Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HART hefur verið deilt ástjórn Stangaveiði-félags Reykjavíkur(SVFR) að undanförnuvegna ákvörðunar hennar að stofna hlutafélag um sölu veiðileyfa utan raða félagsmanna. Greinir menn á um orsakir fyrir nauðsyn þess að stíga slíkt skref, einnig um ágæti þess svo og ýmis vinnubrögð stjórnarinnar, m.a. þá ákvörðun að formaður félagsins hafi verið ráðinn í launað starf vegna þessa. Nýlega var félagsfundur hjá SVFR þar sem málið var á dagskrá og þar tóku tuttugu manns til máls og sýndist sitt hverjum. Í kjölfarið var ákveðið á stjórnarfundi SVFR að fresta stofnun hlutafélagsins, vinna málið áfram og leita eftir sam- þykki fyrir því á aðalfundi félagsins í nóvember nk. Asi og flumbrugangur Bjarni Júlíusson var um nokkurt árabil í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og hann var í hópi þeirra sem risu úr sætum á almenn- um félagsfundi á dögunum og fann málinu ýmislegt til foráttu. Hvað er helst athugunarvert við þá ætlun stjórnar SVFR að stofna rekstrarfélag um sölu veiðileyfa ut- an félagsins? „Í sjálfu sér er það mjög áhuga- verður kostur að skoða stofnun hlutafélags vegna tiltekinna þátta í rekstri SVFR. Við verðum auðvitað að vera vakandi og leyfa SVFR að þróast í takt við tímana og alltaf að hugsa um það hvað er best fyrir fé- lagið. Það er hins vegar þessi asi og flumbrugangur stjórnarinnar í þessu máli, sem er ámælisverður, ekki það að menn vilji ekki skoða nýjar hugmyndir.“ Hvað er þá athugunarvert við vinnubrögðin? „Málið er einfaldlega illa undirbú- ið og illa ígrundað. Stjórnin hafði tekið ákvörðun um að stofna umrætt hlutafélag. Hins vegar höfðu menn á þeim bæ ekki unnið heimavinnuna sína og efnislegar skýringar um rekstur hlutafélagsins og tilgang þess voru í algeru skötulíki. Öll sú vinna var eftir. Sagt var að hluta- félagið sé til komið vegna álits Sam- keppnisráðs og til að auðvelda markaðssetningu veiðileyfa. Hvað álit Samkeppnisráðs varðar þá er á fimmta ár síðan það var lagt fram og síðan hefur ekkert gerst í þeim mál- um, enda Samkeppnisstofnun önn- um kafin við að taka í lurginn á grænmetissölum og olíufélögum. Sú skýring stjórnar að það sé auðveld- ara að markaðssetja og selja veiði- leyfi í hlutafélagi er bara almennt snakk, menn hafa ekkert fyrir sér í þessu. Einhver stjórnarmanna SVFR sagði félagið vera steinrunn- ið! Þvílík rökleysa. SVFR er sterkt og öflugt félag, og ef félagið er „steinrunnið“ að einhverra mati, þá er það ekki félagsforminu að kenna, heldur þeim sem stjórna því. Ef SVFR er steinrunnið, þá eru það stjórnarmenn sem eru nátttröllin! Það þarf að fara rækilega yfir þetta mál og skilgreina markmið og tilgang hlutafélagsins miklu betur áður en ákvörðun um stofnun þess er tekin. Hvaða veiðileyfi verða seld í gegnum hlutafélagið? Hvaða að- gang hafa félagarnir að slíkum veiði- leyfum? Hvernig verður þeim út- hlutað? Hvað munu slík veiðileyfi kosta? Ennfremur þarf að skoða hvaða aðrar leiðir kunna að vera í stöðunni. Á félagsfundinum 3. apríl sl. var stungið upp á ýmsum leiðum: Þar var spurt hvort unnt væri að breyta SVFR í heilu lagi í hluta- félag, hvort unnt væri að gera er- lenda veiðimenn að félögum, kannski með skert réttindi miðað við íslenska félaga, og fleiri tillögur komu fram, sem vert er að kanna nánar. Síðan þarf að vinna rekstraráætl- anir, eitthvað mun það kosta að reka hlutafélagið og stjórna því. Hvaðan eiga þeir fjármunir að koma? Á að hækka veiðileyfin enn frekar? Ber markaðurinn slíka hækkun? Þetta þarf að greina og skoða áður en hlutafélagið er stofnað. Kannski kemur svo eitthvað í ljós þegar þessi vinna er unnin, sem breytir afstöðu manna til málsins.“ Hvað teldir þú vera réttu leiðina? „Niðurstaða félagsfundarins 3. apríl, var að mínu mati sú, að hluta- félagsstofnun sé áhugaverður kost- ur, en það beri að undirbúa málið miklu betur og bíða með stofnun fé- lagsins fram á haustið og láta aðal- fund skera úr um það. Flestir sem komu í pontu á fundinum lögðu ein- dregið til að stjórnin færi hægar í málið. Reyndar komu tveir hæsta- réttarlögmenn í pontu og töldu stjórnina hvorki hafa heimildir til að setja stjórnarformann félagsins á launaskrá né stofna þetta hlutafélag og vísuðu í lög og reglur félagsins. Stjórnin verður að hægja aðeins ferðina, skoða málið almennilega frá öllum hliðum og undirbúa það áður en hlutafélagið er stofnað. Réttast væri að leggja málið fyrir aðalfund og láta fundinn um að taka ákvörð- unina. Það má ekki gleymast að þetta er 64 ára gamalt félag í mjög föstum skorðum og menn eiga ein- faldlega að fara varlega þegar meiri- háttar breytingar sem þessar eru til umfjöllunar. Það má alls ekki gleyma félagslega þættinum í þessu máli.“ Telur þú að það hefði skaðað fé- lagið ef stjórnin hefði haldið sínu striki og stofnað umrætt félag strax? „Já. Ef stjórnin anar áfram í sömu vitleysunni og stofnar þetta félag án þess að vinna heimavinnuna sína, þá verður aldrei friður um þetta mál. Aðalfundur er æðsta vald í málefn- um félagsins og gæti þess vegna tek- ið það upp að leggja slíkt félag niður. Það hníga því öll rök að því að menn eigi að fara með gát í þetta mál.“ Að auka samkeppnishæfni Bjarni Ómar Ragnarsson, for- maður SVFR, segir að hlutverk væntanlegs rekstrarfélags verði „einkum að sjá um sölu á veiðileyf- um til utanfélagsmanna, bæði inn- lendra og erlendra til að gera félagið samkeppnishæfara“ eins og hann kemst að orði. Útskýrðu þetta nánar? „Árið 1999 var félagið kært til Samkeppnisráðs á þeirri forsendu að félagið væri að selja veiðileyfi til utanfélagsmanna og væri beinlínis að markaðssetja ársvæði til þeirra. Sérstaklega var vitnað í nýútkominn kynningarbækling á ensku um helstu ársvæði félagsins. Samkeppn- isráð ályktaði að sala til utanfélags- manna væri nær atvinnurekstri en félagsrekstri og því væri starfsemi SVFR í raun skattskyld eins og rekstur annarra fyrirtækja. Þetta varð til þess að félagið hefur ekki getað beitt sér sem skyldi í sölu til utanfélagsmanna. Undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á íslenska veiðileyfamarkaðinum. Stangaveiði- félögin hafa hægt og sígandi verið að missa samninga sína við veiðifélög bænda en í staðinn hafa einstakling- ar og rekstrarfélög tekið árnar á leigu. Sömu þróun má sjá víða er- lendis. Stangaveiðifélögum hefur því fækkað mikið og umsvif þeirra minnkað en í staðinn hafa öflug at- vinnufyrirtæki tekið yfir stóran hluta veiðileyfamarkaðarins. Stjórn SVFR hefur ákveðið að bregðast við þessu breytta ástandi og vera áfram öflugur og leiðandi aðili í leigutöku á veiðisvæðum og sölu á veiðileyfum. Til þess að svo megi vera þurfum við að geta selt veiðileyfi og kynnt okkar ársvæði til utanfélagsmanna jafnt sem fé- lagsmanna. Félagsmennirnir eru okkar styrkur og njóta áfram sem hingað til forgangs, en til að geta boðið upp á góðar veiðiár er nauð- synlegt að selja hluta af dýrasta tím- anum til utanfélagsmanna, sérstak- lega til erlendra veiðimanna. Til að þetta sé mögulegt teljum við nauð- synlegt að stofna rekstrarfélag sem sjái um sölu á veiðileyfum til utan- félagsmanna.“ Hvers vegna var formaður félags- ins settur á laun í þessu sambandi? „Formaður félagsins var ekki ráð- inn á skrifstofu félagsins eins og haldið hefur verið fram heldur var hann ráðinn í tímabundið verkefni til þriggja mánaða. Honum var ætlað að vinna að stofnun rekstrarfélags- ins og í tengslum við það að endur- skoða sölu- og markaðsmál félags- ins. Að ég sé á launum er undantekning frá reglunni þar sem þetta þótti vera vinna umfram það sem eðlilegt væri að formaður ynni sem hefðbundið formannsstarf. Ég minnist þess að fyrrverandi formað- ur SVFR, Kristján Guðjónsson, tók saman vinnustundir sínar sem for- manns eitt árið og taldist honum til að þær væru um 600 klukkustundir. Ég held að þegar félagsmenn velta þessu fyrir sér, sé ýmislegt sem mælir með þessu, en við munum ræða þau mál nánar á næsta aðal- fundi félagsins.“ Hvað segirðu um gagnrýnisraddir um að málið sé illa unnið af hálfu stjórnar SVFR og illa kynnt fé- lagsmönnum? „Málið hefur alls ekki verið illa unnið af hálfu stjórnar. Stjórnin hef- ur verið að vinna í málinu síðan í jan- úar og farið í gegnum marga þætti þess og skoðað hvaða fyrirkomulag myndi henta félaginu best. Þá hefur verið leitað til endurskoðenda fé- lagsins varðandi málið og eins var fengið ítarlegt álit frá sérfróðum lögfræðingi. Báðir þessir aðilar telja að þetta sé skynsamleg ákvörðun hjá stjórninni. Varðandi kynninguna, þá er ég ósammála því að málið hafi verið illa kynnt. Eftir ítarlega umfjöllun í stjórninni, bæði á sérstökum stefnu- mótunarfundi og eins á stjórnar- fundum, þá var málið strax kynnt fyrir fulltrúaráði félagsins en það er stjórninni til halds og trausts í meiriháttar ákvörðunum. Þar tóku menn mjög vel í hugmyndina og var stjórnin hvött til að skoða málið enn frekar. Stjórnin hefur ennfremur kynnt málið fyrir félagsmönnum með ákveðnum hætti, t.d. var málið kynnt í Fréttabréfi félagsins, Veiði- fréttum og á vefsíðu félagsins. Þá var boðað til almenns félagsfundar 3. apríl sl. þar sem málið var kynnt og hvatt til umræðna. Ágætar um- ræður urðu um málið á fundinum.“ Hvers vegna voru fundargerðir lokaðar fyrir félagsmönnum þegar um var beðið? „Stuttu eftir að umræður um stofnun rekstrarfélagsins hófust hjá stjórninni spurðist eitthvað út um að verið væri að skoða þessi mál. Mörg viðkvæm mál tengdust umræðunni, t.d. varðandi viðsemjendur okkar og samkeppnisaðila. Til að hafa vinnu- frið með málið ákvað stjórnin því að loka fundargerðum fyrir fé- lagsmönnum í þrjá mánuði. Eins og gefur að skilja þá eru mörg mál sem koma til umfjöllunar hjá stjórn fé- lagsins. Sum málin eru þess eðlis að þau eru trúnaðarmál, t.d. gagnvart viðsemjendum okkar eða einstökum félagsmönnum og ekki eðlilegt að birta þau opinberlega. Öðrum mál- um þarf að halda leyndum tíma- bundið, t.d. gagnvart samkeppnisað- ilum okkar. Stjórn félagsins hefur hins vegar ákveðið að opna aftur fundargerðir félagsins og geta félagsmenn nálgast þær á skrifstof- unni viku eftir fund. Fundargerðirn- ar munu fjalla um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni og ákvarðanir stjórnar, en eðlilega er ekki hægt að birta trúnaðarupplýsingar sem tengjast viðsemjendum okkar, sam- starfsaðilum eða einstökum félags- mönnum. Þetta fyrirkomulag er í raun búið að vera í gildi í nokkur ár.“ Hvert verður þá framhald þessa máls? „Á félagsfundinum 3. apríl voru mjög gagnlegar umræður um þetta mál. Þar komu m.a. fram ábending- ar til stjórnarinnar að flýta sér hægt í þessum málum, skoða þau til hlítar og kanna fleiri möguleika. Á stjórn- arfundi 10. apríl var ákveðið að fara eftir þessum ábendingum og hægja á undirbúningsvinnu en undirbúa það mjög vel í haust og leggja það síðan fyrir aðalfund félagsins í nóv- ember. Tímabundnu verkefni mínu við þetta mál fer því senn að ljúka. Rekstrarfélagið verður því ekki stofnað nú eins og ætlunin var. Komi hins vegar upp einhverjar sérstakar aðstæður sem krefjast þess að stofna þurfi rekstrarfélagið fyrir að- alfund, þá liggur fyrir samþykkt allra stjórnarmanna að svo megi gera.“ Stjórn SVFR ætlar að flýta sér hægt Morgunblaðið/Golli gudm@mbl.is Skiptar skoðanir eru um stofnun hlutafélags SVFR vegna veiðileyfasölu til utanfélagsmanna. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Bjarna Ómar Ragnarsson, formann SVFR, og Bjarna Júlíusson, fyrrum stjórnarmann, sem hefur gagnrýnt stjórnina. Lax stekkur í Sjávarfossi Elliðaánna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.