Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 41 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Höfum fengið til sölu glæsilegt 19 herbergja hót- el í hjarta miðbæjarins. Hótelið er á fjórum hæð- um, alls 538 fm að stærð, og er ástand þess mjög gott. Vel útbúin og vönduð herbergi og er hvert og eitt með sérbaðherbergi. Í öllum her- bergjum eru ný rúm, ný sjónvörp, mini-bar og peningaskápur. Eldhúsaðstaða og matsalur endurnýjaður, allar raflagnir yfirfarnar og ný gólf- efni á öllum gólfum. Allur búnaður til hótelrekst- urs fylgir, m.a. mjög fullkomið nýtt bókunarkerfi. Afar góð staðsetning. Fallegt útsýni yfir pollinn. Traust og góð fjárfesting. Einstakt tækifæri. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Akureyri Glæsilegt hótel í miðbænum www.hofdi.is Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 17.00 Einarsnes 44 Í dag býðst þér að skoða þetta mikið endurnýjaða 107 fm par- hús sem er á tveimur hæðum. Húsið er steinhús, byggt 1936. Stofur og eldhús á jarðhæð. Svefnherb. og bað á efri hæð. Fallegur garður. Verð 16,5 millj. Áhv. 9,8 millj. (2749) Þorbjörg tekur vel á móti ykkur. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali GSM 896 8232 KJARRMÓAR 22 - GARÐABÆ Sýnum í dag fallegt 85 fm raðhús (+fm undir súð efri hæðar). Góður garður og hellulögð verönd. Frábær staður þar sem er stutt í alla þjón- ustu. Bílskúrsréttur. Verið velkomin. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 Eyktarás 21 Opið hús í dag frá kl. 15-17 Nýkomið í sölu glæsilegt 280 fm einbýlishús með innbyggðum bíl- skúr í Seláshverfi, á einum eftirsótt- asta stað borgarinnar. Húsið gæti hvort heldur hentað sem einbýlis- hús eða tvíbýlishús, Á efri hæð er rúmgóð stofa með arni, eldhús, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi sem hægt er að ganga út á stórann pall og fallegan garð (teiknaðan af Stanislav). Í dag er á neðri hæðinni þriggja herbergja rúmgóð íbúð með fullri lofthæð og sérinngangi. Ásett verð 29,8 milljónir. Nánari upplýsingar um húsið veitir Magnea Sverrisdóttir, fasteignasali, í síma 861 8511. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali, Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Sumarbústaður í landi Kárastaða í Þingvallahreppi Höfum fengið í einkasölu frábærlega vel staðsettan sumarbústað í landi Kárastaða, Þingvallahreppi. Bústaðurinn stendur á 5.000 fm grónu landi á einstökum stað niðri við vatnið og er 60 fm alls með um 40 fm verönd. Gríðarlega fallegt og stórbrotið umhverfi. Mikið útsýni. Bátaskýli fylgir. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Stórglæsileg snortur tæplega 64 fm íbúð á 2.hæð, íbúðin er með parketi á gólfum og fallegri innréttingu (gaseldavél) áhvílandi er byggingasj, húsbr og viðb.lán samtals c.a. 8m verð 9,2m. Komdu og skoðaðu íbúðina í dag sunnudag milli klukkan 13 - 15 Árni sölumaður á Hóli tekur vel á móti þér og þínum Dvergabakki 16 2. hæð - Opið hús Skúlagata 17, Rvk,  595 9000 Hlíðasmári 15, Kóp.,  595 9090 holl@holl.is • www.holl.is Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14. AFMÆLI Ein af mínum beztu vinkonum og fyrrver- andi mágkona, Ólöf Emma Kristjánsdóttir Wheeler, er 75 ára í dag, 13. apríl. Ólöf fæddist á Ísa- firði, dóttir merkis- hjónanna Margrétar Jóhönnu Magnúsdótt- ur og Kristjáns Gísla- sonar, sem bjuggu á Sólgötu 7, Ísafirði og ólu þar upp sín átta börn. Fyrst hittumst við Ólöf á Akureyri, þar sem hún stoppaði hjá mér á leið sinni til Borðeyrar í Hrútafirði, þar sem hún ætlaði að fara að vinna sem símastúlka í nokkur ár. Það var gam- an að vera samferða Ólöfu á Borð- eyri. Ólöf var mikil og góð íþróttakona alla tíð. Einn sólbjartan dag vorum við nokkrar stúlkur úti við, í blanka- logni. Allt í einu þá tókum við eftir því, að Ólöfu vantaði í hópinn. Við fórum að gá að henni og sáum að hún hafði kastað sér til sunds, án þess að láta okkur hinar vita, og var Ólöf nú komin út á miðjan Hrútafjörðinn. Enginn var báturinn með henni og við vorum áhyggjufullar. En Ólöf komst með glans yfir fjörðinn og lenti í fjörunni hinum megin eftir að hafa mætt mörgum selum á leiðinni. Það varð uppi fótur og fit, náð í bát og Ólöf sótt. ÓLÖF EMMA KRISTJÁNSDÓTTIR WHEELER Ég man að það komu blaðamenn, til að fá við- tal við þessa dugmiklu konu, en hún vildi ekki gefa viðtal, þar sem hún var svo ung og feimin. Oft rerum við út á Hrútafjörðinn með handfærin okkar og fiskuðum vel. Þegar við komum að landi tók fjöldi fólks á móti okk- ur og buðum við öllum að fá sér fisk í soðið. Á kvöldin sátum við uppi með handavinnu. Stundum sótti Ólöf gítarinn sinn og tók lagið, spilaði skemmtileg lög og við hinar sungum með. Ólöf hefur búið í Mesa, Arizona, nokkuð lengi. Hún fór þar í lista- skóla, því alltaf hafði hún haft gaman af því að mála. Hún lauk prófi þaðan með miklum ágætum og málar bæði vatnslitamyndir og olíumyndir sem glatt hafa mörg hjörtu. Ólöf eignaðist fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Elsku Ólöf mín, ég veit ég mæli fyrir munn margra sem óska þér hjartanlega til hamingju með þenn- an merkisdag, 75 ára afmælið. Allar bjartar og góðar óskir fylgi þér og þinni fjölskyldu. Með kærri kveðju. Þín vinkona, María Jónína Sigurðardóttir (Maja). ATVINNA mbl.is EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi hjá Verkalýðsfélaginu Vöku á dög- unum: „Fundur stjórnar Verkalýðs- félagsins Vöku haldinn þriðju- daginn 1. apríl 2003, harmar að Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hafi ekki séð sér fært að draga til baka uppsagnir þeirra starfs- manna sem SR-mjöl hf. hafði sagt upp sl. haust og hafi nú þess í stað fjölgað uppsögnum. Stjórn Vöku telur að fyrir- tæki af þessari stærðargráðu beri ákveðnar þjóðfélagslegar skyldur og verði að taka tillit til áhrifa af fjöldauppsögnum á lít- ið samfélag. Með því að dreifa uppsögn- unum á nokkra mánuði geta fyrirtæki komist hjá því að fara að lögum um hópuppsagnir og fara í gegnum þann feril sem lögin kveða á um. Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku telur að íslensk stjórnvöld hafi brugðist í þeirri skyldu sinni að setja fram markvissa atvinnustefnu í landinu og tryggja verkafólki atvinnuör- yggi. Þrátt fyrir margvísleg lög um atvinnuleysistryggingar, vinnumarkaðsaðgerðir og Vinnumálastofnun, sem ætti að hafa yfirsýn yfir atvinnuþróun í landinu, þá standa menn uppi varnarlausir þegar samdráttur verður, eða samruni fyrirtækja leiðir af sér breytingar sem kalla á uppsagnir í nafni hag- ræðingar. Hér með er skorað á öll þar til bær stjórnvöld, s.s. ríki og sveit- arstjórnir, að taka höndum saman til að ráða bót á vaxandi atvinnuleysi í landinu og koma fram með raunhæfa atvinnu- stefnu til lengri tíma. Það er ekki ásættanlegt að stefnuleysi stjórnvalda í atvinnu- og byggðamálum, geri það að verkum að verkafólk sé álíka varnarlaust gagnvart uppsögn- um og breytingum í atvinnu- rekstri, eins og fyrir duttlung- um í veðurfari. Það eru grundvallarmann- réttindi að hafa atvinnu og geta séð sér og sínum farborða. Geti stjórnvöld ekki komið jafnvægi á atvinnulífið í landinu, þá ættu þau að minnsta kosti að hækka bætur vegna atvinnumissis til jafns við lámarkslaun, eins og Alþýðusamband Íslands hefur gert tillögur um.“ Harmar að SR-mjöl fjölgi upp- sögnum Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.