Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMIN á nýjum Barnaspítala Hringsins er komin á fullt. Starfsfólk, börn og foreldrar þeirra hafa komið sér vel fyrir á spítalanum sem hefur það helst umfram þann gamla að vera mun rúmbetri. „Sú starfsemi sem er hér í öllu hús- inu rúmaðist svo að segja á tveimur deildum á gamla staðnum,“ segir Gunnlaugur Sigfússon, sviðsstjóri lækninga, sem var leiðsögumaður blaðamanns um Barnaspítalann í vik- unni. Þá leggur hann áherslu á að öll aðstaða fyrir foreldra og sjúklingana sjálfa, s.s. setustofur og leikherbergi, séu mun þægilegri og stærri en á gamla spítalanum. „Foreldrar geta gist inni í her- bergjum hjá börnum sínum og for- eldrar barna á vökudeild geta gist í sérstöku herbergi,“ segir Gunnlaugur. Hann segir jákvæðni einkenna viðhorf starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra til nýja sjúkrahússins. Flutningurinn tók um tvær vikur en nú má segja að starfsemin sé komin í eðlilegt horf á nýjum og betri stað. Starfsfólk sem Morgunblaðið ræddi við var á einu máli um að aðstaðan á nýja staðnum væri allt önnur og í sama streng tóku foreldrar sem þekktu vistina á báðum stöðum. Ein af nýjungum í aðstöðu fyrir sjúk- linga er unglingaherbergi þar sem er að finna sjónvarp, hljómflutningstæki, tölvu og aðstöðu til heimanáms. „Hér geta unglingarnir verið og hlustað á tónlist í botni án þess að nokkur skipti sér af,“ segir Gunnlaugur. Og ungling- arnir kunna vel að meta það. Breyttar aðstæður á vökudeild er meðal þeirra breytinga sem helstar hafa orðið við vistaskiptin. Vítt er til veggja og rúmin mun fleiri og setu- stofa og hvíldaraðstaða fyrir foreldra kemur í góðar þarfir. Þegar blaðamaður skoðaði sjúkra- húsið var verið að koma tveimur tölv- um upp í grunnskólanum, en að auki fékk sjúkrahúsið gefins fartölvu sem ungir sjúklingar sem eru rúmfastir geta notað sér til gagns og gamans. Starfsemi nýja barnaspítalans komin í eðlilegt horf eftir flutninginn Börn, foreldrar og starfs- fólk fagna betri aðstöðu Morgunblaðið/Jim Smart Árni Þór Lárusson sagðist kunna ágætlega við sig á nýja barnaspítalanum og móðir hans, Guðlaug Ósk Þór- isdóttir, sagði aðstöðu fyrir foreldra allt aðra en á gamla staðnum. Hér eru mæðginin ásamt Gunnlaugi Sig- fússyni sviðsstjóra lækninga og Guðbjörgu Egilsdóttur hjúkrunarfræðingi. Morgunblaðið/Jim Smart Vökudeildin er björt og rúmgóð. Ísabel, sem var aðeins dagsgömul þegar myndin var tekin, var hin rólegasta enda með mömmu, Ingibjörgu Ýr Jóhannsdóttur, og pabba, Hreiðari Þór Ørsted, sér við hlið. DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Geir H. Haarde, varaformaður flokksins, hefja fundaferð um landið á morg- un undir yfirskriftinni „Til fundar við þig“. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Ak- ureyri mánudagskvöldið 14. apríl kl. 20. Síðan tekur við 21 fundur í Norðausturkjördæmi, Norðvest- urkjördæmi og Suðurkjördæmi og lýkur förinni um landið 2. maí með fundum á Hvolsvelli og í Reykjanesbæ. Löng hefð er fyrir fundaferðum sem þessum Í tilkynningu frá Sjálfstæðis- flokknum segir að löng hefð sé fyrir fundaferðum sem þessum en með Davíð og Geir verða þing- menn og frambjóðendur flokks- ins. Jafnframt munu þeir heim- sækja vinnustaði og stofnanir á fundarstöðum og í nágrenni þeirra. Stefna og framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins verða kynnt á fundunum og farið yfir „þann góða árangur sem náðst hefur í landsstjórninni á undanförnum árum,“ eins og segir í fréttatil- kynningu. Fundir á Akureyri, Akranesi, Egilsstöðum og Reykjanesbæ verða sendir út í beinni útsend- ingu á heimasíðu Sjálfstæðis- flokksins en þar má nálgast allar nánari upplýsingar um fundina; m.a. stað og stund. Fram að páskum verða fundnir haldnir á Akureyri á mánudag, sem fyrr segir, á Ólafsfirði, Siglu- firði og Húsavík nk. þriðjudag og á Dalvík á miðvikudag. Davíð og Geir í fundaferð um landið Geir H. HaardeDavíð Oddsson TENGLAR ........................................... www.xd.is STEFÁN Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, vísar á bug gagnrýni Hannesar Lár- ussonar myndlistarmanns á samning borgarinnar við Pétur Arason ehf. um rekstur á alþjóðlegu samtímalista- safni á Laugavegi 37, en safnið sam- anstendur af listaverkaeign hjónanna Péturs Arasonar og Rögnu Róberts- dóttur. Hann segir alrangt hjá Hann- esi þegar hann gagnrýni m.a. að engir fagmenn í viðskiptum hafi verið kall- aðir til og safnið ekki verið tekið út af fræðimönnum. „Þetta var kannað í bak og fyrir áður en samningurinn var gerður en meðferð hans tók um hálft ár. Við fengum m.a. meðmæli frá prófessorum við Listaháskóla Ís- lands og Eiríki Þorlákssyni, forstöðu- manni listasafns Reykjavíkur, auk þess sem við fengum mikinn stuðning frá listamönnum þegar hugmyndin var kynnt.“ Hann segir að sér hefði komið á óvart hefði ákvörðunin ekki verið um- deild og bætir við að þegar um menn- ingarpólitískar ákvarðanir sé að ræða megi alltaf deila um hvort peningarn- ir séu settir í rétta hluti. „Þetta er framlínulist sem á engan sinn líka hér á landi í dag og ég tel þetta mikilvægt innlegg í listheiminn. Hér er stór hóp- ur lista- og fræðimanna sem telur þetta jákvæða ákvörðun en auðvitað er líka gott að fá gagnrýni og ég þakka Hannesi hana.“ Hann bendir á að með samningnum fái borgin að- gang að safninu fyrir mun lægri upp- hæð en ef hún hefði sjálf reynt að koma upp slíku safni. „Í raun fáum við þetta fyrir sömu upphæð og ef við hefðum eingöngu leigt húsið,“ segir Stefán. Vísar gagn- rýni á samn- ing um lista- safn á bug SKEMMDARVARGAR brutu 81 rúðu í Síðuskóla á Akureyri aðfara- nótt laugardags. Talið er að tjónið nemi hátt í eina milljón króna, að sögn lögreglu. Ekki er vitað hverjir voru þar á ferð en lögreglan á Ak- ureyri hvetur alla sem geta haft ein- hverjar upplýsingar um hverjir voru að verki til að hafa samband við sig. Brutu 81 rúðu UNGMENNIN þrjú sem slösuðust í gassprengingunni í Garðabæ síðast- liðið sunnudagskvöld, liggja enn á Landspítalanum með brunasár á höndum og í andliti. Tveir drengir og ein stúlka brenndust og er stúlkan sýnu verst leikin. Hún gekkst undir aðgerðir í vikunni og liggur á barna- deild spítalans. Líðan hennar er eftir atvikum og er gert ráð fyrir að hún eigi fyrir höndum nokkurra daga legu að sögn læknis. Við sprenginguna gripu ungmenn- in um andlitið til að verja sig en við það brunnu þau á handarbökum, fingrum og í andliti. Aðrir staðir sluppu þar sem klæðnaður þeirra varði þau. Hlutu þau aðallega 2. stigs bruna, þótt stúlkan kunni að hafa hlotið 3. stigs bruna. Enn á sjúkra- húsi eftir gas- sprengingu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Teknir með fíkniefni á tónleikum NOKKRIR voru handteknir með fíkniefni í fórum sínum á tónleikum sem haldnir voru í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Var um að ræða nokkurt magn af e-pillum og amfeta- míni, að sögn lögreglu. Þá fundust 200 kannabisplöntur við húsleit á einum stað í borginni fyrr um kvöld- ið. Þar fundust einnig 20 e-töflur og 20 grömm af amfetamíni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.