Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 51
ÞEGAR ég var ung kona heima í
Vestmannaeyjum hitti ég stundum á
förnum vegi aldraða konu sem var
alltaf einstaklega
vingjarnleg við
mig og heilsaði
mér hlýlega. Ég
þekkti hana ekk-
ert og vakti þetta
því nokkra furðu
hjá mér. Ein-
hvern tíma gaf
hún sig svo á tal
við mig og sagði
mér að henni
hefði verið svo hlýtt til ömmu minnar
vegna þess að amma hefði átt kýr en
hún ekki og þegar börnin hennar
voru lítil hafði amma látið henni í té
mjólk handa börnunum hennar. Á
þessum árum var ungbarnadauði
óskaplega mikill hér á Íslandi. Fólk
þakkaði það gjarnan mjólkinni ef
börn þess lifðu af, hvort sem það var
með réttu eða ekki. Þetta ásamt
ýmsu öðru hefur kennt mér hvað
samstaða og samvinna getur bjargað
miklu og vegna þess hvað aðstæður
eru misjafnar getur það sem einum
virðist vera lítilræði valdið straum-
hvörfum hjá öðrum. Nú er ung-
barnadauði hér á Íslandi með því
minnsta í heiminum, það sama verð-
ur ekki sagt um ýmis ríki í Afríku t.d.
Kenýa.
Samstarfsverkefni
Undanfarin ár hef ég starfað að
ýmsum málum á vegum Húmanista-
hreyfingainnar, þar á meðal í félag-
inu Vinir Indlands sem vinnur að
menntun barna í Indlandi (www.vin-
irindlands.is). Nú er í uppsiglingu
samstarfsverkefni húmanista á Ís-
landi við félaga okkar í Kenýa. Í
Kenýa ríkir mikil fátækt, vannæring
og ýmis annars konar skortur, sem
veldur því m.a. að ungbarnadauði er
þar mikill eins og var hér fyrir u.þ.b.
80–90 árum. Við erum í sambandi við
hóp sem býr í þorpi rétt fyrir utan
borgina Kizuma við Viktoríuvatn og
hefur verið að reyna að vinna saman
til að skapa sér og nágrönnum sínum
bjargráð. Fyrir nokkrum árum
keypti hópurinn í sameiningu eina
kú og létu í umsjá barnmargrar
ekkju í þorpinu. Með árunum fjölg-
aði kúnum og er þar nú til staðar álit-
leg kúahjörð. Þessi hópur ásamt öðr-
um hópum í svipaðri aðstöðu hefur
hug á að fara að bæta meðhöndlun á
mjólkinni auk þess að nýta meira úr
henni, búa til vörur svo sem jógúrt
eða ost, en vantar allt til alls. Fyrir
utan að það vantar tæki og tól vantar
líka verkþekkingu.
Ýmis tæki og búnaður
Hér á landi er mikil þekking til
staðar á sviði vinnslu mjólkurafurða
og hér höfum við tæknibúnað af full-
komnustu gerð. Okkur datt því í hug
hvort einhvers staðar mætti ekki
finna notuð tæki sem væri hægt að
senda þangað suðureftir. Þeir hafa
spurt um hluti eins og síur, kæla,
gerilsneyðingatæki, mjólkurbrúsa
eða litla mjólkurtanka, skilvindur og
aðra skylda hluti, hluti sem mætti
e.t.v. fá fyrir lítið eða ekkert. Við
sæjum síðan um að koma þessu til
skila. Svo væri mjög mikils virði ef
einhver kunnáttumaður á þessu
sviði, búfræðingur eða mjólkurfræð-
ingur, hefði áhuga á að fylgja þessu
eftir og kenna á tækin. Það væri
mikið þarfaverk og þótt það hefði
einhver útgjöld í för með sér fyrir
viðkomandi, yrði þetta spennandi og
uppbyggilegt fyrir einhvern sem vill
nota hluta af lífi sínu og þekkingu til
að gera heiminn örlítið mennskari.
Ef einhver sem lesið hefur þetta vill
sinna þessu getur hann haft sam-
band við undirritaða í síma 481 1874
eða Kjartan 899 6570.
Breyttur heimur
Hún amma gat ekki bjargað öllum
heiminum en hún lagði sitt af mörk-
um í sínu umhverfi. Nú er breyttur
heimur, áhrif okkar nútímamanna ná
ekki aðeins út í næstu götu eða til
næsta þorps. Jörðin öll er orðin eitt
nágrenni með auknum hraða í ferða-
máta og fjarskiptum. Þannig að það
sem ömmur okkar og afar gátu gert
fyrir fólkið á næsta bæ eða í öðrum
landshluta, getum við nú gert fyrir
fólk í öðrum heimsálfum.
SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Illugagötu 39, Vestmannaeyjum.
Mjólkurvinnsla –
Ísland – Kenýa
Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur:
Sigrún
Þorsteinsdóttir
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060
Undirföt
Náttföt
Frábært úrval
COS
Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575
Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18
RAÐGREIÐSLUR
Frábært úrval
Gott verð
10% afsláttur m.v. staðgreiðslu
Sími 861 4883
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Sölusýning
Í dag, sunnudag 13. apríl, kl. 13-19
Námskeið um meðvirkni, samskipti,
tjáskipti og tilfinningar verður haldið
föstudagskvöldið 25. apríl og
laugardaginn 26. apríl í kórkjallara
Hallgrímskirkju.
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 553 8800.
Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið
Meðvirkni
Stefán Jóhannsson,
MA, fjölskylduráðgjafi
Fyrirtæki til sölu:
Fyrirtækjadeild Hússins hefur vaxið hratt síðustu árin og hefur gott orðspor
fyrir traust og fagleg vinnubrögð. Starfsfólk fyrirtækjadeildarinnar hefur
bæði menntun á sviði viðskipta og reynslu af rekstri þeirra.
Kaup og sala fyrirtækja er frábrugðin fasteignasölu á margan hátt og kaup-
endur jafnt og seljendur hafa eðlilega litla reynslu í þeim efnum. Við viljum
gjarnan deila okkar reynslu með því að einfalda og útskýra þá hagfræði
sem ræður á þessum markaði. Það er ástæða þess að við höfum tekið
saman marvíslegan fróðleik sem er að finna á heimasíðu okkar,
www.husid.is:
Hvernig gerast fyrirtækjakaup?
Hvað ber að varast.
Hlutverk fyrirtækjasala.
Verðlagning fyrirtækja.
Greiðslufyrirkomulag.
Skilgreiningar og hugtök.
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vin-
samlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300 en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum, sem eru fáanleg,
en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu-
meðferðar.
Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.
Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.
Fallegur söluturn í Kópavogi sem þjónustar atvinnuhverfi á daginn og
nærliggjandi íbúðahverfi á kvöldin. Strafsmenn eru þrír og velta um 35
m. kr. Þarna er möguleiki á að þjónusta atvinnuhverfið betur með því að
bjóða upp á skyndimat, kaffi eða íssölu, svo eitthvað sé nefnt. Söluturn-
inn er í dag í atvinnuhverfi sem er ekki fullbyggt, en gefur möguleika á
stærri markaði. Verðið er 11 m. kr. og fást góð greiðslukjör fyrir gott
fólk.
Sérverslun með bílahluti o.fl. Ársvelta 190 m. kr.
Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka
daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup.
Deildir úr fyrirtækjum með snyrtivörur o.fl. Góðar til sameiningar eða
sem grunnur að nýjum rekstri.
Matvöruverslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús-
næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju
ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur.
Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir
laghentan hestamann.
Rótgróið iðnfyrirtæki með 230 m. kr. ársveltu. EBIDTA 19 m. kr.
Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum, sem passar í lítið húsnæði
eða jafnvel bílskúr. Búið er að skoða ýmsar leiðir í framleiðslunni út frá
hagkvæmni og hráefnisverði. Hægt er að bæta við framleiðslulínuna vél
sem raðar nöglunum í plastbelti til nota í skotbyssur. Þessi litla verk-
smiðja þyrfti tvo starfsmenn, einn í framleiðslu og annan í sölu. Hentar
vel til flutnings út á land og gæti verið tilvalin sem viðbót við skyldan
rekstur. Ásett verð er 3,5 mkr. og er innifalinn í því verði ca 7 tonna af
vír.
Heildverslun með iðnaðarvélar. Mikil tækifæri framundan.
Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.
Meðeigandi óskast að veitingahúsi í miðbænum. Æskilega kokkur,
þjónn eða maður vanur veitingarekstri.
Blómabúð í nýju hverfi í Kópavogi.
Rótgróin raftækjaverslun. Ársvelta 140 m. kr. Ágætur hagnaður. Miklir
möguleikar til stækkunar.
Skyndibitastaðurinn Kebab-húsið í Kringlunni.
Myndlistargallerý við Laugaveg. Meðeign kemur til greina.
Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.
Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar
með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik:
www.husid.is
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658