Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Bogason er einn af athygl-isverðustu náttúrufræðingumhér á landi. Hann er þó ekkilærður í háskóla heldur hefur hann aflað sér víðtækrar þekk- ingar sinnar af bókum og með eigin rannsóknum. Jón vann mestan hluta ævi sinnar sem sjómaður og sem rannsóknarmaður hjá Hafrann- sóknastofnun, en er nú kominn á eft- irlaun. Hann situr þó ekki auðum höndum heldur er hann með litla vinnustofu heima hjá sér þar sem hann situr daglangt við smásjána og greinir örlítil sjávardýr sem hann svo teiknar upp af mikilli nákvæmni. Jón er afar yfirlætislaus maður og lítið fyrir að tjá sig á opinberum vett- vangi en féllst að lokum á að segja blaðamanni undan og ofan af ævi sinni og störfum. „Þegar ég fæddist var ég svo veik- burða að mér var vart hugað líf og var ég þess vegna skírður skemmri skírn. Móðir mín var illa haldin af sykursýki auk þess sem nýbúið var að skera hana upp við gallsteinum svo hún gat illa annast um mig í fyrstu. En þá kom til skjalanna góð kona og tók mig að sér. Hún hét Guð- laug Fjeldsted og var hjúkrunar- kona að mennt. Ég held að ég eigi henni líf mitt að launa. Þegar ég tók fyrstu tönnina gaf þessi kona mér kuðung ættaðan frá Filippseyjum. Lambis lambis er latneska heitið á honum. Þannig kuðungar voru ekki á hverju strái í þá daga. Hvort kuð- ungurinn hefur skipt einhverju máli um það sem síðar varð veit ég ekki en ég varðveitti hann vel og nú á son- ur minn hann.“ Jón fæddist í Flatey á Breiðafirði hinn 9. apríl árið 1923 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bogi Guð- mundsson og Sigurborg Ólafsdóttir. Sigurborg var innfæddur Flateying- ur, en Bogi kom til Flateyjar um tví- tugt til að læra trésmíði. Hann vann meira og minna við þá iðn alla sína tíð þó að kaupmennska hafi verið að- alstarf hans. Hann byrjaði verslun- arrekstur árið 1908 í einu herbergi en byggði skömmu síðar Bogabúð og rak þar verslun til 1962. Árið 1936 keypti hann Vertshúsið af Magnúsi Magnússyni „vert“ en hjá honum hafði Bogi lært smíðar. Þar ráku for- eldrar Jóns hótel og greiðasölu í tíu ár. Þau eignuðust 11 börn og er Jón yngstur. „Við krakkarnir hjálpuðum til eft- ir því sem aldur og geta leyfði en höfðum samt nógan tíma til að leika okkur. Ég fékk ungur mikinn áhuga á öllu í náttúrunni og fuglar urðu mér snemma hugleiknir. Ég var ekki gamall þegar ég þekkti allar fugla- tegundirnar 24 sem verpa í Flatey og hvar hver einasti fugl verpti. Ann- ars var það sama hvert lífið var, ég hafði áhuga á því öllu. Fjaran var auðvitað gullnáma fyrir mig. Þar var alltaf eitthvað nýtt að finna enda heillaði hún mig mest af öllu. Ég undi þar tímunum saman, gáði undir steina, gróf í sandinn og safnaði pöddum og öðrum smádýrum. Ég var kallaður fjörulalli og pöddutelj- ari og ekki að ástæðulausu. En það þýddi lítið að spyrja fullorðna fólkið um náttúruna, t.d. um nöfn á dýrum smáum og stórum. Fólk vissi ekki mikið og fáir, ef nokkrir, höfðu svip- aðan áhuga á náttúrunni og ég. Ekki gat ég heldur leitað í bókum þar sem engar bækur um náttúrufræði voru til í þorpinu. Mér gekk því illa að fá nöfn á öll þessi dýr sem mér þóttu svo merkileg. Fjörugrúskið mitt á unga aldri kom sér þó vel þegar ég fór síðar að safna skipulega sjávar- dýrum. Þá gat ég gengið að hverri tegund þar sem hún átti heima því ég var búinn að afla mér vitneskju um það fyrir löngu í fjörunni heima í Flatey.“ Sjómennskan Þótt áhugi Jóns á náttúrunni hafi kviknað strax á unga aldri kom hon- um aldrei til hugar að læra neitt í því sambandi, verða t.d. náttúrufræð- ingur. „Ég ætlaði mér alltaf að verða sjó- maður, áhuginn beindist frá fyrstu tíð að sjónum. Mér kom aldrei til hugar að ég hefði svo miklar gáfur að mér hentaði langskólanám. Ég var 13 ára þegar ég var fyrst ráðinn á skip upp á kaup. Ég var sá eini af há- setunum sem var ráðinn þannig en hinir voru allir upp á hlut. Það var pabbi sem fékk þessu framgengt, hann var oft býsna ákveðinn hann pabbi. Ég var með eindæmum fisk- inn eins og oftast og var næsthæstur en það voru 18 manns í áhöfninni. Af einhverjum dularfullum ástæðum kom upp lús í skipinu rétt áður en við komum heim. Mamma aflúsaði mig niðri í Pakkhúsi. Hún klæddi mig úr hverri spjör, þvoði mér hátt og lágt og sauð öll fötin mín í stórum potti. Þannig endaði nú þetta ævintýri.“ Jón hefur margoft lent í hrakn- ingum á 30 ára sjómennskuferli sín- um og segir hann það mestu furðu að hann skuli enn vera á lífi. „Það var um sumarið 1937 að við fórum í róður, ég og Yngvi heitinn bróðir minn og maður að nafni Ólaf- ur Guðmundsson. Ég var búinn að útbúa færið mitt þannig að í stað þess að hafa einn krók á færinu var ég búinn að setja svokallaðan heilás á færið, er með tvo króka á því. Ég var búinn að frétta það að Færeying- ar notuðu mikið svona króka, en að Íslendingum væri illa við þetta. En kostirnir komu fljótt í ljós þegar við fórum að renna færunum. Þá dreg ég alltaf tvo fiska þegar þeir draga einn. Þeir bölva og ragna og Ólafur segir að þetta hljóti að vita á eitthvað illt. Svo um kvöldið þegar við ætlum að fara heim þá fer vélin ekki í gang. Og auðvitað er þessu kennt um, að ég hafi verið þarna með færi með tveimur krókum. Við verðum því að hífa upp segl og reyna að krusa á heimleiðinni. Það var orðið svo hvasst að við höfðum ekkert á móti straumi og vindi. Eftir mikinn hrakning náðum við að lokum landi á Flötuflögu sem er lítið sker og festum þar bátinn. Þarna var mikið af Svartbakseggj- um og þar sem við vorum orðnir svangir suðum við okkur nokkur en þegar við tókum skurnina utan af sáum við að þau voru þau öll svo ung- uð að við gátum ekki borðað þau. Við lágum þarna á skerinu yfir nóttina og alltaf þyngdi vindinn. Um morg- uninn héldum við aftur á stað en það gekk illa og við hröktumst að Haga- drápsskeri. Við ætluðum að ganga upp á skerið og svipast um en þá var vindurinn orðinn það mikill að við gátum ekki staðið uppréttir heldur urðum að skríða á fjórum fótum. Okkur fannst eins og við heyrðum í bát enda voru tólf bátar að leita að okkur frá Ólafsvík, Stykkishólmi og Flatey. Við lágum þarna á skerinu um nóttina og biðum af okkur storm- inn en það fór ekkert illa um okkur. Daginn eftir var eitthvað aðeins farið að lægja og þá var stefnan tekin á Haga á Barðaströnd. Þegar við komum upp að lendingunni á Haga þá stendur fjöldinn allur af fólki þarna í fjörunni. Við vorum að hugsa um að snúa við því okkur þótti svo mikil skömm að þessu. En við sigld- um þarna upp í sandinn og þá komu menn í vöðlum á móti okkur og settu bátinn hátt upp í fjöru með okkur og aflann innanborðs. Þar biðu konur með teppi, hitapoka og hitabrúsa. Svo tók hreppstjórinn á móti okkur og það var eins og við værum heimtir úr helju. Okkur fannst tilstandið næstum of mikið af því að við höfðum aldrei verið í neinni raunverulegri hættu að okkur fannst. Um kvöldið kom flóabáturinn Konráð upp að Haga að sækja okkur og heima í Flatey urðu auðvitað miklir fagnað- arfundir. Við höfðum verið taldir af. Menn voru vissir um að það gæti engin trilla verið uppistandandi í svona vondu veðri eins og var. En við vorum hinir hressustu og daginn eft- ir vorum við meira að segja komnir í Bjarkarlund á ball. Ég var ekki feigur Það var um haustið 1942 að Gísli Jónsson, fyrrum alþingismaður, kemur til okkar í Vertshúsið heima í Flatey. Gísli var útgerðarmaður og gerði m.a. út línuveiðarann Þormóð. Ég hafði heyrt að hann vantaði mann á skipið en var of feiminn til þess að geta talað við svona háttsettan mann og bað því mömmu um að tala við hann fyrir mig. Hann tók því vel en sagði að hann kynni betur við að ég nefndi þetta við hann sjálfur. Gísli biður mig að flytja sig upp á Haga á Barðaströnd, ég geri það og tek góðan kunningja minn með. Er við höfum siglt litla stund segi ég þessum vini mínum frá því að að ég sé sama sem búinn að fá pláss á línu- veiðaranum Þormóði. Ég bið hann að taka við stýrinu því ég ætli að fara fram og nefna þetta við Gísla. Ég fer niður í lúkar og ætla að fara að stynja upp erindinu en get það ekki með nokkru móti. Ég fer aftur upp heldur svekktur og skil ekkert í því að hafa ekki getað stunið þessu upp. Við höldum áfram og ég geri tvær til- raunir enn til að tala við Gísla en allt fer á sama veg. Vinur minn ákveður að reyna, er þar í tvær til þrjár mín- útur, kemur aftur skælbrosandi og segist sjálfur vera búinn að fá pláss- ið. Línuveiðarinn Þormóður fórst í fyrstu ferðinni sem þessi vinur minn fór með honum.“ Myndlistin Jón hefur fengist þó nokkuð við myndlist um ævina og ekki kemur á óvart að myndefni hans tengist yf- irleitt sjónum á einhvern hátt. Hann stundaði nám við Handíða- og mynd- listaskóla Íslands veturinn 1946–47 og tók þátt í nokkrum málverkasýn- ingum. Þekktasta málverk hans gerði hann þó áður hann hóf mynd- listarnám. Það ber nafnið Heimkoma víkingsins og ljósmynd af því verki var forsíðumynd á Afmælisriti Haf- rannsóknastofnunar 1987. Auk þess var hún fjölrituð í 1.000 eintökum og hefur farið víða um heim. „Ég hafði alltaf gaman af að teikna. Þegar ég og einn kunningi minn í Flatey heyrðum auglýsta sýn- ingu fyrir frístundamálara fórum við út í það að mála sitthvora myndina. Hann málaði mynd af Bakkabræðr- um, mjög skemmtileg mynd og ég málaði Heimkomu víkingsins. Ég fékk hugmyndina að myndefninu þegar ég var staddur á bryggju einni og ungur maður í bát sem var að leggjast að bryggjunni kastar festi til mín. Ég festi hana en rétt í því kemur ung kona og stansar við hlið mér. Maðurinn stekkur upp úr bátn- um og faðmar stúlkuna að sér. Ég sá þarna fyrir mér myndefnið, sjómann að færa björg í bú handa elskunni sinni. Ég fékk síðan að fara inn í Handíða- og myndlistaskólann vegna þess að kennararnir þar vissu ekki hvernig ég hefði eiginlega farið að því að mála þessa mynd. En ég var þá búinn að mála margar fleiri myndir. „Ég var kallaður fjörul Morgunblaðið/Kristinn „Ég ætlaði mér alltaf að verða sjómaður, áhuginn beindist frá fyrstu tíð að sjónum,“ segir Jón Bogason. „Mér kom aldrei til hugar að ég hefði svo miklar gáfur að mér hentaði langskólanám.“ Hann hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyr- ir þrotlausa söfnun sína á smáum sjávardýrum við Ís- landsmið og hefur m.a. fundið tegundir dýra sem áður voru óþekktar og eina sem talin var útdauð fyrir 350 milljónum ára. Berglind Björk Halldórs- dóttir ræddi við Jón Boga- son, fyrrverandi sjómann og starfsmann Hafrann- sóknastofnunar, um líf hans og störf, sjómennskuna og söfnunaráráttuna. Heimkoma víkingsins. Myndin varð þess valdandi að Jón fékk inngöngu í Handíða- og myndlistaskólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.