Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENDURREISN kúbverskrar tón-
listar síðustu ár má að nokkru
þakka bandaríska tónlistarmann-
inum Ry Cooder sem stýrði upp-
tökum á frægri plötu Buena Vista
Social Club og hefur komið að fleiri
plötum kúbverskra öldunga und-
anfarið, nú síðast plötu sem hann
gerði með Ibrahim Ferrer og einnig
skífu sem Cooder gerði með gít-
arleikaranum snjalla Manuel Gal-
bán. Nú er svo orðið ljóst að Ry
Cooder á ekki eftir að taka upp fleiri
plötur á Kúbu í bráð; hann hefur
þegar verið sektaður um milljónir
fyrir þá ósvinnu að vinna með öld-
ungunum kúbversku og á yfir höfði
sér enn harðari refsingu ef hann
lætur ekki af þeirri iðju.
Ry Cooder kom til Kúbu á sínum
tíma til að stýra upptökum á tónlist-
armönnum frá Vestur-Afríku og
Kúbu, en hann hafði áður tekið upp
plötur með ýmsum þjóðlegum tón-
listarmönnum. Afríkumennirnir létu
þó ekki sjá sig en í þeirra stað hóf
Cooder að vinna með gömlum kúb-
verskum tónlistarmönnum, sem
margir höfðu ekki leikið tónlist í
áratugi, eða frá því þeir voru upp á
sitt besta á sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar. Það ævintýri varð
heimsfrægt undir nafninu Buena
Vista Social Club; kvikmynd sem
gerð var um upptökurnar hlaut góð-
ar viðtökur víða um heim og plata
með upptökunum varð metsöluplata.
Þekktur fyrir ævintýramennsku
Ry Cooder hefur verið þekktur
fyrir ævintýramennsku í tónlist allt
frá því hann lét fyrst í sér heyra
með blússveit í upphafi sjöunda ára-
tugarins, þá sextán ára gamall, en
síðan stofnaði hann hljómsveitina
Rising Sons með Taj Mahal. Sú lifði
ekki lengi og næstu árin starfaði
Cooder sem hljóðversgítarleikari og
lék meðal annars inn á plötur með
Captain Beefheart, Randy Newman,
Little Feat, Van Dyke Parks, Roll-
ing Stones og Taj Mahal, auk-
inheldur sem hann lék inn á band
kvikmyndatónlist. Eiginlegan sóló-
feril hóf hann svo með plötu, sam-
nefndri honum, sem kom út 1970.
Plöturnar eru orðnar nokkuð á
þriðja tuginn, allar mjög ólíkar enda
hefur Cooder einkar gaman af að
breyta um stíl eða stefnu eftir því
sem honum hefur miðað áfram í
rannsóknum sínum á tónlistar-
hefðum heimsins. Þannig hefur
hann tekið upp frumstæðan blús,
soul, tejanotónlist, sveifludjass, dix-
ieland, hawaii-tónlist og svo fram-
vegis, en einnig verið afkastamikill í
kvikmyndatónlist, sjá til að mynda
snilldartónlist hans í Paris Texas.
Með tímanum hefur Cooder gert
æ meira af því að vinna með tónlist-
armönnum úr ýmsum áttum og
þannig hefur hann tekið upp plötur
með mönnum eins og Flaco Jimem-
ez, sem er með fremstu tejano tón-
listarmönnum Bandaríkjanna, og
Hawaii-manninum snjalla Gabby
Pahinui. Cooder gerði síðar af-
bragðsplötu með indverska tónlist-
armanninum V.M. Bhatt, A Meeting
by the River, og síðan fyrirtaks
plötu með Malímanninum Ali Farka
Toure, Talking Timbuktu, sem fékk
Grammy-verðlaun sem besta plata
með þjóðlegri tónlist árið 1994.
Samstarf við Manuel Galbán
Fyrsta platan með Buena Vista
Social club kom út 1997 og á eftir
henni komu fleiri plötur með kúb-
verskri tónlist, sumar þar sem
Cooder kom við sögu. Útgefandi á
helstu plötunum var Nick Gould,
sem rekur World Circuit-útgáfuna
bresku. Hann gaf og út eldri tónlist,
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Síðustu Kúbu-
skífur Cooders
Ry Cooder er frægur fyrir tilraunamennsku og ævin-
týralegar plötur. Hann hefur meðal annars starfað
með öldnum tónlistarmönnum á Kúbu en nú er því
lokið vegna andstöðu bandarískra stjórnvalda.
Cooder auðnaðist þó að ljúka við skífur með
Manuel Galbán og Ibrahim Ferrer áður en yfir lauk.
LEIKARAHJÓNIN Catherine
Zeta Jones og Michael Douglas
hafa að hluta til unnið mál sitt gegn
tímaritinu Hello! en hjónin stefndu
tímaritinu fyrir að birta ósam-
þykktar myndir úr brúðkaupi þeirra
árið 2000.
Justice Lindsay dómari birti úr-
skurð sinn í málinu í London í gær
en í úrskurðinum segir m.a. að
Hello! hafi brotið gegn viðskipta-
réttindum hjónanna. Dómarinn
hafnaði því hins vegar að tímaritið
hefði brotið gegn rétti hjónanna til
einkalífs. Sex vikur eru frá því rétt-
arhöldum vegna málsins lauk og hef-
ur úrskurðarins verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu enda er mál-
ið talið prófmál varðandi réttindi
stjarnanna.
Zeta Jones og Douglas kröfðu Hello!
um 60 milljónir króna í skaðabætur.
Þau höfðu á sínum tíma selt tímarit-
inu OK einkarétt á myndbirtingum
úr brúðkaupinu fyrir 120 milljónir
og því hefur OK einnig krafið Hello!
um 200 milljónir í skaðabætur …
FÓLK Ífréttum
Stóra svið
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Forsýning fi 24/4 kl 20 - Kr. 1.000
FRUMSÝNING su 27/4 - UPPSELT
Mi 30/4 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800
Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Í kvöld kl 20, Lau 26/4 kl 20
Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö 25/4 kl 20,
Lau 3/5 kl 20
Fö 9/5 kl 20
ATH: Sýningum lýkur í vor
DÚNDURFRÉTTIR - TÓNLEIKAR
Dark side of the Moon
Mi 23/4 kl 20,
Mi 23/4 kl 22:30
Nýja svið
Þriðja hæðin
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Í kvöld kl 21 Ath. breyttan sýn.tíma
Lau 3/5 kl 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Fö 25/4 kl 20, Lau 27/4 kl 20,
Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Fö 2/5 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Lau 26/4 kl 14
SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og
leikhópinn
Í dag kl 13 - ATH: Breyttan sýn.tíma
Mi 23/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fö 25/4 kl 20, Fi 1/5 kl 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Í kvöld kl 20, Fi 24/4 kl 20, Lau 3/5 kl 20
ATH: Síðustu sýningar
15:15 TÓNLEIKAR - BERGMÁL FINNLANDS
Ferðalög - Poulenc-hópurinn, Lau 26/4 kl 15:15
Sunnud. 13. apríl kl. 14
Miðvikud. 16. apríl kl. 20
Miðasala allan sólarhringinn
í síma 566 7788
Bæjarleikhúsið
Mosfellsbæ
Eftir J.R.R. Tolkien
„Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn
stórsnjall og drepfyndinn.“ Kolbrún Bergþórsdóttir DV
Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram
í Pennanum Eymundsson Glerártorgi.
mið 16/4 SJALLINN AKUREYRI AUKASÝNING
fim 17/4 SJALLINN AKUREYRI UPPSELT
Iau 19/4 SJALLINN AKUREYRI UPPSELT
lau 19/4 Þrjár systur; frumsýning í Nasa
föst 25/4 Örfá sæti
lau 26/4 Nokkur sæti
mið 30/4 Sellófon 1. árs
föst 2/5 Nokkur sæti
lau 3/5 Nokkur sæti
Sunnudagur 13. apríl kl. 16-17
TÍBRÁ: Prokofieff & Poulenc
Tónleikaspjall Þorkell Sigurbjörnsson.
Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Prokof-
ieff og Rhapsodie Nègre eftir Poulenc.
Flytjendur KaSa hópurinn. Gesta-
flytjandi: Einar Jóhannesson, klarinett.
Verð kr. 1.500/1.200
Sunnudagur 13. apríl kl. 20
Hjörturinn tekur á rás
Vox academica og Rússíbanarnir frum-
flytja verk eftir Hróðmar Sigurbjörns-
son, ljóð Ísak Harðarson. Á efniskrá
einnig klezmer-tónlist, íslensk þjóðlög
og napólítanskir söngvar. Einleikari
Sigrún Eðvaldsdóttir. Einsöngvari
Sigrún Hjálmtýsdóttir. Verð kr. 2.000.
Þriðjudagur 15. apríl kl. 20
Tríó Artis
Gunnhildur Einarsdóttir harpa, Kristj-
ana Helgadóttir flauta og Jónína Hil-
marsdóttir víóla flytja verk eftir Jolivet,
Takemitsu, Vieuxtemps og Debussy.
Verð kr. 1.500/1.200/750.
Miðvikudagur 16. apríl kl. 20
TÍBRÁ: Sönglög Páls Ísólfssonar
Hanna Dóra Sturlu-
dóttir, Finnur
Bjarnason og Nína
Margrét Grímsdóttir
flytja öll sönglöng
Páls. Verð kr. 1.500/
1.200.
Leyndarmál rósanna
sýn. mið. 16. apríl kl. 19
sýn. lau. 19. apríl kl. 19
Allra síðustu sýningar
Uppistand um
jafnréttismál
sýn. lau. 19. apríl kl. 22.30
Allra síðasta sýning
Búkolla
sýn fim. 17. apríl kl. 14
sýn lau. 19. apríl kl. 14
sýn mán. 21. apríl kl. 14
Síðustu sýningar
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is
alltaf á föstudögum