Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU árum hefur þjón- usta á landsbyggðinni tekið örum breytingum. Fyrir því eru marg- víslegar ástæður, sem ekki er hægt að rekja í stuttri blaðagrein. En það augljósa er, að kaupfélags- verslunin hefur nær alls staðar lognast út af. Í staðinn eru komnar sterkar verslunarkeðjur og eru þrjár fyrirferðarmestar: Baugur, með undirflokkunum Bónus, Hag- kaup og 10–11. Samkaup með und- irflokkunum Kaskó, Nettó, Sam- kaup-Úrval og Strax-Sparkaup. Og Kaupás með Krónuna, Nóatún og 11–11. Vöruverðið er hið sama alls staðar á landinu innan sama flokks og eru Bónus, Kaskó og Krónan ódýrustu búðirnar hjá hverri keðju og síðan koll af kolli. Í Skýrslu nefndar um flutningskostnað sem gefin var út í janúar sl., segir, að nú hafi 79% þjóðarinnar aðgang að lágvöruverslun í sinni heimabyggð og 90% þjóðarinnar eru í 50 km akstursfjarlægð frá slíkri verslun. Lágvöruverðsverslanir fá betri kjör Ég hafði samband við Sam- keppnisstofnun og fékk þær upp- lýsingar, að til jafnaðar væri álagning frá birgjum kannski 10% til lágvöruverðsverslana en 20– 30% til smáverslana úti á landi og í undantekningartilvikum jafnvel miklu hærri. Samanburður við lág- vöruverðsverslanir væri erfiður, af því að þær kynnu að selja ein- stakar vörutegundir undir inn- kaupsverði, en það væru heilbrigð- ir viðskiptahættir að mati Samkeppnisstofnunar. Það finnst mér ekki og ég átti von á, að mun- urinn á kjörum lágvöruverðsversl- ana og smákaupmanna hjá birgjum væri mun meiri en upplýsingar Samkeppnisstofnunar gefa til kynna. Dæmi er um, að kaupmað- ur í Fjarðabyggð þóttist ná kosta- kjörum með því að fá kíló af app- elsínum á 125 kr. hjá birgi en sá svo að sömu appelsínur kostuðu 99 kr. í Bónus á Egilsstöðum. Nú gæti ég auðvitað sagt Bónus í Reykjavík í staðinn fyrir Bónus á Egilsstöðum ef ég talaði eins og Samfylkingin og vildi draga upp ranga mynd. Kaupmaður við Eyja- fjörð sagði mér, að fyrir jól hefði hann fengið tvo lítra af Egils app- elsíni frá verksmiðjunni á Akur- eyri fyrir 240 kr. með afslætti, en sama flaska hefði kostað 179 kr. í Bónus. Bananar kostuðu 129 kr. í Bónus en 210 kr. gegnumgangandi frá birgi. Þess vegna hefði þrauta- lendingin orðið sú hjá mörgum verslunum að hætta viðskiptum við birgja eða heildsala en beina inn- kaupunum að Bónus-versluninni á Akureyri. Verslunarkeðjurnar fá meiri af- slátt hjá flutningsaðilum en litlir viðskiptavinir. Og auðvitað kostar reksturinn á hverja einingu minna eftir því sem veltan verður meiri. Þetta er augljóst ef við tökum Bónusverslun og berum saman við verslunina á Bakkafirði eða í Hrís- ey. Verslanir á slíkum stöðum eiga í vök að verjast. Þannig hafði t.d. engin verslun verið á Bakkafirði um hríð, þegar Verslunin Kauptún á Vopnafirði opnaði þar útibú fyrir nokkrum dögum. Verslunin í Hrís- ey er opin tvo tíma á dag og er verið að kanna það til þrautar, hvort hún hafi yfirhöfuð rekstr- argrundvöll. Það er kátbroslegt að reyna að slá pólitískar keilur með rangri útleggingu á þungaskatti þegar út í þessa erfiðu og flóknu umræðu er komið. Þungaskatturinn og Ingibjörg Sólrún Í stefnuræðu sinni um helgina sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að þau Össur Skarphéðinsson hefðu ferðast um landið og fengið hraustlegt og gott útlit, en hún var ekki viss um að það hefði bætt meltinguna, en ég vona nú að það lagist. Þar sagði hún m.a.: „Kona á Djúpavogi tók dæmi af því hvernig flutningskostnaður hefði áhrif á vöruverð en þungaskattur hefur hækkað um 45% í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þannig þurfti þessi kona að greiða 921 kr. fyrir flúor- skol á Djúpavogi sem kostar 425 kr. í Reykjavík.“ Og síðan fór hún að móralísera: „Einhverjum kann að þykja þetta lítilvægt en gleym- um því ekki að í hinu smáa birtist oft hið stóra, það er hluti af heild- armynd,“ o.s.frv. Nú er ýmislegt við þetta að at- huga, t.d. það hverjir þessir „ein- hverjir“ eru. Á hún við okkur þing- menn utan af landi, sem höfum alla okkar þingmannstíð barist af alefli fyrir bættum samgöngum til að lækka flutningskostnaðinn, sama í hvaða flokki við erum? Á hún við formann Samfylkingarinnar, sem sá eftir því, hversu mikið vegafé fór út á land í framkvæmdaátaki ríkisstjórnarinnar í febrúar? Held- ur hún að hægt sé að lækka flutn- ingskostnað svo einhverju nemi til Patreksfjarðar, Ísafjarðar, Þórs- hafnar eða Vopnafjarðar án þess að byggja upp vegina? Hefur hún kynnt sér hversu tíðar og miklar þungatakmarkanirnar hafa verið í vetur? Gerir hún sér grein fyrir, hvaða áhrif það hefur á flutnings- kostnaðinn? Í hinu smáa birtist oft hið stóra og í alvörumáli eins og þessu á að tala skýrt. Ingibjörg Sólrún segir, að þungaskattur hafi hækkað um 45% í tíð ríkisstjórnarinnar. Hið rétta er, að þungaskattur hækkaði um 3,2% 1. janúar 1996, um 3,5% 1. janúar 1999 og um 2% 1. júní 1999. Hann var síðan lækkaður um 10% 1. janúar 2001 og hefur því lækkað um tæp 2% eða svo á kjörtímabili ríkisstjórnarinnar. Hitt er annað mál, að samtök í atvinnulífinu kærðu fyrir Samkeppnisstofnun þær afsláttarreglur frá þunga- skatti, sem verið höfðu í gildi og nýttust þeim vel, sem mikið óku, sérstaklega vöruflutningabílum. Í samræmi við úrskurð Samkeppn- isstofnunar var afslátturinn síðan afnuminn og var áhrifunum jafnað út á gjaldskrána, svo að ríkissjóður eða vegasjóður hagnaðist ekki á breytingunni. Nýjar Evrópureglur um hvíldartíma ökumanna tóku líka gildi á þessum tíma, en þær hafa valdið umtalsverðri hækkun á flutningskostnaði. Samkeppnis- stofnun er mikil uppáhaldsstofnun Samfylkingarinnar og Samfylking- in ætlaði sér að gera aðild að Evr- ópusambandinu að kosningamáli en heyktist á því. Vegabætur eru eina úrræðið Það er ótrúlega mikill munur á verði flúorskolsins á Djúpavogi og í Reykjavík eða á Egilsstöðum, því að Bónus er líka þar. En það hefur einhver prakkari sagt Ingibjörgu Sólrúnu að verðmunurinn væri all- ur saman þungaskattinum að kenna. Ég hringdi til gamans í Árna S. Róbertsson kaupmann á Vopnafirði. Hann sagði mér, að flaska með flúorskoli kostaði hjá sér 488 kr. og þar af væri flutn- ingskostnaður 6 kr. eða svo. En stundum munaði verulega um hann eins og á hveiti. 2 kg af hveiti kost- uðu í innkaupum 92 kr. en flutn- ingskostnaðurinn væri um 60 kr. samkvæmt taxta, en flutningsaðil- ar veita afslætti miðað við umfang flutninga, sem hvorugur aðilinn vill gefa upp. Pakkagjaldið er 700 kr. fyrir lágmarkssendingu, en það á ekki við um innkaup verslana. Árni sagði, að fyrir sig munaði mestu að fá uppbyggðan veg með bundnu slitlagi til Vopnafjarðar og að stytta leiðina til Reykjavíkur og minntist hann sérstaklega á Stóra- sandsleið í því sambandi. Með Vaðlaheiðargöngum styttir hún leiðina frá Vopnafirði til Reykja- víkur um tæpa 100 km. Í stefnuræðu sinni vék Ingibjörg Sólrún hvergi að því að hún vildi hafa þungaskattinn hærri í Reykjavík en annars staðar á land- inu og síðan stiglækkandi eftir því sem fjær drægi höfuðborginni eins og Össur Skarphéðinsson og Krist- ján L. Möller hafa þráfaldlega sagt að væri stefna Samfylkingarinnar. Sá fyrrnefndi síðast í Morgun- blaðinu á laugardag. Hefði þó verið ástæða til, ef Ingibjörg Sólrún hefði trúað því að þungaskatturinn væri orsökin fyrir verðmismunin- um á Djúpavogi og í Reykjavík (eða í hvaða Bónus-verslun sem er þess vegna). Kannski er ástæðan sú, að hún vissi, að verðmismun- urinn var að langmestu leyti af öðrum ástæðum. Við skulum vona það. En þá átti hún líka að leggja málið þannig upp. Auðvitað fellst hún ekki á, að Reykvíkingar greiði hærri þungaskatt en aðrir lands- menn. Vonir Össurar og Kristjáns L. Möllers um það eru draumur vetrarrjúpunnar. Það skýrist af því, að Ingibjörg Sólrún býður sig fram til að gæta hagsmuna Reyk- víkinga. Það skýrir líka, að hún hefur sagt, að samgönguráðherra Samfylkingarinnar komi úr Reykjavík en ekki utan af landi. Sannleikurinn er sá, að fólk út um land veit, að það verður að standa undir flutningskostnaði á aðföngum og því sem það sendir frá sér. Þess vegna er mikil kjara- bót, að verslunarkeðjurnar skuli hafa sama verð í sambærilegum verslunum um allt land og jafna út flutningskostnaðinn. Eina leiðin til að lækka hann umtalsvert er að bæta vegina og stytta leiðir. Svo einfalt er það. Vöruverð og þjónusta á landsbyggðinni Eftir Halldór Blöndal „Þess vegna er mikil kjarabót, að verslunar- keðjurnar skuli hafa sama verð í sambærilegum versl- unum um allt land og jafna út flutningskostn- aðinn.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlands eystra. TIL LEIGU PARHÚS Samtún - með aukaíbúð 230 fm parhús á þremur hæðum með sér- íbúð í kjallara, ásamt 34 fm sérstæðum bílskúr. Á miðhæðinni er forstofa, hol, eldhús, baðherbergi, tvær samliggjandi stofur, sjónvarpsstofa og svefnherbergi. Í risi er stór stofa, svefnherbergi og snyrting. Í kjallara er kyndiklefi, þvotta- hús, tvær geymslur og séríbúð sem skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi, hol og svefnherbergi. Áhv. 10 m. í lífeyr- issjóðsláni. V. 21,4 m. 2848 HÆÐIR Miðstræti - Þingholtin Vorum að fá í einkasölu sérlega fallega og mikið endurnýjaða 116 fm íbúð á 2. hæð í 4- býli. Góðar svalir með miklu útsýni. Íbúðinni fylgir herbergi í kjallara með sér- inngangi sem býður upp á mikla mögu- leika, t.d. útleigu. Sérstæði fylgir íbúð- inni. V. 17,3 m. 3240 4RA - 6 HERB. Freyjugata - tvær íbúðir Ein- stök 4ra herb. 125 fm íbúð á efstu hæð með útsýnisturni/herb. Eignin skiptist m.a. í eldhús, baðherb., 2 herbergi og stofu. Baðherb. er flísalagt í hólf og gólf og með sturtu og hornbaðkari. Arinn er í turnherbergi. Tvennar svalir. Stórglæsi- legt útsýni. Verð 17,5 millj. Einnig vel skipulögð 2ja herbergja útsýnisíbúð með tvennum svölum. Lögn f. þvottavél í íbúð. Eftirsótt eign. Verð 11,5 milljónir. Einbýli á Seltjarnarnesi í skiptum fyrir raðhús Óskum eftir raðhúsi á Seltjarnarnesi í skipt- um fyrir fallegt 190 fm einbýli á einni hæð á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Uppl. gefur Kjartan. Skúlagata - til leigu Til leigu 120 fm 4ra herbergja íbúð í glæsi- legu nýlegu lyftuhúsi. Mikið útsýni. Suðursvalir. Leigutími tvö ár. Sex mánuðir fyrirfram. Íbúðin er laus nú þegar. Upplýsingar veitir Magnea S- verrisdóttir, fasteignasali, á skrif- stofu Eignamiðlunar. Skipholt - 5 svefnh. Góð 5 her- bergja íbúð á 1. hæð ásamt aukaher- bergi í kjallara og 22 fm bílskúr. Eignin skiptist þannig: Hol, eldhús, stofa, bað- herbergi, fjögur herbergi og aukaher- bergi í kjallara með aðgangi að sam. baðherbergi með sturtu. Sérgeymsla og sam. þvottahús. V. 13,7 m. 3237 Sólarsalir - glæsileg Vorum að fá í sölu glæsilega 125 fm 5 herbergja íbúð á 1. hæð í 5-íbúða húsi. Íbúðin er mjög opin og björt. 23 fm innbyggður bílskúr fylgir íbúðinni. Innangengt er úr húsi í bílskúr. V. 19,4 m. 3239 Reynimelur Falleg 125 fm efri hæð og ris í þríbýlishúsi, ásamt 24 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, 4 svefnherbergi (3 í risi), eld- hús og baðherbergi. Tvennar svalir og útsýni frá risi. Góð staðsetning og stutt í alla þjónustu. V. 17,5 m. 3231 3JA HERB. Kríuhólar Falleg 3ja herbergja 79 fm útsýnisíbúð sem skiptist í hol, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Nýlega er búið að klæða húsið að utan með áli og byggja yfir svalir. Opin og björt íbúð með parketi á gólfum. V. 10,7 m. 3246 2JA HERB. Fannborg - útsýni Falleg og björt 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í ný við- gerðu fjölbýlishúsi með stórum vestur svölum og frábæru útsýni. Íbúðin skipt- ist í hol, eldhús, baðherbergi, stofu og svherb. Í kj. er sérgeymsla og á efri hæð er sameiginl. þvhús. Áhv. 4,7 m. í húsb. og 1,3 í viðbótarláni. Verð 8,6 milljónir. Hverfisgata - sérinngang- ur Erum með í einkasölu u.þ.b. 60 fm nýstandsetta íbúð á 1. hæð (jarð- hæð) í góðu steinsteyptu fjölbýlis- húsi.Nánast allt hefur verið endur- nýjað, gólfefni (parket), hurðar, inn- réttingar (eldhús og bað), rafmagn o.fl. Laus strax. Nánast allt sér. V. 7,9 m. 3241 Góð fjárfesting Vorum að fá í sölu eitt mest áberandi verslunarhúsnæðið í Hafnarfirði sem er í langtímaútleigu til Kaupáss hf. Mikill fjöldi bílastæða. Um er að ræða hent- ugt tækifæri fyrir fjárfesta sem leita að öruggri fjárfestingu. Mikill fjöldi bílastæða. Leigutími er til 1. maí 2015. Nánari uppl. veitir Óskar Harðarson lögfræðingur hjá Eignamiðlun. V. 159 m. 3248 Fjölnisvegur Virðulegt og vandað einbýlishús á eftirsóttum stað í Þingholtunum. Hús- ið er teiknað af Pétri Ingimundarsyni árið 1929 og er 387 fm ásamt 20 fm bílskúr og er það í svokölluðum skip- stjóravillustíl. Húsið er á þremur hæð- um auk rislofts og í kjallara er sam- þykkt íbúð með sérinngangi. Lóðin er gríðarstór um 1.020 fm og snýr til suðurs og er aðkoma og ásýnd hússins hin glæsilegasta. Nánari uppl. á skrif- stofu. 2896 OPIÐ HÚS Bólstaðarhlíð 68, 3. h. t. h. Falleg og vel skipulögð 5-6 herb. 117 fm endaíbúð 3. hæð með 22 fm bíl- skúr. Íbúðin skiptist í hol, stofu, borð- stofu, 4 herb., eldhús og baðherb. Tvennar svalir, annars vegar til vest- urs út af stofu og hins vegar til norð- urs út af hjónaherb. Birt stærð sér- eignar er 139,6 fm. Opið hús milli 13- 15 í dag (sunnudag, bjalla merkt Valgerður). V. 14,5 m. 3162 Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.