Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 29 HÁVAR Sigurjónsson leikskáld er nýkominn heim úr för til Ohio í Bandaríkjunum þar sem nýtt verk eftir hann var frumsýnt á alþjóðlegri leiklist- arhátíð Ohio North- ern-háskólans. Þetta var í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin og var af því tilefni leitað til fjögurra evrópskra leikskálda og þau beð- in að semja verk sér- staklega fyrir hátíðina. Leikskáldin komu frá Portúgal, Eistlandi og Írlandi, auk Hávars. „Okkur voru sett nokkur skilyrði, eins og um lengd verksins, og það var jafn- framt ákveðið að búin yrði til ein leiksýning og verkin fjögur sýnd saman. Þekktur leikstjóri frá Skot- landi, Rita Henderson, var fengin til að setja verkin upp, tveir leik- myndahönnuðir voru fengnir frá Eistlandi til að sjá um umgjörðina en leikararnir og tæknimenn voru úr röðum heimamanna. Við urðum líka að vera innan ákveðins ramma hvað varðar sviðsetninguna sjálfa, útfærslu og leikmynd þar sem öll verkin þurftu að passa inn í eina umgjörð. Leikararnir máttu ekki vera fleiri en fjórir en í mínu tilfelli voru þeir þrír. Þá vildu þeir einnig að verkið endurspeglaði á einhvern hátt menningarlegan bakgrunn leik- skáldanna en tóku nú samt fram að það væri sjálfgefið með uppruna höfundanna í öðrum löndum.“ Markmið að auka víðsýni nemenda Forsvarsmenn hátíðarinnar segja í efnisskrá hennar að tilefni að til- urð hátíðarinnar mætti rekja til at- burðanna 11. september 2001. Þá hafi háskólasamfélagið þar ytra spurt hvað gera mætti til að auka viðsýni nemenda og opna gáttir til annarra menningarheima ólíkra þeirra eigin. Alþjóðleg leiklist- arhátíð þar sem könnuð yrði sýn annarra þjóða á lífið var svar við þeirri spurningu. „Háskólinn þarna er lítill og stúdentarnir fremur eins- leitur hópur, – nánast engir af öðr- um uppruna en hvítum. Prófess- orinn, Niels Riess, sem átti hugmyndina að hátíðinni og skipu- lagði hana talaði sérstaklega um það hversu mikilvægt það væri fyrir háskólann að leggja sitt af mörkum til að auka víðsýni nemenda sinna, víkka sjóndeild- arhring þeirra og auka menningarlega hugs- un. En það sem var svo skemmtilegt var að auðvitað virkaði þetta í báðar áttir; opnaði glugga hjá þeim en líka á milli okkar og þeirra og svo milli okkar höf- undanna innbyrðis, því við kynntumst öll og urðum ljómandi góðir vinir. Tengslin urðu því til á alla vegu, og þann- ig séð var þetta mjög vel heppnað.“ Verk Hávars heitir Fe-male.com, sem hann kallar Karl-kona-sonur á íslensku. Það er um öldruð hjón og miðaldra son þeirra. „Verkið snýst mikið um sjálfsmyndina; þetta fólk er að velta upp eigin sjálfsmynd og annarra og spegla sig hvað í öðru og umhverfinu. Vinnan gekk svo þannig fyrir sig að við leikskáldin vorum búin að vera í sambandi við dramatúrg í skólanum frá því í haust og frameftir vetri og um ára- mótin voru handritin tilbúin og þá fékk leikstjórinn þau í hendurnar. Æfingar hófust seinni partinn í febrúar en við vissum ekkert hvern- ig þetta yrði unnið. Við mættum svo bara tveimur dögum fyrir frumsýn- ingu og það var svolítið sláandi að sjá sýninguna. Þetta var allt öðru vísi en ég hafði ímyndað mér, – hafði ekki verið alveg viss um hvernig verkið myndi virka. Það kom mér þó þægilega á óvart að sjá þetta og sýningin var ljómandi skemmtileg í heild sína þótt verkin ættu í raun ekkert sameiginlegt.“ Hávar segir að deildin við Ohio Northern-háskólann útskrifi fólk með BA-gráðu og í leiklist og öðrum tengdum greinum og aðstaðan var til hreinnar fyrirmyndar. „Þarna er háskólaleikhús, Freed Center, og þar eru tveir salir, stór 400 manna salur með öllu tilheyrandi og annar minni, – stúdíósvið. Leikhúsið þjón- ar þessu umhverfi, sem er þessi 7– 10.000 manna háskólabær, Ada, mitt inni í Ohio-ríki. Maður er eig- inlega úti í sveit þarna.“ Englabörn gera víðreist Þegar hefur verið ákveðið að sýn- ingin verði á dagskrá Edinborgar- hátíðarinnar í ágúst og Hávar hefur átt því láni að fagna að leikhúsfólk víða um heim hefur sýnt verkum hans mikinn áhuga. Leikritið Englabörn, sem var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu fyrir tveimur árum hefur farið víða og var flutt á leiklistarhátíðum í St. Pétursborg, í London, í Kanada í fyrrahaust og í janúar sl. á hátíð Schaubühne-leikhússins í Berlín. „Englabörnin virðast hafa fundið hljómgrunn víða og það er orðið klárt núna að það verður sett upp hjá Deutsches Theater í Göttingen næsta vetur. Það er svo ýmislegt fleira í farvatninu sem er ekki stað- fest. Sýningin í Göttingen verður fyrsta „alvöru“ uppfærslan á verk- inu erlendis því hinar fjórar voru það sem kallað er sviðsettur leik- lestur.“ Næsta haust verður nýtt verk eft- ir Hávar, Pabbastrákur, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu, verk sem leikhúsið pantaði hjá honum og Hilmar Jóns- son leikstýrir. „Æfingar hófust í byrjun febrúar en í mars var gert hlé fram yfir páska. Þá verður verk- ið fullæft og frumsýnt á Litla svið- inu í byrjun september,“ segir Hávar. Á leikrit á Edinborgarhátíð, í Göttingen og Þjóðleikhúsinu Hávar Sigurjónsson begga@mbl.is Morkinskinna, Hverfisgötu 54, kl. 13 Yuri Bobrov, prófessor í íkona- fræðum og miðaldalist við Listahá- skólann í St. Pétursborg, metur íkona, aldur þeirra og uppruna. Í DAG Norræna húsið kl. 12 Hádegistón- leikar norska kórsins Ra Sanglag. Kórinn er skipaður 46 blönduðum söngröddum frá Ågårdstrand í Borro við Óslóarfjörð. Kórinn var stofnaður 1926 og hefur ferðast víða innanlands sem utan. Stjórnandi kórsins er Inga Kjæraas. Hún hefur starfað hjá kórn- um síðan 1999. Inga Kjæraas útskrif- aðist í söngkennslu og kórstjórn frá Tónlistarháskólanum í Østlandets 1989. Þjóðlagatónlistin hefur skipað ákveðinn sess í starfi hennar sem stjórnanda og hefur hún staðið fyrir mörgum þjóðlagatónleikum. Ókeypis aðgangur. Á MORGUN  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt frá stjórn Fé- lags íslenskra bókaútgefenda: „Stjórn Félags íslenskra bókaút- gefenda fagnar þeim hugmyndum sem fram hafa komið í aðdraganda al- þingiskosninga um að lækka eða fella niður virðisaukaskatt af bókum. Ljóst er að slík aðgerð yrði mikil lyftistöng fyrir íslenskan bókamarkað, það stað- festir reynsla annarra landa þar sem skattar af bókum hafa verið felldir niður eða lækkaðir svo um munar. Með lægra bókaverði er stuðlað að auknum bóklestri í landinu og fjöl- breyttari bókaútgáfu. Það felur líka í sér umtalsverða kjarabót fyrir fram- halds- og háskólanema sem standa sjálfir undir öllum sínum bókakosti. Nútímalegt atvinnulíf gerir sífellt auknar kröfur um símenntun og end- urmenntun starfsfólks og í þeim efn- um er greiður aðgangur að bókum lykilatriði. Stjórn Félags íslenskra bókaútgef- enda hvetur íslenska stjórnmála- flokka til að sameina krafta sína í því að fella niður virðisaukaskatt af bók- um og skipa Íslandi þannig í sveit með þeim þjóðum sem þegar hafa stigið það metnaðarfulla skref, s.s. Norð- mönnum, Írum og Bretum. Slík að- gerð yrði glæsilegt framlag til stuðn- ings bókaútgáfu á okkar litla mál- svæði og landsmönnum öllum hvatn- ing til aukins lestrar.“ Ályktun frá bókaútgefendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.