Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 10
TARIQ Aziz, sem þar til á miðvikudag var að- stoðarforsætisráðherra í ríkisstjórn Saddams Husseins, hefur lifað viðburðaríku lífi. Það má ráða af ljósmyndum sem hanga á vegg í eld- húsinu á heimili hans í Bagdad. Þrátt fyrir að hann hafi gjarnan farið hörðum orðum um Bandaríkin á undanliðnum árum er augljóst af heimili Aziz að hann var áhugamaður um bandaríska dægurmenningu. Flestir ættu að þekkja andlit Aziz, sem var utanríkisráðherra Íraks í Persaflóastríðinu 1991, enda féll það oftar en ekki í hans hlut að tala fyrir hönd stjórnvalda í Bagdad. Aziz er kristinnar trúar, á meðan aðrir í innsta valdahring Saddams súnní-múslimir, og hann fæddist í Mosul í Norður-Írak árið 1936 en flestir helstu samstarfsmanna Saddams voru úr heimaborg hans, Tikrit. Ljósmynd sem hangir í eldhúsi Aziz og sýnir þá Saddam faðmast, bendir þó til að mikill vinskapur hafi verið með mönnunum tveimur. Íraskur almenningur réðst til inngöngu á heimili Aziz í Bagdad á fimmtudag, þegar ljóst var orðið að helstu embættismenn Saddam- stjórnarinnar voru flúnir. Um er að ræða fjög- urra hæða hús sem stendur við Tígris-ána í góðu hverfi í Bagdad. Víða á heimilinu má sjá muni sem benda til að Aziz hafi iðkað sína trú; þar má m.a. finna litla veggmynd af Jesú kristi og styttu af Maríu mey. Meiri athygli vekur að Aziz skuli hafa verið jafnáhugasamur um bandaríska menningu og raun ber vitni. Þannig má finna á heimili hans um 50 bandarískar bíómyndir á DVD-diskum og kennir þar ýmissa grasa; Godfather- trílógíuna er hér t.d. að finna en jafnframt myndir eins og Sleepless in Seattle og Dragon, bíómynd um ævi bardagahetjunnar Bruce Lee. Reykti vindla og spilaði kotru Í vinnustofu Aziz á neðstu hæðinni má finna bækur um helstu fjandmenn Íraks, allt frá Khomeini erkiklerki í Íran til George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þar er líka að finna fjölda bóka um stríð Írana og Íraka 1980–1988 og verk blaðamannsins Bobs Wood- wards um bandarísku leyniþjónustuna, Veil: The Secret Wars of the CIA 1981–1987. Meðal annarra verka í bókasafni Aziz má nefna tvær bóka Henrys Kissingers, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Diplomacy og White House Years. Einnig The Greatest Threat eftir Richard Butler, sem á síðasta áratug var yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Hér er einnig að finna ævisögu Moshe Day- an, fyrrverandi hershöfðingja í Ísraelsher og stjórnmálamanns, og ýmis önnur verk er fjalla um síonísma. Aziz átti einnig bókina Saddam’s War eftir John Bulloch og Harvey Morris, en hún fjallar um innrás Íraka í Kúveit árið 1990 og eftirmála hennar. Þá átti Aziz eintak af Hitler’s War eftir sagnfræðinginn David Irv- ing, en sem kunnugt er hefur Saddam oft verið líkt við nasistaleiðtogann alræmda. Aziz reykti greinilega mikið af vindlum, spil- aði kotru og notaði rakspíra af gerðinni Cart- ier, Drakkar Noir og Obsession. Skammt frá húsi Aziz við árbakkann stend- ur eitt af heimilum Saddams sjálfs, fimm hæða íburðarmikið hús sem er m.a. með sundlaug, risastóran bílskúr og glæsilegan blómagarð. Óvíst er hversu mikla viðveru Saddam hafði hér, enda var forsetinn ávallt á ferðinni, dauð- hræddur um líf sitt. Af munum sem finna má í húsinu bendir margt til að hér hafi helst konur og börn hafst við. Áhugamaður um bandaríska menningu Ýmissa grasa kennir á bókasafni á heimili varaforsætisráðherra Íraks í Bagdad Bagdad. The Washington Post. Reuters Á heimili Tariq Aziz sást að hann hefur dá- læti á bandarískri menningu. 10 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Annar hver maður í Írak hefur verið uppljóstrari“ EHAMZA ABBAZ, FÓRNARLAMB OFSÓKNA UNDIR STJÓRN SADDAMS UMRÆÐUR um hvernig staðið verði að verk- töku og úthlutun verkefna að loknu stríði í Írak hafa farið vaxandi undanfarna daga og á föstudag var því slegið upp í fjölmiðlum að Kellogg Brown & Root, dótturfyrirtæki olíu- fyrirtækisins Halliburton, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, veitti áður for- stöðu, hefði gert samning um verkefni fyrir allt að sjö milljarða dollara (um 540 milljarða íslenskra króna) við bandaríska herinn. Þetta kom fram í kjölfarið á því að Henry A. Waxman, þingmaður í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, fór fram á upplýsingar um verkefni Halliburton á vegum hersins. Um er að ræða tveggja ára samning, sem felur í sér að fyr- irtækið muni slökkva elda í olíubrunnum og meta tjón á olíuvinnslusvæðum í kjölfar stríðs- ins. Talsmaður Kellogg Brown & Root sagði að ekki væri gefið að fyrirtækið fengi alla þessa upphæð og einnig myndu umtalsverðar greiðslur renna til undirverktaka. „Aldrei séð samning þessu líkan“ Dagblaðið Boston Globe hefur hins vegar eftir Ed Porter, sérfræðingi við American Petrolium-stofnunina, að hér hljóti að vera um eitthvað meira að ræða en að slökkva nokkra elda: „Ég hef aldrei séð samning þessu líkan. Hér er ekki mikið af upplýsingum.“ Waxman er að rannsaka verktakamál í Írak ásamt öðrum þingmanni, John D. Dingell. Mikil verkefni eru framundan í Írak og er um að ræða vinnu við allt frá sjúkrahúsum, skól- um, fluvöllum og höfnum til símkerfa, vatns- veitna og dreifikerfis rafmagns. Ekki er ljóst hvað þessar framkvæmdir munu kosta en slegið hefur verið fram tölunni 100 milljarðar dollara (7.700 milljarðar króna). Nokkur þeirra fyrirtækja, sem bjóða í þessi verkefni, þar á meðal Halliburton og Bechtel Group, hafa náin tengsl við stjórn George Bush Bandaríkjaforseta eða létu háar upp- hæðir af hendi rakna til kosningabaráttu hans. Bechtel gaf 1,3 milljónir dollara í kosninga- sjóði repúblikana milli 1999 og 2002. George Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, situr í stjórn Bechtel. Hann er einnig formaður ráðgjafarráðs nefndar um frelsun Íraks, sem hefur náin tengsl við Bandaríkja- stjórn og mynduð var á síðasta ári meðal ann- ars til að vinna að „frelsun Íraks í því skyni að endurreisa efnahag landsins“. Bob Herbert, dálkahöfundur hjá New York Times, ræddi við Shultz: „Ég veit ekki til þess að Bechtel myndi hagnast sérstaklega. En ef það er verk að vinna er Bechtel vissulega fyrirtæki, sem gæti gert það. En enginn lítur á þetta sem eitthvað, sem hægt er að hagnast á.“ Herbert benti á það í dálki sínum í vikunni að varaforstjóri Bechtel, Jack Sheehan, fyrrverandi foringi landgönguliða bandaríska sjóhersins, sæti í svokallaðri varnarmálanefnd varnarmálaráðu- neytisins. Douglas Feith, aðstoðarráðherra í ráðuneyti Donalds Rumsfelds varnarmálaráð- herra, velur í nefndina og fundir hennar telj- ast trúnaðarmál. Herbert segir að af 30 mönn- um í nefndinni tengist að minnsta kosti níu fyrirtækjum, sem á árunum 2001 og 2002 hafi fengið verkefni á vegum hersins upp á rúm- lega 76 milljarða dollara (5.800 milljarða króna). Svöruðu ekki spurningu um hagsmunaárekstur Cheney var stjórnarformaður Halliburton til 2000 og kvað starfslokasamningur hans á um það að hann fengi milljón dollara á ári í fimm ár. Dagblaðið Boston Globe leitaði til forsetaembættisins, en fékk ekki svör við spurningunni um það hvort hér gæti verið um hagsmunaárekstur að ræða. Talsmaður Bechtel sagði að fyrirtækið væri einhver stærsti byggingaverktaki heims og því væri óhugsandi annað en að það kæmi til greina í slíkum verkefnum. Deilt um upp- byggingu í Írak Uppbyggingarstarf í Írak mun kosta hundruð milljarða króna og ná til allra grunnþátta þjóðfélagsins. Karl Blöndal lítur á umræðu, sem þegar er hafin um fyrirkomulag verktöku við þessi gríðarlegu verkefni. ÍRASKIR Kúrdar rífa í sundur veggmynd af Saddam Hussein sem hékk á vegg í borginni Mosul í Norður-Írak. Múgur kveikti í byggingum, lét greipar sópa um banka og fleiri stofnanir í borginni eftir að íraskir hermenn þar gáfust á föstudag upp fyrir hersveitum Bandaríkjanna og Kúrda án þess að veita mótspyrnu. Bandaríkjaher virtist þó í gær vera að takast að koma á ró í borginni að nýju. Reuters Íkveikjur og rán í Mosul VÍSBENDINGAR eru um að Saddam Hussein Íraksforseti hafi fallið í loftárás Bandaríkjamanna á Bagdad á mánudag. Dagblöðin The Washington Post og The New York Times greindu frá þessu í gær og kváðu þetta mat bandarískra leyniþjón- ustumanna. Áhersla var lögð á að með þessu væri ekki verið að staðfesta að Saddam forseti hefði gengið á fund feðra sinna. Hins vegar hefði tekist að hlera samtöl fyrrum ráðamanna Íraks og gæfu þau til kynna að Saddam Hussein kynni að vera fallinn. „Þeir tala saman á þann veg að þeir telja að Saddam sé allur,“ sagði heimildarmaður Wash- ington Post. „Við vitum ekki hvort þeir búa í raun yfir þessari vitneskju eða hvort þeir eru að reyna að blekkja okk- ur,“ bætti sá hinn sami við. „Við höfum ekki komist að afgerandi niðurstöðu í máli þessu,“ sagði ónefndur viðmælandi AFP- fréttastofunnar. Bandarísk herþota varpaði á mánudag fjórum 900 kílóa sprengjum á byggingu í Bagdad þar sem talið var að Saddam Hussein væri á fundi með und- irsátum sínum. Byggingin er rústir einar eftir þá árás. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði á föstudag að upplýsingar skorti til að unnt væri að leggja mat á hvort Saddam forseti hefði týnt lífi í þeirri árás. „Ég er ekki sannfærður um að Sadd- am sé allur en ég er heldur ekki sannfærður um að hann sé enn á lífi,“ sagði Rumsfeld. Saddam allur? Washington. AFP. Hermenn fengu spila- stokk með myndum forustumanna Íraka og Saddam er spaðaásinn. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.