Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 47 BEIN velta af hvalaskoðunarferðum var um 800–900 milljónir króna á síð- asta ári samkvæmt óháðri úttekt Geirs Oddssonar auðlindafræðings. Geir kynnti niðurstöður sínar á stofnfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem haldinn var nýlega. Hann sagði aðalmarkmið úttektar- innar vera að gera þeim aðilum sem standa að greininni grein fyrir stærðinni á slíkum rekstri en á síð- asta ári fóru 62.050 manns í hvala- skoðunarferðir á Íslandi. Hann telur að tekjurnar geti hækkað um 50 til 100% næstu fimm ár. „Þetta er algjör frumvinnsla og byggist á gefnum forsendum að mestum hluta,“ sagði Geir. Forsend- urnar sem hann gaf sér voru þær að hann skipti öllum þeim sem fóru í hvalaskoðun í fjóra mismunandi hópa. Fyrsti hópurinn var saman- settur af Íslendingum. Annar hópur var samansettur af útlendingum sem koma til Íslands sérstaklega til að fara í hvalaskoðun. Þriðji hópurinn var útlendingar sem höfðu skipulagt ferð til Íslands, þar sem hvalaskoðun var hluti af áætlun og fjórði hópurinn var samansettur af ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðun án þess að hafa ákveðið það fyrirfram. „Með því að skipta þessu og skoða svo meðaltal kostnaðar á hvern þess- ara hópa, það er hlut til ferðamála- iðnaðarins, gistingu. fæði og hvala- skoðunarferðina sjálfa fáum við grunnforsendurnar í þessu módeli,“ sagði Geir og bætti því við að varlega væri farið í áætlanir á tölum. „Þarna er í fyrsta skiptið verið að skoða þessar tölur og þá verður maður að passa sig á því að skjóta ekki yfir markið heldur halda öllum tölum í lágmarki. Mikilvægt er að gera það þar til maður getur staðfest þetta.“ Geir sagði að nemendur í Háskól- anum á Akureyri hefðu gert rann- sókn síðastliðið sumar þar sem lagð- ar voru spurningar fyrir 1.400 hvalaskoðara. Telur Geir að niður- stöður rannsóknarinnar muni gefa réttu myndina af hlutfallslegri skipt- ingu ferðamannanna í hópa. Segir óbeinar tekjur miklar Geir telur að auk beinu teknanna af hvalaskoðunarferðunum sé einnig um að ræða óbeinar tekjur sem nema háum fjárhæðum. „Við notuð- um stuðul sem er í lægri kantinum. Ég reikna með því að óbeinar tekjur á síðasta ári hafi verið allt að 1,3–1,5 milljarðar,“ sagði Geir. Hann telur hvalaskoðunarferðir klárlega mikil- væga atvinnugrein fyrir efnahagslíf- ið. „Það er skemmtilegt við þessa at- vinnugrein að ásamt menningar- tengdri ferðaþjónustu hefur mesti vöxturinn verið í hvalaskoðun innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur auk þess gerst á mjög stuttum tíma.“ Geir sagði að árið 1994 hefðu hvalaskoðunarferðir hafist af ein- hverju viti en þá fóru um 200 manns í hvalaskoðun. Í fyrra fóru svo rúm 62 þúsund. „Þetta er ótrúleg aukning. Ég reiknaði svo spálíkan fimm ár fram í tímann. Annað gerir ráð fyrir að aukningin haldi áfram eins og hún hefur gert undanfarin ár og það gef- ur okkur það að tekjurnar munu í það minnsta tvöfaldast. Hitt matið er lágt mat sem gerir ráð fyrir há- marksfjölda ferðamanna sem næst á fjórum árum. Þá er aukningin um það bil 50%. Þannig að það má reikna með um 50–100% aukningu í greininni næstu fimm árin,“ sagði Geir. Býst við 50–100% meiri tekj- um vegna hvalaskoðunarferða Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Formaður nýju samtakanna, Ásbjörn Björgvinsson, flytur erindi. Á VINNUFUNDI um hvalaskoðun, sem haldinn var á Húsavík nýlega, voru stofnuð Hvalaskoð- unarsamtök Íslands. Fulltrúar frá nánast öllum hvalaskoðunarfyrirtækjum á landinu sóttu fund- inn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar var fjallað um hin ýmsu hagsmunamál fyr- irtækjanna, s.s. rannsóknir á hvölum, lög og regl- ur fyrir afþreyingarferðamennsku, markaðs- og kynningarmál, tryggingar, öryggisreglur Sigl- ingastofnunar, hvalaskoðun við Ísland og annars staðar í heiminum, efnahagslegt gildi hvalaskoð- unar fyrir þjóðarbúið o.fl. Fjölmargir innlendir fyrirlesarar komu á fund- inn, sem og sérfræðingar frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Það var Hvalamiðstöðin á Húsavík sem stóð fyrir fundinum í samvinnu við hvalaskoð- unarfyrirtækin og fleiri aðila. Þetta er þriðji vinnufundurinn um hvalaskoðun hérlendis, fyrsti fundurinn var haldinn árið 1995 í Keflavík og síð- an árið 1999 á Húsavík. Samstaða ríkti á fundinum og varð niðurstaða fundarins sú, að stofna hagsmunasamtök þeirra fyrirtækja sem stunda hvalaskoðunarferðir hér við land. Félagskapurinn fékk nafnið: Hvalaskoð- unarsamtök Íslands. Tilgangur samtakanna er að vera sameiginlegur vettvangur fyrirtækja sem bjóða upp á hvalaskoðunarferðir og fræðslu um hvali hér á landi og vinna að framgangi hvala- skoðunar hér á landi, bæði erlendis og innan- lands. Tilgangi sínum ætla samtökin að ná með því að vera málsvari félagsmanna um hagsmunamál hvalaskoðunar og auka samvinnu og samstarf milli fyrirtækjanna í markaðsmálum. Einnig ætla þau að stuðla að aukinni kynningu og fræðslu á hvölum og lífríki þeirra ásamt bættri umgengni við náttúruna og dýrin sem verið er að skoða. Einnig vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar að því að bæta rekstrarskilyrði hvalaskoð- unarfyrirtækja og vinna að stefnumörkun í þess- um geira ferðaþjónustunnar. Að hafa forgöngu um reglur, öryggiskröfur, rannsóknir og fræðslu. Stjórn samtakanna skipa: Ásbjörn Björgvins- son formaður, Guðmundur Gestsson gjaldkeri og Helga Ingimundardóttir ritari. Hvalaskoðunarsamtök stofnuð á Húsavík Fundar um atvinnu- og sam- göngumál á Ísafirði Iðnaðar- ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, og samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, halda fund um atvinnu- og samgöngumál á Hótel Ísafirði, á morgun, mánudaginn 14. apríl, kl. 10.30–12.30. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Á fundinum munu ráð- herrarnir undirrita samkomulag um fjárstuðning við uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. Á MORGUN Páskar undir Jökli Ferðaþjónustu- fyrirtæki undir Jökli bjóða upp á ýmsa afþreyingu bæði á Jöklinum og svæðinu í kringum hann, frá skírdegi og fram á annan í páskum. Snjófell á Arnarstapa rekur skíðalyftu í Jökl- inum sem verður opin alla dagana frá kl. 11–17. Einnig verður hægt að fá jöklaferðir, bæði á vélsleðum og snjótroðurum. Snjófell verður með ýmsa afslætti í boði um páskana, þar er hægt að fá gistingu og jafnframt verður veitingastaðurinn opinn alla daga. Á Hellnum verður Gistiheim- ilið Brekkubær með 2ja nátta gisti- tilboð með hálfu fæði. Páskamatseð- ill verður í boði. Hægt er að fá lesið í stjörnumerki, lestur í spáspil og heil- unartíma á Brekkubæ. Á fimmtu- deginum og laugardeginum kl. 13.30 verður boðið upp á söguferð um Hellna. Kaffihús, Fjöruhúsið á Hellnum, opnar um páskana og verður með páskatilboð á kaffiveit- ingum. Hægt er að skoða www.hellnar.is og www.snjofell.is til að fá nánari upp- lýsingar um svæðið, segir í frétta- tilkynningu. Keldhverfingar efna til hagyrð- ingakvölds í Skúlagarði, Keldu- hverfi, miðvikudaginn 16. apríl kl. 20.30. Þar leiða saman hesta sína al- þingismennirnir Halldór Blöndal, Jón Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Gísladóttir, Ósk Þorkelsdóttir og Þorfinnur Jónsson frá vísnafélagi Þingeyinga, Kveðanda. Stjórnandi verður Ólafur G. Einarsson, fyrrv. forseti Alþingis. Fyrriparti stöku verður dreift og verðlaun verða veitt fyrir besta botn- inn. Eftir kveðskapinn verður Sævar Sigurgeirsson frá Ásbyrgi með uppi- stand og Strákabandið leikur létta tónlist til kl. 1. Allur ágóði rennur til viðhalds félagsheimilisins (menning- arhúss Keldhverfinga) Skúlagarðs, segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI LANDSKJÖRSTJÓRN hefur tekið endanlega ákvörðun um kjördæma- mörk í Reykjavík í samræmi við ákvæði kosningalaga. Auglýsing um mörkin hefur verið birt í Stjórn- artíðindum. „Mörk Reykjavíkurkjördæma suður og norður skulu dregin um miðlínu eftirfarandi gatna frá vestri til austurs: Eftir Hringbraut (frá Ánanaustum), Miklubraut, Ártúns- brekku og Vesturlandsvegi að mót- um Vesturlandsvegar og Suður- landsvegar en þaðan eftir Suðurlandsvegi og að borgarmörk- um við Geitháls,“ segir í fréttatil- kynningu frá landskjörstjórn. Vísað er til meðfylgjandi uppdráttar sem sýnir mörk milli Reykjavíkurkjör- dæma með blárri línu. Þá hefur landskjörstjórn ákveðið að þeim sem búa erlendis en eiga rétt á að kjósa skuli skipt milli Reykjavíkurkjördæma suður og norður þannig að í Reykjavíkur- kjördæmi suður komi allir þeir sem fæddir eru 1.–15. dag mánaðar en í Reykjavíkurkjördæmi norður komi þeir sem fæddir eru 16. dag mán- aðar eða síðar. Sama regla gildir um þá sem skráðir eru óstaðsettir í hús í Reykjavík. Benda má á að Grafarholtshverfi (póstnúmer 113), austan Vestur- landsvegar, er innan marka Reykja- víkurkjördæmis norður, auk þess sem Kjalarnes (póstnúmer 116) er í því kjördæmi. Kjósendur sem búa við sunnanverða Hringbraut eða Miklubraut verða á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi suður en kjósendur sem búa við þessar götur að norðanverðu eru á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag eru 85.521 kjósandi alls á kjörskrár- stofni í Reykjavík. Skipting milli kjördæma er þannig að í Reykjavík- urkjördæmi suður eru 42.734 kjós- endur eða 49,97% af fjölda kjósenda í Reykjavík en í Reykjavíkurkjör- dæmi norður eru 42.787 kjósendur eða 50,03% af fjölda kjósenda í Reykjavík. Grafarholtið mun verða í norðurkjördæminu MÖGULEIKAR íslenskra fræði- manna og háskólastofnana til að tengjast Norrænu Afríkustofnuninni voru kynntir hjá Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands í gær. Norræna Afr- íkustofnunin er samnorræn stofnun, sem staðsett er í Uppsölum í Svíþjóð, og stundar rannsóknir, útgáfustarf og margvíslega upplýsingaþjónustu um málefni Afríku fyrir Norðurlönd- in. Stofnunin hefur hefur veitt styrki sem ætlaðir eru námsmönnum í framhaldsnámi og öðrum sem eru að vinna að rannsóknum um málefni í Afríku. Að sögn Lennarts Wohl- gemut, forstöðumanns stofnunarinn- ar, hefur áhugi Norðurlandabúa á málefnum Afríku aukist á undanförn- um árum og segir hann að Íslend- ingar séu þar engin undantekning á. Hann segir að um 10 Íslendingar hafi gerst styrkþegar stofnunarinnar og vonist hann til að fleiri eigi eftir að starfa með stofnuninni á næstum ár- um. Styrkirnir sem stofnunin veitir eru annarsvegar til vettvangsferða í Afríku og hinsvegar til mánaðardval- ar í Uppsölum við stofnunina. Upp- lýsingar er hægt að nálgast á vefslóð- inni www.nai.uu.se. Morgunblaðið/Jim Smart Susanne Linderos og Lennart Wohlgemut hjá Norrænu Afríkustofnuninni kynntu í gær möguleika Íslendinga til að tengjast stofnuninni. Norræna Afríkustofnunin kynnir starfsemi sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.