Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bessastaðahreppur - landspilda Til sölu 7 ha landspilda í Bessastaðahreppi. Tilboð óskast. Listhafendur leggi inn nöfn og símanúmer á auglýsingdeild Mbl. merkt: „Landspilda — 13550 eða í box@mbl.is ÞEGAR ríkisstjórnin tilkynnti fyrir nokkrum árum að hún myndi beita sér fyrir uppbyggingu menn- ingarhúsa á landsbyggðinni með því að nota hluta af söluvirði rík- isbanka og annarra opinberra stofnana voru tilgreindir nokkrir staðir utan ákveðinnar fjarlægðar frá höfuðborginni og var það ætl- unin að byrja í þeim byggðarlög- um áður en röðin kæmi að byggð- um nær Reykjavík. Í fyrstu lotu var gert ráð fyrir sérstakri upp- byggingu menningarhúsa í öllum kjördæmum utan Reykjavíkur nema Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi, en Vestmannaeyjar sem eru hluti af Suðurkjördæmi voru meðal þeirra staða sem rík- isstjórnin ákvað, ugglaust með til- liti til staðsetningar. Menningarhús í tengslum við heimssögulegan atburð, eldgosið 1973 Skömmu eftir þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar brást bæjar- stjórn Vestmannaeyja við og lét gera frumhönnun að menningar- húsi inni í nýja hrauninu, nánar tiltekið hrauntungunni sem rann inn í miðbæ Vestmannaeyja. Þessi hönnun að menningarhúsi var síð- an send menntamálaráðherra án nokkurrar skuldbindingar um end- anlega gerð menningarhúss inni í hrauninu eða utan þess,en í ljósi þessara gagna vil ég reifa aðeins þann magnaða möguleika sem nú liggur fyrir til þess að byggja ein- stætt menningarhús sem mun vekja heimsathygli ef það verður að veruleika. Eldgosið í Heimaey 1973 er eina eldgosið í sögu jarðar sem vitað er um að hafi átt upptök í sjálfri byggðinni. Eldgosið sem setti Pompeii í kaf á sínum tíma átti sér stað um 20 km frá byggðinni, en öskufall setti byggðina í kaf. Það hefur því aldrei verið tækifæri til þess að byggja hús í nútímalegu byggðarlagi á þeim forsendum sem hægt er að gera í Vestmanna- eyjum núna og leysa um leið þá skyldu að gera eldgosinu og Eyja- byggð þau skil sem vera ber með gosminjasafni og byggingu fyrir aðra félagslega þætti og ferða- þjónustu inni í sjálfu hrauninu. Hugmyndin sótt í Tempel- kirkjuna í Finnlandi Hugmyndin að menningarhúsinu inni í hrauninu er sótt í Tempel- kirkjuna í Helsinki í Finnlandi þar sem gerð var gryfja inn í hraunhól í borginni og glerþak reist yfir. Hraunveggirnir fá að njóta sín að mestu,en byggingin byggist í raun á gólfi og þaki. Milljónir ferða- manna hafa lagt leið sína í Temp- el-kirkjuna, sem er einstæð bygg- ing, og þangað koma sífellt fleiri ferðamenn. Útfærsla Ark Ís teiknistofunnar og teiknistofunnar Landark er margfalt meira spenn- andi en byggingin í Finnlandi sem er þó ein af þekktustu byggingum í Evrópu. Í stuttu máli byggist út- færsla hugmyndarinnar um menn- ingarhús í Vestmannaeyjum á því að grafa göng frá Kirkjuvegi á mótum Miðstrætis við bæjarrúnt- inn í Eyjum, liðlega 100 metra inn í nýja hraunið á gamla Heimatorg- ið. Þar stóð m.a. Rafstöð Vest- mannaeyja með 5 stórum aflvélum sem framleiddu rafmagn fyrir þessa stærstu verstöð Íslands. Þessar vélar voru í gangi þegar hraunið ruddist yfir þær í eldgos- inu 1973, en vélarnar eru á sínum stað í grunni Rafstöðvarinnar, mölbrotnar að sjálfsögðu. Hug- myndir eru til dæmis að halda einni vél brotinnni eins og hún kemur undan hrauninu kögruð hrauni og gera jafnvel upp eina vél sem væri til að mynda spennandi verkefni fyrir vélaframleiðendur. Það eru ævintýralegir möguleikar í útfærslu þessa húss inni í hraun- inu. Staðsetning menningarhússins miðast við það að úr aðalsal húss- ins, sem ætlað er að vera fjölnota salur fyrir tónlist, leiklist, sýning- ar, ráðstefnur og fleira, sé gengt inn í gosminjasafn sem yrði stað- sett inni í hrauninu á grunni Raf- stöðvarinnar þannig að til að mynda mætti nota hluta af vélbún- aði Rafstöðvarinnar sem kjarna í gosminjasafni Vestmannaeyja og hvar er meira spennandi að hafa slíkt safn ef ekki inni í sjálfu hrauninu, inni í vágestinum sem menn hafa orðið að taka í sátt eins og í öðru þar sem er sambýli fólks og öflugrar náttúru. Grunnhugmyndin að menningar- húsinu byggist á aðalsal, gosm- injasafnsrými og rými fyrir lifandi náttúrugripasafn Vestmannaeyja, en það er eina safnið sinnar teg- undar á Íslandi. Frumhönnun hússins er flóknari en þessi lýsing gefur til kynna og spannar alls um 2.500 fermetra, en það er bæði auðvelt og æskilegt að einfalda gerð hússins til muna og það er hægt að minnka það um þriðjung a.m.k. án þess að rýra ævintýra- lega möguleika þess og ímynd. Bygging Óperuhússins í Sydney í Ástralíu er heimsþekkt bygging. Það er alveg ljóst að ef menning- arhúsið inni í nýja hrauninu í Vest- mannaeyjum verður að veruleika á smekklegan og frumlegan hátt verður sú bygging heimsfræg og það er hægt að framkvæma verkið með útsjónarsemi fyrir það fjár- magn sem þegar liggur fyrir. Þriðji þáttur menningarhússins, utan aðalsalar og gosminjasafns, er náttúrugripasafnið, en frumút- færslan byggist á því að til norð- urs úr aðalsal sé farið inn í gosm- injasafnið en til suðurs inn í náttúrugripasafnið. Möguleikar að sníða hraun- húsinu stakk eftir vexti Á þeim teikningum sem liggja fyrir um kynningu málsins hjá menntamálaráðuneytinu og bæjar- stjórn Vestmannaeyja er sýnt hvernig hugmyndin er að ramma af rými fyrir gosminjasafnið með því að byggja forhlið gömlu Raf- stöðvarinnar sem var glæsilega gluggarík. Þá yrði gamla forhliðin milliveggur milli aðalsalar og gosminjasafns. Þá er hugmyndin jafnframt sú að á milli aðalsalar og náttúrugripasafns, beint á móti gosminjasafninu, verði milliveggur sem byggist á geysistóru jafnvel tuga fermetra fiskabúri þannig að í gegn um búrið megi sjá inn í að- alsalinn og öfugt. Jafnframt hafa verið ræddar hugmyndir um að setja lítinn foss og /eða lón við að- alsalinn ef náttúrugripasafnið fer ekki inn í hraunbygginguna. Aðalsalurinn er opinn frá yfir- borði gamla Heimatorgsins og upp úr hrauninu með glerþaki í stíl við glerþakið yfir Perlunni á Öskju- hlíð, en bæði gosminjsafnið og náttúrugripasafnið eru hvelfingar með hraunlofti í um það bil 7 metra hæð. Þykktin á nýja hraun- inu þarna er um 20 metrar, en þar af eru efstu 4-5 metrarnir laust stórgrýti sem þarf að fjarlægja. Þá eru eftir 16 metrar af „massívu“ hrauni sem búið er að bora í og reyndist vera mjög þétt og að- gengilegt bæði til þess að sprengja eftir ákveðnum línum og búa til fyrrgreindar hvelfingar, eins kon- ar hliðarhella, en samkvæmt hönn- un er aðalsalurinn um 600 fm og gosminjasafn og náttúrugripasafn um 400 fm hvor. Það er líka alveg ljóst að ef hraunið verður opnað eins og hönnunin gerir ráð fyrir munu húshlutar eða annað úr mannaverkum koma í ljós í berg- veggjunum og það eitt út af fyrir sig myndi setja ævintýralegan blæ á bygginguna með smekklegum frágangi, þar sem slíkt kemur upp þannig að sögusýningin væri þann- ig innbyggð í innviði hússins. Teikningar sem liggja fyrir af Hraunhúsinu eru upp á 2.500 fer- metra. Það var viljandi gert að teikna það í stærsta skala til þess að það væri auðveldara að minnka rýmið ef aðstæður kölluðu á það. Eyjamenn eru vanir að sníða sér stakk eftir vexti en þeir hafa hann aldrei þröngan og persónueinkenni Eyjamanna eru þannig að hlutir eru gerðir myndarlega, stælgæja- lega eins og sagt er um Þingholts- ættina stóru í Eyjum og átti heima við Heimatorgið, duglegt, snjallt og skemmtilegt fólk, sem fer þó aldrei offari. Að tengja hraunhús og salthús saman Ef menn þurfa eða sjá ástæðu til þess vegna kostnaðar að minnka bygginguna inn í hraunið og jafnvel taka til dæmis nátt- úrugripasafnið út hafa margir Eyjamenn einnig rætt þann mögu- leika að freista þess að fá salthús Ísfélagsins sem stendur 15 metra frá væntanlegu gangaopi inn í hraunmenningarhúsið og setja þar upp náttúrugripasafnið, safn um Guðrúnu Símonardóttur, Sjóminja- safn, safn ljósmynda Sigurgeirs Jónassonar og safn teikninga Sig- munds teiknara svo nokkuð sé MÖGULEIKI Á EINSTÆÐU MENNINGARHÚSI Á HEIMS- MÆLIKVARÐA Í EYJUM Eftir Árna Johnsen „Það er al- veg ljóst að ef menning- arhúsið inni í nýja hraun- inu í Vestmannaeyjum verður að veruleika á smekklegan og frum- legan hátt verður sú bygging heimsfræg.“ Nærmynd úr aðalsal af milliveggn- um inn í gosminjasafnið, sem er staðsett á grunni gamla Rafstöðv- arhússins, en í þeim grunni er véla- moð undir hrauninu. Teikningin sýnir staðsetningu menningarhússins inni í hrauninu við Kirkjuveg og Strandveg. Stóra húsið þar sem nafnið Kirkjuvegur stendur gegnt gangaopinu inn í Hraunhúsið er salthús Ísfélagsins sem minnst er á í greininni. Efsta myndin sýnir þverskurð af jarðgöngunum inn í Hraunhúsið og sjálf- an aðalsal mannvirkisins. Miðmyndin sýnir húsið eins og það er teiknað, en það má gera það mun ein- faldara og ódýrara í byggingu. Nr. 1 er inngangur, 2 aðkomugöng, 3 Þing- vellir veitingahús, 4 forrými, 5 Heimatorg, fjölnota salur, 6 hraunveggir, 7 svið, 8 veitingasala, 9 fundarsalur, 10 geymsla, 11 gangrými, 12 gos- minjasafn, 13 geymsla, 14 skrifstofa, 15 tæknirými, 16 vörumóttaka, 17 tækja- og stjórnklefi, 18 baksvið, 19 náttúrugripasafn, 20 fisktankur, gler- búr, 21 neyðarútgangur, 22 geymslur og tæknirými, 23 skrifstofa, rann- sóknarstofa, 24 snyrting, 25 fatahengi, 26 skrifstofa, geymsla og 27 miða- sala og minjagripasala. Neðsta myndin sýnir nærmynd af aðalsalnum með 16 metra lofthæð undir glerkúpul og fyrir miðjum salnum sést framhlið Rafveituhússins, sem verð- ur milliveggur á milli aðalsalar og gosminjasafns samkvæmt teikningu. Hugmynd að fiskabúrinu á milli að- alsalarins á Heimatorgi og nátt- úrugripasafnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.