Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                        !          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í BYRJUN tuttugustu aldarinnar var ráðinn fyrsti sandgræðslustjóri á Íslandi. Var það gert til að stemma stigu við miklu sandfoki af stórum örfoka svæðum víðsveg- ar á landinu. Margar jarðir höfðu lagst í eyði vegna sandsins sem kom til vegna ofbeitar og upp- blásturs í kjölfar- ið og fleiri voru í hættu. Síðan hefur baráttan gegn skelfilegri gróðureyðingu í landinu okkar staðið í hundrað ár með ómældum kostnaði. Eitthvað hefur áunnist fyrir atorku landgræðslunn- ar og landgræðslustjóra, eins og hann heitir í dag, auk þess sem áhugasamir einstaklingar hafa margir lagt sitt af mörkum, en eyð- ingaröflin hafa þó alltaf vinninginn. Á meðan rányrkja og hjarðbú- skapur er stundaður er þetta nánast óvinnandi vegur. Það mætti líkja því við að keppst væri við að prjóna dýra peysu, meðan stöðugt væri rakið neðan af henni jafnóðum. Enn þann dag í dag er allt of mikil beit búfjár á rýnandi gróðurlendi. Offramleiðsla á kjöti er til vandræða og hún er á kostnað landsins og rík- issjóðs. Í stað þess að stöðva þessa offram- leiðslu og taka á málinu af framsýni og viti var í örvæntingu ráðinn mark- aðsstjóri fyrir fimm árum til að reyna að fá útlendinga til að kaupa kjötið sem er afgangs og enginn vill hér heima. Hann fékk 25 milljónir á ári í verk- efnið, það er 125 milljónir í allt. Í haust var þessi samningur endurnýj- aður í önnur fimm ár. Á sama tíma fékk skógræktin af náð 20 milljónir. Er þetta hægt? Mér er spurn, hvað vinnst? Jafnvel þó sölustjóranum takist að skapa markað fyrir kjötið höfum við ekki efni á að framleiða það, fórnarkostnaðurinn er of mikill. Gróðurþekjan og gróðurmoldin eru dýrasta eign þjóðarinnar, því án hennar verður landið ekki byggilegt og þaðan af síður vistvænt. Við gætum eins vel selt útlending- um gróðurtorfurnar beint og skilið sárin eftir. Í grein í Morgunblaðinu 18. októ- ber sl. er sagt frá því að útflutningur á umframkjöti stefni í 1.500 tonn á þessu ári. 40 tonn fara á Bandaríkja- markað þar sem hæst verð fæst fyrir þau. Eftir útreikningum á útflutn- ingskostnaði og öðrum kostnaði sem til fellur í Bandaríkjunum er hann samtals 595 kr. á kíló. Bandaríkja- menn greiða 650 fyrir kílóið, þá eru eftir 55 krónur til að standa straum af vinnslu, slátrun og markaðssetn- ingu, fyrir utan kostnað vegna launa sölufulltrúans. Þetta er fáránlegra en tárum taki. Að vísu eiga svína- og kjúklinga- bændur í vandræðum líka vegna of- framleiðslu á kjöti, en þessar skepn- ur eru ekki fóðraðar á gróðri landsins svo offramleiðslan er vandamál bændanna. Það er sauðkindin sem er okkar sameiginlega vandamál þar sem það eru afkomendur okkar sem þurfa að taka afleiðingunum af óþarfa skemmd á landinu og rýrnandi land- gæðum. Það eru ráðamenn sem geta sett lög um umgengni við landið og við verðum að þrýsta á þá að stöðva þessa hringavitleysu. Það á að girða skepnurnar inni í beitarhólfum í stað þess að setja girðingar í kringum gróðurinn og meðfram vegunum. Ræktunarbúskapur með skepnum í beitarhólfum er eina vitið og eina leiðin til að vinna á móti eyðilegging- unni, aðeins þannig getum við af al- vöru tekið til við að rækta upp skemmdasta land í Evrópu og þó víða væri leitað. Stjórnmálamenn verða að taka af skarið og snúa vörn í sókn, en enn hefur enginn flokkur lofað að beita sér fyrir stöðvun rányrkjunnar. Ég lýsi eftir slíku loforði og hvet síðan kjósendur til að flykkja sér um þann flokk sem sýnir slíkan kjark í þágu landsins og komandi kynslóða. HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR, leikari. Nærri hundrað ára barátta fyrir daufum eyrum Frá Herdísi Þorvaldsdóttur: Herdís Þorvaldsdóttir Sandfok hefur valdið miklum skaða víða um land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.