Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 05 75 03 /2 00 3 Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild Námsráðgjöf Tvo daga í viku er fastur viðtalstími þar sem þú getur komið og rætt við námsráðgjafa Háskólans í Reykjavík, kennara eða núverandi nemendur. Alla miðvikudaga kl. 10.00 - 11.30 Alla föstudaga kl. 13.00 - 14.30 Þar fyrir utan getur þú hringt og pantað tíma í síma 510 6200 Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, sími: 510 6200, fax: 510 6201 www.ru.is Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl Umsóknum verður svarað innan þriggja vikna ÞAÐ ER allt eins og það á að vera í guðsþjónustu. Helgiblær yf-ir kapellunni, altarið fagurlega skreytt og bekkirnir á sínumstað. En það vantar söfnuðinn. Og ekkert bólar á prestinum,kórnum eða meðhjálparanum. Kapellan er mannlaus og samt á athöfnin að vera að hefjast. Blaðamaður veltir fyrir sér hvort hann sé staddur á röngum stað. Þá er tjald dregið frá og nunna brosir blíðlega. Inn af altarinu kemur í ljós önnur kapella. Þar standa tvær raðir af nunnum og frá þeim berst engilfagur söngur. Rimlar eru á milli kapellnanna og eins undarlegt og það er, þá verður athöfnin heilagari fyrir vikið, eins og lífið handan rimlanna sé ósnortið og trúin hreinni. Rimlarnir eru auðvitað fyrst og fremst táknrænir, gætu verið til að undirstrika fjarlægðina frá firringu mannsins. Þótt kapellurnar liggi saman er óravegur milli þessara tveggja heima. Í heimi systranna er kyrrðarstund, tíminn stendur í stað og atburðir eins og stríð í sjón- varpi verða harla óraunverulegir. Eftir athöfnina er tjaldið dregið fyrir og íhugunar- bæn tekur við. En heimsókninni er ekki lokið því Agnes príorinna bíður blaðamanns í viðtalsherberginu og enn eru riml- ar á milli. Hún brosir hlýlega og býður kaffi. Vitaskuld er eðlisfræðilega ómögulegt að hún helli upp á, en séð hefur verið fyrir því. Búið er að leggja á borð fyrir einn. Á dúkalögðu borði er bolli og kökudiskur, ásamt vínarbrauði, tedunki og kaffikrukku. Príorinnan segir frá fjallinu Karmel í Palestínu, landinu helga. Þar bjuggu einsetumenn í hellum og helguðu líf sitt Guði. Varð það vísir að klausturreglunni sem breiðst hefur út um allan heim. – Þá á ég við allan heim, áréttar hún. – Það hlýtur að vera fyrst þið eruð á Íslandi, segir blaðamaður. – Já, ætli það ekki, segir hún og hlær. Nunnurnar í Karmelklaustrinu, sem stendur við Ölduslóð í Hafn- arfirði, koma frá Póllandi. – Var ekkert sárt að yfirgefa föðurlandið? – Jú, stundum getur maður saknað fjölskyldunnar og heimalandsins. En systurnar segja að nú væri erfitt að búa í Póllandi, því við myndum sakna Íslands. Við eigum orðið tvö föðurlönd. Auðvitað getur storm- urinn stundum verið þreytandi, segir hún og dæsir. En maður fær ekki allt í lífinu og yfirleitt erum við ánægðar. Það kemur sjaldan fyrir að nunnurnar fari úr klaustrinu og þá er það til að ganga erinda, s.s. kaupa inn eða leita læknisaðstoðar. – Þið farið þá aldrei í bíó? – Nei, svarar hún. – En eruð þið með sjónvarp? – Við fengum í fyrsta skipti sjónvarp í fyrra, svarar hún og hlær inni- lega. Maður getur alveg lifað án þess að horfa á sjónvarp, reynir hún að fullvissa blaðamann. Stundum horfum við á fréttir, en svo fáum við líka blöðin. Og það er nóg að gera. Það er ekki nauðsynlegt að eyða tímanum í sjónvarpsgláp. Þó að stundum horfum við á myndir um Ísland og fylgj- umst með viðburðum eins og opinberri heimsókn páfans til Póllands. – Horfið þið á stríðið? – Við biðjum á hverjum degi að verði Guðs vilji, – það sem er gott fyr- ir mannkynið. Nunnurnar eru á öllum aldri og gengu flestar í klaustur milli tvítugs og þrítugs. – Það er um það að velja að gifta sig eða fylgja sinni köllun, segir systir Agnes. – Er alltaf köllun til staðar? – Já, það er ómögulegt að lifa svona lífi án ástar og kærleika til Guðs. – Kemur fyrir að nunnur hætti? – Áður en nunnur vinna heiti til æviloka fá þær fimm ára reynslutíma og á þeim tíma geta þær hætt. Það hætta ekki margar, en það kemur fyrir. Áður en stúlkur eru valdar er talað ítarlega við þær af nunnum sem sjálfar þekkja hvað köllun er; þá fer það ekkert á milli mála. Bænastundir eru margar en nunnurnar hafa ýmislegt fleira fyrir stafni, s.s. að lesa bækur, ganga um garðinn og … Við tökum okkur líka tíma til að tala saman, hlæja og segja ýmislegt, segir systir Agnes. – Eins og hvað? – Við ræðum um framtíðina og reynum að vera eins og fjölskylda sem þekkist vel og hjálpar. Ef það koma upp vandamál tölum við saman og reynum að leysa þau. Við þekkjum gleði og vandamál hver annarrar. – Fáið þið aldrei þá tilfinningu að þið séuð að missa af einhverju? – Maður sem elskar er hamingjusamur. Það gildir líka um ást til Guðs og Jesú. Þegar eitthvað er valið verður að hafna öðru á móti. Mest er lagt upp úr sjálfu valinu. Ef maður kaupir bíl þýðir ekki að vera stöðugt að hugsa um hina bílana sem voru líka til sölu. – En hvað um fjölskyldu? – Við erum konur og því hefði það eflaust átt fyrir okkur að liggja að verða mæður eða eignast eiginmenn. En við fáum að hluta til útrás fyrir þá þörf með kölluninni, sem felur í sér að við gefum af okkur kærleika, móðurkærleika til allra. Það koma augnablik þar sem við veltum fyrir okkur að allir aðrir eigi fjölskyldu, en það veitir líka hamingju að lifa með Guði. Í versluninni er hægt að kaupa fagurmálaða íkona með 14 karata gulli, handmáluð kerti og kort fyrir öll tækifæri og englasöng á geisla- diski. Hinumegin við rimlana brosir nunna góðlega. Hennar megin í til- verunni er lífið fábrotið og einfaldara og þar velkist enginn í vafa um til- ganginn með þessu öllu saman. Dálítið eins og þegar dyrnar lokast heima eftir erilsaman dag, firringin verður eftir úti og róin færist yfir. Morgunblaðið/Jim Smart Hjá nunnum SKISSA Pétur Blöndal fór í klaustur SAMKVÆMT könnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið á fylgi flokkanna ætlar um fjórðungur þeirra sem sögðust hafa kosið Framsóknarflokkinn í síð- ustu þingkosningum að kjósa Sam- fylkingina nú og þriðjungur kjósenda Vinstrigrænna ætlar að kjósa Sam- fylkinguna. Sé litið á fylgi flokkanna eftir kyni svarenda hallast karlar frekar að Sjálfstæðisflokknum og konur að Samfylkingunni. Er þetta svipuð nið- urstaða og í síðustu könnunum Fé- lagsvísindastofnunar. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Framsóknar- flokkinn en fleiri konur styðja Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð. Kynja- skiptingin er nokkuð jöfn hjá Frjálslynda flokknum og Nýju afli en Félagsvísindastofnun bendir á að skekkjumörk í þessari greiningu séu stór og túlka beri hlutfallstölurnar með miklum fyrirvara. Fylgi flokka eftir aldri skiptist þannig helst að flestir í yngsta aldurs- hópnum, 18–24 ára, ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 43%. Sam- fylkinguna úr þeim hópi ætla rúm 35% að kjósa. Í öðrum aldurshópum nýtur Samfylkingin mest fylgis og er munurinn mestur í aldurshópi 45–59 ára kjósenda. Þar ætla 40,4% að kjósa Samfylkinguna en 35,8% Sjálfstæðis- flokkinn. Framsóknarflokkurinn nýtur mest fylgis meðal elstu kjósenda, 60–80 ára, eða 15,3%. Næstmest er fylgið meðal 25–34 ára, 12,3%. Vinstrigræn- ir njóta sömuleiðis hlutfallslega mest fylgis elstu kjósenda, eða 12,7%, og eru með 11,7% stuðning hjá 35–44 ára. Í þeim hópi eru Frjálslyndir með mest fylgi, 12,4%. Þegar fylgi flokkanna er skoðað eftir því hvað menn kusu síðast þá vekur Félagsvísindastofnun athygli á því að þó svo að lægra hlutfall kjós- enda Sjálfstæðisflokksins fyrir fjór- um árum segist ætla að kjósa Sam- fylkinguna nú, eða 9,8%, heldur en hlutfall Framsóknarflokksins, 19,5%, og Vinstrigrænna, 29,5%, þá séu fjöldatölurnar á bakvið þessi hlutföll hærri fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hina flokkana. Fjöldinn á bakvið hlut- fall kjósenda Sjálfstæðisflokksins sem ætla að kjósa Samfylkinguna er 24 einstaklingar, en 17 hjá Framsókn- arflokknum og 13 hjá Vinstrigræn- um. Félagsvísindastofnun segir þetta þýða að í hópi þeirra sem gefa upp hvað þeir kusu árið 1999, og ætla að kjósa Samfylkinguna núna, séu 66% kjósendur flokksins frá því síðast, 14% komi frá Sjálfstæðisflokknum, 10% frá Framsóknarflokknum, 8% frá VG og 1% frá Frjálslynda flokkn- um. Flokkshollustan mest hjá Samfylkingunni Sé aðeins litið á þá svarendur sem gáfu upp hvað þeir kusu árið 1999 ætla 25% kjósenda Framsóknar- flokksins að kjósa Samfylkinguna nú, 57,4% framsóknarmanna ætla að kjósa flokkinn áfram og tæp 9% þeirra ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Af þeim sem sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn fyrir fjórum ár- um ætla 76% að kjósa flokkinn aftur, 11,6% ætla að kjósa Samfylkinguna og 8,7% ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn. Einnig er það athyglisvert að þriðjungur þeirra sem sögðust hafa kosið Vinstrigræna árið 1999 ætlar að kjósa Samfylkinguna nú og aðeins rúmur helmingur ætlar að halda sig við sama flokk. Mesta flokkshollustan er hjá kjósendum Samfylkingarinnar, 83% þeirra sem kusu flokkinn árið 1999 ætla að gera það aftur, 6% ætla að ljósa VG, 6% Frjálslynda, 3% ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn og 1,5% Framsóknar- flokkinn. Könnunin var gerð dagana 6. til 11. apríl sl. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18–80 ára. Alls svöruðu könnuninni 770 manns þannig að brúttósvarhlutfall var 64,2%. Nettósvörun var 66,5%, þegar dregnir hafa verið frá þeir sem verða ekki komnir með kosningarétt á kjördag 10. maí nk., þeir sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða fólk sem er búsett erlendis. Tutt- ugu prósent úrtaksins neituðu að svara og ekki náðist í 13,5% úrtaksins. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið Fjórðungur fram- sóknarmanna til Samfylkingarinnar                                                                      !  "#$%%#&! '(()           !  "($*( +,$,- ),$++ ',$)+ %*$'+ " !      #   !                                                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.