Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is Sparnaðarþjónusta FRAMKVÆMDIR standa nú sem hæst við smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá við hringveg- inn. Brúin er um 700 metrum neðar en gamla brúin sem nú er ekið um yfir Þjórsá. Svanur G. Bjarnason, sem gegnir störfum umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi, segir að vegagerð að brúarstæðinu hafi byrjað sl. haust og brúarsmíðin verið komin í fullan gang eftir áramót. „Framkvæmdir ganga ágætlega og eru á áætlun,“ segir hann. Verk- lok eru áætluð 30. september nk. Verktakafyr- irtækið Háfell ehf. annast vegaframkvæmd- irnar og Vélsmiðjan Normi hf. brúarsmíðina. Brúin er hönnuð hjá brúardeild Vegagerð- arinnar sem Einar Hafliðason veitir forstöðu. „Um er að ræða bogabrú sem verður í hópi stærri brúa á landinu, hún verður 170 metra löng, samverkandi stálbitabrú með steyptu gólfi,“ segir hann. „Jafnframt er undir henni að hluta 78 metra samverkandi stálbogi yfir farveg árinnar. Brúin er með 10 metra breiðri akbraut.“ Nýja brúin er þannig hönnuð að hún á að standa af sér stóran Suðurlandsskjálfta án þess að verða fyrir skemmdum. Morgunblaðið/RAX Smíði brúar yfir Þjórsá miðar vel  Brýr eiga/22 SJÁLFSTÆTT starfandi mat- vörukaupmönnum, oft nefndir kaupmaðurinn á horninu, hef- ur fækkað verulega á undan- förnum árum og áratugum. Í dag eru aðeins um tuttugu slíkar verslanir á höfuðborg- arsvæðinu en þær voru helm- ingi fleiri fyrir tíu árum. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda matvöruverslana sem reknar eru af sjálfstætt starfandi kaupmönnum þótt bróðurpartur slíkra kaup- manna sé og hafi verið fé- lagsmenn í Félagi matvöru- kaupmanna. Innan við tuttugu sjálf- stætt starfandi kaupmenn Samkvæmt upplýsingum frá Kaupmannasamtökunum, sem fyrrnefnt félag er aðili að, eru innan við tuttugu sjálfstætt starfandi kaupmenn á höfuð- borgarsvæðinu nú sem reka aðeins eina verslun hver. Fyrir aðeins tíu árum voru þeir tæp- lega fjörutíu. Heimir L. Fjeldsted, fyrr- verandi kaupmaður í Kjörbúð Reykjavíkur og fyrrverandi formaður Félags matvöru- verslana, tók saman fjölda verslana af þessu tagi í Reykjavík. Að hans sögn voru þær 31 árið 1999 en milli 50 og 60 1989. Af þessu má sjá að fækk- unin á sjálfstætt starfandi matvöruverslunum er veruleg. Samkvæmt ofangreindum töl- um hefur sjálfstætt starfandi matvörukaupmönnum fækkað um tíu á hverju fimm ára tíma- bili undanfarin fimmtán ár. Markaðshlutdeild fór úr 15% niður í 6–7% Tölur úr skýrslu Samkeppn- isstofnunar um matvörumark- aðinn frá árinu 2001 sýna þetta einnig. Þar kemur fram að árið 1996 voru aðrar versl- anir en þær sem tilheyrðu stórfyrirtækjum og verslana- keðjum með 15% markaðshlut- deild. Aðeins fjórum árum síð- ar, árið 2000, var markaðs- hlutdeild sjálfstætt starfandi matvöruverslana komin niður í 6–7%. Kaupmað- urinn á horninu að hverfa? Fækkað um tíu á hverju fimm ára tímabili  Hjartað/Sunnudagur MIKIÐ hefur verið um það að undanförnu að leigubílstjórar í Reykjavík hafi lagt inn leyfi til leigubílaaksturs. Ástæðan er verk- efnaskortur. Virk leyfi eru því komin niður undir 500, en sam- kvæmt reglugerð eiga að vera 570 leigubílar í borginni. Þrátt fyrir að færri stundi akst- ur leigubíla en áður hefur aðeins eitt nýtt leyfi verið gefið út síðan í nóvember 2001. Til skoðunar að breyta reglugerð um leigubílaakstur Samgönguráðuneytið hefur verið með til skoðunar að breyta reglu- gerð um leigubílaakstur á þann veg að fækka leyfum. Reglugerð- ardrögin gera ráð fyrir að fyrir hver þrjú leyfi sem lögð eru inn verði eitt nýtt gefið út. Borgarráð Reykjavíkur hefur lýst andstöðu við þessa breytingu, en félög leigu- bílstjóra styðja hana. Ástæðan fyr- ir því að settar hafa verið fram hugmyndir um fækkun leyfa er að verkefnum leigubílstjóra hefur fækkað. Um 500 virk leyfi en reglur segja 570 leyfi nauðsynleg Leigubílstjórar með leyfi geta lagt inn leyfi tímabundið. Reglu- gerð heimilar þeim að leggja inn leyfi í fjögur ár á 10 ára tímabili. Sigurður sagði að ef tekið væri til- lit til þeirra sem lagt hefðu inn leyfi væru rétt rúmlega 500 leigu- bílar í akstri í Reykjavík. „Það hafa verið lögð inn mjög mörg leyfi að undanförnu. Þau hafa verið að koma inn mjög hratt síðustu mánuði. Ástæðan er sú að menn sjá sér ekki hag í því að gera út leigubíla. Það virðist vera það lítið að gera,“ sagði Sigurður Hauksson hjá Vegagerðinni, sem sér um málefni leigubílstjóra fyrir hönd samgönguráðuneytisins. Sigurður sagði að ástæðan fyrir því að ekki væru gefin út ný leyfi til þeirra bílstjóra sem beðið hefðu eftir að fá leyfi væri sú að útgefin leyfi væru um 570 eins og reglu- gerðin kveður á um. Það væri ekki hægt að gefa út fleiri leyfi jafnvel þó að öll leyfin væru ekki nýtt til leigubílaaksturs. Um 50 manns hafa sótt um leyfi til aksturs leigubíla, en dæmi eru um að menn á þeim lista hafi stundað leigubílaakstur í forföllum fyrir leyfishafa í allt að fimm ár. Sigurður viðurkennir að staða þessara manna sé erfið, en á með- an leyfin séu 570 hafi sú stefna verið mörkuð að gefa ekki út ný leyfi fyrr en niðurstaða sé komin í þá vinnu sem nú er í gangi varð- andi breytingar á reglugerð um leigubílaakstur. Ný leyfi til leigubílaaksturs ekki gefin út í rúmlega eitt ár Bílstjórar hætta akstri vegna verkefnaskorts STJÓRN Stangaveiðifélags Reykja- víkur ákvað á fundi sínum á fimmtu- dagskvöld, að fresta stofnun hluta- félags um veiðileyfasölu til utanfélagsmanna, en ákvörðun stjórnar um að stofna slíkt félag hafði vakið harðar deilur meðal fé- lagsmanna. Stjórn SVFR hafði verið hart gagnrýnd fyrir „illa undirbúið“, „illa ígrundað“, „flumbrugang“ og „að vinna ekki heimavinnu sína“ svo not- uð séu nokkur orð og setningar sem féllu á almennum félagsfundi 3. apríl síðastliðinn, auk þess sem gagnrýnt var að stjórn SVFR lokaði fundar- gerðum sínum í undirbúningi verk- efnisins og réð formann SVFR, Bjarna Ómar Ragnarsson, í launað starf til að stofna umrætt hlutafélag. Bjarni segir að fundargerðir séu oft með viðkvæmu innihaldi og að launa- mál sín séu eðlileg. Stjórn SVFR kú- venti eftir félagsfund  Stjórn/26 RÚMENSKA sígaunahljómsveitin Fanfare Ciocarlia er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds í sumar. Hljómsveitin, sem er ellefu manna hljómsveit blásara, leikur á tónleikum í Nasa 25. júní næstkomandi. Fanfare Ciocarlia er frá Zece Prajini í Austur- Rúmeníu, en hljómsveitina skipa þrír trompetleikarar, klarinettleikari, saxófónleikari, tveir hornleikarar, tveir túbuleikarar og tveir leika á trommu og slag- verk. Tónlist er sögð fjörug danstónlist í þeim anda sem tíðkast til sveita í Rúmeníu og víðar á Balkanskaga. Fanfare Ciocarlia hefur leikið á tónleikum víða um heim á undanförnum árum og inn á fjórar breiðskífur, en einnig var gerð heimildarmynd um hljómsveitina. Tónleikar sígauna- hljómsveitar  Tónlist frá heimsenda/61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.