Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐALHAGFRÆÐINGUR Seðlabanka heldur áfram að „tala upp“ þenslu. Með slíku tali tekst smám saman að fá fleiri til að trúa því „að það verði þensla“. Þetta er eins og þegar smitast út pest – þensluveira. Sú ráðgjöf – að hafa stýrivexti háa – í engri verðbólgu – er svipað og landlæknir krefðist þess að lyfj- um yrði dælt í hitalaust og full- frískt fólk því „hann væri svo hræddur um pest“. Auðvitað má gera fríska veika með óþarfa lyfja- gjöf. Á sama hátt er unnt er að „tala upp“ verðbólgu með gömlu aðferðinni – „hræddur um að það komi þensla“. Nýja aðferðin er peningamála- stjórn með verðbólgumarkmiði. Lækki stýrivextir nú – lækkar raungengi krónunnar – útflutnings – og samkeppnisgreinar ná jafn- vægi. Vaxtalækkun í núverandi stöðu er nokkuð djarfur og óvenjulegur sóknarleikur. En ef ráðgjafar þora ekki að mæla með þessu – er það ekki ólíkt því – að þjálfari fótbolta- liðs þyrði ekki að leggja til sókn- arleik og fyrirskipaði þess í stað liðað spilaði endalaust vörn – „því hann væri svo hræddur um þeir fengju á sig mark“. Er slíkur þjálf- ari æskilegur til að vinna sigra? Áhættan með lækkun stýrivaxa nú – er fullkomlega réttlætanleg – m.a vegna þess að sparifé hérlendis er baktryggt með verðtryggingu fjár- skuldbindinga. Hin hlið málsins – er að láta af- skiptalaust – að útflutnings- og samkeppnisgreinar tapi á ríkjandi hágengi. Óbein eignaupptaka hjá þessum mikilvægu atvinnugreinum er varla aukaatriði? Svo eru margir hagtæknar „hræddir um þenslu“ vegna auk- inna framkvæmda hér fyrir austan. Lækkun stýrivaxta nú – sem já- kvæð innkoma við stjórn peninga- mála í upphafi þessara miklu fram- kvæmda, er ekki ólíkt og fórna peði – til að vinna skákina! Víða um landsbyggðina er mikið svigrúm hjá minni fyrirtækjum sem geta bætt á sig umtalsverðum verkefn- um án „þenslu“. Erlendir verka- og iðnaðarmenn munu einnig koma að umræddum framkvæmdum. Allt lítur því út fyrir að geta verið í jafnvægi – að því skilyrði uppfylltu að hagtæknar hætti neikvæðu röfli um „hættu á þenslu“. Neikvætt tal um „þenslu“ er órökrétt – óábyrgt og skaðlegt þar sem það kanna að ýta undir að fólk og fyrirtæki fari að hamstra – vegna þessa talsmáta! Hagfræðilegir ráðgjafar ættu frekar að einbeita sér að einhverju jákvæðu – eins og koma með nýjar jákvæðar tillögur sem hvetja til sparnaðar almennings – í stað eyðslu t.d. sparnaðarleiðir með skattafrádrætti. Eftir Kristin Pétursson Vítahringur þensluveirunnar „Sú ráðgjöf – að hafa stýrivexti háa – í engri verðbólgu – er svipað og landlæknir krefðist þess að lyfjum yrði dælt í hitalaust og fullfrískt fólk.“ EINU sinni sem oftar var ég staddur ásamt um eitt hundrað ell- efu til þrettán ára strákum auk fjölda vaskra starfsmanna í sum- arbúðunum eftirsóttu í Vatnaskógi sem er svo sem ekki í frásögur fær- andi í sjálfu sér. Nema hvað að þennan eftirminnilega dag fengum við háttskrifaða og dáða íþrótta- stjörnu í heimsókn. Mann sem strákarnir litu verulega upp til. Maður þessi sem okkur er líklega öllum kunnur var og er mikil og sönn fyrirmynd og strákunum fannst hann algjör töffari. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stjarnan gekk í salinn svo mikil voru fagnaðarlæti drengjanna. Svo datt allt í dúna logn þegar stjarnan í hógværð og auðmýkt hóf upp raust sína til að ávarpa salinn. Hann sagði lágum rómi. „Strák- ar!“ Það skall á dauðaþögn. Það hefði mátt heyra saumnál detta. „Vitið þið það að það eru töffarar- arnir sem brotna fyrst við mótlæti. Þeir sem eru auðmjúkir, tillitssamir og heiðarlegir ná lengst. Þeir sem viðurkenna að þeir þurfi á Guði að halda og biðja til hans, þeir eru í miklu betra jafnvægi og mikið betur í stakk búnir til að takast á við lífið og það sem kann að mæta þeim í líf- inu.“ Svo hélt hann áfram og sagði: „Ég lærði ungur að biðja til Guðs og hef alltaf farið með bænirnar mínar. Ég er ekki í vafa um að það er hluti af skýringunni að ég hef náð þetta langt í minni íþrótt. Í gegnum bæn- ina og trúna á Guð hef ég lært að þekkja sjálfan mig og mín takmörk og minn styrkleika. Trúin og bænin hafa veitt mér innri frið þannig að ég er mun betur í stakk búinn til að takast á við erfið og krefjandi verk- efni. Þannig er ég betur undir það búinn að vera á toppnum og höndla athyglina sem því fylgir og þannig er ég einnig betur undir það búinn að taka mótlæti og ósigrum. Muniði það, að það eru nefnilega töffararnir sem brotna fyrstir við mótlæti. Þeir sem telja sig ekki þurfa á Guði að halda, heldur halda að þeir geti allt í eigin mætti. Þeir sem böðlast einhvernveginn áfram hugsunarlaust á hörkunni og töff- araskapnum einum saman. Svoleiðis menn brotna fyrstir við mótlæti og ná ekki að höndla athyglina sem fylgir því að vera í fremstu röð. Þeir ná aldrei neinum árangri, alla vega ekki þegar til lengri tíma er litið. Þeir hafa ekki þann karakter sem þarf til þess að ná árangri.“ Strákarnir voru hugsi og hissa eftir þennan lestur sem þeir áttu hreinlega ekki von á. En greinilegt var að þessi óvænti vitnisburður hafði geysileg áhrif á marga þeirra. Á einnig við í daglega lífinu Á þetta ekki einnig við hjá okkur hinum í hinu hversdagslega daglega lífi? Í stjórnmálum, í viðskiptum og í öllum öðrum verkefnum og al- mennum samskiptum manna á með- al yfirlett. Í því að höndla gleðina og sigrana, að ég tali nú ekki um í því að ganga í gegnum vonbrigði, í því að mæta hvers kyns áföllum, sjúk- dómum og sorg. Það er nefnilega svo hollt og nauðsynlegt að staldra við og gefa sér tíma til að afstressast í erli dagsins. Fara í sjálfskoðun, setja sér jákvæð markmið, eiga friðar- og bænastund í upphafi dags, í erli hans og í lok hans. Að fara í gegn- um daginn í huganum í bæn um fyr- irgefningu. Í bæn um auðmýkt gagnvart náunganum og verkefn- inu. Í bæn um árvekni og stöðug- lyndi. Í bæn um úthald og þrek, leiðsögn og blessun. Það er svo gott að geta beðið til almáttugs Guðs sem er virkilega annt um mann. Til Guðs sem hlust- ar og skilur. Það er svo gott að geta tæmt hugann og lagt vonbrigðin, áhyggjurnar og ósigrana frá sér, sætt sig við þá og gert þá að fortíð, reynslu sem hægt er að læra af og taka mið af. Það er svo gott að mega biðja um fyrirgefningu og huggun. Það er svo gott að finna skilning Guðs, mega þiggja leiðsögn hans, frið, styrk og æðruleysi til nýrra verkefna, sem farið er í af bjartsýni, heiðarleika, einbeitingu og nýju þreki. Með fortíðina sem reynslu en ekki sem stjórnanda. Með því að létta á okkur í bæn sjáum við betur hvað við hefðum getað gert betur í gær eða á liðnum degi. Þannig sjáum við hvað við get- um lært af mistökunum og hvaða markmið við viljum setja okkur fyr- ir morgundaginn eða til framtíðar og hvað við viljum láta leiða af verk- um okkar á morgun og í framtíð- inni. Töffararnir brotna fyrstir Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. „Með því að létta á okkur í bæn sjáum við betur hvað við hefðum getað gert betur.“ Opið í dag milli kl. 12 OG 14 WWW.EIGNAVAL.IS Fífurimi 1 – OPIÐ HÚS Í DAG frá kl. 13:00-17:00 Virkilega falleg 2ja-3ja herbergja 69 fm íbúð m/sérinngangi á neðri hæð í tvíbýlishúsi auk rúmlega 20 fm bílskúrs. Glæsilegt eldhús. Fal- legt flísalagt bað, t.f. þvottavél. Parket og flís- ar á gólfi. Suðurverönd. Stór afgirtur garður. V.11,9 m. Guðni og María Hrönn taka vel á móti ykkur. OPIÐ HÚS - Þernunes 13 - Garðabæ Heimilisfang: Þernunes 13 Stærð eignar: 121 fm Bílskúr: 18 fm Byggingarár: 1978 Brunabótamat: 16 millj. Áhvílandi: 0 millj. Verð: 18 millj. Falleg og nýlega uppgerð íbúð á jarðhæð (ekki kjallari) við sjávarsíð- una á Arnarnesi. Tvö rúmgóð her- bergi (möguleiki á 3), stór stofa, nýtt baðherbergi, flísar í hólf og gólf og nýtt eldhús. Innbyggður bílskúr. Allar lagnir nýjar. Gluggar nýir. ÚTSÝNI! Halldór Meyer, fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 14-16 HALLDÓR MEYER Sími 864 0108 Halldor@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali, Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Vesturbrún Mjög góð 103 fm 5 herb. neðri hæð í þríbýlishúsi ásamt 36 fm bílskúr. Íbúðin, sem er öll nýupp- tekin, skiptist í hol með rúmgóð- um skápum, tvær saml. stofur, eldhús með yfirförnum innrétt- ingum og nýjum tækjum, vandað baðherbergi með nýjum innrétt- ingum og 2 svefnherbergi auk sjónvarpsherbergis. Innréttingar hannaðar af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Massívt parket á gólfum. Stór ræktuð lóð. Sjón er sögu ríkari. Áhv. húsbr. 5,4 m. Verð 18,5 m. Daltún -Kópavogi Mjög fallegt parhús á þremur hæðum með innbyggðum bíl- skúr, neðst í Fossvogsdalnum. Húsið skiptist í forstofu, gesta- w.c., sjónvarpskrók, rúmgott eldhús, samliggjandi stofur, 5 svefnherbergi og baðherbergi. Ræktaður garður. Stór sólpallur út af stofu og tvennar svalir. Parket á gólfum. Verð 25,3 millj. Brúarás Fallegt 208 fm endaraðhús auk 42 fm tvöf. bílskúrs. Húsið er tvær hæðir og ris. Á aðalhæð er forstofa, gangur með vinnukrók, flísalagt baðherb., stór stofa, rúmgott herb. og eldhús auk efri hæðar sem er geymslurými í dag, en möguleiki væri að útbúa þar 1-2 herb. Mikil lofthæð er í hús- inu sem gefur möguleika á stækkun hluta hússins. Séríbúð er á neðri hæð með góðum gluggum. Góðir mögul. að nýta neðri hæð, bæði sem íbúð eða t.d. sem snyrtistofu eða hárgreiðslustofu. Rækt- aður skjólgóður garður með skjólveggjum. Gott útsýni í átt að Esju og til Bláfjalla. Áhv. húsbr. 2,1 millj. Nesbali - Seltjarnarnesi 203 fm endaraðhús á tveimur hæðum með 36 fm innbyggðum bílskúr. Rúmgóð stofa með góðri lofthæð, 4 svefnherbergi auk sjónvarpsherbergis og tvö flísa- lögð baðherbergi. Suðursvalir út af stofu. Hús að utan nýlega málað og nýtt járn á þaki. Ræktuð lóð til suðurs, hellulögð að hluta. Otrateigur Fallegt 129 fm raðhús á tveimur hæðum auk 24 fm bílskúrs. Saml. parketl. stofur, eldhús m. nýleg- um innréttingum og 4 svefnherb. Svalir út af hjónaherb. Ræktuð lóð, timburverönd. Hiti í stétt fyrir framan hús. Áhv. húsbr. 1,0 millj. Verð 19,5 millj. Snekkjuvogur. Gott 244 fm raðhús sem er kj., hæð og 1 herb. risi. Húsið er vel staðsett í lokaðri götu í nálægt skóla. Á hæðinni eru forst., saml. stofur, eldhús, 3 herb. og bað- herb. Kjallari er undir öllu húsinu og býður upp á ýmsa möguleika t.d. að útbúa séríbúð. Ræktuð lóð m. timburpalli og skjólveggjum. Hiti í stéttum fyrir framan hús og í tröppum. Reynimelur. Mjög falleg og talsvert endurnýj- uð 62 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í hol/gang, tvær stofur, eitt herbergi og baðherbergi auk óinnréttaðs ris sem er nýtt sem geymsla í dag. Verð 10,9 millj. VIÐSKIPTI mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.