Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Jim Smart
G.Erla við verk sín í Gryfju á sýningunni Hvarf, sem nú
stendur yfir í Listasafni ASÍ.
Morgunblaðið/Jim Smart
Himinn og jörð eru Þorgerði Sigurðardóttur hugleikin á
sýningu hennar í Listasafni ASÍ.
TVÆR myndlistarsýningar voru
opnaðar í Listasafni ASÍ við Freyju-
götu um síðustu helgi. Þorgerður
Sigurðardóttir sýnir blýantsteikn-
ingar unnar á þessu ári í Ásmund-
arsal undir heitinu Himinn og jörð
og G. Erla er með í Gryfju, í stiga og
á þaksvölum safnsins sýningu sem
hún nefnir Hvarf.
Ferningar og hringir
Himinn og jörð á sýningu Þor-
gerðar vísar til myndefnisins, en
ferningar og hringir eru allsráðandi
í myndum hennar, sem unnar eru
með blýanti á akrýlgrunn. „Ég hef
mikið unnið í kirkjulegri list, en nú
er ég kannski komin út fyrir hana og
í almennara táknmál,“ segir Þor-
gerður. „Ferningurinn er veraldlegt
tákn, tákn jarðarinnar og mannsins,
og hringurinn er tákn eilífðarinnar,
sólarinnar og guðdómsins. Þetta er í
beinu framhaldi af því sem ég hef
verið að vinna undanfarin ár – á síð-
ustu grafíksýningu sem ég tók þátt í
var ég einnig að vinna með þessi
form. Nú er ég hins vegar að teikna,
en held áfram að vinna dýpra með
þessi sömu tákn.“
Í sýningarskránni sem fylgir sýn-
ingu Þorgerðar, er að finna litla
sögu sem setur hugleiðingar hennar
að baki sýningunni í ákveðið sam-
hengi. Sögunni lýkur á þessa leið:
„Þetta var minn heimur. Ég hafði þá
trú að enginn vissi hvar ég væri og
enginn truflaði mig, ég var í miðju
heimsins. Himinninn var síbreyti-
legur og skýin færðust til – eða var
það jörðin? Þannig fór ég mínar æv-
intýraferðir um himininn. Þetta
voru góðar stundir sem við áttum –
ég, himinninn og jörðin.“
Þorgerður hefur glímt við krabba-
mein að undanförnu og hefur því
fært listsköpun sína heim af vinnu-
stofunni. Teikningin lá beinast við í
framhaldi af grafíklistinni, sem hún
er kunnust fyrir, enda miðlarnir ná-
tengdir. „Ég hef alltaf haft mjög
gaman af því að teikna og var því
kannski líka að nota tækifærið til að
fara út í þann miðil í auknum mæli.
Mig langar til þess að vinna áfram
með hann,“ segir Þorgerður.
Hvarf er yfirskrift sýningar G.
Erlu, sem liggur úr Gryfjunni og
upp á þak í safninu í bókstaflegum
skilningi. Í Gryfjunni og upp stigann
liggja ísaumaðir dúkar, þar sem eitt
orð er á hverjum dúk. Þegar upp á
svalirnar er komið blasa við tveir
ámálaðir akrýldúkar, sem í eru
saumuð spor úr koparþræði. „Ég
sauma í öll verkin með þræði til að
tengja mig þessari kvenlegu hefð.
Gegnum tíðina hefur nál og þráður
verið pensill og paletta kvenna og
oft á tíðum hafa þær gert verk sem
eru forgengileg. Hlutir sem þær
hafa unnið, eins og að bródera í
barnasængurver, eru ekki eins stór-
fengleg eins og þegar unnið er í
steypu og brons, og þannig hafa
verk kvenna að vissu leyti verið
gegnum tíðina – haft tilfinningalegt
gildi frekar en að vera ætlað að vara
að eilífu. Þær hafa unnið verkin út
frá væntumþykju, og það er eins
með mig – ég hef þörf fyrir að gera
þessi verk,“ segir G. Erla um verkin
á sýningunni Hvarf.
Sýningunum lýkur 21. apríl.
Á jörðu sem á himni
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EDDA Jónsdóttir galleristi í i8 á Klapparstíg er ný-
komin heim af Listastefnunni í Brussel í Belgíu, þar
sem i8 átti mikilli velgengni að fagna.
„i8 hefur tekist að skapa sér það nafn, að við erum
komin með galleríið á besta svæðið á stefnunni, í kring-
um nokkurs konar kampavínsbar næst öllum stærstu
galleríunum,“ segir Edda. Á þetta svæði er ekki hægt
að kaupa sig – það eru stjórnendur listastefnunnar sem
velja eftir gæðum gallería, hver þeirra fái að vera á
þessum eftirsótta stað. „Það hefur töluverð áhrif að
vera staðsettur með öðrum góðum galleríum. Á það
svæði koma allir þeir sem eru alvarlega þenkjandi í
myndlistinni.“ Edda segir jafnan undirbúa þátttökuna í
stefnunni í Brüssel vel og vanda sérstaklega til upp-
setningar verkanna. „Við höfum viljað að fólk geti horft
á verkin eins og á sýningu, en ekki bara að hlaða upp
verkum á stöndum. Ég vil að þessi kynning „presen-
teri“ i8 mjög vel. Ég er líka með nokkra heimsfræga
myndlistarmenn á mínum snærum, sem draga athygli
að galleríinu. Ég var núna með De Luxe Edition eftir
John Baldissari og ný verk eftir Roni Horn, belgíska
listamenn, og einn norsk-skoskan ásamt þessum ís-
lensku. Þetta dregur mjög að og við vorum eitt þeirra
gallería sem gekk best þetta árið og það er mikill
áfangi fyrir okkur.“ Edda segir það ákaflega mikilvægt
að vera í góðum tengslum við góða safnara og gallerí
úti í heimi og byggja upp gott traust, og að það hafi
hún náð að gera hægt og bítandi. „Ég er líka heppin að
vera með listmenntaðan starfsmann sem talar bæði
þýsku og frönsku og það hefur munað miklu.“
Edda segir að vel hafi selst af myndverkum, og að
strax á fyrsta hálfa deginum hafi hún verið búin að
selja fyrir kostnaðinum við þátttöku í stefnunni. „Það
hefur ekki gerst áður, og oftast er ég að súpa seyðið af
þátttökunni í langan tíma á eftir. Ég er rosalega lukku-
leg með þetta.“
Efnamenn meðal fastakúnna
Þeir sem keyptu verk af i8 í Brüssel voru allt þekkt
nöfn úr söfnunarheiminum. Þar á meðal er einkasafnari
sem á sjálfur stórt einkasafn í höll í Sviss, annar korn-
ungur en mjög þekktur galleristi, þriðji tónlistarmaður
úr efnaðri fjölskyldu sem hefur safnað myndlist árum
saman og þar fram eftir götunum. „Ég nefni líka hol-
lenskan safnara sem ég er búin að þekkja í fjögur ár.
Hann kaupir alltaf reglulega af okkur. Svo komu líka
margir safnstjórar til okkar, og þeir benda gjarnan
söfnurunum líka á okkur. Allt þetta skiptir miklu máli, í
viðbót við traustið sem verður að vera til staðar. Þetta
tekur allt tíma, og maður verður að standa sig, til að
þetta gangi. Galleríið verður átta ára í nóvember, og
það er búið að taka mig þessi átta ár að ná þessum
áfanga. Ég er búin að taka þátt í stefnunni fjórum sinn-
um, og núna sá ég að það þekktu mig allir. Svo gengur
það þannig, að ef góðir galleristar og safnstjórar við-
urkenna mig, þá gera kaupendur þeirra það líka. Þessi
viðskipti eru rosalega persónuleg, miklu meira en ég
gerði mér grein fyrir í upphafi, og jafnvel vináttu.“
Edda segir að þegar ljóst sé hve vel gekk hjá i8, auk-
ist spurn eftir listamönnum gallerísins. „Ég mun halda
áfram að taka þátt í stefnunni í Brussel, en stefni jafn-
framt á að komast inn á Baselstefnuna, sem er sú besta
í heimi. Þar þarf maður að vera með dýra listamenn,
því þátttakan kostar mikið. Hún er líka erfið og ströng
en ég fer fljótlega á fund stjórnandans til að ræða
hvaða möguleika við eigum á því að vera með á næsta
ári.“
Edda segir ergilegt fyrir okkur Íslendinga að þurfa
að stóla á sölu verka, því öll ríkin í kringum okkur kosti
þátttöku síns fólks, ferða- og hótelkostnað fyrir starfs-
menn og listamennina sjálfa. „Ég fékk 300 þúsund
króna styrk frá menntamálaráðuneytinu, en þátttakan
kostar aldrei minna en milljón. Þetta bjargaðist núna
vegna þess hve vel gekk. Við erum ekki búnar að gera
upp, en þetta eru verk sem kosta meira og minna yfir
milljón. “
Stóraukinn áhugi á íslenskri myndlist
Velgengni i8 í Brussel þýðir stóraukinn áhuga á ís-
lenskri myndlist, þótt dráttarklárarnir séu vafalítið þeir
heimsþekktu listamenn sem Edda nefndi. „Það að vera
með þessa þekktu alþjóðlegu listamenn er forsenda
þess að einhverjir taki eftir okkar fólki. Því miður. Dan-
ir voru bara með sitt fólk, og það virtist ekki vera áhugi
á þeim. Áhuginn kemur þegar fólk lítur á þekktu nöfn-
in, og sér hin verkin við hliðina á þeim og áttar sig á því
að þau eru í toppklassa líka. En það eru stóru nöfnin
sem hafa aðdráttaraflið, það er raunveruleikinn. Svo
verðum við bara að vanda framhaldið, annars er maður
bara búinn í þessum bransa.“
Velgengni i8
á listastefnu í
Brussel
Úr íslenska sýningarrýminu á listastefnunni í Brussel.
HÚN er merkileg þessi kór-
söngbaktería sem fær fólk á öllum
aldri til að leggja niður daglegt
amstur um stund, hitta annað
„smitað fólk til að stilla saman
strengi sína og mynda eina sam-
stillta heild. Að leggja á sig ómælt
erfiði til að komast á kóræfingar
að loknum löngum vinnudegi, að
leggja jafnvel á sig löng ferðalög á
æfingar til viðbótar æfingartíman-
um þykir ekkert tiltökumál, allt af
einskærum áhuga. Ólíkt öðrum
bakteríum þá byggir þessi upp
andlegt og líkamlegt ástand þess
smitaða. Allir kórsöngvarar þekkja
þá tilfinningu að mæta þreyttur á
æfingu og fara úthvíldur, endur-
nærður og betri maður heim. Ein
slík áhugasöm heild eða hópur er
Samkór Mýramanna sem lagði leið
sína á Seltjarnarnesið á laugar-
daginn var og lét flensuna ekkert
slá sig út af laginu þó hún hefði
t.d. gert þrjá tenóra af fimm
óvirka.
Jónína Erna bauð fólk velkomið
og síðan hóf kórinn upp raust sína
með lagi Óðins Þórarinssonar,
Blíðasti blær. Ljósbrá Eiríks
Bjarnasonar fylgdi á eftir og síðan
friðarbæn eftir G. J. Mitchell og
þrjú „Fúsa-lög“, Við tvö og blómið,
Tondeleyó og Vegir liggja til allra
átta. Þá komu Gömul vísa um vor-
ið eftir Gunnstein Ólafsson,
Sunnudagur selstúlkunnar eftir
Ole Bull, Kveðja Bubba Mortens
og Íslands lag Björgvins Guð-
mundssonar. Kórinn fór ágætlega
af stað og söng vel nema vorvísu
Gunnsteins sem virkaði mjög óör-
ugg. Öll lögin voru sungin með pí-
anóundirleik nema vorvísan. Í
tveimur fyrstu lögunum lék Stein-
unn einnig með á nikku, síðan
söng hún einsöng með kórnum í
lagi Ole Bull og Íslands lagi og
gerði það mjög vel með fallegri
rödd og skýrum texta. Kristján
söng lag Bubba ásamt kórnum í
allt of lágri tóntegund til að hin
háa tenórrödd Kristjáns nyti sín.
Lag Lockwood, Á heimleið var
næst og án undirleiks, síðan söng-
leikjalög Richard Rodgers, Þú ert
aldrei einn á ferð og Alparós. Ást-
ardúettinn Þúsund englar úr Kátu
ekkjunni eftir Lehár sungu þau
hjónin Kristján og Branddís mjög
vel og sannfærandi hvort til ann-
ars. Bæði hafa bjarta og fallega
rödd og syngja tandurhreint. Þar
á eftir söng kórinn Over the Rain-
bow. Theodóra söng ásamt kórn-
um Laudate Dominum eftir Moz-
art og Ave Maríu Kaldalóns. Ein
söng hún Kveðjuaríu Wallyar úr
La Wally eftir Catalani. Theodóra
er vel þroskuð sópransöngkona
með fallega, fyllta og hlýja rödd.
Söngur hennar var mjög góður og
yfirvegaður og aría Wallyar var
hreint frábær. Kórinn söng síðan
Steðjakórinn og Fangakórinn eftir
meistara Verdi. Veislukórinn úr
Lucia di Lammermoor eftir Doni-
zetti var glæsilegur. Aukalagið var
lag Páls Ísólfssonar, Úr útsæ rísa
Íslandsfjöll. Kórinn er vel sam-
stilltur og hreinn og átti mjög
góða spretti undir röggsamri
stjórn Jónínu. Meðleikur Zsuz-
sönnu var góður og studdi vel við
kórinn.
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Samkór Mýramanna, stjórnandi Jónína
Erna Arnardóttir. Undirleikur: Zsuzanna
Budai á píanó og Steinunn Pálsdóttir á
harmoniku. Einsöngur: Theodóra Þor-
steinsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Krist-
ján Magnússon og Branddís Hauksdóttir.
Laugardagurinn 5. apríl 2003
kl. 16.
KÓRSÖNGUR
„Þú ert aldrei
einn á ferð
Jón Ólafur Sigurðsson
Á TÓNLEIKUM Selkórsins
sem haldnir voru um síðustu
helgi í Seltjarnarneskirkju var
eingöngu flutt tónlist eftir Ant-
onin Dvorák og hófust þeir á
Moravískum dúettum, sem ýmist
voru útgefnir sem op. 20, 29 eða
32, alls 18 lög, er voru gefin út
1876 og úrval þeirra 1878 og 9 í
Berlín, samkvæmt ráðleggingum
frá Brahms. Átta af þessum
söngvum voru fluttir við íslensk-
an texta, í þýðingu Böðvars Guð-
mundssonar. Tékkneska er mjög
lifandi söngvamál og almennt er
talið erfitt að færa á milli tungu-
mála þá sérstæðu söngvagleði,
sem er einkenni tékkneskra
söngva, því þar fer saman sér-
stæð náttúruhyggja og sveita-
menning, sem samofin er dans-
andi gleði, er Dvorák þekkti frá
æskuárum sínum, því eftir að
Dvorák hafði spilað við messu,
sem unglingur, var ávallt slegið
upp dansleik á eftir og þá tók
hann upp fiðluna sína. þetta er
falleg tónlist, sem Ingibjörg og
Ingveldur Ýr sungu vel og fal-
lega. Einhvern veginn vantaði
þau elskulegu ærsl, sem ein-
kenna þessa söngva og er að
finna bæði í textanum og ætti að
koma fram í hömlulausri og jafn-
vel kallandi gleði, er einkennir
raddbeitingu Tékka. Þrátt fyrir
frábæran undirleik Peter Maté
og góðan söng, vantaði sem sé
ilminn af sveitadansleikjunum,
sem lifa í þessari tónlist
Dvoráks.
D-dúr messan, op 76 og 86, en
eins og nær öll verk Dvoráks eru
þau til með tveimur opus-merk-
ingum, vegna ósamkomulags tón-
skáldsins við útgefendur. D-dúr
messan er upphaflega samin
1887 fyrir lítinn kór og orgel en
að kröfu útgefenda umskrifaði
hann verkið fyrir hljómsveit og
þannig var það flutt í London
1893. Selkórinn flutti upphaflegu
gerðina og þó meira hefði mátt
gera varðandi hraðabreytingar,
var ýmislegt þokkalega gert og
auðheyrt að vel hafði verið æft,
undir stjórn Jóns Karls Einars-
sonar. Nokkuð gætti þess að ein-
staka söngvarar kæmu of sterkt í
gegn. Slíkt tekur athyglina frá
heildarhljómi verksins, sem í
heild var að öðru leyti nokkuð
jafn. Dagný Björgvinsdóttir lék á
orgelið af öryggi en hefði mátt
nýta betur hljómstyrk hljóðfær-
isins og þannig gefið kórnum
sterkara bakland, m.ö.o. meiri
fyllingu, sem þó á köflum náði
nokkru risi, auk þess sem hryn-
rænt samspil Dagnýjar við kór-
inn var óaðfinnanlegt.
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Ingveldur Ýr
Jónsdóttir við undirleik Peter Maté,
Selkórinn og Dagný Björgvinsdóttir,
undir stjórn Jóns Karls Einarssonar
fluttu tónlist eftir Antonin Dvorák.
Mánudagurinn 7. apríl, 2003.
DÚETTAR OG KÓRSÖNGUR
Ilmur af sveit
og dansi
Jón Ásgeirsson