Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það hljóta að teljast stórpólitísk tíðindi að Frjálslyndum skuli hafa tekist að gogga í aftur- endann á sjálfri guðmóður kvótakerfisins. Nýr spjallvefur um hesta og hestamennsku Taugar niður í grasrótina NÝR frétta- ogspjallvefur umhesta og hesta- mennsku var nýlega opn- aður, en vefurinn tengist tímarit sem heitir Hestar og hefur göngu sína næstu mánaðamót. Það eru tveir stórhuga menn sem standa að þessari út- gáfu, Jens Einarsson og Axel Jón Birgisson, sem báðir hafa víðtæka reynslu á þessu sviði eftir að hafa unnið saman hjá Eiðfaxa á sínum tíma. Jens svaraði nokkrum spurningum sem Morgun- blaðið lagði fyrir hann á dögunum. – Hvenær fóruð þið af stað með verkefnið og hvað var það sem vakti fyrir ykkur? „Ég og Axel Jón Birgisson unnum saman á hestatímaritinu Eiðfaxa en öllu starfsfólki var sagt þar upp um síðustu áramót vegna skipulagsbreytinga. Reksturinn var kominn í þrot og nýir eigendur að koma að fyr- irtækinu. Okkur var boðin end- urráðning en ákváðum að nota tækifærið og breyta til. Við ákváðum að fylgja hjartanu. Okkur fannst vera kominn tími fyrir eitthvað nýtt inn í hesta- mennskuna, nýjan vef, nýtt tíma- rit með nýjum áherslum.“ – Teljið þið alveg óumdeilt að til sé nægur lesendahópur til að halda úti slíkum miðlum? „Við erum alveg vissir um að það er pláss fyrir gott hesta- tímarit, bæði á vefnum og eins með gamla laginu, á pappír, og þau geta stutt hvort annað. Hvort það er pláss fyrir tvö hestatímarit, það er svo annað mál. Ég er stoltur af því að vera einn aðalhöfundur www.eidfaxi.- is, sem var um tíma í hópi fjöl- sóttustu heimasíðna landsins undir minni stjórn og nýtur enn góðs af þeim góða byr sem hún fékk. Sá sem skrifar um hesta þarf að eiga taugar niður í gras- rótina en það er ekki á færi margra, það eru mjög fáir góðir hestablaðamenn til hér á landi.“ – Hverjar verða áherslurnar, á vefnum annars vegar og í tíma- ritinu hins vegar? „Vefurinn er einfaldur í bygg- ingu: Fréttir, smáauglýsingar, pistill og spjallrás. Á vefnum verða stuttar fréttir úr hesta- heiminum og einnig fréttir í spjallformi af mönnum og hest- um. Í tímaritinu verða aftur á móti lengri greinar, viðtöl við þekkt hestafólk, ungt hestafólk og frægt fólk í hestamennsku, greinar um hrossarækt og reið- mennsku. Við erum þeirrar skoð- unar að það sé enn til fólk sem ekki hefur glatað hæfileikanum til að lesa. Það er of mikið gert úr því að poppa upp allt lesmál, þetta er tískubóla sem á eftir að hjaðna. Textinn þarf hins vegar að vera áhugaverður, hvort sem hann er stuttur eða langur.“ – Hvað er meira um tímaritið að segja? „Efnistökin munu í stórum dráttum verða eins og ég lýsti hér áð- an en munu þó að einhverju leyti fara eftir þeim höfundum sem koma til með að skrifa í blaðið. Fólk verður að fá sitt svigrúm til að halda sköpunargleði og fá frjóar hugmyndir. Umbrotið á blaðinu er mjög smekklegt. Því verður dreift ókeypis á alla helstu þéttbýlisstaði landsins í fimm til sex þúsund eintökum. Síðan geta allir sem vilja fengið blaðið sent heim til sín með því að greiða póstburðargjaldið og kostnað við pökkun.“ – Verður eitthvað róið á mið erlendra lesenda? „Það er of snemmt að segja til um það. Við höfum hins vegar fundið fyrir miklum áhuga ís- lenskra hestamanna í útlöndum og munum skoða það í framhald- inu. Þeir munu að sjálfsögðu geta fengið blaðið sent til sín, að- eins að borga burðargjaldið.“ – Það er talað um efni um hunda, veiði o.fl., passar það í rit og vef sem hafa hross jafnákveð- ið í forgrunni? „Það hefur nú eitthvað skolast til þetta með veiðina, það hefur aldrei verið hugmynd hjá okkur að skrifa um veiði sérstaklega. Við ætlum hins vegar að vera með eina til tvær síður um hunda í hverju blaði, t.d. veiði- hunda, þetta er svo náskylt efni. Hefur þú ekki verið á hesta- mannamóti? Það er ekki þverfót- andi fyrir hundum. En við ætlum ekki að skrifa um skyttirí, alla vega ekki hestaskyttirí.“ – Eruð þið á einhvern hátt að stefna útgáfu ykkar gegn Eið- faxa? „Nei, alls ekki. Eiðfaxi er áskriftarblað og nýr ritstjóri hef- ur markað stefnuna eins og sést í fyrsta tölublaði undir hans stjórn. Það er byggt upp á stutt- fréttastíl, er líkara dagblaði en hefðbundnu tímariti og það er gott mál. Við höfum mjög hlýjar taugar til Eiðfaxa, það var mjög gott að vera þar hjá fyrri eig- endum og við eigum góðar minningar það- an. Það voru ýmsar góðar og metnaðarfull- ar hugmyndir í gangi, en fyrirtækið skorti eigið fé til að fylgja þeim eftir og því fór sem fór. Eiðfaxi hefur nú fengið myndarlega styrki í formi hluta- fjár frá íslenska ríkinu og sænskum peningamanni og ætti að vera á sléttum sjó. Við ætlum hins vegar að gefa út blað með okkar lagi og erum alveg vissir um að við erum mjög góðir í því.“ Jens Einarsson  Jens Einarsson er fæddur í Hafnarfirði 19. júní 1959, en al- inn upp á Höfn í Hornafirði frá eins árs aldri. Jens útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1978 og lauk prófi í hagnýtri fjöl- miðlun frá Háskóla Íslands árið 1997. Maki er Bjarndís Þorbergs- dóttir kennari og eiga þau tvö börn, Torfhildi Hólm, 10 ára, og Vilhelm Örn 5 ára. …að halda sköpunar- gleði og fá frjóar hug- myndir ÞÓRÓLFUR Gísla- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga, segir í árs- skýrslu félagsins, sem lögð var fram á aðal- fundi í gær, að sú tíð eigi ekki lengur heima í vestrænu hagkerfi að rekstrar- skilyrðum atvinnu- greina sé kúvent eftir úrslitum þingkosn- inga hverju sinni. Slík hagstjórn sé viðhöfð í vanþróuðum einræðis- ríkjum og eigi ekkert erindi inn í íslenskt efnahagslíf. „Í raun hafa stjórnmálamenn á Íslandi ekkert leyfi til að íhuga slíkar aðgerðir og hvað þá fram- kvæma slík skemmdarverk á at- vinnulífinu nú þegar komið er fram á 21. öldina,“ segir Þórólfur. Hann segir ennfremur að stöð- ugleiki í efnahagslífinu og festa í stjórn fiskveiða muni ráða hvað mestu um þróun atvinnulífs á landsbyggðinni á næstu árum. Án öfl- ugra fyrirtækja á landsbyggðinni sé óraunhæft að tala um möguleika landsbyggð- arinnar til að keppa um búsetuval fólks við höfuðborgarsvæðið. Einu öflugu fyrirtæki landsbyggðarinnar séu sjávarútvegsfyrirtæk- in. „Með því að veikja grundvöll þeirra með kúvendingu í fiskveiðistjórn, hvort sem það er með óhóflegri sérskött- un, fyrningu veiðiheimilda með uppboðskerfi eða öðrum vanhugs- uðum aðgerðum, er verið að kalla yfir landsbyggðina ómældar hörm- ungar. Öllum atvinnugreinum er mikilvægt að búa við starfsskilyrði, þar sem leikreglur liggja fyrir svo hægt sé að byggja upp fyrirtæki með langtímastefnu,“ segir Þórólf- ur í ársskýrslunni og telur mik- ilvægt að Skagafjörður verði raun- hæfur valkostur til framtíðar þegar fólk velji sér búsetu. Hagsmunir Kaupfélags Skagfirðinga og íbúa héraðsins fari saman. 258 milljóna hagnaður Fram kom á aðalfundinum að rekstrarhagnaður síðasta árs, eftir skatta, nam 258 milljónum króna. Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 935 milljónum samanborið við 967 milljónir árið 2001. Veltufé frá rekstri var 690 milljónir og fjárfestingar voru meiri en nokkru sinni á einu ári í sögu kaupfélagsins, eða upp á 1,1 milljarð króna. Þær helstu voru kaup á hlutabréfum í Hesteyri ehf., Steinullarverksmiðjunni og Fiskiðj- unni Skagfirðingi og fjárfestingar við uppbyggingu á nýtísku slátur- húsi og kjötvinnslu á Sauðárkróki. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga, varar við kúvendingu í fiskveiðistjórn eftir kosningar Kallar á ómældar hörm- ungar yfir landsbyggðina Þórólfur Gíslason ÍSLENSKIR garðyrkjubændur segja ársreynslu af garðyrkjusamn- ingnum góða. Sala á papriku, agúrk- um og tómötum hafi aukist verulega og skilaverð til bændanna verið hærra en árið á undan. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- bands garðyrkjubænda, sem haldinn var í Reykholti í Borgarfirði á föstu- dag. „Það var mikil sátt um samning- inn,“ segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og bendir á að í sumum greinum hafi hann skilað garðyrkjubændum ívið hærra verði en árið áður, en sala á afurðunum hafi aukist, þó fyrst og fremst á innflutt- um afurðum. Í samningnum er fjallað um þróun- arfé og segir Ari að garðyrkjubændur bindi vonir við að þeir geti styrkt sig faglega. Einnig séu þeir að skipu- leggja aukna sérmerkingu á íslensk- um garðyrkjuafurðum og hafi fengið til þess afkastamikla pökkunarvél, sem pakkar grænmetinu og merkir það. Í því sambandi hafi hönnun á merkjum verið kynnt þar sem áhersla sé lögð á framleiðslulandið. Helgi Jóhannesson á Flúðum var endurkjörinn formaður félagsins. Aukin sala og hærra skilaverð EINN var fluttur nokkuð slas- aður á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja eftir harðan tveggja bíla árekstur á gatnamótum Aðalbrautar og Hringbrautar í Keflavík á laugardagsmorgun- inn. Önnur bifreiðin endaði á ruslageymslu í nærliggjandi húsagarði og er hún talin ónýt, að sögn lögreglunnar í Kefla- vík. Talið er að öðrum bílnum hafi verið ekið gegn rauðu ljósi. Bíll endaði í húsa- garði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.