Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 43 ✝ Davíð BrynjólfurGuðnason fæddist að Hlíð í Hruna- mannahreppi hinn 14. desember 1922. Hann lést í Reykjavík hinn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson, f. 1895, d. 1982, og Kristín Jónsdóttir, f. 1892, d. 1988. Davíð var þriðji elsti af sjö systkinum. Nöfn þeirra eru: Sigurjón, Jón, Bergur, Jóhanna, Guðmundur og Guðrún. Árið 1970 kvæntist Davíð eftir- lifandi eiginkonu sinni Elsu Þor- valdsdóttur, f. 27. október 1924. Elsa átti tvö börn fyr- ir, Þorvald og Þóru, sem Davíð gekk í föð- urstað. Guðni og Kristín fluttu að Jaðri í Hrunamannahreppi þegar Davíð var tveggja ára. Davíð bjó á Jaðri til ársins 1964 en þá flutt- ist hann til Reykjavík- ur og hóf störf á Vatnamælingum sem þá heyrðu undir emb- ætti Raforkumála- stjóra. Hann lét af störfum hjá Vatnamælingum Orkustofnunar þegar hann varð sjötugur. Útför Davíðs fór fram í kyrrþey. „Sjáðu grasflötina þarna aust- urfrá, þarna fæddist ég þarna stóð bærinn,“ mælti Davíð og benti út um bílgluggann. Við vorum á leið niður brekku á móts við bæinn Foss efst í Hrunamannahreppi. Ég rýndi út á grasflötina, en sá engin verksummerki um mannabústaði þótt maðurinn við hliðina á mér væri ekki svo ýkja gamall, rétt rúmlega sextugur. Framundan blöstu við tveir myndarlegir bæir, Jaðar og Tungufell. Davíð bjó á sín- um yngri árum ásamt foreldrum sínum á Jaðri. Við mörk jarðarinn- ar rennur Hvítá, eitt af stærstu fljótum landins. Árið 1954 lét raf- orkumálastjóri reisa síritandi vatns- hæðarmælistöð í Hvítá í landi Jað- ars. Davíð var ráðinn til þess að reka mælinn á staðnum. Gegndi hann því starfi í tíu ár, en þá tók hann þá ákvörðun að hætta búskap og flytja til Reykjavíkur. Hann hafði samband við Sigurjón Rist og tilkynnti honum, að hann gæti ekki starfað fyrir hann lengur. „Ertu viss um það,“ svaraði Sigurjón, „geturðu þá ekki bara komið í fulla vinnu hjá mér?“ Þannig æxlaðist það, að Davíð varð vatnamælinga- maður. Sigurjón hefur verið búinn að koma auga á eiginleika Davíðs, einstaka samviskusemi, nákvæmni og mikið næmi á allt, sem snerti náttúruna. Á ferðum okkar varð ég var við, hversu opinn hann var fyrir öllu í umhverfi sínu. Fátt fór fram hjá honum. Minkur að skjótast, skip á siglingu úti við sjóndeild- arhring, ný skriða, snjóalög, ástand og líðan gróðurs o.s.frv. Hann vís- aði alltaf til höfuðátta, þegar hann ræddi um umhverfið. „Verðurðu aldrei áttaviltur?“ spurði ég hann eitt sinn. „O,o, jú, jú,“ sagði hann hæverskur að vanda. „Ef ég er að vinna niðri í síritabrunni og er bú- inn að snúast þar í marga hringi, getur það tekið mig augnablik að átta mig, þegar ég kem upp.“ Auk útivinnunnar hafði Davíð þann starfa að vinna úr gögnunum frá vatnshæðarsíritunum. Á vetr- um, þegar ís myndast og þrengir að farvegi ánna verður vatnshæðin ekki marktæk til mats á rennsli. Þeir sem vinna úr línuritunum verða að leggja mat á, hvenær það gerist og brúa bilin. Þarna var Dav- íð kjörinn maður til starfans. Sam- býli hans við náttúruna frá blautu barnsbeini ásamt mikilli elju og glöggskyggni nýttust vel. Eftir hann liggur gríðarlega mikið starf á þessu sviði. Davíð hafði veðurgögn til þess að styðjast við en vart meira. Þeir sem síðar hafa endur- skoðað hans vinnu með allskonar tölvuforritum, hafa aðallega stað- fest rétt mat á málum. Davíð var ákaflega hlédrægur og hæverskur, en hann leyndi á sér bæði hvað varðaði líkamlega krafta og hversu glettinn og orðheppinn hann gat verið. Oft voru sögur frá Davíð rifjaðar upp fyrir nýja starfs- menn eða hann beðinn að segja þær aftur. Hann var mjög minnugur. Allt fram á síðasta dag, löngu eftir að hann var hættur að vinna, voru menn á Vatnamælingum að hringja í hann og spyrja um ýmis atriði í sambandi við gömul gögn og mæli- staði. „Mér er nú til efs að ég muni þetta,“ byrjaði hann yfirleitt á að segja, en svo reyndist allt hafa geymst í kollinum á honum. Árið 1970 giftist hann eftirlifandi konu sinni Elsu Þovaldsdóttur. Elsa átti tvö börn sem Davíð gekk í föð- ur stað. Davíð hafði gaman af því að ferðast. Oft fór hann beint í ferða- lag með fjölskyldunni, þegar hann kom úr vinnuferð. „Ertu upplagður í að fara að ferðast aftur eftir allar þessar ferðir í vinnunni?“ spurði ég hann. „Já, það er ég,“ svaraði hann, „þá líður mér vel og nýt ferðalags- ins með mínu fólki og þarf ekki að vera að þessu streði.“ Hann átti lítinn skika úr jörðinni að Jaðri þar sem hann hafði komið fyrir smáhýsi. Þau tíu ár sem hann lifði eftir að hann hætti að vinna, dvaldist hann þar löngum á sumrin ásamt konu sinni. Þá naut hann lífsins og virtist hreinlega yngjast með hverju ári. Aðeins fimm vikum fyrir dauða sinn greindist hann með krabbamein sem varð honum að aldurtila. Fáum árum áður höfðu orðið atburðir í lífi hans sem styrktu mjög trú hans á guð. Upp frá því lagði hann þeim lið er breiða út guðsorð og aðstoða þá sem minna mega sín. Hann þurfti að gangast undir hjartauppskurð nokkrum árum áð- ur en hann hætti að vinna. Hann tjáði mér þá að hann hefði eytt öll- um dagbókunum sínum. „Það var skaði,“ varð mér að orði. „Nei,“ sagði hann, „þarna var ekkert merkilegt nema kannski stafsetn- ingarvillurnar.“ Það kom ekki á óvart að maðurinn vildi láta jarða sig í kyrrþey, en hins vegar kemst hann ekki hjá því að árangurinn af hans mikla starfi verður uppi á borðum hjá Vatnamælingum um langa hríð og kvittunin D.G. telst vera gæðastimpill. Snorri Zóphóníasson. DAVÍÐ BRYNJÓLF- UR GUÐNASON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, STEINÞÓR GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Langholtsvegi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Lilja Bára Steinþórsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Guðrún Steinþórsdóttir Kroknes, Ásvaldur Jónatansson, Ágústa Steinþórsdóttir Kroknes, Ágúst Rafn Kristjánsson, Benedikt Steinþórsson Kroknes, Jóhanna Árnadóttir, Ásgerður Helga Kroknes, Sigurður Enoksson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HALLA STEFÁNSDÓTTIR, Njálsgötu 27b, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 3. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Páll Þorvaldsson, Þorgeir Pálsson, Þorvaldur Sævar Pálsson, Guðbjörg Th. Einarsdóttir, Stefán Pétur Pálsson, Gerða Theodóra Pálsdóttir, Runólfur Þórhallsson, barnabörn og langömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS Þ.J. BLÖNDAL frá Siglufirði, sem lést þriðjudaginn 8. apríl, verður jarðsung- inn frá Vidalínskirkju, Garðabæ, þriðjudaginn 15. apríl kl. 15.00. Guðrún J. Blöndal, Birgir Blöndal, Áslaug Steingrímsdóttir, Jóhannes Blöndal, Maj-Britt Pálsdóttir, Jósep Blöndal, Hedvig Krane, Gunnar Blöndal, Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Blöndal, Inga Pálmadóttir, Guðrún Blöndal, Theodór Sigurðsson, Lárus Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir, Anna Bryndís Blöndal, Jón Ásgeir Blöndal, Hulda Ólafsdóttir, Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, síðast til heimilis á Óðinsgötu 16, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstu- daginn 11. apríl. Helga Berglind Atladóttir, Bjarni Már Bjarnason, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON, elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Staðarbakka 28, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Katrín Guðbrandsdóttir, Pétur Aðalsteinsson, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Magnús Jóhannsson, Benedikt Guðbrandsson, Jónína Róbertsdóttir, afabörn og langafabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Hef starfað við útfarir í 20 ár Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Þakka þeim fjölmörgu sem sýndu mér hlýhug og stuðning vegna fráfalls eiginmanns míns, ÁRNA KRISTJÁNSSONAR píanóleikara, Hávallagötu 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR JÓHANNA MATTHÍASDÓTTIR, Boðahlein 12, Garðabæ, lést aðfararnótt föstudagsins 11. apríl. Sigurður Ólafsson, Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Heiðvangi 7, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 11. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Maríusson, Jón Magni Ólafsson, Sigríður H. Magnúsdóttir, Gunnar Ólafsson, Rannveig Sturlaugsdóttir, Símon Ólafsson, María Júlía Alfreðsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Einar Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.