Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 61
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i.16. / Sýnd kl. 10.10. B.i.16.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12.Sýnd kl. 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10.10. / Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.50 og 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Radíó X
SG DV
sv mbl
Gæti
hinn
rangi
verið
hinn
rétti?
FRÁ LEIK-
STJÓRA
“ROMEO MUST
DIE” OG
“EXITWOUNDS”
INNIHELDUR
FRÁBÆRA
TÓNLIST
MEÐ DMX,
EMINEM OG
50 CENT
SG DV
HL MBL
KRINGLANÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK
Kvikmyndir.is
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 4, 6, 8 OG 10.10. B.I. 16.
ÁLFABAKKIÁLFABAKKI / KRINGLANKRINGLAN
HILARY SWANK
AARON ECKHART
DELROY LINDO
STANLEY TUCCI
I
I
Fyrst var það Mr Bean. Nú er það Johnny English.
Grín og fjör alla leið
HEIMSFRUMSÝNING
Spennandi
og áhrifarík
rómantísk
stórmynd
með Cate
Blanchett
(“Elizabeth”,
“The Gift”) og
Billy Crudup
(“Almost Famous”)
C A T E B L A N C H E T TL
Páskamynd 2003
ALMENNT
MIÐA-
VERÐ 750 KR.
RÚMENSKA sígaunahljómsveitin Fanfare Cioc-
arlia, sem er ellefu manna lúðrasveit, heldur tón-
leika hér á landi í Nasa í júní næstkomandi.
Hljóðfæraskipan er þrír trompetleikarar, klarin-
ettleikari, saxófónleikari, tveir hornleikarar, tveir
túbuleikarar og tveir leika á trommu og slagverk.
Tónlist hljómsveitarinnar er þó ekki lúðrasveitatón-
list eins og Íslendingar eiga að venjast, minnir frek-
ar á geysifjöruga klezmertónlist; hefðbundin dans-
tónlist til sveita í Rúmeníu og víðar á Balkanskaga
þar sem mikil áhersla er lögð á kraftmikla sveiflu, en
hljómsveitir sem þessi eiga sér rætur í tyrkneskri
hergöngutónlist frá því í upphafi nítjándu aldar.
Mjög vinsælt er að leika slíka tónlist í brúðkaupum á
Bakanskaga og algengt að hljómsveit leiki allan sól-
arhringinn þegar því er að skipta. Tónlistin gengur í
arf því ekkert er upp skrifað heldur lærir hver nýr
tónlistarmaður af ættmönnum sínum og hver kyn-
slóðin af annarri heldur hefðinni gangandi.
Fanfare Ciocarlia hefur höfuðstöðvar sínar í þorp-
inu Zece Prajini, smáþorpi í Austur-Rúmeníu,
steinsnar frá landamærum Rúmeníu og Modovu, en
nafn þess þýðir tíu akrar. Íbúar eru um 400. Einn
trompetleikara sveitarinnar, Costica „Cimai“ Trif-
an, hefur lýst tónlistinni svo: „Fólki finnst oft að ég
eigi heima á heimsenda þegar ég segist vera frá
Zece Prajini, en þar, á jaðri heimsins, er einmitt
rétti staðurinn til að leika tónlist.“
Á efnisskránni eru dansar frá Rúmeníu, Búlg-
aríu, Tyrklandi og Makedóníu; geamparale, sîrba,
hora og ruseasca – fjölbreyttir taktar og stemn-
ingar. Alsiða er að taka lög upp úr kvikmyndum eða
vinsæl dægurlög og færa í lúðrasveitabúning. Síð-
ustu ár hefur Fanfare Ciocarlia verið á ferð og flugi,
ferðast víða um heim til tónleikahalds og skemmt-
ana, auk þess sem sveitin hefur leikið inn á fjórar
breiðskífur og komið fram í kvikmynd sem gerð var
um sveitina.
Fanfare Ciocarlia leikur á tónleikum í Nasa 25.
júní næstkomandi.
Rúmensk sígaunahljómsveit til landsins
Tónlist frá heimsenda
Rúmenska sígaunahljómsveitin Fanfare Ciocarlia.