Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Jakobsdóttir fæddist í Holti undir Eyjafjöllum hinn 4. júlí 1914. Foreldrar hennar voru Jakob Óskar Lár- usson, prestur og skóla- stjóri, og kona hans Sigríður Kjartansdóttir, kennari og organisti. Guðrún var elst sinna sjö systkina. Við Gunna mín Jakk vorum systk- inadætur og ég gekk undir nafninu Gunna Helga. Gunna ólst upp í Holti fram að tví- tugs aldri og taldi sig jafnan Eyfell- ing, þótt sporin lægju víða. Faðir hennar lést þegar hún var rúmlega tvítug og móðir hennar fluttist með barnahópinn til Reykjavíkur. Gunna mín bar jafnan hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og var snemma farin að vinna fyrir sér. Eitt sinn fór Guðrún norður í land, og þar með voru örlög hennar ráðin. Húsfreyjan á Víkingavatni í Keldu- hverfi hafði handleggsbrotnað og Guðrún var fengin til aðstoðar á heimilinu. Sonurinn, Sveinn Björns- son, bjó með móður sinni. Þau Guð- rún og Sveinn felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Sambúð þeirra var mjög farsæl. Þau eignuðust fjög- ur mannvænleg börn: Rögnu Sig- rúnu kennara, Sólveigu Aðalbjörgu kennara, Benedikt Óskar lækni og Jakob Lárus tónlistarmann. Þau hjónin létu sér mjög annt um mennt- un barna sinna og farsæld. Guðrún var einstaklega félagslynd og gestrisin. Hún tók ríkan þátt í leikhússtarfi í Kelduhverfi og söng í kirkjukórnum. Marga gesti bar að garði á Vík- ingavatni og var öllum vel tekið. Eitt sinn fór ég ásamt föður mínum í heimsókn þangað. Þar var okkur tek- ið með kostum og kynjum og mér er enn minnisstætt hve búrið var eins konar matarkista. Kvenfélagið stóð fyrir skemmtun í sveitinni og kon- urnar hjálpuðust að. Þau hjónin Sveinn og Gunna mín brugðu búi 1980 og fluttust til Reykjavíkur, en á sumrin voru þau á Víkingavatni. Frænka mín hafði lag á því að laða fram hið besta í fari manna. Eitt sinn skrapp ég í heimsókn til Gunnu minnar og Sveins á Laugateignum. Skyndilega heyrðist brauk og braml útifyrir og barið var harkalega á gluggann. Þá komu stráklingar og létu höggin dynja á rúðunni. Ég kipptist við og spurði hvort það væri oft sem þeir væru svona aðgangs- harðir. Gunna brosti bara og sagði: „Þetta er ungt og leikur sér.“ Hún fór ofan í skúffu, dró upp lítinn bréfpoka GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR ✝ Guðrún Jakobs-dóttir fæddist í Holti undir Eyjafjöll- um hinn 4. júlí 1914. Hún lést að morgni hins 26. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey. og rétti þeim öllum brjóstsykurmola og allt datt í dúnalogn. Svo bætti hún við: „Þetta eru vinir mínir.“ Gunna hafði gaman af að segja frá og fram- setning hennar var skýr og ljóslifandi. Skömmu fyrir jól var efnt til laufa- brauðsgerðar á heimili mínu. Vinkona mín, Ás- gerður Jónsdóttir, kennari frá Gautlönd- um í Mývatnssveit, hnoðaði deigið og flatti út. Margar hendur biðu eftir að skreyta kökurnar með því að skera í þær mynstur. Kökurnar voru næfur- þunnar og hvítar á litinn að norð- lenskum sið. Gunna mín naut þess að vera í þessum hópi og var hrókur alls fagnaðar. Hún kom með smellnar lýsingar í bundnu og óbundnu máli, blandaðar kímni og gamansemi, en umfram allt væntumþykju og hlýju. Hún gat brugðið sér í ýmis líki, sett upp svipi og hermt eftir töktum manna með látbragði og rödd. Hún hafði tungu og tönn úr hverjum manni. Fjarstaddir spruttu fram ljóslifandi fyrir augum viðstaddra við leik og skemmtan þessarar gáska- fullu hæfileikakonu. Fólk hafði ánægju af nærveru Gunnu minnar. Guðrún missti Svein mann sinn skömmu fyrir jól árið 2000. Hún bjó áfram á heimili sínu og naut aðstoðar barna sinna fram í andlátið. Ég votta börnum hennar, ættingj- um og vinum dýpstu samúð mína og sona minna. Við vitum öll að þar fór mikil og góð kona. Mig langar til að ljúka þessari grein með því að vitna til orða Guð- rúnar Jakobsdóttur frænku minnar, prestsdótturinnar frá Holti. Hún sagði oft án allrar efasemdar: „Það er yfir okkur vakað.“ Guðrún P. Helgadóttir. Á hólnum við vatnið stendur reisu- legt hús. Það á sína sögu. Nú er þar allt hljótt, en ljóstýra í glugga. Áður var það fullt af fólki og iðaði af lífi árið um kring. Dagur í júní fyrir tæpum 45 árum er minnisstæður, en þá fluttum við Jóhann með frumburðinn á þennan hól, í annað hús sem var kallað gamli bærinn. Hjónin Guðrún og Sveinn ásamt börnum sínum fjórum bjuggu í húsinu. Einnig voru þar Guðrún amma, Eiríkur og Nóna. Á hlaðinu stóð Farmal Cub, silungsnetin héngu til þerris sunnan á langhúsinu og hjálmóttu kýrnar þeirra voru á beit. Ekkert var til sparað að gera þess- um frumbýlingum lífið léttara og allir hlutir taldir sjálfsagðir í þeim efnum. Alls urðu árin okkar í gamla bænum fimm, en þá færðum við okkur spöl- korn frá. Áfram vorum við nágrann- ar. Tíminn leið við hefðbundinn bú- skap og annasama tíma sem Guðrún var þátttakandi í. Hún unni öllu lífi og vakti yfir fénu á sauðburði. Fólk á öll- um aldri laðaðist að henni, enda vina- mörg og gestrisin. Hún var mikil ræktunarkona og með óbilandi þrautseigju og áhuga tókst henni að koma upp stórum garði við húsið sitt. Gefur þar að líta alls konar trjátegundir og jurtir. Á ýmsum tímum sólarhrings mátti sjá hana róta í mold og hlúa að gróðri. En þar kom að búskap þeirra hjóna lauk. Heilsan leyfði ekki meir. Þau fluttu suður, en vitjuðu síns gamla heimilis að sumrinu, meðan stætt var. Ég geng út á hólinn. Friður er yfir öllu. Vorið er að nálgast. Það er óvenju snemma á ferðinni. Hlýr sunnanvindur leikur um sveitina fögru. Vatnið gárast og álftirnar kvaka. Brátt mun fjöldi vængjaðra sumargesta birtast. Trén eru farin að brosa mót sól. Þrösturinn fer að vitja um hreiðrið sitt í einu þeirra, sem hann hefur gert ár eftir ár. Gamli pramminn hvolfir þar, orðinn feysk- inn, umkringdur alls kyns gróðri. Áð- ur gegndi hann stóru hlutverki með- an heyja var aflað í kring um vatnið. Steinninn, sem harðfiskurinn var barinn á hefur ekkert farið. Já, garð- urinn hennar Guðrúnar er á sínum stað og trén halda áfram að stækka. Hann var hennar stolt og er hennar minnisvarði. Eitt sinn sagði hún í mín eyru eitthvað á þessa leið. „Moldin hefur svo oft glatt mína sál og ég mun njóta þess að hverfa til hennar að lok- um.“ Og nú hefur það gerst. Guðrún hefur yfirgefið þennan heim. Stór- brotin, gáfuð og metnaðarfull kona er farin. Á sjúkrabeði sínum, örfáum dögum áður en hún kvaddi, var hún skýr í hugsun og reyndi að slá á létta strengi. Hún vildi öllum vel. Innileg- ar þakkir fyrir samfylgdina og allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Með samúðarkveðju til allra ástvina hennar. Blessuð sé minning hennar. Hvíl í friði. Auður Lárusdóttir. Guðrún Jakobsdóttir er horfin. Það kom mér ekki á óvart, því að hún var búin að vera svo oft lasin, en þó hún væri sárþjáð þá reis hún alltaf upp aftur og hélt sinni reisn. Guðrún var lítil kona vexti, en maður tók aldrei eftir því, vegna þess að hún var svo mikil persóna. Það var menning- arauki í sveitina þegar hún settist að í Kelduhverfi. Hún var í kirkjukórn- um, í leiklistinni, hún gat stigið í ræðustól og allt fórst henni vel úr hendi. Sveinn, maður hennar, var mjög skemmtilegur og sögumaður ágætur, en færði sögur sínar gjarnan aðeins í stílinn, svo að þær urðu þá enn skemmtilegri fyrir bragðið. Gestrisni var í heiðri höfð á Vík- ingavatni. Jólaboðin og öll heimboðin voru ógleymanleg, því að það var æv- inlega farið í alls konar leiki, úti eða inni eftir árstíma. Borðið var prýtt kertaljósum eða blómum úr garðin- um. Ég vil þakka allar ánægjustund- irnar á Víkingavatni. Það væri hægt að segja svo margt um Guðrúnu, sem ég geymi í huga mér. Ég votta börn- um hennar og ættingjum innilega samúð við fráfall hennar. Hvílið í friði, kæru hjón. Ásdís Einarsdóttir. ✝ Halla Stefáns-dóttir fæddist á Búðum við Fáskrúðs- fjörð hinn 23. nóvem- ber 1932. Hún lést að morgni 3. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Stefán Pétur Jakobs- son, kaupmaður og útgerðarmaður á Fá- skrúðsfirði, f. 8. maí 1880, d. 1. júlí 1940, og kona hans Þor- gerður Sigurðardótt- ir, hótelstýra á Hjalt- eyri við Eyjafjörð, f. 18. júlí 1893, d. 23. október 1982. Halla var yngst sex systkina. Systkini hennar eru Ólöf Ásta, f. 1916, dáin 2002; Baldur, f. 1920; Laufey, f. 1922; Sigurður Bragi, f. 1925, d. 1999; Birgir, f. 1928. Hinn 28. ágúst 1954 giftist Halla Páli Þorvaldssyni húsa- smið, f. 13. júní 1933. Foreldrar Páls voru Þorvaldur Gíslason bóndi á Hóli í Bakkadal í Arn- arfirði og Theódóra Jónsdóttir húsfreyja en þau fluttu til Reykja- víkur 1950. Börn Höllu og Páls eru: 1) Þorgeir, f. 24. júní 1955, 2) Óskírt sveinbarn, f. 27. maí 1956, d. 8. júní 1956. 3) Þorvaldur Sæv- ar, f. 16. júní 1960, kvæntur Guð- björgu Th. Einarsdóttur, f. 21. feb 1962, börn þeirra eru Diljá Björg, f. 27. júlí 1989, og Einar Páll, f. 6. okt. 1993, auk þess á Þorvaldur Sævar dótturina Heiðu, f. 28. sept 1979, sonur hennar er Alexander Heið- ar, f. 21. júlí 1998. 4) Stefán Pétur, f. 7. maí 1964, var kvæntur Steinunni Heiðarsdóttur, f. 26. feb. 1963, og eru börn þeirra Inga Þóra, f. 18. ágúst 1986, Sindri Snær, f. 5. nóv 1991, og Bjarki, f. 4. nóv 1995. 5) Gerða Theodóra, f. 2. júní 1969, gift Runólfi Þórhalls- syni, f. 5. júlí 1968, börn þeirra eru Júlía, f. 12. júlí 1993, og Þór- hallur, f. 21. okt. 2000. Halla ólst upp á Fáskrúðsfirði til sex ára aldurs. Flutti þá til Hjalteyrar með foreldrum sínum þar sem hún bjó til 1954 en þá flutti hún til Reykjavíkur. Halla starfaði við hótelið á Hjalteyri sem móðir hennar starf- rækti en eftir að hún fluttist til Reykjavíkur stundaði hún ýmis verslunarstörf. Lengst af starfaði hún sem húsmóðir en síðar m.a. hjá Sláturfélagi Suðurlands. Útför Höllu var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér. Takk fyrir umhyggju þína og ást. Takk fyrir hlýju höndina þína sem leiddi litla stúlku inn í svefninn. Takk fyrir að hlusta á ungu stúlkuna sem þurfti að tala svo mik- ið. Takk fyrir að vera mamman mín. Ég kveð þig með trega og finnst ósanngjarnt að fá ekki að njóta þín lengur. Ég veit þó að nú hvílir þú í friði, laus við þær þjáningar sem fylgdu þér síðustu árin. Við sjáumst síðar. Þín Gerða. HALLA STEFÁNSDÓTTIR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.