Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Ás- kell fer í dag. Selfoss fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Dans- leikur verður síðasta vetrardag fimmtudag- inn 23. apríl kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Myndlista- og postulínssýningin í Garðabergi verður opin í dag kl. 14–16. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Nokkur pláss laus í Pól- landsferðina 1 til 13 ágúst. Skráning og upplýsingar í Gjá- bakka. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum mánudaginn 14. apríl kl. 20. Skúli Svavarsson hefur biblíulestur. Allir karlmenn velkomnir. Öldungaráð Hauka. Fundur verður mið- vikudaginn 16. apríl, kl. 20 á Ásvöllum. Félagar fjölmennið. Minningarkort Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551 3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálg- ast kortin í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði, og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjushúsinu, Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu í Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588 8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28, í s. 588 8899, milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smára 1, 201 Kópavogi, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apó- teki, Sogavegi 108, Ár- bæjar Apóteki, Hraunbæ 102a, Bókbæ í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Bóka- búðinni Grímsbæ v/ Bú- staðaveg, Bókabúðinni Emblu, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apótek, Kjarnanum. Í dag er sunnudagur 13. apríl, 103. dagur ársins 2003, pálma- sunnudagur. Orð dagsins: Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vor- regn og haustregn á réttum tíma. Helliskúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins. (Sak. 10, 1.)     Guðni Ágústsson, land-búnaðarráðherra, sagði í fréttum Sjón- varpsins á fimmtudag- inn, að hann vildi fresta því að gefa verðlagningu mjólkur frjálsa. Guðni sagði eitthvað á þá leið, að vegna þess að ís- lenska mjólkin væri góð vara og samkeppnishæf í gæðum, þyrfti að vernda hana.     Í raun var Guðni aðsegja, að íslenska mjólkin væri jafngóð og erlenda mjólkin, bara dýrari í framleiðslu. Hvað þýðir það? Það þýðir að neytendur geta fengið jafngóða mjólk frá útlöndum á betra verði. Varla er það fjöl- skyldunum í landinu í hag, að koma í veg fyrir þann möguleika, sem hefði í för með sér raun- verulega kjarabót fyrir þær.     Auðvitað vill Guðni vel.Hann hugsar um hagsmuni bænda, en færa má rök fyrir því að hann hugi minna að hin- um breiðu hagsmunum þjóðfélagsins.     Hann er þó ábyggilegaannarrar skoðunar og telur að íslenskir neytendur séu reiðubún- ir til að greiða hærra verð en ella fyrir land- búnaðarvörur, til að halda uppi framleiðslu í landinu. Þá telur hann að hin miklu gæði ís- lenskra landbúnaðarvara réttlæti vernd ríkisins.     Eru neytendur samasinnis? Eru þeir til- búnir að greiða hátt verð fyrir lífsnauðsynjar til að halda uppi íslensk- um landbúnaði? Ef svo er, af hverju þá ekki að leyfa innflutning?     Reyndar er það svo, aðfullvíst er að íslensk- ir bændur myndu standa sig vel í samkeppninni. Auðvitað yrði töluverð fækkun og hagræðing í greininni, en nær öruggt er, að Íslendingar myndu halda áfram að kaupa íslenskt lambakjöt og íslenskar mjólkuraf- urðir, svo dæmi séu nefnd. Þessi framleiðsla er á heimsmælikvarða hér á landi og engin ástæða til að óttast sam- keppnina.     Þarna er um að ræðaeitt mesta hags- munamál hins almenna launamanns. Hann á að hafa valkostinn, að kaupa erlendar vörur á lægra verði. Það myndi hafa í för með sér raun- verulegar og áþreif- anlegar kjarabætur.     Stór hópur neytendaer hins vegar án efa sama sinnis og Guðni. Þetta fólk myndi vera reiðubúið til að greiða hærra verð fyrir hina framúrskarandi íslensku framleiðslu. STAKSTEINAR Borgar niðurgreiðslan sig fyrir almenning? Víkverji skrifar... KJARTAN Magnússonborgarfulltrúi sendi Vík- verja bréf vegna umfjöllunar hans fyrir tæpri viku um veggjakrot í Reykjavík. Kjartan fagnar því að Víkverji skuli hafa bryddað upp á þessu umræðuefni en Kjartan hefur einmitt rætt málið á vettvangi Íþrótta- og tóm- stundaráðs (ÍTR) og í borg- arstjórn. Þá hefur hann einnig tekið málið upp á vettvangi samstarfsnefndar Reykjavík- urborgar og lögreglunnar um lögreglumálefni. Að sögn Kjartans fékk hann samþykkta tillögu á vettvangi ÍTR sl. sumar um aðgerðir gegn veggjakroti. Hann segir í bréfi sínu til Víkverja: „Víða erlendis hef- ur verið gripið til aðgerða gegn veggjakroti og hafa þær gefist afar misjafnlega. Engum hefur dugað að mála bara yfir krotið, lögregla þarf einnig að taka á málunum og síðast en ekki síst eru forvarnir afar mik- ilvægar. Á bak við veggjakrot er mikil og flókin hugmyndafræði og hafa Danir náð einna lengst í baráttu við það.“ TILLAGA Kjartans gerði ráð fyrirað Reykjavíkurborg fengi til liðs við sig sérfróða aðila. „Ástæðan er sú að lögreglan bregst einungis við þegar einhver er beinlínis staðinn að verki við veggjakrot, slík útköll eru þó ekki forgangsmál og gerist það afar sjaldan að lögreglan hafi hend- ur í hári krotvarga. Enn síður hefur hún tök á að rannsaka slík mál eða vinna að forvörnum,“ segir hann. Var tillagan samþykkt samhljóða í ÍTR sl. sumar en enn hefur ekkert verið aðhafst í málinu, að sögn Kjartans. „Öll um- fjöllun um þessi mál er því kærkomin enda aukast þá líkur á því að borgaryfirvöld geri eitthvað í málinu. Því miður gerist það stundum að tillögur eru samþykktar en þeim síðan ekki framfylgt. Er því ekki að neita að þetta ger- ist oftar ef um er að ræða til- lögur frá fulltrúum í minni- hluta borgarstjórnar.“ x x x VÍKVERJI þakkar Kjart-ani bréfið og kemur þeim tilmælum auðvitað enn og aftur á framfæri við borgaryfirvöld að þau geri nú gangskör í þessum efnum. Eins og Stephen A. Brown, nýráðinn svæðisstjóri Flugleiða í Bretlandi, sagði í Morgunblaðsviðtali 30. mars (en til þessara orða vitnaði Víkverji fyrir viku) setur veggjakrot ljótan svip á Reykjavík. „Veggjakrot er vissulega þekkt í stórborgum, en Reykjavík er það lítil að krotið virð- ist út um alla borg, sem ekki er gott.“ Það er engin prýði að svona veggjakroti. Morgunblaðið/Ásdís Gúm eða skúm AF gefnu tilefni langar mig til að ráðleggja lesendum að varast að borða of mikið magn af gúmmíi og/eða skúmi á stuttum tíma. Flestir vita nú hvað gúmmí er en skúm er í ætt við þá tegund nema það hefur mattari áferð og er ekki jafn gúmmíkennt. Þessi misserin eru versl- anir að bjóða 50% afslátt af þessari vöru á laugardögum sem þýðir það að kúnninn er gjarn á að kaupa þessa teg- und sælgætis í miklu magni á einum og sama deginum. Þetta getur verið til ama því þegar heim er komið með fullan poka af sælgæti m.a. gúmmíi og skúmi getur verið freistandi að borða það allt í einum rykk. Þessi sælgætistegund (gúmmí og skúm) er ólík súkkulaði að því leyti að hún er ekki eins saðsöm og margar aðrar sælgætisteg- undir en virkar þó eftir á nokkurn veginn eins og kítti í meltingarveginum. Fróðir menn segja að það taki líkamann marga daga, jafnvel meira en viku fyrir líkamann að losa sig við sæl- gæti af þessu tagi. Þess vegna vil ég hvetja lesendur til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggjast í gúmmí- og skúm- át. Ég legg til að ekki séu borðaðir fleiri en tíu bitar á klukkutíma, súkkulaði má þó borða meira af. Ég hvet lesendur til að velja mikið af súkkulaði með í pokana. Maltesers er tilvalið því það er svo létt þannig að maður fær mikið magn fyrir lítinn pening. Eins vil ég skora á versl- anir að hafa ekki 50% afslátt af sælgæti aðeins einn dag í viku því það hvetur til mik- ils sælgætisáts á stuttum tíma. Tilvalið væri að hafa afslátt laugardaga, þriðju- daga og fimmtudaga. Mig langar að lokum til að benda á það að m&m með hnetusmjöri er lang- besta m&m-bragðtegundin en hún getur farið illa í mann ef borðað er mikið magn. Það er eins og líkam- inn eigi vont með að taka við hnetusmjöri í miklu magni. Sigrún Guðlaugsdóttir, háskólanemi. Tapað/fundið Nokia 5110 týndist NOKIA 5110 GSM-sími týndist í eða við Húsdýra- garðinn sl. sunnudag. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 568 2029. Barnaúr í óskilum BARNAÚR fannst við Breiðagerði. Upplýsingar í síma 897-3133. Giftingarhringur í óskilum KARLMANNS giftingar- hringur fannst fyrir utan Hótel Sögu. Upplýsingar í síma 862 3412. Dýrahald Læður fást gefins TVÆR gullfallegar læður, önnur 9 mánaða og hin 5 mánaða, fást gefins á góð heimili vegna ofnæmis. Upplýsingar í síma 847 4691 eða 846 3620. Terta er týnd TERTA er ársgömul læða, svört og hvít. Hún slapp út þann 9. apríl sl. frá Laufengi í Grafarvogi. Terta er inni- kisa og þekkir ekki útiveru. Þeir sem hafa seð Tertu eða vita um ferðir hennar eru beðnir um að hafa samband í síma 587 5609 eða 846 6075. Fundarlaun í boði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX LÁRÉTT 1 ástæður, 4 gelta, 7 lag- armál, 8 spjalla, 9 dugur, 11 einkenni, 13 pípan, 14 blær, 15 skinn, 17 sníkjudýr, 20 deilur, 22 landræk, 23 forræði, 24 tómur, 25 lotur. LÓÐRÉTT Lóðrétt: 1 handfang, 2 gjálfra, 3 beð, 4 hetju, 5 heimild, 6 ávöxtur, 10 frek, 12 meis, 13 þjóta, 15 sperðill, 16 döpur, 18 smáöldur, 19 hagnaður, 20 siðar, 21 næðing. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 barndómur, 8 augað, 9 öldur, 10 iðn, 11 dýrið, 13 nýrað, 15 kenna, 18 safna, 21 píp, 22 sigla, 23 önnin, 24 mislingar. Lóðrétt: 2 angur, 3 næðið, 4 ósönn, 5 undur, 6 hald, 7 fróð, 12 inn, 14 ýsa, 15 kæsa, 16 nagli, 17 apall, 18 spönn, 19 fenna, 20 asni. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.