Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 25
The Big Huge, tvöföld skífa, kom út 1969 og það ár sagði Boyd þeim Williamson og Heron að hann væri búinn að bóka hljómsveitina á litla þjóðlagahátíð vestur í Bandaríkj- unum, en á dagskránni var að leggja undir sig Norður-Ameríku. Þar sem tónleikastaðurinn var nokkuð utan við New York notuðust menn við þyrlu og í viðtölum í gegnum árin hafa þeir félagar lýst því hvernig það var þegar þeir flugu inn yfir svæðið og sáu mannhafið sem beið þeirra, því hátíðin var Woodstock. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér þá félaga og lagskonur þeirra og aðstoðarmenn, alla í skósíðum silki- kuflum með allskyns handgerð og frumstæð hljóðfæri þar sem þeir stigu úr þyrlu ofan í leðjubaðið sem Woodstock var. Þeir hafa og lýst því að þetta hafi verið með erfiðustu reynslu tónlistarferilsins, fyrir það fyrsta var hellirigning þegar hljóm- sveitin átti að spila svo þeir neituðu að fara á svið (Melanie hljóp í skarðið og varð heimsfræg fyrir, en það er önnur saga). Hljómsveitin var því færð til um dag og spilaði síðan á eft- ir blúsrokkinu í Canned Heat með afstillt órafmögnuð hljóðfæri sem ekki þoldu rakann. Brestir í samstarfið Árangur í Bandaríkjunum lét á sér standa og um líkt leyti fóru að koma brestir í samstarfið, því Will- iamson kunni alls ekki við sig sem rokkstjarna, fannst ömurlegt að vera að spila í svo stórum sölum sem tíðk- aðist vestan hafs. Þeir voru líka báð- ir komnir í vísindakirkjuna sem spillti samstarfinu, því fram að því höfðu þeir unnið mjög mikið saman og beitt snarpri uppbyggilegri gagn- rýni hvor á annars verk, en sam- kvæmt kennisetningum „kirkj- unnar“ var það bannað og fyrir vikið fjaraði undan samstarfinu. 1970 sendi sveitin frá sér plötuna U og breyttist í kjölfarið í hálfgerða rokksveit og sendi frá sér síðustu plötuna 1974 Hard Rope & Silken Twine, en svo var Williamson búinn að fá leið á öllu saman og hætti í miðjum klíðum, gekk út þegar tón- leikaferð um Bandaríkin 1974 var rétt hálfnuð. 29 plötur og margar bækur Eftir að Incredible String Band lagði upp laupana hafa þeir Will- iamson og Heron fengist við tónlist sem vonlegt er, en Williamson var þó búinn að fá sig fullsaddan af tónlist til að byrja með, fluttist til Los Ang- eles og tók til við skriftir, skrifaði meðal annars ævintýralegar end- urminningar, Mirrorman’s Sequences, og glæpasögu The Glory Trap. Hann gat þó ekki verið lengi án tónlistarinnar, stofnaði hljóm- sveitina The Merry Band, og tók til óspilltra málanna. Sú sveit gerði þrjár plötur en síðan fluttist Will- iamson aftur til Bretlands og hefur búið þar síðan. Hann hefur ekki sleg- ið slöku við, sent frá sér 26 sólóskífur til viðbótar við þær sem taldar eru, sumar með ljóðalestri, og nú síðast náð enn nýjum hæðum með plöt- unum The Seed-at-Zero og Skirting the River Road sem ECM útgáfan þýska gefur út, en á þeim flytur hann ljóð ýmissa uppáhaldsskálda; á The Seed-at-Zero eru nánast eingöngu ljóð eftir Dylan Thomas. Mike Heron kunni alltaf vel við sig í rokkinu, fannst gaman að standa á sviði frammi fyrir fjöldanum að því hann hefur sjálfur sagt, og hann hélt áfram á þeirri braut, hefur sent frá sér átta sólóskífur og samið lög fyrir ýmsa, meðal annars Bonnie Tyler og Manfred Mann, en síðustu árin hefur lítið til hans heyrst. Clive Palmer snýr aftur Fjölmargar hljómsveitir hafa tek- ið upp þráðinn á undanförnum árum eftir að hafa leyst upp í fullum fjand- skap fyrir áratugum. Yfirleitt eru það peningarnir sem breiða yfir alla misklíð, en sagan hermir að því hafi ekki verið svo farið með þá Mike Heron og Robin Williamson. Að sögn sá Williamson viðtal við Joe Boyd fyrir nokkrum árum þar sem Boyd sagði meðal annars frá því að þó hljómsveitin hafi sungið um ást og hugljómun hafi samkomulag þeirra Williamsons og Herons ekki verið gott og þeir skilið í illu. Að sögn kannaðist Williamson ekki við þá lýs- ingu og hringdi í Heron til að spyrja hann hvort þetta væri rétt munað hjá Boyd, en þeir Williamson og Heron höfðu þá ekki talast við í ára- raðir og ekki hist í hálfan annan ára- tug. Heron mundi ekki eftir neinni misklíð þeirra í millum, hvað þá að þeir hafi ekki skilið vinir. Kom á dag- inn að þeim fannst svo gaman að rifja upp gamla tíma að þeir ákváðu að leika á nokkrum tónleikum saman sem þróaðist í það að sveitin var end- urreist, nú með Bina Williamson, eiginkonu Robins Williamsons, Law- son Dando og gamla Clive Palmer, sem ekki hafði leikið með sveitinni frá því hann hvarf til Afganistan 1966. Þannig skipuð hélt sveitin nokkra tónleika árið 2000 við vægast sagt frábærar undirtektir, aftur 2001 og haustið 2002. Nú er Incredible String band aftur að leggja upp í tónleikaferð, leiðin liggur til Banda- ríkjanna með viðkomu á Íslandi, en að þessu sinni kemst Robin Will- iamson ekki með, enda er hann nýbúinn að senda frá sér nýja sóló- skífu, áðurnefnda Skirting the River Road, og hefur í nógu að snúast að kynna hana og fylgja eftir. Bina Williamson verður ekki heldur með, en sveitin sem hingað kemur verður þannig skipuð: Mike Heron, Clive Palmer, Lawson Dando og Claire Smith. Til að undirstrika að Will- iamson sé ekki með kemur sveitin hingað undir nafninu incrediblestr- ingband2003. Tónleikarnir hér á landi verða svo í Íslensku óperunni 30. maí næstkomandi, en miðar eru seldir í 12 tónum og Skífunni á Laugavegi. Varla þarf að taka fram hvílíkur hvalreki heimsókn sveit- arinnar er fyrir þá sem á annað borð unna tónlist umbrotatíma sjöunda og áttunda áratugarins, að ekki sé talað um árið góða 1967. arnim@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 25 Fæst í öllum betri bókabúðum PARKER Frontier í glæsilegr i gjafaösk ju: 1795kr. T IL B O Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.