Morgunblaðið - 13.04.2003, Page 58

Morgunblaðið - 13.04.2003, Page 58
FATAHÖNNUÐURINN Jeremy Scott hélt sýningu á nýafstað- inni tískuviku í Los Angeles. Þrátt fyrir að Los Angeles sé ekki eins þekkt tískuborg og New York, París, London eða Mílanó, tók þessi 29 ára gamli hönnuður frá Kansas-borg þá ákvörðun að flytja frá París til Englaborgarinnar á síðasta ári. Scott er Íslendingum að góðu kunnur en hann tók þátt í Fut- urice-tískusýningunni, sem haldin var í Bláa Lóninu í ágúst 2000. Treysta má að Jeremy Scott geri eitthvað óvenjulegt í sýn- ingum sínum og svo var einnig í þetta sinn. Þema sýning- arinnar var Óskarsverð- launahátíðin í gegnum tíðina, eins og Scott útskýrði í samtali við Los Angeles Times. Fyrirsæturnar gengu inn rauðan dregil þar sem Scott og hans fólk tóku á móti þeim að hætti „fréttamanna“ á verð- launahátíðum. Innandyra á staðnum Palace í Hollywood fylgdust gestir með teppinu rauða í beinni útsendingu. Eft- ir „viðtölin“ við fyrirsæturnar gengu þær rólega inn í dimm- an aðalsalinn, líkt og aðrir gestir. Þessi hugmynd, þrátt fyrir að vera góð, heppnaðist ekki sem skyldi þar sem hljóðið var ekki alltaf nógu gott og mynd- in átti til að flökta. Einhverjir voru því óánægðir með sýn- inguna því fötin sáust ekki nógu vel. Stjarna sýningarinnar var Reuters Leikkonan Lisa Marie gengur rauða dregilinn í hönnun Jeremys Scotts. AP Paris Hilton og systur hennar, Nikki Hilton, erfingjum Hilton-hótelkeðj- unnar, var boðið á sýninguna. ingarun@mbl.is Jeremy Scott á tískuviku í Los Angeles Christina Aguilera í kjól frá Jeremy Scott. Hún var aðalstjarna sýningarinnar og fékk mesta athygli ljósmyndara. engin önnur en poppsöngkonan Christina Aguilera. Hún klædd- ist bleikum kjól, en hönnun hans fékk innblástur frá stuðn- ingsaðilanum Gillette- rakvélum. Fyrir vikið gaf fyr- irtækið fjórar milljónir króna til kvennaathvarfs í Pittsburgh, heimabæ Aguilera. „Þetta er í virðingarskyni við móður mína og það sem við þurftum að þola þegar ég var að alast upp,“ sagði hún en í viðtölum hefur Aguilera játað að hafa alist upp við heimilisofbeldi. Smávaxna stjarnan hefur nú fengið uppreisn æru í tísku- heiminum með því að vera stjarna sýningar Scotts og auk þess uppáhald Donatellu Ver- sace. Smekkur hennar þykir æði djarfur og hún hefur oft og tíðum ratað á lista yfir þá verst klæddu. Jeremy Scott er einnig að reyna að hasla sér völl á sviði kvikmyndagerðar. Síðar um kvöldið var frumsýnd stutt- myndin Stjörnur eða Starring, þar sem grínast er með Ætt- arveldið (Dynasty), þætti sem nutu vinsælda á níunda áratuginum. Að- alleikkonur myndarinnar eru China Chow, Tori Spelling, Lisa Marie, Liz Gold- wyn og Amber Valletta. Að hætti Hollywood 58 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 2, 4 og 6. 400 kr. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 2 og 4. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. tti i i í . FRUMSÝNING 400 kr Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 14. kl. 6.30 og 9.30.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 Sýnd kl. 2. Allra síðustu sýningar Eingöngu sýnd í lúxussal kl. 2 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. FRUMSÝNING Sjónvarps- framleiðandi á daginn, leigumorðingi fyrir CIA á kvöldin - ótrúleg sönn saga! George Clooney og Steven Soderbergh (Traffic) kynna svölustu mynd ársins! 400 kr Allra síðustu sýningar Í djúpinu (Deeply) Drama Þýskaland/Kanada 2001. Myndform. VHS (101 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjóri: Sheri Elwood. Aðalleikendur: Lynn Redgrave, Kirsten Dunst, Julia Brendler, Brent Carver, Peter Donaldson. UMHVERFIÐ minnir á íslenskt sjávarþorp, enda myndin tekin á eyju við austurströnd Kanada. Stúlkan Claire (Julia Brendler) er komin til sumardvalar ásamt móður sinni, sem ólst upp á eyjunni. Þar kynnist hún rit- höfundinum Silly (Redgrave), sem er öll hin undarlegasta í háttum. Claire er að jafna sig á ást- vinamissi og Silly segir henni sögu af annarri, ungri stúlku sem lenti í svipaðri lífsreynslu hálfri öld fyrr. Sú saga tengdist bölv- un sem fylgt hefur eyjarskeggjum síðan norrænir víkingar komu þar fyrst að landi fyrir þúsund árum. Myndin gerist bæði í fortíð, þá fer Kirsten Dunst með hlutverk Sillyar. og nútíð, er Claire reynir að sleikja sár sín, upp á kant við móður sína og örlögin. Þannig tengjast þessar ólíku persónur og þær Dunst (Hollywood- stjarnan er reyndar dálítið utangátta til að byrja með á norðurslóðum) og Redgrave fara báðar vel með hlut- verk Sillyar. Hrjóstrugt landslagið er óvenjulegt og fallegt og vel nýtt af kvikmyndagerðarfólkinu og grunn- tónninn forvitnilegur. Handritið er klúður, brellurnar verri og hin þýska Brendler utanveltu í öðru aðalhlut- verkinu. Hún hefur greinilega fylgt með í pakkanum vegna samstarfs Kandamanna og Þjóðverja. Við Ís- lendingar höfum einnig séð hörmu- legar hliðstæður slíkrar samvinnu. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Ást og álög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.