Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENN á ný eru málefni Ís-lensku óperunnar og Tón-listarhúss í deiglunni.Fyrir nokkru var greintfrá því í fréttum að kostn- aður umfram tekjur af hverri sýn- ingu Íslensku óperunnar á Macbeth eftir Verdi hefði numið um 1,2 millj- ónum króna. Skýringar Óperunnar voru þær að salurinn í Gamla bíói væri einfaldlega of lítill, til þess að- gangseyrir greiddi kostnað af sýn- ingunni. Fram kom í máli óperu- stjórans Bjarna Daníelssonar að ef Óperan hefði átt þess kost að sýna verkið í 7–800 manna hefði hver sýning komið út á sléttu. Þar sem löngu var uppselt á allar sýningar hljóp Vinafélag Óperunnar undir bagga, og gaf Óperunni 1,2 milljónir króna, svo efna mætti til einnar aukasýningar og gefa þar með fleir- um möguleika á að sjá sýninguna, sem fékk mjög góðar viðtökur. For- maður Vinafélagsins, Tómas Heið- ar, notaði um leið tækifærið til að benda á hagkvæmni þess að Óperan fengi inni í Tónlistarhúsinu sem rísa mun við hafnarbakkann í Reykja- vík. Hann nefndi sérstaklega hag- ræðið af sambýlinu við Sinfóníu- hljómsveit Íslands, en það eru að mestu félagar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni sem skipa hljómsveit Ís- lensku óperunnar. Þar myndi spar- ast mikill kostnaður við aðstöðu hljómsveitarfólks og ávinningurinn augljós. Hagræðið næði einnig til sameiginlegra starfsþátta á við skrifstofuhald, miðasölu og fleira þvíumlíkt, auk þess sem húsið nyti þess að fjölbreytt tónlistarstarfsemi væri þar innan dyra. Óperan hafði sínar ástæður fyrir að vilja ekki vera með Nefnd menntamálaráðherra um tónlistarhús skilaði áliti sínu í júní 1997 þar sem mælt var með bygg- ingu hússins og ákveðnar tillögur lagðar fram um gerð þess. Gert var ráð fyrir 1.200–1.300 manna tón- leikasal og 300–400 manna sal fyrir ráðstefnur og minni tónleika. Fram kom að Íslenska óperan hefði ekki óskað eftir að vera með, vegna þess að hún teldi tónleikasalinn of stóran fyrir aðstæður Óperunnar. Einnig var ljóst að málamiðlun um hljóm- burð salarins myndi hugsanlega spilla samstöðu tónlistarmanna um byggingu hússins. Í Morgunblaðs- viðtali í júní 2001 sagðist nýr óp- erustjóri, Bjarni Daníelsson, virða ákvörðun fyrri óperustjóra um að Óperan ætti ekki erindi í Tónlistar- hús, eins og skipulag þess var þá fyrirhugað. Hann tók fram að ef for- sendur breyttust, og málið yrði tek- ið upp aftur af hálfu hins opinbera, myndi Óperan óska eftir því að fá að vera með. Í september 2001 fól stjórn Íslensku óperunnar óperu- stjóra svo að kanna hug ríkis og borgar til þess að Íslenska óperan kæmi að byggingu Tónlistarhússins og bauð Gamla bíó sem fjárhagslegt framlag uppí kostnað. En hvað breyttist, – hvaða for- sendur voru orðnar breyttar frá því að fyrri óperustjóri, Garðar Cortes, gaf upp á bátinn væntingar um að Óperan fengi inni í Tónlistarhúsinu? Eitt af því sem breyst hefur er að í dag er rætt um að í húsinu verði þrír salir, 1.500 manna sinfónískur tón- leikasalur, minni æfinga- og tón- leikasalur sem tæki um 450 manns í sæti og síðan sérstakur 750 manna ráðstefnusalur. Langur tími áður en viðlíka átak verður gert í tónlistinni Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að miðað við þessar hugmynd- ir sem nú séu uppi um sali Tónlistar- hússins, séu góð rök fyrir því að ræða málið til hlítar og kanna hvort það sé ekki svo ákjósanlegt að Ís- lenska óperan fái aðild að Tónlistar- húsinu, að það beri að skoða þann möguleika vandlega. Hann segir að þrátt fyrir misskilning þar um, hafi Óperan aldrei sýnt því áhuga að fá inni í stærsta salnum. Hann félli hvorki að hugmyndum Óperunnar um samfellu í starfseminni, – væri einfaldlega of stór, né væri ástæða til að tefla í tvísýnu samstöðu tón- listarfólks um að stóri salurinn væri fyrst og fremst hannaður fyrir sin- fóníska tónlist. Óperan hefur auga- stað á 750 manna sal, sem er um það bil sú salarstærð sem myndi henta Óperunni eins og fram hefur komið. „Það er verið að reisa byggingu fyrir tónlistarlífið – tónlistarhöll, og ef maður reynir að skyggnast inn í framtíðina og velta fyrir sér hvílíkur áfangi í uppbyggingu aðstöðu fyrir tónlistarlífið þetta verður, þá er erf- itt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að langur tími muni líða áður en viðlíka átak verður gert. Mér sýnist að það sé verið að byggja hús til hundrað ára eða svo. Ef það á að byggja þessa höll, þá skiptir máli að hún nýtist vel, og að þar verði mikið líf. Óperan sem nú siglir hrað- byri inn í það að vera með samfellda dagskrá yfir vetrarmánuðina, og þess vegna yfir allt árið, með kannski um 60–100 uppákomur á ári yrði geysilega góð viðbót við þessa tónlistarhöll. Það eina sem nú er fastákveðið með tónleikasalina tvo eru 55 tónleikar á ári hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þá eru eftir 310 dagar í árinu og það út af fyrir sig mælir með því að önnur stofnun sem er með fasta dagskrá, sem þar að auki þarf að hafa nána samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands, verði þarna inni,“ segir Bjarni. Hann segir líka nauðsynlegt að sjá hlutina í samhengi við það sem fyrir er og það sem vantar. Augljóst sé að ef Íslenska óperan eigi að þróast eins og efni standa til, þurfi hún betri aðstöðu fljótlega. „Það hefur verið talað um að breyta gömlum húsum. Það var lengi hugmynd uppi um að breyta Gamla bíói og nú eru uppi vanga- veltur um að breyta Borgarleikhús- inu og aðlaga það þörfum til óperu- flutnings. Það hefur líka verið nefnt að Þjóðleikhúsið taki aftur við óp- eruflutningi og auðvitað hafa líka verið uppi hugmyndir um nýbygg- ingu fyrir Óperuna. Allt er þetta út af fyrir sig gott og blessað sem hug- myndir, en mér finnst forgangsröð- unin vera sú að athuga og raunveru- lega komast að niðurstöðu um það hvort Óperan geti fengið inni í Tón- listarhúsi sem er óbyggt og ekki einu sinni búið að hanna. Þar er möguleiki núna, sem mörg sterk rök mæla með. Þó að það kosti eitthvað til viðbótar, þá er augljóst að það eru sambærilegar upphæðir og þær sem myndi þurfa til að breyta göml- um húsum, og miklu lægri upphæð en myndi þurfa til að byggja sjálf- stætt og sérstakt óperuhús. Þess vegna finnst mér þetta mjög æski- legt.“ Hugmyndir um sali hússins hafa verið að breytast Bjarni segir um þróun málsins að hugmyndir um húsið hafi breyst á fáum árum, frá því að verið var að ræða um einn stóran tónlistarsal og einn minni fjölnotasal fyrir ráð- stefnur og tónleikahald. „Einhvern tíma um árið 2000 breyttust hugmyndirnar um húsið. Stóri salurinn var stækkaður, og ákveðið var að minni salurinn yrði hreinn tónleikasalur, og svo yrði til þriðji salurinn sem tæki ráðstefnu- haldið. Þegar þetta kom fram höfðu aðstæður hjá Íslensku óperunni líka breyst. Hugmyndir um að byggja við Gamla bíó voru gefnar upp á bát- Tónlistarhús til hundrað ára Í umræðunni um Tónlistar- hús hafa ítrekað spunnist blaðaskrif og deilur um það hvort óperuflutningur eigi að vera þar mögulegur og hvort húsið eigi að hýsa Ís- lensku óperuna. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Bjarna Daníelsson óperustjóra, sem segir það forgangsatriði að komast að niðurstöðu um það hvort Óperan geti fengið inni í Tónlistar- húsinu. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að þegar Óperan hafnaði því að vera með í Tónlistarhúsi, hafi það ráðið að skipulag hússins sem þá var uppi á borðinu hafi ekki hentað Óperunni og einnig hafi verið uppi hugmyndir um að byggja við Gamla bíó. Þessar forsendur hafi nú breyst. ’ Mér finnst forgangs-röðunin vera sú að at- huga og raunverulega komast að niðurstöðu um það hvort Óperan geti fengið inni í Tón- listarhúsi sem er óbyggt og ekki einu sinni búið að hanna. Óperan […] yrði geysilega góð við- bót við þessa tónlist- arhöll. ‘ Gamla bíó, aðsetur Íslensku óp- erunnar, er annað elsta bíóhúsið í Reykjavík sem enn er í notkun, byggt 1926.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.