Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ S ÝNINGAR leikrita og túlkun listamannanna sem þar um véla vekur oft upp umræður og vangaveltur um stíl. Enginn leikstjóri með snefil af sjálfs- virðingu lætur annað vitnast en að hann hafi ákveðna hugmynd um þann stíl sem hann velur leiksýningu. Stíl sem byggist á útliti sýningarinnar fyrst og fremst, hreyfingamynstri leikenda og mynd- rænni útfærslu í leikmynd, búningum og ljós- um. Þegar vel tekst til verður almennt sam- komulag um að leikstjóranum hafi tekist að samræma þessa þætti í „eina listræna heild“ og þegar sjálfsagt grund- vallaratriði eins og túlk- un leikaranna á hlut- verkum sínum bætast svo við verður úr það sem kallast „vel heppnuð leiksýning“. Stíll í því samhengi sem hér er sett fram snýst fyrst og fremst um útlit, í þeirri marg- ræðu myndsamsetningu sem leiksýning getur verið. Það er athygli vert að sjaldnast er tal- að sérstaklega um leikstíl ef hann er natúral- ískur, leikur verður ekki stílfærður fyrr en leikarinn fer að beita líkamanum á annan hátt en hann er vanur í eldhúsinu heima hjá sér; fer að beita líkamanum markvisst sem túlkunartæki til jafns við röddina. Þá fyrst er byrjað að tala um stíl. „Stílfærð leiksýning“ er þannig í rauninni orðalag yfir það þegar leikarar og leikstjóri hafa lagt sig sér- staklega fram um að brjótast undan hinu „eðlilega“ hreyfingamynstri sem natúralism- inn hefur lagt okkur til í gegnum síðustu 100 ár eða svo. Hinn natúralíski leikur byggist á eft- irhermu; leikarinn hreyfir sig, talar og síðast en ekki síst leitar eftir tilfinningalegri upp- lifun í raunveruleikanum og uppsker aðdáun áhorfenda ef hann speglar þennan „raun- veruleika“ á sem trúverðugastan hátt. O rðin sem hér ber að taka með varúð eru þó einmitt „raunveruleiki“ og „trúverðugur“. Hvað er raunveru- legra við eina hreyfingu umfram aðra á leiksviði? Er ekki allt jafnraunveru- legt á leiksviðinu ef það er þar á annað borð? Eini raunverulegi „raunveruleikinn“ á sviðinu er sú staðreynd að þar stendur leikari og í salnum sitja áhorfendur. Í öllum tilfellum verður svo til samkomulag milli áhorfenda og leikenda um hvers konar blekking skuli við- höfð, hvers konar saga skuli sögð og með hvaða hætti. Þetta samkomulag er stíll þeirr- ar sýningar. Raunverulegra getur það ekki orðið. Á sama hátt er eini raunveruleiki kvikmyndar- innar hinn tæknilegi umbúnaður og áhorf- endurnir í salnum. Þar er samkomulagið um blekkinguna tvöfalt (a.m.k.) þar sem áhorf- andinn fellst á að það sem hann horfir á sé í vissum skilningi að gerast á því augnabliki þó ljóst sé að svo sé alls ekki og að það sé að gerast annars staðar og á öðrum tíma því mjög fáar – ef nokkrar – kvikmyndir hafa reynt að blekkja áhorfandann til að trúa því að sagan sé að eiga sér stað í kvikmynda- salnum sjálfum á rauntíma. Að baki þessu er svo hið sjálfsagða blekkingarsamkomulag um að öll sagan sé tilbúningur eins og hún legg- ur sig og kvikmyndalistin sé í sjálfu sér ein allsherjar blekking. Það hefur hins vegar ekkert með áhrifin að gera og líklega er hin tilfinningalegi veruleiki, upplifun áhorfandans innra með sjálfum sér hinn eini sanni veru- leiki þegar allt kemur til alls. Eftirhermulist hinnar vestrænu leiklistar, natúralisminn sem Rússinn Stanislavskí er iðulega rangnefndur upphafsmaður að, hefur aldrei risið hærra en í sjónvarpi og kvik- myndun síðustu áratugina. Þar er nánast ávallt byggt á natúralískum stíl í leik, stíl sem er orðinn svo samgróinn skynjun okkar á miðlinum að engum dettur lengur í hug að tala um hann sem sérstakan stíl heldur sem hina viðurkenndu aðferð, normið, til að segja sögur í leiknu myndrænu formi með persón- ur í forgrunni. Blekking natúralismans felst þó ekki í ótrúverðugleika túlkunar leikarans heldur í mjög svo meðvituðu vali höfundarins, leik- stjórans og leikmyndahönnuðarins á bak- grunni og aðstæðum sem leikarinn með per- sónutúlkun sína er svo settur í. Stílfærsla natúralismans er þannig ekki fólgin í falskri túlkun leikarans, heldur fölsun og sam- þjöppun þeirrar sögu sem ávallt er stiklað á og gerir kröfu til þess að vera meðtekin sem „sneið af veruleikanum.“ Það er svo ekki nema leikarinn brjóti af sér hlekki hefð- arinnar og gefi túlkunarhugmyndum sínum annað líkamlegt form en hið natúralíska að upp kemst um svikin; þá verður augljóst hversu brotakennd frásögnin er og víðsfjarri þeirri viðburðahægu framrás sem veruleikinn annars ávallt er. Samþjöppun dramatískra „veruleikamynda“ í myndrænni frásögn í nát- úralískum kvikmyndum eða leiksýningum er nákvæmlega jafnmikil – á stundum meiri – stílfærsla en annars konar framsetning sem þó kallast í daglegu tali „stílfærð“. S amræmi þessa stíls – heildarmyndin – er þó snöggtum meiri í kvikmyndum en leiksýningum nútímans. Þróunin í leikhúsunum hefur nefnilega verið sú, að samhliða því að leikmyndahönnun, lýsing og búningahönnun hefur þróast í samræmi við myndlistarhugmyndir 20. aldarinnar og sjaldan verið langt undan því sem efst er á baugi; konseptlist, óhlutbundin list, högg- myndalist (skúlptúrar í öllum sínum fjöl- breytileika) hafa sett mark sitt á umgjarðir leiksýninga, lýsing er gjarnan eitthvert sam- spil expressjónískra formhugmynda og fín- legs impressjónisma þar sem andrúmsloft og þrívíðir möguleikar á mótun ljóss eru nýttir á ýmsa vegu í svörtu rými leiksviðsins. Lykil- hugtak í leikhúsinu á undanförnum árum hef- ur einmitt verið „rými“. Rýmisnotkun er jafnvel orðið annað orð yfir leikmynd þegar hinir tvívíðu flekar með þrívíðum myndum hafa mátt láta undan. Þessi þróun hefur gerst á undanförnum áratugum, stundum hægt og stundum hratt, en leikarinn hefur staðið þetta allt af sér og þumbast við að túlka á sinn hefðbundna nat- úralíska hátt, stundum algjörlega utangátta á sviðinu í framandi umgjörðinni en stendur þó oftar uppi sem sigurvegarinn þar sem túlkun hans og líkamleg nærvera vegur þyngra en þögult myndverkið (rýmið) sem honum er ætlað að hreyfa sig í. Best tekst auðvitað þegar hvorttveggja fellur hvort að öðru, annaðhvort sem andstæður eða samstæður. V issulega hafa fjölmargir merkir leik- húsmenn risið upp gegn ofurvaldi natúralismans og farið aðrar leiðir í listsköpun sinni. Líkami leikarans hefur verið settur í fullan fókus, ýmsar kenn- ingar verið smíðaðar um hvernig leikarinn geti gert þetta og hitt án texta, án ljósa, án umgjarðar án alls, nema áhorfenda. Þannig hafa menn þreifað sig afturábak í gegnum völundarhús kenninganna og talið sig komast næst upprunanum með því að henda út öllu nema þessu tvennu, leikaranum og áhorfand- anum…og fáeinum ljósum …og hljóðkerfi og … niðurstaðan er einfaldlega nýr sjón- rænn stíll í leikhúsi, sem reiðir sig á tæknina, notkun rýmisins og túlkun leikarans. Vandi leikarans gagnvart textanum sem höfundurinn hefur lagt til er þó oft á tíðum sá að koma til leiks gyrður ryðföllnu sverði natúralismans og hefjast handa vígreifur við að skera upp hugmyndaheim höfundarins og leita undir yfirborðið að tilfinningalegum for- sendum persónanna, gera sér í hugarlund líf þeirra utan leikritsins, skapa þeim bakgrunn – og jafnvel forgrunn – þegar engar slíkar forsendur eru til staðar af höfundarins hálfu. Ekki bætir svo úr skák þegar leikarinn yfir- færir eigin persónulega reynslu á hug- myndaheim höfundarins til að finna fyrir- myndir að tilfinningamynstri persónanna þegar í rauninni er ekki við neitt annað að fást en tákn á blaði sem ummyndast í hljóð með ákveðna merkingu þegar leikarinn ljær þeim rödd sína, hugsun og líkama. Merking textans þarf ekki að verða óskiljanlegri eða yfirborðskenndari þrátt fyrir að slíkri nálgun sé hafnað. Oft á tíðum gæti merkingin orðið snöggtum skiljanlegri ef ekki væri farið yfir lækinn í svo langa skógarferð eftir því tæra blávatni sem textinn kallar á og leikarinn þarfnast. Allt annað er óþarft. Í leit að lífsvatni Morgunblaðið/Jim Smart Eini raunverulegi „raunveruleikinn“ á sviðinu er sá að þar stendur leikari og í salnum sitja áhorf- endur. Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason í Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu 2001. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is RÉTT ER það hjá Brynhildi Þór- arinsdóttur, ritstjóra Tímarits Máls og menningar, að í heftinu er víða kafað í bækur síðastliðins árs og reyndar fleira. Athyglisvert er það sem hún segir í ávarpi til lesenda um það að fólk líti ekki við ljóðum og á þá við dræma sölu ljóðabóka. Með þessu er að vísu ekki öll sagan sögð. Það er staðreynd að mikill ljóðaáhugi er fyrir hendi. Fólk les mikið ljóð þótt það kaupi fáar ljóða- bækur, má í því sambandi minna á útlán bókasafna, ljóðadagskrár og það að fólk gluggar í ljóðabækur í búðum án þess að tryggja sér eintök af bókunum. Hér er vettvangur að hugsa um fyrir athafnasama útgefendur, fjöl- miðla og sölufólk. Tímarit Máls og menningar reynir að „blása lífi í umræðuna“ og er það út af fyrir sig virðingarvert. Jón Yngvi Jóhannsson á grein sem nefnist Í alvöru talað og fjallar hún að mestu um skáldsögur frá í fyrra og telur að ljóðið sé orðið eign hinna fáu. Þótt eitthvað sé til í þessu hjá Jóni Yngva er ástæða til að draga það í efa og vona að breytingar séu í vændum. Grein Jóns Yngva um skáldsögur er prýðilega unnin og virðist mér honum takast að skýra stefnumið, einkum ungra höfunda. Hann leggur áherslu á einlægni og að takast á við samtímann án kaldhæðni. Það er greinilega eitthvað að gerast í ís- lenskri skáldsagnagerð. Einlægnin er líka í ljóðunum og kemur þá Ingibjörg Haraldsdóttir upp í hugann með verðlaunabókina Hvar sem ég verð. Soffía Auður Birgis- dóttir er dáleidd af þessari bók og er ástæða til þess því að ljóðin eru góð. Hún skrifar margt um bók- ina, þó ekki beinlínis frumlega. Ingibjörg hefur minnt á að hún er ekki sammála því að ljóðið sé í dauðateygj- um og gerði það eftir- minnilega við afhend- ingu verðlaunanna þegar hún sagðist ekki taka undir slíkt svartagallsraus. Ég hef tilhneigingu til að vera sammála Ingibjörgu. Fróðlegt er að lesa grein Kristínar Árnadóttur, Hverra manna er Er- lendur?, um sögur Arnalds Indriða- sonar um Erlend Sveinsson og tengsl þeirra við sænsku raunsæis- sakamálasöguna. Fróðlegast er þó að lesa bækur Arnalds, til dæmis Röddina. Vera má að Erlendur sé skyldur Svíum eins og Kristín full- yrðir. Meira er um vert að Arnaldi hefur nú tekist að skrifa eftirtektar- verðari skáldsögur en áður. Fyrstu skáldsögurnar minntu aftur á móti á hasarsögur og bíó. Kristján B. Jónasson á nokkuð „glannalega“ grein sem hann nefnir Barkaþræðing ljóðsins og vitnar oft í Gottfried Benn mér til mikillar ánægju. Það er rétt hjá Kristjáni að „þótt hægt sé að endurgera með mik- illi nákvæmni ýmis formleg einkenni genginna skáldskaparforma, til dæmis minnisfræðileg og hljóðfræði- leg fyrirbæri eins og stuðlasetningu, geta þau ekki þjónað sem burðarásar samtímalegrar skáldskaparfræði“. Það er ekki alltaf auðvelt að skilja Kristján, hann skrifar þannig stíl, en ef mér bregst ekki er hann að minna á að hið hefðbundna ljóðform (í víð- um skilningi) sé í rauninni dautt og nauðsynlegt sé að skilja „módernísk- ar forsendur ljóðlistar á tuttugustu öld“. Ég ætla að bæta við og ítreka að ung skáld þurfa að þekkja það sem við köllum stundum byltingu ljóð- formsins og var mest áberandi á lið- inni öld, þekkja sem mest og vissu- lega líka fortíðina. Það er fjölbreytt efni og líflegt í þessu tímaritshefti. Læt ég nægja að benda á sérkennilega ritsmíð Bjarna Bjarnasonar rithöfundar, Palla, og get nefnt fleira, til að mynda hugleið- ingar um Jón Sigurðsson eftir Sverri Jakobsson, efni um myndlist og sálfræðitrylla og enn er pólitíkin ekki dauð, að minnsta kosti ekki sem við- fangsefni, samanber úttekt Ævars Arnar Jósepssonar. TÍMARIT Margskyns efni 1. tbl. 64. árgangur. Ritstjóri Brynhildur Þórarinsdóttir. Hönnun og umbrot Ingi- björg Blöndal. Hönnun Ólöf Birna Garð- arsdóttir. Oddi prentaði. Mál og menning 2003 – 64 síður. TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Bókmenntir og önnur mál Jóhann Hjálmarsson Brynhildur Þórarinsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir NÚ standa yfir vortónleikar hjá tón- listardeild Listaháskóla Íslands og eru tónleikar eftirfarandi: Mánudagur: Hráisalur kl. 20 Kolbrún Hulda Tryggvadóttir – sópran, Ólafía Linberg Jensdóttir, sópran, Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran, Sun Na, fiðla. Undirleikarar á píanó: Árni Heimir Ingólfsson og Richard Simm. Þriðjudagur: Hráisalur kl. 20 Hafdís Vigfúsdóttir, flauta, Hall- grímur Jónas Jensson, selló, Sigrún Erla Egilsdóttir, selló. Undirleikari á píanó: Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Richard Simm. Miðvikudagur: Hráisalur kl. 20 Gróa Margrét Valdimarsdóttir – fiðla, Guðrún Rútsdóttir, básúna, Ingi Garðar Erlendsson, básúna, Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðla, Hallgrímur Jónas Jensson, selló, Kristján Karl Bragason, píanó. Und- irleikari á píanó: Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Vortónleikar í LHÍ Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafn- arborg á mánudag: Úr vinnustofu Louisu Matthíasdóttur og Með lífs- marki, sýning á verkum Hlífar Ás- grímsdóttur og Ólafar Oddgeirsdótt- ur. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Sýningum lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.