Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 11
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 11 NAJI Abbas brá sér út til að kaupa lyf dag nokkurn árið 1985 og kom ekki heim aftur. Rúmu ári síðar var fjölskyldu hans sagt að sækja lík hans í Abu Ghraib-fangelsið við Bagdad. Ættingjar Abbas segja, að hann hafi ekki verið sekur um annað en að vera shíta- múslími í landi, sem súnní-múslimar réðu. Hann hafði verið pyntaður, annað augað stungið út, handleggsbrotinn og brenndur með rafvírum. Fjölskyldan var síðan rukkuð um 30 dinara, mánaðarlaun, fyrir kúluna, sem hann var skotinn með. „Þeir eyðilögðu fjölskylduna,“ segir Mazen Naji Abbas, 23 ára sonur hans. Nú þegar stjórn Saddams Husseins er fall- in verða Írakar æ óhræddari við að segja frá reynslu sinni af 30 ára harðstjórn Baath- flokksins og lýsingarnar eru ekki fallegar. Baath-flokkurinn stjórnaði öllu lífi í Írak og sérstakir fulltrúar hans í hverju einasta borg- arhverfi söfnuðu saman upplýsingum um íbúana og sáu um að safna félögum í flokkinn. Það þurfti ekki að spyrja hverjir þessir menn væru, það sást á fínu bílunum og fínu hús- unum þeirra og þá vantaði ekki peninga. Þeir, sem það vildu, gátu gert sér nokkrar vonir um frama innan flokksins en því hærra, sem þeir komust, því meiri hollustu urðu þeir að sýna. Ein algengasta birtingarmynd henn- ar var miskunnarleysi og grimmd gagnvart óvinum flokksins. Ekki þurfti mikið til að móðga flokkinn. Gálaus ummæli voru nóg og engin leið að hrekja ásakanir. Algengt var, að njósnarar kærðu „vandræðamenn“ til þess eins að vinna sér inn prik. „Annar hver maður uppljóstrari“ Háttsettir embættismenn sáu samsæri gegn flokknum á bak við hvern runna og hver minnsti grunur var tilefni til grimmilegra refsinga. „Annar hver maður í Írak hefur verið uppljóstrari,“ segir Hamza Abbas, bróð- ir Naji Abbas, en hann var rekinn úr starfi sem prófessor í verkfræði. Venjulegt fólk, sem býr við þessar að- stæður, þorir ekki að tjá tilfinningar sínar nema við sína allra nánustu. Þá varð að gæta þess stöðugt, að börnin segðu ekkert, sem þau vissu ekki hvað gæti þýtt. Deildu og drottnaðu var meginstefið í stefnu stjórnarinnar og þess vegna reyndi hún að reka fleyg á milli hinna ýmsu hópa í landinu, trúarhópa, ættflokka og landshluta. Reynt var að fá sem flesta til að ganga í flokkinn og það gat verið hættulega að hafna því. Þeir, sem sýndu ekki flokknum næga virðingu, máttu í besta falli eiga von á, að ein- kunnir barnanna þeirra hröpuðu niður eða þeir misstu sjálfir vinnuna. Aðild að flokknum var eina leiðin til að fá eitthvert starf hjá hinu opinbera en Írakar gera skýran greinarmun á þeim, sem sáu sér ekki annan kost en ganga í flokkinn, og hinum, sem gengust upp í því. Ekki skotinn, heldur hengdur Þótt Abbas-fjölskyldan hafi liðið mikið, þá telur hún sig samt heppna. „Margt fólk bara hvarf. Við vitum um heilu fjölskyldurnar, sem voru grafnar lifandi,“ segir Mazen Naji Abb- as. „Stundum voru þær settar ofan í sýru og hreinlega leystar upp.“ Þegar fjölskyldan hafði sótt lík Naji Abbas komst hún að því, að hann hafði ekki verið skotinn þrátt fyrir „byssukúlugjaldið“, heldur hengdur en það þykir mikil óvirðing. Rasmia Abdel Kazem, eiginkona Naji Abb- as, fertug að aldri, er með myndina af eig- inmanni sínum hjá sér og hún segir frá tóm- leikanum, sem tók við er hann hvarf. „Ég varð að velta því fyrir mér hvernig ég kæmist af,“ segir hún en hún var með fjögur börn yngri en átta ára. Þrautaráðið var að setjast upp hjá tengdafólkinu. Vonir um nýtt líf Abbas-fjölskyldan telur líklegast, að ein- hver uppljóstrari hafi kært Naji. Hann var varaformaður í samtökum shíta í bænum Im- anas og dró litla dul á andúð sína á Baath- flokknum. Árum saman höfðu fulltrúar flokksins hvatt fjölskylduna til að skrifa slag- orð til stuðnings Saddam á veggi hússins en hún hafði alltaf neitað. Að lokum sá flokk- urinn sjálfur um veggjakrotið. Nú í vikunni lét fjölskylda það verða sitt fyrsta verk að þurrka það burt. Abbas-fjölskyldan vonar, að lífið í Írak verði nú öllu manneskjulegra en áður. Írakar segja frá reynslu sinni af 30 ára kúgun og harðstjórn Saddams Husseins og Baath-flokksins Látin greiða fyrir kúluna sem drap ástvin þeirra Reuters Írösk börn standa á mynd af Saddam í Basra, stærstu borg shíta í landinu. Imanas. Los Angeles Times. ÉG GET ekki séð að öryggisgæsla hafi verið aukin hér í Damaskus, varla einu sinni við húsnæði banda- ríska sendiráðsins heldur, enda hef- ur hún löngum verið gríðarlega mik- il. Mótmælagöngur eru hér alla daga og fram á kvöld en þær hafa farið friðsamlega fram enda gæslumenn á vakki og öllum helstu götum að sendiráði Bandaríkjamanna og Breta lokað þegar mótmælagöngur standa yfir. Þá er bætt við auknum mannafla því bandaríska sendiráðið er ekki langt frá mosku sem er alltaf troð- full við hádegisbænirnar á föstudög- um enda er sá tími hvað viðkvæm- astur. Fyrst var auðvitað mótmælt stríðsáformum, síðan stríðinu og nú því sem menn kalla hernám Banda- ríkjamanna á Írak. Jafnframt hafa menn notað tækifærið og lýst yfir stuðningi við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og ég velkist ekki í vafa um að vinsældir Bashars hafi rokið upp úr öllu valdi vegna þess hvernig forsetinn hér hefur haldið á málum síðustu mánuði og þá sér- staklega eftir að stríðið hófst og síð- an eftir að Bandaríkjamenn og Bret- ar tóku – enn þó að hluta til – helstu borgirnar, Bagdad, Basra og Mosul. Þeir geta ekki stjórnað Ekki er þó svo að skilja að margir Sýrlendingar hafi stutt Saddam Hussein, forseta Íraks. Flestir höfðu á honum megnustu andúð og fyr- irlitningu sem má meðal annars rekja til gagnkvæms illvilja milli Saddams og Hafez al-Assad, fyrr- verandi forseta Sýrlands og föður núverandi forseta. „En íraska þjóðin á alla samúð okkar,“ sagði opinber starfsmaður við mig í gær. „Auk þess er það óskaplega niðurlægjandi fyrir araba sem heild að Bandaríkjamenn skuli hafa hernumið arabískt land og virð- ist ætla að ráðskast með það að vild.“ Menn eru líka sammála um það að margt muni koma hernámsliðinu á óvart þegar mesta víman sé runnin af írösku þjóðinni. „Bretar kynntust því á nýlendu- tímanum og aðrir á undan þeim að það er ekki auðvelt að stjórna Írak. Þeir eru stoltir og ósveigjanlegir og vilja ekki lúta öðrum, allra síst Bandaríkjamönnum sem hafa verið í fararbroddi fyrir því að halda þeim í heljargreipum vegna viðskipta- banns,“ sagði annar náungi sem rek- ur litla matstofu í Damaskus. Blair hringdi í Bashir fyrir fundinn með Bush á N-Írlandi Það verður að teljast ansi hreint athyglisvert, miðað við þær nei- kvæðu yfirlýsingar sem ráðamenn Bandaríkjamanna hafa gefið upp á síðkastið um Sýrland að því var slegið upp rækilega að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hringdi í Bashir nokkrum klukkutímum áð- ur en forseti Bandaríkjanna kom fljúgandi til N-Írlands til að ráðs- laga um framvindu mála. Blair fullvissaði Bashir um að hann gerði sér grein fyrir því að Sýrlendingar stæðu gegn hryðju- verkamönnum og hann vonaðist eft- ir að samvinna Breta við Sýrlend- inga héldi áfram að dafna og blómstra. Sýrlendingar álíta að þeir gætu orðið næstir Áðan var ég að ræða við drúsa- konu, blaðamann sem býr hér í borginni og hún tók undir að allir væru ákaflega daprir og margir kvíðnir. „Það er skelfilegt fyrir okk- ur að hafa bandaríska hernámsliðið á aðra hönd og gyðingana á hina. Allir vita líka að Ísraelsstjórn hjálp- aði Bandaríkjamönnum við áætlana- gerð og blaðamenn frá Ísrael fylgdu hersveitunum sem er í okkar augum alveg svakalegt. Ég veit ekki hvort ég á að segja að Sýrlendingar verði næstir í röðinni en það eru margir smeykir um það. Ástæðan? Ja hana finna þeir. Það máttu bóka.“ Gott á hernámsliðið að nú er það í standandi vandræðum Ýmsir segja að að sé gott á her- námsliðið að nú verði það ekki að- eins að berjast hér og hvar um Írak heldur séu mennirnir gersamlega ráðalausir og viti ekki í hausinn á sér hvernig þeir eigi að bregðast við ráni og gripdeildum og hefndar- morðum sem eru byrjuð í höfuðborg Íraks og mun fara fjölgandi. Bókstafstrúarmenn mundu ná völdum í frjálsum kosningum Kennari við háskólann í Damask- us segir að hann sé nokkuð viss um að verði efnt til frjálsra kosninga einhvern tíma í óljósri framtíð í Írak þá muni bókstafstrúarmenn og öfga- sinnar í trúmálum ná völdum. Stjórninni í Bagdad, svo illskeytt sem hún hafi verið, hafi tekist að koma í veg fyrir að stefna þeirra næði fórfestu. Hann sagði að Írakar mundu örugglega kynda undir öllu þess háttar á næstunni og jarðveg- urinn væri góður meðal meirihluta Íraka, shíta. Hann sagði að einmitt þetta væri Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, alveg skíthræddur um að gerðist þar og þegar frjálsar kosn- ingar voru í Alsír þá hafi þær verið blásnar af þegar niðurstaðan var sú að bókstafstrúarmenn voru að vinna þær. Hvar er forsetinn Saddam? Menn velta því vissulega fyrir sér hérna eins og annars staðar hvar Saddam sé niðurkominn. Rumsfeld varnarmálaráðherra hefur ekki treyst sér til að segja berum orðum að hann hafi komist yfir landamærin og hingað. En hann hefur staðhæft að það leiki að minnsta kosti sterkur grunur á því að ýmsir háttsettir menn í Írak hafi sloppið yfir landa- mærin og hingað til Sýrlands. Og ef ekki þeir þá altjent fjölskyldur þeirra sem ég man raunar ekki til að væru á dauðalista Bandaríkja- manna. Auk þess hefur Rumsfeld sagt að Sýrlendingar hafi tekið á móti ger- eyðingarvopnum og feli þau í aust- ureyðimörk landsins. En nú er nýr orðrómur á kreiki og hann ekki af verri endanum. Hljóðar á þá leið að Saddam forseti hafi fyrir tilstuðlan Rússa ekki bara komist heill á húfi með fjölskyldu sína og gullpeninga hingað til Sýrlands heldur sé hann hér og muni hann síðan þegar öldur eru teknar að lægja við landamærin hérna verða fluttur til Rússlands og fái að búa þar í friði að vísu gegn því að láta slatta af peningunum af hendi rakna til Rússanna. Það fylgir þessari lit- ríku sögu að Bandaríkjamönnum sé vel kunnugt um þetta og sé eitt dæmi um ótrúlegt plott pólitíkusa. Auðvitað kemur ekkert fram um þetta í ritskoðuðu pressunni hér. En hver veit. Það er svo margt skrýtið í kýrhausnum eins og þar stendur. Svo kannski ég rekist bara á Sadd- am á markaðnum í Damaskus. Sýrlending- ar óttast eftirleikinn Það er ekki ofmælt að íbúarnir hér í Sýrlandi eru ákaflega daprir yfir því sem hefur gerst í nágrannaríkinu Írak, skrifar Jóhanna Krist- jónsdóttir frá Damaskus í Sýrlandi. Þeim er einnig órótt í geði yfir hinum ýmsu yfirlýsingum sem ráðamenn eins og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra í Bandaríkjunum, hafa gefið út. Þeir virðast í auknum mæli sýna áhuga á Sýrlandi og sá áhugi er ekki jákvæður. Reuters Múslímar úr röðum shíta, flestir íraskir, koma til hofs Sayyida Zeinab í Sýrlandi til að biðja fyrir því að átökin í Írak taki enda. Klerkarnir í hofinu segja að Írakar eigi ekki að skipta við „leppstjórn“ Bandaríkjamanna. Reuters Sýrlenskir námsmenn með slæður fyrir andliti hrópa slagorð gegn stríðinu í Írak á mótmælafundi, sem haldinn var í liðinni viku í Dam- askus, höfuðborg Sýrlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.