Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 21
inn vegna þess að það hefði orðið allt of dýrt, og yrði væntanlega aldr- ei hægt að ná neinu nema einhverri bráðabirgðalausn hvort sem væri. Lausnin yrði dýr, en skilaði þó ekki þeirri hagkvæmni sem þyrfti. Þá óskaði Óperan eftir aðild að bygg- ingu Tónlistarhúss, en fékk þau svör að það væri búið að taka grund- vallarákvarðanir um málið. Í fram- haldi af þessari málaleitan átti Óperan viðræður við Artec fyrir- tækið, menn sem höfðu verið fengn- ir til ráðgjafar um Tónlistarhúsið. Eftir þann fund fannst mér einsýnt að það myndi verða mjög erfitt og óskynsamlegt fyrir Óperuna að óska eftir því að komast inn í stóra salinn með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Ef byggja á fjölnota sal fyrir óperuflutning og sinfóníska tónlist, þá verður eiginlega að hanna hann sem óperusal og snúa hugmyndinni við. En þar sem svona stór salur er ekki það sem Óperan óskar eftir vegna áforma um að byggja upp samfellda starfsemi og atvinnu- grundvöll á þessu sviði hér, þá væri ákjósanlegra fyrir Óperuna að hafa til umráða minni sal, sem þó væri það stór að hann gæti að öllu jöfnu staðið undir sýningarkostnaði. Það er salur af stærðargráðunni 700– 800 manns. Við fórum fram á þetta á sínum tíma, en það var áfram talið að ekki væri hægt að breyta grund- vallarhugmyndum um húsið. Skömmu síðar lýsti menntamála- ráðherra því yfir að hann vildi koma til móts við ólík sjónarmið varðandi nýtingu hússins með því að hlutast til um það að sett yrði hljómsveit- argryfja í stóra salinn. Þá töldu margir að nú væri verið að breyta hugmyndinni í þá veru að Óperan yrði hluti af þessum stóra sal. Það breytir ekki því að við það eitt yrði hann ekki óperusalur, því öll sviðs- aðstaða yrði í lágmarki miðað við þarfir óperu. Þessar breytingar sem ákveðnar hafa verið á húsinu hafa orðið til þess að okkur finnst að mál- ið sé ekki frágengið, og að full ástæða sé til að ræða þann mögu- leika að Óperan verði þarna inni. Þetta er ekki gert af neinni frekju, – við erum ekki að heimta neitt. Við erum hins vegar að óska eftir því af vissum ákafa, sem byggist á metn- aði fyrir hönd óperutónlistar á Ís- landi, að þessi möguleiki verði skoð- aður.“ Þarf að skoða hugmyndirnar í samhengi við aðra þróun Bjarni kveðst telja að viss ótti hafi ríkt meðal ráðamanna um það að ef gerðar yrðu breytingar á hug- myndum um Tónlistarhúsið, myndi málið allt fara af sporinu. Hann seg- ir þó langt í frá að það þurfi að ger- ast þótt menn ræði um að laga minni salinn að þörfum fyrir óperuflutn- ing, frekar en að þær breytingar sem þegar hafi verið ákveðnar hafi sett málið í uppnám. Hann bendir einnig á að minni tónleikasalurinn hafi verið hugsaður sem kammer- músíksalur og hugsanlega æfinga- salur fyrir Sinfóníuhljómveitina. Á þetta þurfi að líta í samhengi við aðra þróun í tónlistarlífinu. Nú hafi fleiri salir og hús fyrir kammertón- list verið byggð á síðustu árum og þörfin fyrir kammermúsíksal í Tón- listarhúsinu því minni en áður var talið, þótt sú tegund tónlistar eigi auðvitað erindi þangað eftir sem áð- ur. Á blaðamannafundinum í Óper- unni, þegar Vinafélagið afhenti gjöf sína um daginn, ítrekaði Bjarni Daníelsson að í ljósi þessara breyt- inga teldi hann brýnni þörf fyrir óp- erusal í Tónlistarhúsinu en kamm- ermúsíksal, þótt vitanlega væri óperusalur fullburðugur til flutn- ings kammertónlistar. „Það verður líka að líta til þess hve hljómburð- artækni er orðin fullkomin. Þú get- ur alveg eins verið með einn flygil og píanótónleika í stórum sal, eins og hljómsveit eða óperu. Það er ekki vandamálið. Það ýtir hins vegar enn frekar undir það að menn sjái þetta í samhengi og að útkoman úr þessu verði sú að til verði mismunandi sal- ir sem allir verði fjölnota, en byggð- ir með áherslu á það sem samkomu- lag er um að sé nauðsynlegt. Þá á ég við sinfóníska tónlist og óperutón- list og síðan að kammertónlist geti verið flutt í hvorum salnum sem er, en einnig í þeim húsum sem byggð hafa verið og þjóna henni sérstak- lega. Þetta eru í stórum dráttum þau rök, sem mér finnst menn þurfa að skoða.“ begga@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 21 FERMINGARTILBOÐ A50 - Frábær nýr farsími frá Siemens Í tilefni ferminga bjóðum við eftirfarandi búnað á góðu verði: A50 farsíma Krusell tösku Handfrjálsan búnað Auka fram- og bakhlið Tilboðsverð: 12.900 Stakur sími kostar 9.900 kr. Nóatúni 4 - S. 520 3000 - www.sminor.is O D D I H F- J6 04 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.