Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 49 ALGENGASTA heitiþessa fyrsta dagshelgu viku á íslensku,allt frá upphafi ogfram á 16. öld, er orð- myndin pálmadagur. Aðrar er þar samt að finna líka, eins og t.a.m. pálmdrottinsdagur, pálmsunna og pálmsunnudagur. Yngsta myndin er núverandi heiti dagsins, pálma- sunnudagur; sést ekki með vissu fyrr en í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, sem út kom árið 1540. Einnig eru til heimildir um nöfnin pálmi, friðþægingarsunnu- dagur og hlífðarsunnudagur, og einhver fleiri. En lýsingu á atburðum síðustu vikunnar í lífi Jesú er annars að finna í öllum guðspjöllunum fjór- um (Matt. 21–28, Mark. 11–16, Lúk. 19:28-24 og Jóh. 12–21). Ef við teljum niður og byrjum á pálmasunnudegi, er atburðarásin á þessa leið:  Sunnudagur. Jesús kemur til Jerúsalem, ríð- andi á asna. Mannfjöldinn fagnar með pálmagreinum og stráum af ökrum og breiðir aukinheldur yf- irhafnir sínar á veginn. Jesús grætur, er hann segir frá því, að borgin muni verða lögð í rúst. Hann fer svo aftur til Betaníu og gistir þar um nóttina.  Mánudagur. Jesús fer í musterið í Jerúsalem og rekur sölumenn og víxlara það- an út.  Þriðjudagur. Jesús kennir í musterisgarð- inum og deilir við faríseana og saddúkeana. Þaðan fer hann til Olíufjallsins og talar um heims- endi.  Miðvikudagur. Yfirvöld leggja á ráðin um dauða hans og Júdas kemur til liðs við þá. Jesús talar í hinsta sinn til mannfjöldans. Við kvöldverð í Betaníu hellir María ilmsmyrslum yfir fætur Jesú.  Fimmtudagur. Páskar undirbúnir. Pétur og Jóhannes eru sendir í ákveðið hús í Jerúsalem, til að undirbúa kvöld- verð. Jesús þvær fætur lærisvein- anna (af því ber dagurinn nafn, skírdagur; „þvottadagur“, skír merkir hreinn) og neytir að því búnu síðustu kvöldmáltíðarinnar með þeim vinum sínum. Júdas fer út til að leggja á ráðin um hand- töku meistarans. Jesús og læri- sveinarnir ellefu fara inn í Getsemanegarðinn. Jesús á bæn. Um kvöldið fer Júdas með her- menn og lögreglu inn í garðinn. Jesús er handtekinn; lærisvein- arnir flýja. Jesús er yfirheyrður af æðstaprestinum og ráðinu. Pétur eltir Jesú til hallarinnar; þar fyrir utan neitar hann því að vera læri- sveinn hans.  Föstudagur. Æðstaráðið framselur Jesú til Pílatusar. Júdas tekur líf sitt. Yf- irheyrsla hjá Pílatusi. Jesús send- ur til Heródesar. Þaðan aftur til Pílatusar, sem reynir að fá hann leystan út haldi. En fólkið heimtar Barrabas í staðinn. Pílatus kveður upp dóm, en þvær hendur sínar. Jesús er húðstrýktur og smán- aður. Ber krossinn um götur Jerúsalem, þar til hann örmagn- ast og vegfarandi er neyddur til að grípa inn í. Rómverskir her- menn krossfesta Jesú skammt ut- an við borgina, á Hauskúpuhæð, Golgata. Móðir hans og nokkrir lærisveinar horfa á. Skyndilega dimmir yfir; það er sólmyrkvi, frá hádegi til klukkan þrjú, er Jesús deyr. Þá nötrar jörðin, og tjaldið mikla, sem hangir fyrir „því allra helgasta“ í musterinu, rifnar í tvennt. Fréttir berast af und- arlegum atburðum í Jerúsalem. Hermaður rekur spjót gegnum Jesú, til að fullvissa sig um að í honum sé ekkert lífsmark. Tveir ráðherrar, Jósef frá Arímaþeu og Nikódemus, fá að jarðsetja líkið. Gröfin er innsigluð og hermenn settir þar á vörð.  Laugardagur. Hvíldardagurinn mikli. Setn- ingin úr postullegu trúarjátning- unni, um að Jesús hafi stigið niður til Heljar, á upphaf sitt þar. Sbr. 1. Pétursbréf 3:19: „Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi.“  Sunnudagur. Steininum er velt frá grafardyr- unum. Engill birtist. Verðirnir, skelfingu lostnir, flýja. Nokkrar konur úr lærisveinahópnum koma með ilmsmyrsl að gröfinni við sól- arupprás, til að ganga frá líkinu. Engill tekur á móti þeim, en Jesús sjálfur er horfinn. Þær hverfa á braut og segja öðrum tíðindin; Pétur og Jóhannes hlaupa til graf- arinnar og finna líkklæðin. María Magdalena kemur til grafarinnar og mætir Jesú. Verðirnir gefa æðstu prestunum skýrslu. Þeim er mútað, til að segja að líkinu hafi verið stolið. Tveir lærisveinar á göngu til Emmaus sjá Jesú og hraða sér þá aftur til Jerúsalem með fréttirnar. Jesús birtist læri- sveinunum öllum, nema Tómasi, og borðar með þeim um kvöldið. Helga vika Í dag byrjar helgasta vika kristindómsins. Hún ber ýmis nöfn í aldanna rás, s.s. dymbilvika, efsta vika og kyrravika – og á síðari árum páskavika. Sigurður Ægisson rekur í stuttu máli atburði daganna fram undan, ókunn- ugum til glöggvunar. sigurdur.aegisson@kirkjan.is FRÉTTIR LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ● Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur á kyn.is Útsölustaðir Ragnheið ur Eiríksdót tir á kyn.is mæ lir með VIGE L! VIGEL hefur sannarlega fallið ljúflega í skaut íslenskra kvenna. Einu virðist gilda hvort konurnar eiga við fullnægingarvanda að stríða eða ekki. VIGEL virðist geta gefið fullnægingunum nýja vídd eða jafnvel vakið þær úr dvala. AUKIN DÝPT OG TÍÐNI FULLNÆGINGA VIGEL – kynörvunargelið sem slegið hefur í gegn! 12. maí Flogið síðdegis í beinu leiguflugi Heimsferða til Budapest og lent þar kl. 21. Gisting í tvær nætur á Hotel Golden Park. 13. maí Að morgni er boðið upp á hálfs- dags kynnisferð um Budapest. Við kynn- umst öllum helstu kennileitum borgarinnar, kynnumst mannlífinu og rifjum upp sögu þessarar stórkostlegu borgar. Frjáls tími síð- degis. 14. maí Að loknum morgunverði er ekið af stað til Vínarborgar, höfuðborgar Austur- ríkis. Gist á góðu hóteli rétt utan við borgina í 2 nætur (um 250 km akstur). Boðið upp á „Heuriger“ um kvöldið, kvöld- mat og skemmtun að hætti vínbænda í Vín. 15. maí Í boði er hálfs dags kynnis- ferð um Vínarborg, borgar tónlistar og hins keisaralega glæsileika. Frjáls tími að henni lokinni. 16. maí Að morgni er haldið áfram og ek- ið um hið fagra Austurríki, í átt til Salzburg. Gist í 2 nætur í fallegum smábæ í faðmi fjallanna skammt frá Salzburg (um 300 km akstur). 17. maí Boðið er upp á ferð í Arnarhreið- ur Hitlers við Berchtesgaden. Náttúrufegurð- in á þessu svæði hefur lengi verið rómuð og við rifjum upp sögu hins mikla örlagavalds. 18. maí Ekið fallega leið, m.a. um hið til- komumikla Brennerskarð og suður til Gar- davatns á Ítalíu. Gist þar síðustu nóttina. 19. maí Flogið í beinu leiguflugi Heims- ferða frá Verona kl. 8.30 að morgni og lent á Íslandi um kl. 10.50 að staðartíma. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.950 Verð á mann í tvíbýli Verð kr. 69.950 Verð á mann í einbýli Innifalið í verði: Flug, gisting á góðum 3* hótelum, morgunverður, akstur á milli dvalarstaða, ferðir til og frá flug- velli erlendis og íslensk fararstjórn, flugvallarskattar. Lágmarksþátttaka er 20 manns, einnig í kynnisferðir. Mið-Evrópu- ævintýri Heimsferða - 12.-19. maí frá aðeins 59.950 Budapest - Austurríki - Gardavatn Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri í aukaferð um hjarta Evrópu, þar sem þú kynnist fegurstu stöðum þessa heimshluta í óviðjafnanlegri ferð á fegursta tíma ársins með íslenskum fararstjóra Heimsferða sem gjörþekkir stað- háttu. Hér nýtur þú Budapest og Vínarborgar, hins fagra Austurríkis og endar við náttúru- perluna Gardavatna sem skartar sínu fegusta á vorin. Beint flug til Budapest og beint flug heim frá Verona. Ferðatilhögun: Fegurð alpanna Gardavatn Munið Mastercard ferðaávísunina Aðeins 30 sæti í boði - aukaferð SÍMTAL frá Manitoba í Kanada til Íslands getur kostað frá 8 krónum fyrir mínútuna, en ódýrasta símtal frá Íslandi til Kanada er 15,90 kr. í gegnum netsíma Símans og upp í 34 kr. sé notað svonefnt Frelsi. Hjá kanadíska símafyrirtækinu Primus kostar símtal frá Manitoba til Íslands 44 sent, um 23 krónur, fyrir hverja mínútu, en þar er hægt að velja eitt land á tilboðsverði og kostar þá mínútan 15 sent eða um 8 krónur. Hjá Íslandssíma kostar 17,90 kr. mínútan til Kanada og 27,90 kr. sé hringt úr farsíma. Hjá Símanum kostar mínútan í netsímanum 15,90, í heimilissíma 19,90 kr. og í farsíma á dagtaxta 32,40 kr. en 27,90 á kvöld-, nætur- og helgartaxta. Frelsi kostar 34 kr. á dagtaxta en 29 kr. á kvöld- og næturtaxta. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að verðákvarð- anir Símans taki mið af kostnaði og að verð á símtölum til útlanda hafi lækkað mikið á undanförnum árum og oft á tíðum sé 20 til 30% ódýrara að hringja í með netsímanum sem flytur símtöl í gegnum Netið. Ekki sé nein ein verðskrá í gangi hjá síma- fyrirtækjum og t.d. sé dýrara að hringja frá Danmörku til Íslands en frá Íslandi til Danmerkur auk þess sem það hafi verið tvöfalt dýrara að hringja frá Belgíu til Íslands en frá Íslandi til Belgíu. „Í öllum OECD-samanburði erum við lægst í talsímaþjónustu,“ segir hún og ráðleggur fólki að kanna hvernig hagkvæmast sé að hringja áður en farið sé til útlanda, en al- mennt sé ódýrara að nota fastlínu- síma en farsíma og oft muni tölu- verðu á mínútuverði einstakra símafyrirtækja. Verðmunur á símtölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.