Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Golli Jóhann Pálsson slær flatirnar á Hvaleyrarvelli og tíkin Ásta er með í för. STARFSMENN golfklúbbs Keilis, GK, í Hafnarfirði tóku fram flata- sláttuvélarnar í liðinni viku og renndu þeim yfir rúmlega helming af alls 18 flötum vallarins á Hval- eyrinni. Ólafur Þór Ágústsson vall- arstjóri sagði að hann hefði aldrei áður upplifað tíðarfar í líkingu við það sem ríkt hefur í vetur en Ólafur hefur verið vallarstjóri undanfarin níu ár og starfað á vellinum í tvo áratugi. Hann sagði að ef allt gengi að óskum yrði leikið á sumarflötum eftir um tvær vikur. Mikil aðsókn hefur verið í allan vetur á vellinum og um 25 manna hópur hefur leikið golf á hverjum degi. Svo mikil hefur aðsóknin ver- ið að loka hefur þurft hluta af vell- inum vegna álags. Ólafur Þór sagði ennfremur að á góðviðrisdögum um helgar væri fjöldinn á vellinum á við það sem gerist á björtum og góðum sumardegi. Sumar- sláttur á Hvaleyrinni eldurinn kom upp þegar Morgun- blaðið fór í prentun. Mikinn reyk lagði frá bílnum áð- ur en eldurinn gaus upp. Bifreiðin var að bíða við umferð- arljós er óhappið átti sér stað. Þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins kom á vettvang aðeins ör- fáum mínútum eftir að eldurinn kom upp lagði mikinn reykjar- mökk frá bifreiðinni og tók nokkra stund að ráða niðurlögum hans. MIKILL eldur kom upp í vél- arrými lítils sendibíls á horni Kringlumýrarbrautar og Lista- brautar laust eftir hádegið í gær, laugardag. Vegfarendur komu bílstjóra til hjálpar við slökkvistarfið þar til lögregla og slökkvilið komu á vett- vang skömmu síðar. Umferð tafðist um stund á Kringlumýrarbraut vegna óhapps- ins. Ekki var vitað hvers vegna Bíll í björtu báli á Kringlumýrarbraut Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins kom bílstjóra á sendibíl til hjálpar Morgunblaðið/Ómar FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ McLOUIS HÚSBÍLAR Stórkostleg opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, sunnudag, frá kl. 11-16 Einnig bjóðum við upp á McLouis GLEN 6 metra húsbíl, verð 4.200.000, og Sterling Benz Sprinter 316, 6,7 metrar, verð 5.500.000. BANKAR SAMEINAST Bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. og stjórn Kaupþings banka hf. hafa samþykkt að leggja til við hlut- hafafundi bankanna að þeir verði sameinaðir. Sameinaði bankinn mun heita Kaupþing Búnaðarbanki hf. Hluthafar Kaupþings banka hf. fá um 51,77% í hinum sameinaða banka en hluthafar BÍ um 48,23%. Hlutaféð verður allt að rúmlega fjórir milljarðar króna að nafnvirði. Bankaráð bankanna telja að samein- ingin auki arðsemi fyrir hluthafa og tryggi viðskiptavinum betri og víð- tækari þjónustu. Þá verði með sam- einingunni náð hagkvæmni í rekstri. Kúrdar halda frá Kirkuk Trúarflokkar múslima eru teknir að berjast á götum Bagdad. Banda- ríkjamenn hafa ákveðið að auka liðs- afla sinn í borginni til að tryggja ör- yggi borgara og koma í veg fyrir gripdeildir þar og í olíuborginni Kirkuk. Hersveitir Kúrda eru byrjaðar að flytja sig frá olíuborginni Kirkuk í norðurhluta Íraks og er talið að það muni róa taugar Tyrkja sem hafa áhyggjur af rás atburða í Kirkuk og Mosul. Ástæðan er sú að þeir telja að með töku þessara borga sé verið að skapa grundvöll fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda í norðurhluta landsins. Bílstjórar leggja inn leyfin Margir leigubílstjórar í Reykjavík hafa lagt inn leyfi til aksturs vegna verkefnaskorts. Virkum leyfum hef- ur því fækkað og eru nú undir 500 en samkvæmt reglugerð eiga að vera 570 leigubílar í borginni. Sunnudagur 13. apríl 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.676  Innlit 16.862  Flettingar 71.242  Heimild: Samræmd vefmæling LAUSAR STÖÐUR DEILDARSTJÓRA Stöður deildarstjóra eru lausar í eftirtöldum leikskólum: Grænuborg, Eiríksgötu 2 Upplýsingar veitir Gerður Sif Hauksdóttir leikskólastjóri í síma 551 4470. Rofaborg, Skólabæ 6 Upplýsingar veitir Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri í síma 587 4816. Sæborg, Starhaga 11 Upplýsingar veitir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri í síma 562 3664. Ægisborg, Ægisíðu 104 Upplýsingar veitir Kristjana Thorarensen leikskólastjóri í síma 551 4810. Laun eru skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími 563 5800 og á vefsvæði www.leikskolar.is. Sunnudagur 13. apríl 2003 Hjartað á horninu Það er ekki mjög langt síðan litlar matvöru- verslanir voru reknar á öðru hverju götuhorni hérlendis. Í þessum verslunum sló hjarta hverfisins. Þar ríkti sannur hverfisandi, íbú- arnir hittust og spjöll- uðu saman. Þessum verslunum fækkar sí- fellt. Ragna Sara Jónsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson litu inn til nokkurra kaupmanna sem versla upp á gamla mátann og komust að því að sums staðar slær hjartað enn./10 ferðalögHótel á VesturlandisælkerarSugar Club á SögubörnPáskaföndurbíóKonur Arkitektar eiga að vera gagnrýnir á umhverfi sitt „Byggingarlist snertir daglegt líf manna meira en flestir gera sér grein fyrir.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 49 Listir 28/31 Myndasögur 50 Af listum 28 Bréf 50/51 Forystugrein 32 Dagbók 52/53 Reykjavíkurbréf 32 Krossgáta 54 Skoðun 34/35 Leikhús 56 Umræðan 36/39 Fólk 55/61 Minningar 42/46 Bíó 55/61 Kirkjustarf 48 Sjónvarp 62 Þjónusta 49 Veður 63 * * * Nýtt tímarit um mat og vín fylgir Morgunblaðinu í dag. Tugþúsundum svartfugla er hent í hafið Morgunblaðið/Alfons Skipverji á netabátnum Jóa á Nesi SH greiðir svartfugl úr neti. ÞÚSUNDUM svartfugla sem flækj- ast í fiskinetum er hent á hverju ári, þar sem ekki er heimilt samkvæmt lögum að selja fugl sem drepst í net- um. Fiskmarkaðir hafa hætt að bjóða upp netadauðan svartfugl og segjast sjómenn vera nauðbeygðir til að henda honum. Svartfugl flækist í fiskinetum í sjó allt árið en aðallega snemma á vet- urna og á vorin þegar hann kemur nær landi til varps. Svartfugl flækist í og kafnar í fiskinetum sem lögð eru á veiðislóð, gjarnan þar sem sjómenn verða varir við síli eða loðnu, enda líklegt að helstu nytjafiskar, t.d. þorskur, sæki í slíkt æti. Svartfugl- inn sækir hinsvegar einnig í sílið og flækist þar af leiðandi í netunum, jafnvel þó að þau séu lögð mjög djúpt. Samkvæmt lögum um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fugl- um er óheimilt að nota net við fugla- veiðar. Fugla, er drepast í netum sem lögð eru til fiskveiða eða kópa- veiða, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf. Sam- kvæmt upplýsingum úr umhverfis- ráðuneytinu er markmið laganna fyrst og fremst að koma í veg fyrir að menn hafi fjárhagslegan ávinning af fuglaveiðum í net. Heimilt sé að hirða fugl sem drepist hefur í fiski- netum fyrir slysni til eigin neyslu en hinsvegar óheimilt að selja eða gefa. Tæp 13 tonn seld í fyrra Þrátt fyrir þetta ákvæði laganna hefur sjódauður svartfugl verið seld- ur í umtalsverðu magni á fiskmörk- uðum hérlendis á undanförnum ár- um. Árið 2001 voru seld rúm 20 tonn af svartfugli á fiskmörkuðunum og 12,7 tonn á síðasta ári. Þá var með- alverðið um 69 krónur fyrir kílóið og söluverðmæti „aflans“ því um 876 þúsund krónur. Það sem af er þessu ári hafa aðeins tæp tvö tonn verið seld á fiskmörkuðunum, enda hefur Fiskistofa beint þeim tilmælum til markaðanna að þeim sé óheimilt að selja kjöt af hollustuástæðum. Tryggvi Leifur Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Ís- lands, segir markaðina ekki bera það mikið úr býtum af svartfugli að þeir hætti á að ógna öðrum hagsmunum með því að bjóða hann upp. „Með því að taka fuglinn í gegnum markaðina eru þessi viðskipti þó uppi á borðinu. Mér heyrist á sjómönnum að þeir hendi þeim fugli sem kemur í netin en eflaust er eitthvað af honum selt líka til veitingahúsa.“ Tryggvi fullyrðir að enginn leggi net fyrir svartfugl af ásettu ráði. Svartfugl þyki jafnan hinn mesti ódráttur, enda seinlegt að greiða fuglinn úr netunum og það fari auk þess illa með veiðarfærin. Hátt í þúsund fuglar á einum degi Anton Ragnarsson, stýrimaður á netabátnum Esjari SH frá Rifi, segir mikið af svartfugli flækjast í netum í Breiðafirði, einkum þegar loðnan gengur yfir veiðislóðina í mars. Hann segir að mest hafi þeir fengið hátt í þúsund fugla á einum degi í vetur. Aðrir hafi fengið enn meira. Megninu sé hent í sjóinn. Anton segir sjómenn verða þarna af töluverðum aukatekjum, þó að verðið hafi ekki verið hátt. „Netin eru dregin daglega og fuglinn því svo til nýdauður þegar hann er greiddur úr netunum og því herramannsmat- ur. Við höfum reynt að gefa þann fugl sem komið hefur í netin í vor, þeim sem hafa viljað hirða hann en það er nú reyndar bannað líka. Þarna er því verið að kasta á glæ um- talsverðum verðmætum,“ segir Ant- on. Bannað að selja, kaupa, gefa og jafnvel þiggja netadauðan svartfugl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.