem kann að
koma asnalega út, án þess að vera skammaðir
eða auðmýktir. Þess vegna legg ég mig mjög
fram um að skapa þægilegt andrúmsloft á töku-
stað. Ég rífst því ekki og skammast, enda hefur
slík hegðun aldrei skilað mér neinu.“
Mjög heilbrigð hugsun hjá þessum mikla
áhugamanni um meinsemdir mannshugans.
David Cronenberg er og verður aldrei allra. Nægir að nefna tvær mynda hans, Naked Lunch og Crash, því til
stuðnings. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við þetta kynlega kvikmyndaskáld um nýjasta verk hans Spider.
Meinsemdir
mannshugans
David Cronenberg
skarpi@mbl.is
Kónguló er sýnd á 101 kvikmyndahátíð í Regn-
boganum. Fyrsta sýning er í dag kl. 18.
Ralph Fiennes túlkar Kónguló af næsta
óþægilegri næmni.