Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Æfingaboltar Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, s. 565 1533, www.polafsson.is Margar stærðir Verð frá kr. 2.100 Fyrstu spurningalistarnirhafa nú verið sendir út tilforeldra og leikskólakenn-ara í þeim tilgangi aðkanna heilsu, hegðun og þroska íslenskra fimm ára barna. Það er liður í forkönnun, sem ná á til þrjú hundruð fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfarið er áformuð mun viðameiri faralds- fræðileg rannsókn, sem ná á til heils árgangs fimm ára barna í landinu. Umsjón með verkefninu, að höfðu samráði við Landlæknisembættið, hafa barnalæknar, barna- og ung- lingageðlæknar, hjúkrunarfræðing- ar og sálfræðingar sem starfandi eru við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og Heilsugæsl- una í Reykjavík. Starfsmaður hefur verið ráðinn til að halda utan um verkefnið og gagnaöflunina, sem framkvæmd verður á þremur heilsugæslustöðvum samhliða hefð- bundinni fimm ára skoðun. Tilgangurinn er að afla þekkingar um útbreiðslu og hugsanlega áhættuþætti þannig að forvarnir og meðferð geti orðið markvissari. Að- standendur rannsóknarinnar gera sér vonir um að hægt verði að kort- leggja tíðni geð- og þroskaraskana, en einnig vonast þeir eftir mikilvæg- um upplýsingum um samspil líkam- legrar heilsu og geð- og þroskarask- ana meðal barna, en slíkt samspil er lítið rannsakað hér á landi. Enn- fremur gera þeir sér vonir um að hægt verði að þróa nákvæmari skimunar- og greiningartæki en nú eru fyrir hendi og henta íslenskum aðstæðum, ekki síst innan heilsu- gæslunnar. Tæki til skimunar og þroskamælinga verða ekki einfald- lega flutt á milli landa, heldur þarf að stilla þau af og laga að stað- háttum í hverju landi fyrir sig. Þar af leiðandi er mikilvægt að rannsaka slík tæki við íslenskar aðstæður, áð- ur en tekin er afstaða til þess hvaða hlutverki þau geta gegnt hér á landi. Brotakennd þekking „Þekking á heilsu, hegðun og þroska íslenskra barna er ennþá mjög brotakennd og því teljum við, sem að þessu verkefni stöndum, slíka rannsókn geta haft mikið for- varnargildi þegar til lengri tíma er litið. Því fyrr sem börn í vanda fá úrlausnir, þeim mun betri verður ár- angurinn. Tilgangur rannsóknarinn- ar er aðallega tvíþættur. Í fyrsta lagi þá er brýn þörf að kortleggja betur tíðni geð- og þroskaraskana hjá börnum. Í öðru lagi er mjög brýnt að þróa árangursríkari skim- unar- og greiningartæki en við bú- um nú yfir svo við getum áttað okk- ur á því umfangi, sem við er að etja og hve mörg börn þurfa þjónustu á hverjum tíma,“ segir Gísli Baldurs- son, barna- og unglingageðlæknir og einn af aðstandendum rannsókn- arhópsins. Aðrir í hópnum eru: Bertrand Lauth og Ólafur Ó. Guð- mundsson, barna- og unglingageð- læknar, Páll Magnússon og Evald Sæmundsen sálfræðingar, Geir Gunnlaugsson, Solveig Sigurðar- dóttir og Steingerður Sigurbjörns- dóttir barnalæknar, Eydís Svein- bjarnardóttir geðhjúkrunarfræð- ingur og Ingibjörg Sigmundsdóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur. Sigríður Gísladóttir hjúkrunarfræð- ingur er starfsmaður rannsóknar- innar. Undirbúningur fyrir rannsóknina hefur verið bæði langur og strang- ur, en rekja má fyrsta fund hópsins allt aftur til ársins 1999. Fagmenn- irnir tíu hafa stofnað með sér sér- staka sjálfseignarstofnun undir heit- inu Barnarannsóknir, sem starfa á samkvæmt lögum númer 19/1988 um sjóði og stofnanir. Í skipulags- skrá Barnarannsókna segir m.a. að megintilgangur stofnunarinnar skuli vera að stunda rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda, en í upphafi muni stofnunin framkvæma rannsókn á geð- og þroskaröskunum fimm ára barna í því skyni að geta þróað skimunar- og greiningartæki. Þá segir að starfsemi stofnunarinnar verði fjármögnuð með styrkjum og fjárframlögum frá einstaklingum og lögpersónum, innlendum sem er- lendum. Leyfi frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd fyrir rannsókninni liggja fyrir þannig að tryggt er að hún samræmist lögum og reglum um vernd persónuupplýsinga. Gert er ráð fyrir að kostnaður við forkönnunina nemi hátt í fimm millj- ónum króna. Landspítalinn hefur styrkt verkefnið um eina milljón króna, Rannís veitti styrk, sem nemur 600 þúsundum kr., Barna- vinafélagið Sumargjöf veitti 600 þúsund króna styrk og Heilsugæsl- an í Reykjavík styrkir verkefnið með því að veita aðgang að starfs- aðstöðu. Að öðru leyti fékkst ekki nægjanlegt fjármagn frá opinberum aðilum og var því leitað til einkafyr- irtækja um það sem á vantaði. 300 börn í forkönnun Nauðsynlegur undanfari aðal- rannsóknarinnar, sem eins og áður sagði á að ná til allra fimm ára barna í landinu, er forkönnun þar sem leggja á mat á aðferðir og tæki, sem notuð verða til rannsóknarinn- ar og meta próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu skimunar- og greiningartækja. Þátttakendur í forkönnuninni verða þrjú hundruð börn, sem mæta í reglubundna fimm ára skoðun hjá hjúkrunarfræðing- um á tveimur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu: í Árbæ og á Seltjarnarnesi og á Miðstöð heilsu- verndar barna við Barónsstíg. Að sögn Ingibjargar Sigmundsdóttur, heilsugæsluhjúkrunarfræðings, verður foreldrum og leikskólakenn- urum barna, sem eiga pantaðan tíma í fimm ára skoðun á umrædd- um heilsugæslustöðvum, sendir spurningalistar um það bil tveimur vikum fyrr þar sem farið er þess á leit að viðtakendur svari spurning- um um hegðun, tilfinningar, þroska og almennt heilsufar barnanna. Ef svörin benda til einhverra frávika, verður viðkomandi börnum og for- eldrum boðin þátttaka í síðara stigi rannsóknarinnar, sem felst í ítar- legri greiningu, sem gerð er með greiningarviðtali, læknisskoðun og þroskamati. Auk þess verða nokkur börn valin af handahófi í greiningu til samanburðar og ef þörf er á verð- ur foreldrum leiðbeint um leiðir til að fá viðeigandi aðstoð fyrir barn sitt. Forrannsóknin nær til barna, sem fædd eru árið 1998, og gera menn sér vonir um að gagnaöflun ljúki á yfirstandandi ári svo hægt verði að kynna niðurstöður á því næsta og hefja undirbúning aðalrannsóknar- innar, sem ná mun til ríflega fjögur þúsund barna, sem annaðhvort verður árgangur 1999 eða 2000 ef að líkum lætur. Óþekktar stærðir Páll Magnússon sálfræðingur segir brýnt að svörun verði góð svo að rannsóknin megi takast eins og best verði á kosið. Fimm ára skoð- unin sé bæði þægilegt tækifæri til að ná til krakkanna auk þess sem ýmislegt sé til ráða í forvarnarskyni á þeim aldri varðandi margs konar geð- og þroskaraskanir heldur en þegar vandamálin fái að þróast óáreitt á alvarlegri stig og inn í grunnskólann. Þá geti orðið of seint að grípa inn í. „Við fimm ára ald- urinn má fastlega gera ráð fyrir að stærstu þroskafrávikin séu komin í ljós, en hvað geðraskanir varðar, gætu fimm ára börn til dæmis átt við að etja athyglisbrest með of- virkni, hegðunarerfiðleika, þung- lyndiseinkenni og kvíðaraskanir svo eitthvað sé nefnt. Á þroskasviðinu gætu þau t.d. átt í erfiðleikum með málþroska, hreyfiþroska, vitsmuna- þroska og félagshæfni. Skert fé- lagshæfni er ef til vill ekki eins sýni- leg í leikskólanum, þar sem börnin eru gjarnan í fámennum hópum, sem vel er haldið utan um, eins og í grunnskólanum og því viljum við fyrst og fremst auka möguleikana á að grípa inn í áður en að því kemur. Þó má segja að tilgangur okkar fyrst í stað sé ekki endilega sá að grípa inn í, heldur erum við að reyna að átta okkur á umfangi frá- vika í hegðun, tilfinningum og þroska íslenskra barna. Við höfum sem stendur enga yfirsýn yfir það hvað vandamálið er víðfeðmt. Er- lendar rannsóknir gefa ákveðnar vísbendingar, en í raun og veru höf- um við ekki hugmynd um hvernig ástandið er á Íslandi enda er þetta í fyrsta sinn sem reynt er að kort- leggja tíðni frávika hér á landi á jafn yfirgripsmikinn hátt. Ef tekið er mið af erlendum rannsóknum, er ekki óvarlegt að áætla að um 20% eða um 60 börn af þeim 300 börnum, sem valin hafa verið til að taka þátt í forkönnuninni, þurfi á frekari grein- ingu að halda. Þau skimunar- og greiningartæki, sem við komum til með að nota, eru vel þekkt og stöðl- uð erlendis. Við munum staðla þau fyrir íslenskar aðstæður, en þau hafa ekki verið notuð hér á landi til þessa. Eins og menn rekur eflaust minni til, kemur mjög reglulega upp um- ræða um biðlista, greiningarvanda og húsnæðisvanda geðheilbrigðis- þjónustunnar. Segja má að sá vandi byggist að nokkru leyti á því að ekki er vitað við hvaða stærðir er við að fást. Ef vitað væri nákvæmlega hversu mörgum börnum þarf að þjóna, þá ætti að vera hægt að skipuleggja þessa þjónustu á skipu- legan og úthugsaðan máta,“ segir Páll. Margþættur ávinningur Að mati þeirra Páls, Gísla og Ingibjargar er ávinningur af rann- sókn sem þessari margþættur, bæði til skemmri og lengri tíma litið. „Til skamms tíma litið er líklegt að börn finnist sem eiga við vanda að stríða og getur þá greiningin leitt til þess að þau fái viðeigandi þjónustu fyrr en ella hefði verið. Í forkönnuninni fást einnig íslensk norm fyrir þau mats- og greiningartæki, sem notuð eru og geta þau eftir það komið að góðu gagni í heilbrigðis- og mennta- kerfinu. Þegar til lengri tíma er litið, mun felast ótvíræður árangur í því að afla meiri vitneskju um heilsu, þroska og líðan íslenskra barna, en slíkt er forsenda þess að skipuleggja markvissa þjónustu við börn sem við erfiðleika eiga að stríða. Það hlýtur að geta talist keppikefli allra.“ Heilsa, hegðun og þroski ungra barna kortlögð join@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Þau standa að rannsókninni, f.v.: Páll Magnússon sálfræðingur, Ólafur Ó. Guðmundsson, barna- og unglingageðlæknir, Eydís Sveinbjarnardóttir geðhjúkrunarfræð- ingur, Ingibjörg Sigmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsmaður rannsóknarinnar, Steingerður Sigurbjörnsdóttir barnalæknir, Evald Sæmundsen sálfræðingur, Geir Gunnlaugsson barnalæknir og Gísli Baldursson, barna- og unglingageðlæknir. Solveigu Sigurðardóttur barna- lækni og Bertrand Lauth, barna- og unglingageðlækni vantar á myndina. Tíu íslenskir sérfræðingar, sem allir hafa mikla reynslu af heilsuvernd barna og geð- og þroskaröskunum þeirra, hafa nú tekið höndum sam- an um umfangsmikla rann- sókn, sem ná á til allra fimm ára barna í landinu. Mark- miðið er einkum það að skima og greina hugsanlegar geð- og þroskaraskanir svo unnt sé að grípa sem fyrst til viðeigandi ráðstafana. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér verkefnið, sem nú er nýhafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.