Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Brú er fallegt orð sem hefursmám saman fengið æ víð-tækari merkingu. Strangttil tekið merkir brú mann-virki sem gerir fært að komast yfir vegartálma eins og ár og gil, en við tölum líka um að brúa bil á milli fólks, tíma, hugmynda. Það er kunnara en frá þurfi að segja að brýr hafa breytt ótrúlega miklu í byggð og atvinnuháttum okkar strjálbýla lands og oft hefur brúargerð breytt tals- verðu um fasteignaverð á viðkomandi svæði, má nefna sem dæmi brúna yfir Borgarfjörð við Borgarnes og brúna yfir Ölfusárósa milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. Stöðugt eru nýjar og nýjar framkvæmdir í gangi í brúar- gerð og er skemmst að minnast hinn- ar stóru brúar sem nú er verið að byggja yfir Þjórsá Gata eða vegur yfir vatnsfall Einar Hafliðason verkfræðingur er forstöðumaður brúadeildar Vega- gerðinnar og hefur hann haft umsjón með gerð margra þeirra brúa sem landslýður ekur um umhugsunar- laust að mestu, enda fyrir margt löngu gleymdir þeir tímar þegar vatnsföll voru mikill farartálmi sem annaðhvort varð að leggja líf sitt í hættu við að sundríða eða þá að fara yfir á árabát eða ferju. „Ítalski arkitektinn Palladio frá 16. öld skilgreindi brýr þannig að brýr skyldu vera hentugar, sterkar, falleg- ar og notadrjúgar en hafa bæri hug- fast að þær væru í raun ekki annað en gata eða vegur yfir vatnsfall,“ segir Einar þegar blaðamaður spyr hvað einkenna skuli góða brú. Fyrir 2000 árum samdi rómverski arkitektinn Vitruvius fyrir Júlíus Caesar tíu bækur um arkitektúr þar sem hann ræddi hagnýtar lausnir í fræðum sínum, m.a. hvað snerti brú- argerð. Rómverjar gerðu fjölmargar steinbogabrýr sem sumar eru til enn og jafnvel í notkun, t.d. í Frakklandi. „Vagga nútímabrúargerðar má telja að hafi verið í París,“ bætir Ein- ar Hafliðason við. „Á síðari hluta 16. aldar voru t.d. byggðar brýr á Signu. Til þeirra var oft gerð sú krafa að herfylki gætu gengið yfir þær. Ein þeirra er brúin Pont Neuf sem þýðir nýja brúin og var byggð 1563. Sú brú er enn í notkun. Á tíma Napoleons voru komnar töluvert margar brýr yfir Signu. Rómverjar voru á sínum tíma á þessu svæði og kenndu mönn- um að byggja steinbrýr og þeirra að- ferðir eru hluti af þeirri arfleifð sem nútíma brúargerð byggist í raun á. Hinar fyrstu brýr voru raunar úr tágum og voru gerðar löngu fyrir tíð Rómverja. Síðar skiptu menn tágun- um út fyrir stál. Árið 1515 voru t.d. byggðar slíkar stag- og hengibrýr með járnstögum í Mið-Evrópu en fyrsta hengibrúin úr járni sem byggð var í Englandi var gerð 1771 og var hún kölluð vindubrúin. Þá má nefna stóru keðjuhengibrúna sem byggð var í Ameríku rétt fyrir 1800. Eitt mjög gott dæmi um slíka hengibrú er svo keðjuhengibrúin í Búdapest. Íslendingar eiga sögu um brúargerð frá miðöldum Við Íslendingar eigum sögu um brúargerð á miðöldum, þar ber hæst brú yfir Jökulsá á Brú, þar er búið að byggja fjölmargar brýr í gegnum ald- irnar. Fyrstu heimildirnar um brúar- smíð þarna eru í Hrafnkelssögu, þá eru til heimildir um að Hansakaup- menn hafi látið byggja þarna brú á 16. öld til að greiða fyrir verslun. Tryggvi Gunnarsson, sá mikli at- hafnamaður, var smiður að mennt. Eitt af hans afrekum var að fá smiði í Kaupmannahöfn til þess að smíða brú yfir Eyvindará sem hann fór með heim tilbúna. Hann fór gjarnan með mál af brúarlengdinni með sér út og lét smíða brýr eftir því og lét flytja þær tilbúnar til Íslands, þar sem þær voru síðan settar saman. Svona fór hann að með brúna yfir Eyvindará sem hann lét smíða til að svara brýn- ingu heimamanna. Tryggvi gaf þeim svo brúna með því fororði að þeir kæmu henni upp, hún lá hins vegar á Seyðisfirði þar til Tryggvi hótaði að taka hana og fara með hana annað, þá var henni komið á sinn stað. Tryggvi hafði forgöngu um gerð margra fleiri trébrúa og síðustu 30 ár 19. aldar voru reistar slíkar brýr á Íslandi. Á seinni hluta 19. aldar virðist hafa orðið töluverð vakning hjá þjóðinni og dönskum yfirvöldum í þá átt að koma samgöngumálum á Íslandi í betra horf. Menn gátu ekki komist með varning yfir vatnsföll nema á hestum eða í bátum og jafnvel bera hann á bakinu þar sem fært var. Oft var efniviður til brúargerðar þá dreginn að hinu fyrirhugaða brúar- stæði á ís, t.d. var þannig farið að hvað snertir brúna hjá Kljáfossi yfir Hvítá, þar sem er gömul saga brúar- gerðar. Lengi vel fór brúargerð þannig fram að brúað var milli tveggja kletta þar sem styst var yfir ána. Ölfusárbrúin markaði tímamót í brúargerð á Íslandi Tímamót urðu í brúargerð á Ís- landi þegar brúin yfir Ölfusá var reist. Fenginn var danskur verkfræð- ingur árið 1870 til að gera áætlun um brúargerð bæði yfir Ölfusá og Þjórsá. Þetta reyndist vera dýrt fyrirtæki – mun dýrara en gert var ráð fyrir í upphafi. Ákveðin fjárveiting var látin renna til þessa verkefnis af opinberri hálfu, en hún var ekki talin nægja til þess að hafist yrði handa. Til eru frá- sagnir af þessum framkvæmdum og aðdraganda þeirra, m.a. frá hendi bæði Tryggva Gunnarssonar og Thorvald Krabbe verkfræðings. Svo fór að Tryggvi bauðst loks til að koma brúnni upp fyrir þá peninga sem veittir höfðu verið til hennar, þótt mikil áhöld væru um að þeir dygðu. Tryggvi hafði ýmis spjót úti en þurfti eigi að síður, að því er talið er, að borga mikið úr eigin vasa vegna þess- ara framkvæmda. Hann var sem kunnugt mikill eldhugi og tókst að láta flest það ganga upp sem hann sneri sér að. Árið 1891 var brúin yfir Ölfusá vígð og á eftir fylgdi svo brúin yfir Þjórsá. Tryggvi hlutaðist sem fyrr sagði til um byggingu fleiri brúa, einkum timburbrúa, t.d. brúna yfir Skjálf- andafljót hjá Fosshóli árið 1880. Um 1895 komu fyrstu íslensku verkfræðingarnir til starfa Árið 1895, þegar brúin yfir Þjórsá var reist, voru að koma til starfa fyrstu verkfræðingar okkar Íslend- inga, þeir Sigurður Thoroddsen og Jón Þorláksson. Í kjölfar brúnna yfir Ölfusá og Þjórsá fylgdu svo fleiri hengibrýr, sem að vísu voru styttri en hinar tvær fyrstu. Ein þeirra, byggð 1899, er enn uppistandandi og í notk- un, brúin yfir Örnólfsdalsá í Borgar- firði. Henni þyrfti að sýna sóma. Uppúr þessu fóru að koma fram áleitnari kröfur um að fá brýr yfir hinar fjölmörgu ár á landinu og Al- þingi og fjárveitingarvald tóku að leggja til þessara hluta miklu meira fé en áður var. Á fyrstu 30 árum 20. aldar varð hrein bylting í þessum efn- um. Sú þróun er ekki síst að þakka útsjónarsemi og snilli þeirra frum- kvöðla sem við áttum. Við eigum enn í dag mörg mann- virki af þessu tagi sem þá voru reist. Sum eru sýnileg en önnur hafa verið lagfærð, t.d. brú á Vesturósi Héraðs- vatna sem byggð var 1925, brú á Hvítá hjá Ferjukoti sem byggð var 1928 og brú á Skjálfandafljóti hjá Fosshóli sem byggð var 1931. Bogabrýrnar yfir Hvítá og Fnjóská Brúin yfir Hvítá í Borgarfirði hef- ur löngum vakið aðdáun fólks, enda mjög falleg brú. Hún var ekki fyrsta bogabrúin á Íslandi, eldri er boga- brúin yfir Fnjóská sem þó er nokkuð ólík að gerð. Brúin yfir Fnjóská var byggð 1908 og var hún þá lengsta steypta bogabrúin á Norðurlöndum, 55 metra löng, hún hefur verið end- urgerð. Með henni hófst alvörubrúar- gerð úr steinsteypu hér á landi. Þessi brú var teiknuð í Danmörku sam- kvæmt franskri fyrirmynd, en Danir sóttu þekkingu í þessum efnum gjarnan til Frakklands. Árni Pálsson verkfræðingur teiknaði aftur boga- brúna yfir Hvítá.“ Nýa brúin yfir Þjórsá Einar Hafliðason er frá Siglufirði, menntaður í verkfræði frá Noregi og kom til starfa árið 1970 á þessum vettvangi þegar auglýst var starf hjá brúadeild Vegagerðarinnar við eftir- lit með smíði brúar yfir Elliðaár. „Starfið heillaði mig frá upphafi, enda hef ég löngum fengið verkefni sem hafa þroskað mig í starfi og átt góða vinnufélaga. Á sumrin fyrstu 15 árin starfaði ég meira og minna við brúargerð út um land en síðar var skipuriti hér breytt og aðskilin hönn- unarvinna og framkvæmdir, eftir það hef ég eingöngu starfað við að hanna brýr,“ segir Einar. Stærsta verkefnið sem nú er á borðinu hjá honum er hin nýja brú yf- ir Þjórsá sem nokkuð hefur verið í fréttum vegna samninga við bændur á svæðinu um land undir brúarstæð- ið. „Það stendur til að sú brú verði vígð í haust og þetta er stærsta mannvirkið af þessari tegund sem nú er undir,“ segir Einar. Að hans sögn verður gamla Þjórsárbrúin látin standa og hafa ráðamenn haft við orð að gera hana að reiðbrú. „Framkvæmdir við brúna hófust í nóvember sl. og hafa framkvæmda- aðilar ár til að ljúka verkinu. Um er að ræða bogabrú sem verður í hópi stærri brúa á landinu, hún verður 170 metra löng, samverkandi stálbitabrú með steyptu gólfi. Jafnframt er undir henni að hluta 78 metra samverkandi stálbogi yfir farveg árinnar. Brúin er með 10 metra breiðri akbraut. Hvað snertir hönnun brúarinnar höfum við verið að takast á við viðbót- arálag sem er vegna jarðskjálfta og fengum til liðs við okkur Bjarna Bessason verkfræðing hjá Rann- sóknastofu Háskóla Íslands í jarð- skjálftafræðum. Í gömlu brúnni mældist lárétt hröðun í jarðskjálftahrinunni árið 2000 með því hæsta sem sést hefur í svona mælingum, eða 84% af þyngd- arhröðun jarðar. Ástæða þess er að brúin er grunduð á 10 metra þykku hraunlagi að vestan en liggur aftur ofan á 20 metra þykku setlagi. Að austan, þar sem undirstöður brúar- innar eru á þykku grágrýti, mældist lárétt hröðun hins vegar 56% af þyngdarhröðun jarðar. Á jarð- skjálftasvæðum á Íslandi er skylt að hanna mannvirki með hliðsjón af jarðskjálftaálagi, þetta á einkum við Suðurlandsundirlendi og á Eyjafjarð- arsvæðinu utanverðu ásamt Öxar- firði. Hin nýja brú yfir Þjórsá er þannig hönnuð að hún á að standa af sér stóran Suðurlandsskjálfta án þess að verða fyrir skemmdum. Gerð var úttekt á öryggi brúanna yfir Ölf- usá, Þjórsá og Rangá við Hellu með tilliti til jarðskjálfta. Verkfræðistofn- un Háskóla Íslands fór yfir hvernig þær væru líklegar til að standa af sér jarðskjálfta. Það var ekki vandamál hvað snertir brúna yfir Ölfusá, hún er hengibrú þar sem massinn hangir all- ur í vírunum sem verkar dempandi á jarðskjálfta. Brúin yfir Rangá var ekki talin í hættu en brúin yfir Þjórsá var hins vegar talin ótrygg sem leiddi til þess að skipt var um legur í henni og settar jarðskjálftadempandi legur í stað þeirra gömlu. Stefnt er að því að taka nýja brú yfir Þjórsá í notkun í haust. Þessi bogabrú verður 170 metra löng og með lengri brúm á landinu. Ljósmynd/Þjóðminjasafn Brúin yfir Ölfusá var vígð 1891 og markaði tímamót í samgöngum hér á landi. Þjórsárbrú var reist 1895 og þá komu til starfa Morgunblaðið/Jim Smart Einar Hafliðason verkfræðingur. Brýr eiga að vera sterkar, hen Nýja brúin yfir Þjórsá er mikil framkvæmd. Brúin er hönnuð hjá brúardeild Vegagerðarinnar sem Einar Hafliðason verkfræðingur veitir forstöðu. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Einar um þessa brú og forvera hennar, sem og margar aðrar þekktar íslenskar og erlendar brýr frá gamalli og nýrri tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.