Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 31
LEIKHÚSÁHUGAFÓLKI gefst tækifæri til að sjá verðlaunasýn- inguna Englar Alheimsins í upp- færslu Ágústu Skúladóttur í Tjarn- arbíói á þriðjudagskvöld kl. 20.30 en sýningin er á förum til London í boði Gate-leikhússins. Englar alheimsins er einleikur sem breski leikarinn Neil Haigh flytur en hann er höfundur leik- gerðarinnar eftir sögu Einars Más Guðmundssonar. Ástæða þess að þessi eina sýning er fyrirhuguð hérlendis núna er sú að Gate-leikhúsið í London hefur boðið þeim Neil og Ágústu að sýna í 2 vikur í leikhúsinu frá 7.–23. maí, alls 16 sýningar. Sýningin vakti mikla athygli á Edinborgarhátíðinni í fyrra og er boð Gate leikhússins afrakstur þeirrar velgengni. Gate leikhúsið er eitt þekktasta jaðarleikhús Lund- úna, þar sem áherslan er lögð á ný og spennandi leikverk. Að sögn þeirra Neils og Ágústu býður leik- húsið þeim alla aðstöðu endur- gjaldslaust og tekur þátt í kostnaði við kynningar en þar er við ramm- an reip að draga þar sem margir berjast um athyglina. Þau verða síðan sjálf að standa straum af kostnaði við ferðir frá Íslandi til London og datt þá í hug að efna til sérstakrar fjáröflunarsýningar. „Sýningin í Tjarnarbíói á þriðju- dagskvöldið er einmitt hugsuð sem fjáröflunarsýning. Við erum að vona að aðsóknin á sýninguna skili okkur til London,“ segir Ágústa. Þau Ágústa og Neil segja að upphaf þessa verkefnis megi rekja til þess er Ágústa gaf Neil söguna í jólagjöf árið 1998 í enskri þýðingu Bernards Scudder. „Seinna vorum við svo beðin að leggja til atriði á Íslendingadagskrá sem sendiráðið í London stóð fyrir. Þar hófst þetta í rauninni því okkur datt í hug að leiklesa stuttan kafla úr bókinni,“ segir Ágústa. Neil bætir því við að hann hafi síðan lagt hugmyndina að einleik eftir sögunni fyrir leikhússtjóra í Huddersfield í Norður-Englandi sem hafi tekið því afskaplega vel. „Ég var ekki byrjaður á leikgerð- inni þá en þegar þetta var ákveðið þá varð ég að standa við mitt. Síð- an höfum við unnið við þetta með hléum og á milli annarra verkefna því þetta hefur ekki skilað neinum tekjum fram að þessu. En við höf- um alltaf haft tröllatrú á þessu verkefni og það er að skila sér núna eftir nærri þrjú ár,“ segja þau Neil Haig leikari og Ágústa Skúladóttir leikstjóri Engla al- heimsins. Englarnir í London Morgunblaðið/Jim Smart Neil Haig og Ágústa Skúladóttir eru á leið utan með Engla alheimsins. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 31 Kynning verður á nýju sumarlitunum „Crazy Flower“ og öðrum spennandi nýjungum í Lyfju Mánudagur 14. apríl, frá kl. 13 – 17 • Smáratorgi Þriðjudagur 15. apríl, frá kl. 13 – 17 • Lágmúla Miðvikudagur 16. apríl, frá kl. 13 – 17 • Laugavegi S ólris ehf / JB B Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Budapest þann 5. maí í beinu flugi til þessarar heillandi borgar sem er að verða einn vinsælasti borg- aráfangastaður Íslendinga. Fararstjór- ar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir og þú velur um úrval góðra hótela í hjarta borgarinnar. Vorið er komið í Budapest og þetta er fegursti tími ársins til að kynnast þessarri fögru borg. Vikuferð til Budapest 5. maí frá kr. 29.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Flug og gisting í viku, Tulip Inn, 7 nætur með morgunmat, m.v. 2 í herbergi. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 29.950 Flugsæti til Budapest, út 5. maí, heim 12. maí. Flug og skattar per mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Hugmyndasamkeppni LEIKLISTARSAMBAND Ís- lands stendur fyrir hugmynda- samkeppni um hönnun og útfærslu fyrir Íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, sem veitt verða í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðleik- húsinu 16. júní. Verðlaunin verða veitt fyrir framúrskarandi árangur á sviði leiklistar á Íslandi. Þátttakendur skulu senda full- mótaðar hugmyndir að táknræn- um verðlaunagrip sem hægt verð- ur að fjöldaframleiða um ókomin ár. Gripurinn þarf að vera úr var- anlegu efni, 30 cm á hæð og 15 cm á breidd og ekki vega meira en 2 kg. Verðlaun fyrir sigurtillöguna er 100.000 kr. Frestur til að skila inn hug- myndum rennur út miðvikudaginn 30. apríl kl. 16. Senda skal teikn- ingar og tillögur undir dulnefni til Leiklistarsambands Íslands, Lind- argötu 6, 101 Reykjavík, merkt „hugmyndasamkeppni“. Nafn, heimilisfang og símanúmer höf- undar fylgi með í sérstöku um- slagi. Páskahátíð í glugga- galleríi INGIBJÖRG Böðvarsdóttir sýnir í gluggum Heima er best, Vatnsstíg 9, fram til 22. apríl og nefnist sýningin Páskahátíðin á Málaga 2002. Ingibjörg lauk BA-gráðu í mynd- list frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og stundar nú framhaldsnám við Universidad Complutense de Madrid á Spáni. Ingibjörg er meðlimur í Circulo de Bellas Artes í Madrid. Hún hefur haldið sýningar á ýmsum vettvangi ein sér eða í félagi með öðrum og er þetta þriðja einkasýning hennar. Páskavikan er haldin mjög hátíð- leg á Spáni ekki síst í Andalúsíu. Myndir sýningarinnar eru allar teknar í Málaga í Andalúsíu árið 2002 og sýna þær hluta af þeim fjöl- mörgu skrúðgöngum sem þar eru farnar í nafni trúarinnar. ♦ ♦ ♦ Pólskur harmonikku- leikur PÓLSKI harmonikkuleikarinn Kryzysztof Olczaker heldur tón- leika í Norræna húsinu kl. 18 á morgun, mánudag. Hann hefur að- allega flutt samtímatónlist, bæði í Póllandi og erlendis. Verk hans hafa verið flutt á ýmsum tónlist- arhátíðum, m.a. Music Biennale í Berlín, International Studienwoch í Bonn, Warsaw Autumn og Gdansk Encounters of young Composers. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun bæði sem tón- skáld og hljóðfæraleikari. Á tónleikunum flytur hann verk eftir J.S. Bach, Chanson, L. Milán, L. de Narváez, V. Trojan, Arne Nordheim, Larry Lake og og tvö lög eftir sjálfan sig. www.solidea.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.