Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖGNI BJÖRN JÓNSSON, Keldulandi 3, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 15. apríl kl. 13.30. Málfríður Hadda Halldórsdóttir, Esther Gerður Högnadóttir, Marteinn Karlsson, Þórunn Högnadóttir, Brandur Gunnarsson, Aron Högni, Hadda Rakel, Tristan Þór, Magnea Rut, Birgitta Líf, Birgir Þór. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA PÉTURSDÓTTIR, Holtsgötu 37, Reykavík, lést á heimili sínu föstudaginn 4. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. apríl kl. 13.30 Ragnar Guðmundsson, Dagný Björnsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Gyða Hansen, Pétur Ingi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn og bróðir okkar, ÞORSTEINN MAGNÚSSON, Svartagili, Norðurárdal, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 15. apríl kl. 13.30. Adda Magný Þorsteinsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Davíð Magnússon, Hrafnhildur Sveinsdóttir. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR söngkona, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánu- daginn 14. apríl kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minning- arsjóð Söngskólans í Reykjavík: 101-05-265646, kt. 570474-0739 eða í síma 552 7366. Páll Þorsteinsson, Einar Ólafur Pálsson, Katrín Guðjónsdóttir, Eggert Pálsson, Salvör Nordal Valur Pálsson. Laura Marie Stephenson, barnabörn og barnabarnabörn. Föðursystir okkar, ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Hrísateigi 6, sem andaðist á Skjóli sunnudaginn 6. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 15.00. Gyða Ólafsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir. Ég færi þér afar vondar fréttir. Hann Alli Kalli er dáinn, sagði vina mín og skóla- systir okkar beggja frá Ísafirði, er ég svaraði símanum. Við öll höfum haldið hópinn með því að hittast reglulega, oft nokkra daga í senn, allt frá æskuárum. Mér brá og vissi vart hvað skyldi segja, svo löng og mikil sem vinátta hafði verið með mér og Alla Kalla, eins og hann var jafnan nefndur í hópi okkar vina sinna, sem hann ávallt sýndi væntumþykju og trúnað. Þegar sækja skal í sjóð minning- anna frá æsku og langri lífstíð er svo ótal margs að minnast. Leikur og störf Alla Kalla, frá blautri barn- æsku, að segja má, voru svo mörg og á fjölmörgum sviðum, skóla-,skáta-, íþrótta-, leikhúss-, pólitískum vett- vangi og ótal annars. Margt af því þekkja aðrir betur en ég og munu minnast hans þar. Minningar mínar um þennan góða dreng eru nær endalausar bæði frá fullorðinsárum og þá ekki síður úr æsku. Frá leikvelli, fjöru, bryggju, bátum, skátastarfi, skólagöngu, skíða- og fjallaferðum og ótal mörgu öðru. Hann var leikbróðir og vinur minn, sem og annarra æskufélaga okkar beggja. Og svo sungum við Alli Kalli saman í tríói með Birgi Benja- mínssyni, sem drukknaði ungur. All- ar minningar mínar um þá báða eru ljúfar. Hann var heilsteyptur maður og glaðsinna. Þar sem hann var nærri á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar, en hann var líka alvöru- maður þar sem það átti við. Hlýja, velvild og tryggð var ríkur þáttur í fari þessa glaðsinna góð- mennis. Það er mín hyggja að öllum hafi hann viljað gott gera. Alli Kalli var virkur þátttakandi í lífinu öllu. Hann var hvergi bara hjásetumaður og áhorfandi. Öllu því sem til fram- fara horfði í umhverfi sínu lagði hann við hugsun, tíma og starf og tók virk- an þátt á svo margvíslegum sviðum mannlífsins að fyrir marga hefði helftin verið nóg. Hann var alltaf fús til að taka til hendinni þar sem þörf var á, og að ég hygg, alltaf og all- staðar til heilla. Við leik- og skólasystkini frá Ísa- firði þökkum ævilanga vináttu. Svo mikil er væntumþykja og virðing okkar allra, að nú, eftir langa ævi og góða kveðjum vin okkar Alla Kalla og vottum jafnframt lífsförunaut hans og vinkonu okkar, Sigríði Friðberts- dóttir frá Súgandafirði og sex börn- um þeirra og afkomendum öllum samúð okkar, er okkur öllum, æsku- vinum hans, ekki síður en þeim, harmur í hjarta og innilegur sökn- uður að þessum góða vini gengnum. Fyrir hönd æskuvina og skóla- systkina, Kristján Arngrímsson. Vinirnir hverfa einn af öðrum. Æskuvinur minn og félagi til margra ára, Albert Karl Sanders, hefir nú kvatt þetta jarðlíf. Með honum er genginn eftirminnilegur og góður drengur, sem setti sterkan svip á samfélag sitt vegna fjölþættra hæfi- leika sinna og persónuleika. Kynni okkar hófust í fyrsta bekk í barna- skóla árið 1936, en áður þekktumst við lítið, þar sem við ólumst upp í sitt hvorum bæjarhluta, en milli þeirra var lítill samgangur á þessum árum. Þá tengdumst við vináttuböndum, sem efldust og styrktust með árun- um. Á unglingsárum urðum við fé- lagar í margvíslegu æskulýðsstarfi, en urðum síðan vinnufélagar um langt árabil, allt þar til hann ákvað að ALBERT KARL SANDERS ✝ Albert KarlSanders fæddist á Ísafirði 20. mars 1929. Hann varð bráðkvaddur 3. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 11. apríl. flytja með fjölskyldu sína til Suðurnesja í byrjun sjöunda áratug- arins. Albert Karl Sanders var borinn og barn- fæddur Ísfirðingur. Hann ólst upp í Al- bertshúsi á Bökkunum á Ísafirði og naut þeirra forréttinda, eins og margir jafnaldrar hans að stunda nám í skóla Karitasar Hafliðadótt- ur, þeirrar merku skólakonu. Þegar hann hafði aldur til, hóf hann nám í rafvirkjun hjá móðurbróður sínum Jóni Alberts og lauk sveins- prófi í þeirri grein 1951. Á námsárum sínum og síðar vann hann mikið vest- ur á fjörðum, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og þangað sótti hann sína elskulegu konu, Sigríði Friðberts- dóttur, sem er borin og barnfæddur Súgfirðingur. Árið 1953 hóf hann síð- an störf hjá togarafélaginu Ísfirðingi hf., þar sem hann starfaði, allt þar til hann flutti suður. Strax á unglingsárum komu í ljós óvenjulegir forystuhæfileikar Alla Kalla, eins og hann var jafnan kall- aður á þessum árum. Hann var alls staðar liðtækur, hvað sem hann tók sér fyrir hendur og náði víða langt. Á yngri árum tók hann þátt í flestum þeim íþróttagreinum, sem þá voru stundaðar á Ísafirði. Strax í barna- skóla var hann ágætur fimleikamað- ur og var í sýningarflokkum í mörg ár, síðast við vígslu Laugardalsvall- arins í Reykjavík 1959. Um árabil stóð hann í forystuhlutverki í sam- tökum íþróttamanna á Ísafirði og beitti sér þá fyrir margvíslegum nýj- ungum til eflingar íþróttunum. Allan sjötta áratuginn var hann lífið og sál- in í starfi ísfirzkra knattspyrnu- manna, bæði sem þjálfari og kepp- andi. Það verður ávallt svo, að sumir marka djúp spor í samtíð sína, sem lengi sér stað. Ísfirðingar munu lengi minnast Alberts Karls Sanders fyrir framlag hann til íþrótta- og æsku- lýðsmála bæjarfélagsins. Á sama hátt minnast þeir starfa hans með Leikfélagi Ísafjarðar um árabil, þar sem hann tók þátt í mörgum eftir- minnilegum uppfærslum. Það fór ekki á milli mála, að Ísfirðingar sökn- uðu þeirra hjóna, Sigríðar og Al- berts, þegar þau ákváðu að flytja með fjölskyldu sína til nýrra heim- kynna. En Njarðvíkingar kunnu líka að meta hæfileika Alberts Karls. Þar var honum fljótlega falinn margvís- legur trúnaður og síðar börnum hans. Það gladdi gamla vini hans fyr- ir vestan. Við Hulda sendum Siggu, börnum þeirra og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökk- um samfylgdina. Jón Páll Halldórsson. Að morgni fimmtudags hinn 3. apríl barst mér sú harmafregn að vinur minn, Albert Karl Sanders, væri fallinn frá. Okkar kunningsskapur byrjaði fyrir rúmri hálfri öld eða á haustdög- um 1951 þegar við vorum valdir sem fulltrúar okkar félaga í stjórn Skíða- ráðs Ísafjarðar sem stóð fyrir lands- móti á skíðum á Ísafirði í marsmán- uði 1952. Þarna voru okkar fyrstu kynni sem áttu svo eftir að vaxa og dafna í áranna rás. Kalli, eins og við vinir hans köll- uðum hann, var mikill persónuleiki og bjó yfir miklum hæfileikum sem komu sér vel fyrir bæjarfélagið okk- ar Ísafjörð meðan hann bjó hér. Hann var hér þekktur sem leikari og söngvari og mikill félagsmálamaður, einnig tók hann fullan þátt í hinu pólitíska starfi sem eindreginn sjálf- stæðismaður á Ísafirði. Er Kalli flutti suður til Njarðvíkur með fjölskyldu sína gerðist hann bæjarstjóri í Njarðvík og sat sem slíkur í 12 ár sem segir nú heilmikið um persónu- leikann. Okkar leiðir lágu þó mest saman í félagsstarfi fyir íþróttahreyfinguna og sem iðkendur og keppendur í knattspyrnu á Ísafirði. Þar myndað- ist hinn einlægi vinskapur sem aldrei hefur borið skugga á. Kalli var mikill leiðtogi í sér og átti hann mjög gott með að hrífa menn með sér til hinna ýmsu góðu verka. Á árunum frá 1955–65 var mikill uppgangur í knattspyrnu á Ísafirði og Ísfirðingar árlega að keppa til úr- slita um að komast í 1. deild, það var svo árið 1962 að sá langþráði draum- ur rættist, þá unnu Ísfirðingar 2. deildina og 1963 léku þeir í fyrsta sinn í efstu deild í knattspyrnu. Margir lögðu mikið á sig til að ná þessum árangri sem vakti mikla ánægju meðal bæjarbúa, en að öðr- um ólöstuðum átti enginn eins stóran og mikinn þátt í að þetta tókst og Kalli, hann var þjálfari liðsins, hann var fyrirliði og leikmaður. Öllum þessum hlutverkum gerði hann góð skil eins og kom fram í blaðadómum um leikina. Var hann ávallt nefndur sem einn albesti leikmaður liðsins. Á þessum árum unnum við Kalli mikið saman og styrktum grunninn að okkar góða vinskap. Eins og margir knattspyrnumenn þá urðum við Kalli báðir heillaðir af golfi og náði hann mjög góðum árangri í þeirri skemmtilegu íþrótt sem og öðrum íþróttum. Góð vinátta myndaðist milli okkar fjölskyldna og þótti okkur Maju gaman að heimsækja Siggu og Kalla og rifja upp gamlar minningar frá Ísafjarðarárunum. Sigga mín, við Maja og okkar fjöl- skylda sendum þér og þinni fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur vegna andláts Alberts K. Sanders. Far þú í friði, vinur. Björn Helgason, María Gísladóttir. Jarðsunginn er í dag Albert K. Sanders fyrrverandi bæjarstjóri í Njarðvík. Albert var margt til lista lagt, hann var mjög skýrmæltur og vel máli farinn. Leiklist, upplestur úr fagurbókmenntum léku honum á tungu þannig að ekki gleymist sam- tíðarmönnum sem fengu að njóta. Næmt auga fyrir samtíðinni í spé- spegli gerði hann ómissandi á árshá- tíðum og gleðistundum. Albert var vinur vina sinna og fáir fóru bónleiðir til búðar sem þurftu á liðsinni að halda. Sem samstarfsmaður og vinur er ég þakklátur fyrir kynnin og þær minningar sem samferð okkar tengj- ast hér á jörð. Eins og gerist með menn í bæj- arstjórastöðum voru Albert falin ým- is verkefni fyrir samfélagið og ekki fór á milli mála að þar sem hann var, fór ósérhlífinn dugnaðarforkur, ráðagóður og útsjónarsamur ein- staklingur. Hann sat í fjölda stjórna og ráða, kom að undirbúningi margra af mestu hagsmunamálum Suðurnesja og átti drjúgan þátt í að koma þeim í höfn. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja er án efa eitt af stærstu hagsmunamálum sem Albert tók þátt í. Hann sat í stjórn félagsins meira og minna frá apríl 1977 til ágúst 1986 og gegndi formennsku 1979 til 1980. Hann lagði gjörva hönd á plóg á þessum fyrstu árum fyrir- tækisins, og við sem í dag njótum ávaxta af erfiði frumherjanna getum seint fullþakkað. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja h/f kveður nú að leiðarlokum traustan samherja og frammámann um leið og þökkuð eru óeigingjörn störf í þágu fyrirtækisins. Jafnframt er eftirlif- andi maka og öðrum aðstandendum vottuð virðing og dýpsta samúð við fráfall Alberts Karls Sanders. Bless- uð sé minning hans. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja h/f. Það var óvænt og harmþrungin frétt sem okkur barst að morgni 10. þ.m. um að góður vinur, Albert Karl Sanders, hefði látist. Ég kynntist Alla Kalla, eins og hann var oftast nefndur, fyrir um 30 árum. Við störf- uðum þá sem bæjarstjórar. Frá þeim tíma er margs að minnast og ekki var alltaf allt bókað sem fram fór, orðum Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.