Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 58
FATAHÖNNUÐURINN Jeremy Scott hélt sýningu á nýafstað- inni tískuviku í Los Angeles. Þrátt fyrir að Los Angeles sé ekki eins þekkt tískuborg og New York, París, London eða Mílanó, tók þessi 29 ára gamli hönnuður frá Kansas-borg þá ákvörðun að flytja frá París til Englaborgarinnar á síðasta ári. Scott er Íslendingum að góðu kunnur en hann tók þátt í Fut- urice-tískusýningunni, sem haldin var í Bláa Lóninu í ágúst 2000. Treysta má að Jeremy Scott geri eitthvað óvenjulegt í sýn- ingum sínum og svo var einnig í þetta sinn. Þema sýning- arinnar var Óskarsverð- launahátíðin í gegnum tíðina, eins og Scott útskýrði í samtali við Los Angeles Times. Fyrirsæturnar gengu inn rauðan dregil þar sem Scott og hans fólk tóku á móti þeim að hætti „fréttamanna“ á verð- launahátíðum. Innandyra á staðnum Palace í Hollywood fylgdust gestir með teppinu rauða í beinni útsendingu. Eft- ir „viðtölin“ við fyrirsæturnar gengu þær rólega inn í dimm- an aðalsalinn, líkt og aðrir gestir. Þessi hugmynd, þrátt fyrir að vera góð, heppnaðist ekki sem skyldi þar sem hljóðið var ekki alltaf nógu gott og mynd- in átti til að flökta. Einhverjir voru því óánægðir með sýn- inguna því fötin sáust ekki nógu vel. Stjarna sýningarinnar var Reuters Leikkonan Lisa Marie gengur rauða dregilinn í hönnun Jeremys Scotts. AP Paris Hilton og systur hennar, Nikki Hilton, erfingjum Hilton-hótelkeðj- unnar, var boðið á sýninguna. ingarun@mbl.is Jeremy Scott á tískuviku í Los Angeles Christina Aguilera í kjól frá Jeremy Scott. Hún var aðalstjarna sýningarinnar og fékk mesta athygli ljósmyndara. engin önnur en poppsöngkonan Christina Aguilera. Hún klædd- ist bleikum kjól, en hönnun hans fékk innblástur frá stuðn- ingsaðilanum Gillette- rakvélum. Fyrir vikið gaf fyr- irtækið fjórar milljónir króna til kvennaathvarfs í Pittsburgh, heimabæ Aguilera. „Þetta er í virðingarskyni við móður mína og það sem við þurftum að þola þegar ég var að alast upp,“ sagði hún en í viðtölum hefur Aguilera játað að hafa alist upp við heimilisofbeldi. Smávaxna stjarnan hefur nú fengið uppreisn æru í tísku- heiminum með því að vera stjarna sýningar Scotts og auk þess uppáhald Donatellu Ver- sace. Smekkur hennar þykir æði djarfur og hún hefur oft og tíðum ratað á lista yfir þá verst klæddu. Jeremy Scott er einnig að reyna að hasla sér völl á sviði kvikmyndagerðar. Síðar um kvöldið var frumsýnd stutt- myndin Stjörnur eða Starring, þar sem grínast er með Ætt- arveldið (Dynasty), þætti sem nutu vinsælda á níunda áratuginum. Að- alleikkonur myndarinnar eru China Chow, Tori Spelling, Lisa Marie, Liz Gold- wyn og Amber Valletta. Að hætti Hollywood 58 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 2, 4 og 6. 400 kr. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 2 og 4. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. tti i i í . FRUMSÝNING 400 kr Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 14. kl. 6.30 og 9.30.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 Sýnd kl. 2. Allra síðustu sýningar Eingöngu sýnd í lúxussal kl. 2 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. FRUMSÝNING Sjónvarps- framleiðandi á daginn, leigumorðingi fyrir CIA á kvöldin - ótrúleg sönn saga! George Clooney og Steven Soderbergh (Traffic) kynna svölustu mynd ársins! 400 kr Allra síðustu sýningar Í djúpinu (Deeply) Drama Þýskaland/Kanada 2001. Myndform. VHS (101 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjóri: Sheri Elwood. Aðalleikendur: Lynn Redgrave, Kirsten Dunst, Julia Brendler, Brent Carver, Peter Donaldson. UMHVERFIÐ minnir á íslenskt sjávarþorp, enda myndin tekin á eyju við austurströnd Kanada. Stúlkan Claire (Julia Brendler) er komin til sumardvalar ásamt móður sinni, sem ólst upp á eyjunni. Þar kynnist hún rit- höfundinum Silly (Redgrave), sem er öll hin undarlegasta í háttum. Claire er að jafna sig á ást- vinamissi og Silly segir henni sögu af annarri, ungri stúlku sem lenti í svipaðri lífsreynslu hálfri öld fyrr. Sú saga tengdist bölv- un sem fylgt hefur eyjarskeggjum síðan norrænir víkingar komu þar fyrst að landi fyrir þúsund árum. Myndin gerist bæði í fortíð, þá fer Kirsten Dunst með hlutverk Sillyar. og nútíð, er Claire reynir að sleikja sár sín, upp á kant við móður sína og örlögin. Þannig tengjast þessar ólíku persónur og þær Dunst (Hollywood- stjarnan er reyndar dálítið utangátta til að byrja með á norðurslóðum) og Redgrave fara báðar vel með hlut- verk Sillyar. Hrjóstrugt landslagið er óvenjulegt og fallegt og vel nýtt af kvikmyndagerðarfólkinu og grunn- tónninn forvitnilegur. Handritið er klúður, brellurnar verri og hin þýska Brendler utanveltu í öðru aðalhlut- verkinu. Hún hefur greinilega fylgt með í pakkanum vegna samstarfs Kandamanna og Þjóðverja. Við Ís- lendingar höfum einnig séð hörmu- legar hliðstæður slíkrar samvinnu. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Ást og álög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.