Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ 15. apríl 1993: „Upplýsingar um eignarhaldstengsl sjö af stærstu almenningshluta- félögum landsins, sem birtar voru í viðskiptablaði Morgun- blaðsins á skírdag, hljóta að vekja athygli. Um er að ræða Eimskipafélagið, Flugleiðir, Íslandsbanka, Skeljung, Sjóvá-Almennar, Granda og Sameinaða verktaka, fyrir- tæki sem öll eru áberandi og umsvifamikil í atvinnulífi landsmanna. Eignarhalds- tengsl þeirra eru flókinn frumskógur. Sem dæmi má nefna, að Eimskipafélagið á stóran hlut í fjórum af hinum fyrirtækjunum sex og sex fé- laganna eiga í því sjöunda, Íslandsbanka. “ . . . . . . . . . . 13. apríl 1983: „Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra, hefur verið skrautblóm ríkisstjórn- arinnar og íhaldssemi hans hefur verið dæmd sem fyrir- myndar róttækni af Alþýðu- bandalaginu. Aðdáunin á Ragnari Arnalds stafar af því að hið eina sem ráðherrar og stuðningsmenn þeirra hafa getað bent á þegar allt annað er í kalda koli undir þeirra forsjá er að ríkissjóði sé sko vel stjórnað. Við ríkiskassann sitji maður sem kunni sitt fag og sjái til þess að hann tæm- ist ekki.“ . . . . . . . . . . 13. apríl 1973: „Mikilvægur áfangi hefur náðst í þeirri viðleitni að sameina íslenzku flugfélögin tvö með því sam- komulagi, sem tekizt hefur þeirra í milli um aðferð til að ákveða eignahlutföll félag- anna í sameinuðu flugfélagi. Enda þótt samkomulag hafi tekizt um þetta er þó ljóst, að margt er ógert áður en sam- eining getur orðið að veru- leika og þess vegna fer bezt á því, að hófleg bjartsýni ríki um endanlega niðurstöðu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V andi tengdur vatni rennur saman, eins og við höfum séð, á krossgötum efna- hagslegra, umhverfislegra, félagslegra og – ekki má gleyma – menningarlegra viðfangsefna. Við verðum að afla þekkingar um sam- verkan á milli og innan þessara ólíku sviða til þess að hafa raunhæfan vísindalegan grundvöll fyrir aðgerðum,“ sagði framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Koïchiro Matsuura, er hann hleypti Alþjóðlegu ári ferskvatnsins 2003, af stokkunum í lok síðasta árs. Einhverjum gæti fundist sem það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um vanda tengdan skorti á vatni á Íslandi, ein- hverju vatnsauðugasta ríki veraldar, en sérfræð- ingar eru engu að síður sammála um að brýnn vandi heimsbyggðarinnar á þessu sviði verði ekki leystur nema allir – ekki síður þeir sem eiga vatn – láti sig hann varða þar sem framtíð alls mannkyns sé í veði. Það er því ekki að undra að Sameinuðu þjóð- irnar láti til sína taka á þessu sviði, en aðrir hafa fylgt í kjölfarið. Jafnvel fjölmiðlar á borð við BBC hafa hrint í framkvæmd rannsóknum af áð- ur óþekktri stærðargráðu um vatnsiðnaðinn af þessu tilefni, en efni tengt rannsókninni var flutt á viku vatnsins hjá BBC er hófst 23. mars sl. BBC sinnir þar að auki fjölda annarra verkefna er tengjast vatni á þessu ári. Í einum þeirra fjölmörgu þátta sem BBC hef- ur látið framleiða að undanförnu um vatn segir þáttastjórnandinn,Virginia Crompton, frá Eþíópíumanninum Toufah Bayou, sem er á fimmtugsaldri, en hann hefur eytt stórum hluta lífs síns í það eitt að ná í vatn fyrir sig og sína. Fyrir Vesturlandabúa sem sækja vatn með því einu að skrúfa frá krana er erfitt að gera sér þá staðreynd í hugarlund að milljónir manna um heim allan ganga marga kílómetra á dag til að nálgast lífsnauðsynlegt vatn. Þannig var það þó einmitt í tilfelli Baoyou, sem þurfti að ganga 25 kílómetra leið að næstu á, eftir vatni. Gangan tók hann heilan dag, síðan fyllti hann ílát sín, hvíldist og gekk til baka daginn eftir. Aðstæður hans og annarra á því svæði sem hann býr á gjörbreyttust þegar fólkinu var hjálpað til að grafa stóra holu þar sem regnvatni er safnað saman. En það eru einmitt einfaldar aðgerðir á borð við þessa sem reynast best á þurrkasvæðum heims, þar sem tæknikunnátta, fjármagn og vélar eru af skornum skammti. Viðfangsefni okkar allra Á heimasíðu BBC þar sem fjallað er um þennan þátt kemur jafnframt fram að ferskvatn sé umfangsmesta og alvarlegasta mál- efni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir í dag. „Hreint vatn er ef til vill mikilvægasta mál- ið – Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO telur að yfir milljarður manna hafi engan aðgang að hreinu vatni – fjórðungur mannkyns er í bráðri hættu vegna sjúkdóma er berast með menguðu vatni. Á hverju ári valda u.þ.b. fjórir milljarðar tilfella af niðurgangi dauða um það bil 2,2 millj- óna manna, mestmegnis barna undir 5 ára aldri. Því má jafna við að eitt barn deyi á 15 sekúndna fresti, en þeirri tölfræði hefur einnig verið líkt við að 20 júmbóþotur fullar af börnum hrapi á degi hverjum,“ segir BBC. Alþjóðleg ráðstefna um málefni tengd vatni sem haldin er árlega í Stokkhólmi, á vegum Stockholm International Water Institute, (al- þjóðleg regnhlífarsamtök um vísindaleg málefni tengd vatni), eða SIWI, gaf á síðasta ári út yfir- lýsingu í ráðstefnulok sem er um margt eftir- tektarverð. Þar er meðal annars bent á að það sé yfirlýst markmið Sameinuðu þjóðanna að minnka hlutfall þeirra sem búa við sára fátækt í heiminum um helming fyrir árið 2015, þ.e.a.s. þeirra sem þjást af hungri eða geta ekki nálgast viðunandi drykkjarvatn. „Það verður aldrei hægt að ná þessu markmiði nema ríkisstjórnir geri sér grein fyrir því að vatn er það grund- vallarskilyrði sem er forsenda fyrir allri þróun og mannlegri athöfn. Eitthvað í okkar grund- vallarforsendum hlýtur að vera rangt þegar ótrúlegum hagsmunum og fjármunum er fórnað til þess að finna vatn á öðrum hnöttum, á sama tíma og við veitum því vatni sem er á okkar eigin hnetti litla sem enga athygli þrátt fyrir að lífs- gæði mannkyns og það hvort við lifum af sé al- gjörlega undir því komið. Þótt hluta ástæðunnar megi eflaust rekja til þess hversu hversdagslegt vatn er í flestum iðnvæddum löndum, má ekki horfa framhjá því að meirihluti landa, sem hafa litlar tekjur og mikinn fjölda vannærðra ein- staklinga, er á þurrum svæðum heimsins þar sem daglegur aðgangur að vatni er fyrsta for- gangsatriði allra,“ segir í yfirlýsingunni. SIWI bendir á að helmingur alls votlendis í heiminum hafi þegar verið eyðilagður, stærstur hlutinn á síðustu 50 árum og ef svo heldur áfram sem horfir munu tveir þriðju hlutar heimsins búa við mjög alvarlegan vatnsskort eða ekkert vatn, strax árið 2025. Í yfirlýsingu þeirra kemur ennfremur fram að „sú skoðun sem nú ríkir um að nauðsynlegt sé að stýra vatni sé byggð á mis- skilningi. Sú áskorun sem við stöndum frammi fyrir felst í því að stýra sjálfu fólkinu sem reiðir sig á og tekur ákvarðanir um ferskvatn. Öfugt við það sem flestir halda, eru málefni tengd vatni alls ekki eingöngu fyrir sérfræðinga að takast á við. Þau eru hvorki meira né minna en grund- vallarforsenda þess að maðurinn lifi af: vatn er viðfangsefni okkar allra“. Vatnsforðinn En hver er þá vatns- forði veraldarinnar? Í bókinni „Blue Gold“ (Blátt gull), eftir Kanadamennina Maude Barlow (sem m.a. var náinn samstarfsmaður Pierre Trudeau þegar hann var forsætisráðherra Kan- ada) og Tony Clarke, sem vakið hefur mikla at- hygli frá því hún kom út á síðasta ári, kemur fram að það heildarvatnsmagn sem jörðin býr yfir hefur ekkert breyst frá sköpun hennar, þar sem það er í lokuðu kerfi sem ekki eykur við sig nema þá örsjaldan að ís berst inn í gufuhvolfið utan úr geimnum. Af þessu vatni á jörðinni er ekki nema um ½ prósent aðgengilegt ferskvatn, restin er sjór, vatn frosið á pólunum, eða vatn í jörðu sem við getum ekki nálgast. Megnið af ferskvatni jarðar er að finna neðanjarðar; ýmist rétt eða djúpt undir yfirborðinu. Það er hið eiginlega grunn- vatn, og er um 60 sinnum meira að umfangi en það ferskvatn sem finnst á yfirborðinu. Það grunnvatn sem hægt er að bora eftir og endur- nýjast ekki af regnvatni er því ekki endurnýjan- leg auðlind eins og margir halda, heldur mjög takmörkuð auðlind sem gengið er á með ógn- vænlegum hraða til þess að bæta upp þann skort á vatni sem mannkynið er farið að finna fyrir á yfirborði jarðarinnar. Þar sem ferskvatn endurnýjast ekki nema í hringrás regnvatns, hefur mannkynið þegar allt kemur til alls því í raun aðeins það vatnsmagn sem til fellur með rigningu úr að spila ef vatns- notkun á jörðinni á að vera innan þeirra marka að hún sé sjálfbær og ekki sé haldið áfram að ganga freklega á grunnvatnsforðann. Sem stendur er gengið ótæpilega á allar vatnsbirgðir heimsins, ekki síst á Vesturlöndum þar sem einstaklingar þurfa tiltölulega lítið fyrir vatnsöflun að hafa. Vatnsnotkun í heiminum er því langt frá því að vera sjálfbær. Og þar sem mannkyninu fjölgar hraðast er vandinn ákaflega brýnn. Mannkyninu, sem nú telur um 6,1 millj- arð, mun fjölga um 2,6 milljarða á næsta aldar- fjórðungi og samkvæmt upplýsingum frá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, verður að auka framleiðslu land- búnaðarafurða um 50% til að mæta næringar- þörf þessa mannfjölda. Augljóst er að þörfin fyr- ir vatn mun að sama skapi aukast til mikilla muna. Í bók þeirra Barlow og Clarke, er haft eft- ir Allerd Stikker hjá Ecological Management Foundation (Umhverfisstjórnunarstofnuninni) í Amsterdam að „málið í dag sé þannig í hnot- skurn að þótt eina endurnýjanlega uppspretta ferskvatns sé það regn er fellur á heimsálfurnar … [þ.e. takmarkað vatnsmagn], heldur fólks- fjöldinn í heiminum áfram að aukast sem nemur um 85 milljónum manna á ári. Af þeim sökum er það vatnsmagn sem til ráðstöfunar er miðað við höfðatölu stöðugt að minnka“. Vatnsnotkunin Þegar litið er til heild- arinnar hefur vatns- neysla miðað við höfðatölu þar að auki vaxið stöðugt, eða um helming á tuttugu ára fresti – sem er tvöfalt meiri aukning en sem nemur fólksfjölguninni. Tækniöldin og fullkomin hreinlætiskerfi ríkra iðnríkja hafa gert fólki kleift að nota margfalt meira vatn en það þarf nauðsynlega á að halda, en í því sambandi má t.d. nefna þá hversdags- legu staðreynd að venjulegur salerniskassi losar 10–18 lítra í hvert sinn sem sturtað er niður. Inn- viðir vatnsveitna eru þar að auki ekki alltaf í við- unandi ásigkomulagi og því glatast milljarðar lítra af ferskvatni í lekum kerfum sem ekki er haldið nægilega vel við um heim allan. Rannsókn BBC leiddi t.d. í ljós að um 4,5 milljarðar lítra ferskvatns leka daglega úr ónýtum leiðslum í Bretlandi, en það vatn myndi duga til þess að nánast allir íbúar landsins færu í bað á hverjum degi. Sóunin er því gífurleg. „FJÖLMIÐLAFRÆÐI“ OG SAMFYLKING Kristján Ari Arason, blaðamaðurog kennari í fjölmiðlafræði,skrifar grein hér í Morgunblað- ið í gær, þar sem hann leitast við að sýna fram á með rökum að Morgunblað- ið mismuni stjórnmálaflokkum í frétt- um. Ber út af fyrir sig að virða það við greinarhöfund að hann leitist við að draga fram röksemdir til að rökstyðja staðhæfingar af þessu tagi sem fæstir af gagnrýnendum Morgunblaðsins gera. Í grein sinni ber Kristján Ari saman fréttir Morgunblaðsins af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu og Vorþingi Samfylkingar og gerir það með því að mæla dálksentímetra. Er niðurstaða hans sú að þrisvar sinnum fleiri dálksentímetrar hafi farið undir fréttir af Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins en af Vorþingi Samfylkingarinnar. Nú háttar svo til að Landsfundur Sjálfstæðisflokks var settur síðdegis á fimmtudegi og stóð allan föstudag, laugardag og fram á síðdegi á sunnu- dag. Fundurinn stóð sem nemur þrem- ur heilum dögum. Vorþing Samfylkingar var sett síð- degis á föstudag og því lauk um kl. 16 á laugardag skv. upplýsingum á heima- síðu Samfylkingarinnar. Vorþingið stóð sem nemur einum heilum degi. Þótt ekkert annað kæmi til er því ljóst að sá mælikvarði sem Kristján Ari Arason, kennari í fjölmiðlafræði, vill leggja á fréttaflutning af þessu tagi, þ.e. fjöldi dálksentímetra, sýnir að full- komið jafnræði er í fréttum af þessum tveimur pólitísku viðburðum. Hitt er svo annað mál að samanburð- ur af þessu tagi er fráleitur. Það er ekki hægt að bera saman umfjöllun um landsfundi og flokksþing stjórnmála- flokka og annars konar fundi þeirra. Fyrrnefndu fundirnir eru veigamestu fundir flokkanna og yfirleitt haldnir á tveggja ára fresti. Þar fer fram kjör for- manna og varaformanna og annarra trúnaðarmanna og yfirleitt standa þessir fundir í 2–3 daga. Væntanlega verður flokksþing Samfylkingar haldið síðar á þessu ári og gefst þá Kristjáni Ara Arasyni tækifæri til að bera saman frásagnir af landsfundum og flokks- þingum Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar og mun Morgunblaðið með ánægju birta slíkan samanburð frá hon- um. En það er heldur ekki einhlítur mæli- kvarði að bera saman flokksþing og flokksþing. Það sem máli skiptir auðvit- að er hvort eitthvað fréttnæmt gerist á slíkum þingum. Ef t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færi í framboð gegn Össuri Skarphéðinssyni við formannskjör á flokksþingi eða landsfundi Samfylking- ar síðar á þessu ári mundi sá fundur verða mjög fréttnæmur. Ef sátt og samlyndi ríkti við leiðtoga- kjör á slíkum fundi yrði fundurinn að sjálfsögðu fréttnæmur en á annan veg. Ef sá hluti Samfylkingarinnar, sem kemur úr Alþýðuflokknum, tæki til hendi á flokksþingi Samfylkingar síðar á árinu og lýsti megnri óánægju með að hafa verið settur út í horn og að helztu áhrifamenn flokksins væru allir komnir úr Alþýðubandalaginu eða áþekkri átt, m.ö.o. að Alþýðubandalagið hefði yfir- tekið Samfylkinguna, mundi slíkt flokksþing verða mun fréttnæmara en ella. Ef gamlir alþýðuflokksmenn innan Samfylkingarinnar, sem jafnan hafa verið traustir fylgismenn þeirrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum, sem Ís- lendingar hafa fylgt áratugum saman, lýstu andstöðu á slíku flokksþingi við þann tón í utanríkismálum, sem sleginn var á Vorþingi Samfylkingarinnar af hálfu talsmanns flokksins, yrði flokks- þing Samfylkingar fréttnæmara en ella. Auðvitað er Kristjáni Ara Arasyni, blaðamanni og kennara í fjölmiðlafræð- um, þetta ljóst og er Morgunblaðinu áreiðanlega sammála um að pólitískir viðburðir af því tagi, sem hér hafa verið nefndir á flokksþingi eða landsfundi Samfylkingar, mundu að sjálfsögðu leiða til þess að fleiri dálksentímetrar en ella mundu verða lagðir undir fréttir af fundinum alveg með sama hætti og þeir landsfundir Sjálfstæðisflokks, þar sem átök hafa verið um t.d. formanns- kjör eða varaformannskjör eða átök um fiskveiðistefnuna í umræðum hafa leitt til enn meiri umfjöllunar í fréttum Morgunblaðsins en ella hefði orðið. Meðal annarra orða: það er rétt að geta þess vegna þeirrar umkvörtunar Kristjáns Ara Arasonar að mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Vor- þingi Samfylkingar hafi birzt í svart- hvítu að því miður býr Morgunblaðið ekki enn yfir þeirri prenttækni að hægt sé að prenta allar síður blaðsins í lit. Á því verður hins vegar breyting haustið 2004 þegar ný prentvél verður tekin í notkun. Hins vegar birti blaðið tvær myndir af Össuri Skarphéðinssyni, for- manni Samfylkingarinnar, í lit frá Vor- þinginu en þess er af einhverjum ástæð- um ekki getið í grein Kristjáns Ara Arasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.