Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku langafi. Nú ertu farinn frá okkur að vissu leyti. Það sem eftir er, eru minningar um hann langa okkar sem munu aldrei gleym- ast eða fara. Ég man þegar ég var lítil og langamma var með okkur líka, þegar ég kom svo oft til ykkar í heimsókn. HANNES GUÐMUNDSSON ✝ Hannes Andrés-son Guðmunds- son var fæddur í Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði 27. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 8. apríl. Það var alltaf svo mikil værð yfir mér þegar ég sat og spilaði við lang- ömmu meðan hún beið eftir að þú kæmir heim af sjónum. Stundum sat ég við stofuglugg- ann með kíki og horfði út á haf til að gá hvort ég sæi þig koma. Það leið aldrei langur tími frá því að ég sá bátinn og þangað til þú varst kominn heim. Þá var ég búin að spila við gömlu og við búnar að elda handa svanga sjóaranum. En hún fór svo snemma frá okkur, fannst þér það ekki? Svo liðu árin og áður en við vissum af varst þú orðinn langalangafi og það á afmælisdeginum þínum. Þá kom hún Rakel í heiminn. Ég man þegar við komum stundum í heim- sókn til þín, þegar hún sat hjá þér og söng, og eftir það laumaðir þú sæl- gæti í vasana hjá henni sem var ykk- ar leyndarmál. Það gaf okkur mæðg- um alltaf svo mikið hvað þú varst yndislegur við okkur. Þegar þú byrj- aðir að veikjast vissi ég að bráðum kæmi sá tími að þú þyrftir að fara frá okkur. Svona er víst gangur lífsins, og við sem eftir erum getum hugsað til baka og huggað okkur og jafnvel brosað að þeim stundum sem þú átt- ir með okkur. Ég vildi að ég hefði getað verið á Íslandi til að kveðja þig, en innst inni veit ég að þú vissir það. Núna ertu kominn til langömmu aftur, ég sé ykkur fyrir mér sitja og horfa út á haf saman. Viltu segja við hana að ég sakni hennar og ég vil þakka ykkur báðum fyrir allar stundir sem við átt- um saman. Elsku langi, við biðjum Guð að geyma þig og varðveita um alla tíð. Guðrún María og Rakel Ýr, Kaupmannahöfn. Hinn 1. mars sl. var mér tilkynnt að Jóhanna fósturmóðir mín hefði verið lögð inn á hágæslu- deild Landspítalans í Fossvogi vegna alvarlegs heilsubrests. Þótt árin séu mörg og heilsa Jóhönnu hafi verið mis- jöfn hin síðari ár virka slíkar fréttir ætíð sem áfall á nánustu aðstandendur. Þegar Jóhanna svo andaðist hinn 11. mars sl. dundi yfir annað áfallið þótt innst inni hafi maður grun um að hún sjálf hafi orðið hvíldinni fegin og fagn- andi haldið á vit genginna foreldra sinna, systkina og annarra ástvina. Helgi, eiginmaður Jóhönnu, sem verið hefur hennar stoð og stytta í hartnær 60 ár, hefur nú þurft að horfa á eftir ástvini sínum og lífsförunaut og hann eins og við hin verðum að orna okkur við sjóð minninganna um allar yndis- legu samverustundirnar sem við áttum með einlægri, ljúfri og elskulegri konu. Það var í vetrarbyrjun árið 1950 sem Sigurborg, systir Jóhönnu, fæddi mig í þennan heim og tveim árum síðar eign- aðist ég lítinn bróður. Fyrstu árin bjó fjölskylda mín á Akureyri en eftir að foreldrar okkar skildu vorið 1955 flutt- um við suður. Þar sem móðir okkar þurfti nú að vinna úti vorum við systk- JÓHANNA JAKOBSDÓTTIR ✝ Jóhanna Jakobs-dóttir fæddist á Þverá í Núpsdal í Miðfirði í V-Hún. 26. nóvember 1919. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 11. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholts- kirkju 20. mars. inin í gæslu á dagheim- ilinu Laufásborg í Rvík. Um það bil ári síðar var dagheimilisvist minni lokið þegar ég varð sex ára og grunnskólanám fram undan. Jóhanna og Helgi voru barnelsk mjög og máttu ekkert aumt vita, létu sér annt um aðra og voru skiln- ingsrík á aðstæður ann- arra. Þar sem þau höfðu byggt sér myndarlegt hús í Skipasundi 48 buð- ust þau til að taka okkur systkinin í fóstur til að létta undir með móður okkar, en fyrir höfðu þau þá í fóstri Gísla frænda okkar, son Láru Þuríðar, systur Jóhönnu, sem var að- eins þriggja ára þegar hann kom til þeirra árið 1954. Ekki var móðir okkar tilbúin að „láta frá sér“ bæði börn sín og úr varð að ég fór í fóstur til Jóhönnu og Helga og var þar öll grunnskólaárin frá sex til fjórtán ára aldurs. Átti ég þar margar góðar stundir jafnt í Skipa- sundinu sem á ferðum okkar um lands- byggðina til ættingja og venslafólks, m.a. í Breiðdal á Austurlandi, á Hrís- um í Helgafellssveit, Snæfellsnesi og á Fitjum í V-Hún. Um vorið 1964 fermdist ég í Lang- holtskirkju og fór í sveit um sumarið. Fljótlega upp frá því fóru leiðir að breytast því á næstu misserum stofn- aði ég nýtt heimili og fjölskyldu með Hjörleifi Gíslasyni. Um sumarið 1966 fæddist Helga dóttir mín og Ástríður Emma systir hennar ári síðar. Þegar upp úr hjónabandi mínu og Hjörleifs föður þeirra slitnaði árið 1973 fóru dæturnar í fóstur, Helga fór í sveitina til Helgu föðurömmu sinnar og Gísla afa en Ástríður fór í Skipasundið til Jó- hönnu og Helga og Ástríðar móður- ömmu sinnar og ílentist þar til 16 ára aldurs eða í tíu ár. Hér mætti því e.t.v. segja að málshættirnir „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ og „líkur sækir líkan heim“ eigi bærilega við. Á lífsleiðinni hafið þið hjónin sífellt verið að hjálpa þar sem þið sáuð að að- stoðar væri þörf og barngæska ykkar og ósérhlífni hefur verið einstök. Á hugann sækja margar góðar minning- ar um látna fósturmóður en efst í huga er þó þakklæti til ykkar beggja fyrir þá ást og umhyggju sem þið hafið sýnt mér og mínum nánustu, börnum og barnabörnum í gegnum tíðina. Þrátt fyrir heilsubresti á síðustu 15 árum ævi sinnar sýndi Jóhanna af sér mikinn dugnað og viljastyrk, en varð þó undir lokin að njóta aðstoðar ann- arra, einkum Helga eiginmanns síns og Sigurborgar systur sinnar. Sjálf hef ég búið í Keflavík í rúm 25 ár og því ekki átt jafn auðvelt með að endur- gjalda ykkur þá ást og umhyggju eins vel og ég hefði viljað. Heimili ykkar hjóna hefur verið griðastaður margra ættingja og vina og stöndum við öll í þakkarskuld við ykkur. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður nú er lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu’ um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Vil ég með þessum orðum, fyrir hönd fósturbarna ykkar og nánustu ættingja, þakka ykkur, Jóhanna og Helgi, fyrir allar samverustundirnar, hjálpsemi og vinsemd í okkar garð. Megi minningin lifa um ókomna tíð og veita yður styrk og huggun. Sigrún Harðardóttir. Þegar við sáum fregnina um andlát okkar kæra og dygga félaga, kom ósjálfrátt upp hugsunin um hverfulleika lífsins. Jafnvel hinir staðföstustu þurfa að láta undan þegar kallið kemur. Geir Jónsson var jafnaldri Ís- landsdeildar félagsins Alliance Française en hún var stofnuð 1911. Þessu félagi unni Geir, sem og franskri tungu og menningu sem því er ætlað að kynna. Hann var skráður félagi í áratugi og sýndi því mikla tryggð alla tíð. Hann var í allmörg ár í stjórn félagsins og allt fram á hið síðasta fórnaði félaginu af starfs- GEIR G. JÓNSSON ✝ Geir GuðmundurJónsson var fæddur 1. ágúst 1911 í Nýlendu í Leiru. Hann lést 30. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Aðventkirkjunni í Reykjavík 10. apríl. kröftum sínum, þar sem hann tók þátt í að endurskoða reikninga félagsins fyrir aðal- fundi mörg undanfarin ár. Á síðasta aðalfundi náðum við að sýna hon- um örlítinn þakklætis- vott með smá gjöfum og góðum orðum. Geir hafði lifandi áhuga á öllu starfi fé- lagsins og var tíður gestur á fyrirlestrum þess, sýningum og öðr- um viðburðum, þótt við höfum saknað hans í vetur. Mér er það sérstaklega ljúft að minnast vel- vilja hans í minn garð og stjórnar- innar, þar sem hann var óspar á að láta jákvætt álit sitt á störfum okkar í ljós, nokkuð sem okkur Íslending- um er ekki of tamt. Að sama skapi var hann lítillátur og gerði ekki mikið úr eigin þátttöku í störfum félagsins. Ég minnist þess þegar ég fyrir mörgum árum vildi fá hann til að rifja upp einhver atvik af löngum kynnum hans af mönnum og málefnum félagsins, að hann færðist undan því. Hann var reyndar slíkur nákvæmnismaður að hann vildi helst hafa staðfastar staðreyndir við höndina, fundargerðir og aðra skráningu, áður en hann tjáði sig mikið um liðinn tíma. Hann hefur trúlega gert sér grein fyrir því hve tíminn getur litað allar minningar, og betra er að láta verkin tala. Það er deginum ljósara að þáttur manna eins og Geirs Jónssonar í starfi Alliansins og kynningu félags- ins á franskri menningu hér á landi, verður seint eða aldrei fullmetinn. Ritun sögu félagsins er það eina sem gæti gert þeim þætti einhver sann- gjörn skil, og er það von mín að slík vinna fari að fullu í gang áður en fé- lagið heldur upp á sitt hundraðasta starfsár. Alliance Française, stjórn þess og starfsfólk sér nú á eftir dyggum fé- laga og ber honum sína hinstu kveðju með þökk fyrir langt og óeig- ingjarnt starf, um leið og við vottum aðstandendum hluttekningu okkar. Árni Þorvaldur Jónsson, forseti Alliance Française í Reykjavík. Nú er hann Baldur afi dáinn. Þótt aðdrag- andinn hafi verið lang- ur þá erum við sem eftir lifum aldrei að fullu tilbúin þeirri stund þegar náinn ættingi kveður þennan heim. Svo var um fráfall afa. Þó vissum við að afi þráði ekk- ert heitar undir það síðasta en að fara til Guðs og við ættum því að gleðjast yfir því að hann fái hvíld og sé laus við hinar miklu kvalir sem sjúkdómi hans fylgdu, þá er það svo sárt að vita til þess að fá aldrei að sjá hann aftur. Afi var að mörgu leyti sérstakur maður og fyrir vikið kannski ekki allra, hann var hrekklaus og einlægur með af- brigðum, fullorðna fólkið mundi kannski segja að hann hafi verið drengur góður um slíkan mann. Hann kallaði okkur alltaf t.d. prins, prinsessu, drottningu eða jafnvel lordinn í stað þess að nota okkar eigin nöfn, þetta vitum við að hann notaði um fólk sem honum þótti sérlega vænt um. Sem dæmi þegar við hringdum heim til þeirra afa og ömmu og báðum um að fá að tala BALDUR GISSURARSON ✝ Baldur Gissurar-son fæddist 3. desember 1925. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 2. apríl síðast- liðinn og var hann jarðsunginn frá Víði- staðakirkju í Hafnar- firði 10. apríl. við ömmu, þá leiðrétti hann okkur alltaf og sagði: Þú átt við drottninguna, er það ekki? Því afa þótti afar vænt um ömmu og voru þau yndisleg hjón þó að við vissum að oft var lífið þeim mjög erfitt. Afi hafði mikinn áhuga á sundi og var sjálfur mjög góður sundmaður, hafði hann mikið gaman af því að fylgjast með því þegar við urðum synd og fór- um að keppa eins og hann gerði í gamla daga, í raun hafði hann áhuga á öllu sem við vorum að gera hverju sinni sem er kannski ekki sjálfgefið um fullorðið fólk. Ekki er hægt að minnast afa nema amma komi upp í hugann í leiðinni, þau voru mjög samrýnd og miklir vinir, missir ömmu er mikill. Við erum þess viss að Jónatan afi, Gústi afi og amma Stína taka vel á móti Baldri afa og verða honum góð. Við munum alltaf minnast afa í bænum okkar og biðjum algóðan Guð að styrkja Mundu ömmu í hennar miklu sorg. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Karen Lilja, Íris Rut og Davíð Ómar. Það er erfitt að setj- ast niður og skrifa kveðjuorð um vinkonu okkar Sigrúnu Lang- elyth, sem andaðist eftir erfið veikindi 5. mars síðastliðinn. Fundum okkar bar fyrst saman í Hjúkrunarskóla Íslands 1958. Það hafði frést að nýr hjúkrunarnemi væri kominn í skólann frá Dan- mörku. Á þesum árum var Hjúkr- unarskólinn við Eiríksgötu 34, og bjuggu þar allir hjúkrunarnemar í heimavist. Á þessum árum voru færri en hundrað nemendur í skól- anum og vissum við deili á öllum, þótt við ynnum mismikið saman á deildum spítalanna. Sigrún kom inn í námið með okkur á þriðja ári og þar hófst vinskapur sem staðið hef- ur í fjörutíu og fimm ár. Sigrún var vel gefin, nákvæm, kappsfull og metnaðargjörn hvað námið varðaði og vildi hafa reglu á hlutunum. Hún var skapstór og hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum en var jafnframt umtalsgóð. Að námi loknu höfum við haldið saman fjórtán hjúkrunarfræðingar, hópurinn er engu að síður farinn að þynnast þar sem Sigrún er sú þriðja sem horfin er úr hópnum. Öll þessi ár höfum við verið í saumaklúbb, SIGRÚN JOHNSEN LANGELYTH ✝ Sigrún JohnsenLangelyth fædd- ist í Kaupmannahöfn 8. júlí 1936. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 13. mars. fylgst að í gleði og sorgum hver annarrar og staðið við bakið hver á annarri, farið saman í skemmtilegar ferðir og notið lífsins. Af „dönsku“ uppeldi kunni Sigrún þá list að spara, hún fór vel með og var ákaflega vand- virk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Henni var mjög annt um útlit sitt og var mjög smekkleg og allt- af vel til fara. Sigrún var menningarlega sinnuð og unni sígildri tónlist, sótti tónleika og leikhús á meðan heilsan leyfði. Hún var fagurkeri og bar heimili hennar vitni um það. Lífið fer misblíðum höndum um fólk og fór Sigrún ekki varhluta af því. Hún eignaðist þrjú börn, þau Helenu, Hrein og Arnar, en missti Hrein tæplega ársgamlan. Sigrún veiktist fyrir rúmur tveimur árum og barðist hún hetjulega og af æðru- leysi við erfið veikindi, en fjölskylda hennar, Vignir, Helena, Arnar og Hrund, stóð sem klettur við hlið hennar þar til yfir lauk. Sem eldri hjúkrunarfræðingar gladdi það okk- ar gömlu hjörtu að sjá hversu frá- bærrar hjúkrunar Sigrún naut á 11-G og líknardeild LHS í Kópavogi. Kærar þakkir til alls starfsfólks sem annaðist Sigrúnu í veikindum hennar, guð blessi ykkur öll. Að lokum þökkum við Sigrúnu vináttu hennar og tryggð. Fjöl- skyldunni, Vigni, börnum og barna- börnum vottum við okkar dýpstu samúð. Hollsysturnar. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.