Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Saddam allur?  Áhugamaður um bandaríska menningu 10/11 STOFNAÐ 1913 101. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is KÚRDAR tóku í gær að draga herflokka sína frá olíuborginni Kirkuk í norðurhluta Íraks. Banda- ríkjamenn hafa aukið liðsafla sinn í borginni í því skyni að draga úr gripdeildum og tryggja öryggi íbúa þar. Hið sama gildir um Bagdad þar sem bandarískar hersveitir hafa tekið upp eftirlitsferð- ir um helstu hverfi borgarinnar. Mikil spenna ríkti þó enn í borginni í gær og fregnir bárust af því að trúflokkar múslima væru teknir að berjast. Fréttamenn í Kirkuk sögðu brottflutning her- sveita Kúrda hafa hafist í gærmorgun. Sögðu þeir hann mikilvægan til að róa taugar Tyrkja sem hafa miklar áhyggjur af rás atburða í Kirkuk og Mosul, þriðju stærstu borg Íraks. Tyrkneskir ráðamenn óttast að með töku þess- ara borga sé verið að skapa grundvöll fyrir stofn- un sjálfstæðs ríkis Kúrda í norðurhluta landsins. Þar eð Kúrdar eru fjölmennur minnihlutahópur í Tyrklandi gæti slíkt haft mikil pólitísk áhrif og raskað stöðugleika þar. Tyrknesk stjórnvöld lýstu yfir því í gær að þau teldu ekki ástæðu til að senda herafla inn í Kúrdahéruðin „að sinni“. Bandarískur liðsafli treysti og tök sín á Mosul í gær sem féll á föstudag án bardaga eftir uppgjöf íraska hersins þar. Hersveitir Bandaríkjamanna voru sagðar teknar að feta sig í áttina að Tikrit, heimaborg Saddams Hussein og helsta vígi Baath- flokksins. Sú borg stendur í raun ein eftir af veldi Saddams forseta og telja margir að þar kunni lokauppgjörið að fara fram. Þungvopnaður liðs- auki Bandaríkjamanna tók að berast til Íraks í gær, að sögn CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Lík- legt þykir að þeim hersveitum verði beitt til árásar á Tikrit. Spenna og upplausn einkenndi enn ástandið í Bagdad í gær. Bandaríkjamenn gátu þó glaðst yfir því að heimamenn sýndu því mikinn áhuga að koma hernámsliðinu til hjálpar í því skyni að binda enda á skálmöldina sem þar hefur ríkt á undan- liðnum dögum. Hundruð manna höfðu í gær gefið sig fram við bandarísku herstjórnina í Bagdad sem hvatti á föstudag fyrrum embættismenn og sérfræðinga á ýmsum sviðum til að aðstoða við að koma á reglu í borginni. Lögreglumenn og verk- fræðingar voru í þeim hópi en algjört stjórnleysi hefur ríkt í borginni undanfarna daga og vatns- og rafmagnsveitur hafa ekki starfað. Trúflokkar berjast Paul Wood, fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, í Bagdad skýrði frá því í gær að tekið væri að bera á átökum trúarhópa í borginni. Shía-músl- imir og sunnítar berðust í mörgum hverfum henn- ar. Shía-múslimar, sem einnig kallast shítar, eru hinn kúgaði meirihluti í Írak. Sunnítar, sem eru um fimmtungur þjóðarinnar, hafa farið með völdin í landinu en Saddam Hussein heyrir þeim flokki manna til í trúarlegum efnum. Þjófaflokkar, flestir vopnaðir, fóru enn um Bagdad í gær en þessir hópar eru nú teknir að ein- beita sér að heimilum alþýðu manna og fyrirtækj- um enda hafa þeir náð að „hreinsa“ flestar stjórn- arbyggingar og stofnanir. Kúrdar halda frá Kirkuk Óbreyttir borgarar bregðast vel við ákalli Bandaríkjamanna MOHAMED ElBaradei, yfirmaður Alþjóða- kjarnorkustofnunarinnar (IAEA), sagði í gær að engar sannanir væru enn fyrir því að gereyðingarvopn væru falin í Írak. Sagði hann að erindrekar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) ættu að gera nauðsynlegar rannsóknir á hugsanlegum bannefnum, ekki Banda- ríkjamenn. „Aðeins þannig er hægt að gefa trúverðugar yfirlýsingar um vopnin sem hugsanlega eru geymd [í Írak],“ sagði El- Baradei í viðtali við þýska vikuritið Bild am Sonntag. Eftirlit á vegum bandamanna Árásin á Írak var sem kunnugt er m.a. rétt- lætt á grundvelli þess að framfylgja þyrfti ályktunum öryggisráðs SÞ er kveða á um að Írakar megi ekki eiga gereyðingarvopn. Var frá því greint í gær í The Guardian að bresk og bandarísk stjórnvöld hefðu sent menn á sínum vegum inn í Írak til að leita gereyðing- arvopna. Segir blaðið að Charles Duelfer, sem eitt sinn var aðstoðaryfirmaður vopnaeftirlits- nefndar SÞ, fari fyrir teyminu og að eftirlits- mennirnir hafi þrívegis farið inn í Írak á und- anförnum tveimur vikum. Engin gereyð- ingarvopn hafi þó ennþá fundist. Eru þessi tíðindi sögð líkleg til að valda embættismönnum SÞ óánægju. Síðast á fimmtudag hafi Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, sagt að hann teldi umboð vopnaeft- irlitsnefndar SÞ til leitar í Írak enn í gildi. Var haft eftir ElBaradei í gær að aðeins SÞ hefðu umboð til að eyða vopnum Íraka, ekki Bandaríkjamenn. Reuters Bandarískir hermenn skoða vopn sem tek- in voru af íröskum hermönnum. SÞ fargi gereyðing- arvopnum Berlín, London. AP, AFP. BANKARÁÐ Búnaðarbanka Ís- lands hf. og stjórn Kaupþings banka hf. samþykktu í gær, laug- ardag, að leggja til við hluthafa- fundi bankanna að þeir verði sam- einaðir og á sameinaði bankinn að heita Kaupþing Búnaðarbanki hf. Hluthafar Kaupþings banka hf. eiga að fá um 51,77% í hinum sam- einaða banka en hluthafar Búnað- arbanka Íslands hf. um 48,23%. Hlutaféð verður allt að 4.155.000.000 króna að nafnvirði eða 415.500.000 hlutir. Bankinn verður skráður í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Kaupþing Búnaðarbanki hf. verður stærsti banki landsins, verðmætasta skráða fyrirtækið í Kauphöll Íslands og í hópi 10 stærstu banka á Norðurlöndum. Stefnt er að því að 30. maí nk. verði fyrsti starfsdagur sameinaðs banka. Bankaráð BÍ og stjórn Kaup- þings banka telja að sameiningin auki arðsemi fyrir hluthafa og tryggi viðskiptavinum enn betri og víðtækari þjónustu. Ná megi auk- inni hagkvæmni í rekstri og rekstr- artengdum fjárfestingum með það að markmiði að arðsemi eigin fjár til lengri tíma verði 15%, arð- greiðslur nemi 10 til 30% af hagn- aði bankans og eiginfjárhlutfall verði ekki lægra en 10%. Stærstu hluthafar sameinaðs banka eru Egla ehf. (9,43%), fjár- málaráðuneytið (8,84%), Meiður ehf. (8,16%), hlutabréf skráð í Sví- þjóð (6,20%), Lífeyrissjóður verzl- unarmanna (4,17%) og Íslands- banki hf. (3,95%). Tillaga er um að starfandi stjórnarformaður verði Sigurður Einarsson, varaformaður verði Hjörleifur Jakobsson, en Hreiðar Már Sigurðsson og Sólon R. Sigurðsson verði forstjórar. Kaupþing Búnaðarbanki hf. verður stærsti banki landsins og í hópi 10 stærstu banka á Norðurlöndum Búnaðarbanki Íslands og Kaupþing sameinast Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Hjörleifur Jakobsson og Sólon R. Sigurðsson greindu frá sam- einingaráformum Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings í Þjóðmenningarhúsinu í gær. „ÞAÐ er ekki hægt að útiloka upp- sagnir,“ segir Sig- urður Einarsson, formaður stjórnar Kaupþings banka hf., um fyrirhug- aða hagræðingu vegna samruna bankanna. Fyrir liggur að hagrætt verði þar sem núverandi starfsemi Bún- aðarbankans og Kaupþings skar- ast, það er á fjárfestingarbanka- sviði. Báðir bankarnir eru með starfsemi í Lúxemborg og er stefnt að því að sameina þá starf- semi. Uppsagnir ekki útilokaðar HJÖRLEIFUR Jakobsson, for- maður bankaráðs Búnaðarbanka Ís- lands, segir mjög ólíklegt að áform um sameiningu verði stöðvuð, „en þetta er fyrst og fremst á valdi hluthafa bankanna“. Þau skilyrði eru sett fyrir sam- runanum að hluthafafundir BÍ og Kaupþings samþykki hann, einnig Fjármálaeftirlitið og í þriðja lagi að samkeppnisráð geri ekki at- hugasemdir. Þá þarf að fara fram áreiðanleikakönnun og er stefnt að því að niðurstaða hennar liggi fyrir ekki síðar en 28. apríl næst- komandi. Á valdi hluthafanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.