Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS - Breiðavík 3 - 112 Rvík Heimilisfang: Breiðuvík 18 Stærð eignar: 87,8 fm Bílskúr: 0 fm Byggingarár: 1996 Brunabótamat: 11,1 millj. Áhvílandi: 6,6 millj. Verð: 13,2 millj. Skemmtileg 3 herb. íbúð með sérinngangi í litlu fjölbýli á góðum stað í Grafarvogi. Hjóna- herb. með góðum skápum. Barnaherb. Bað- herb. flísalagt með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Opið eldhús með ljósri viðarinnrétt- ingu og fínum græjum. Stofan er rúmg. og björt. Utangengt út í fullgerðan garð. Íbúðin er með ljósu parketi og snyrtileg í alla staði. Viggó, sölufulltrúi RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 17-18 Viggó Sími 863 2822 Viggo@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignsali OPIÐ HÚS - Víðigrund 27 - Kópavogi Heimilisfang: Víðigrund 27 Stærð eignar: 129 fm Bílskúr: 0 fm Byggingarár: 1976 Brunabótamat: 16 millj. Áhvílandi: 0 millj. Verð: 20 millj. Einbýlishús á eini hæð á kyrrlátum stað. Flísalögð forstofa, skápar. Rúmgott eldhús með eikarinnrétt- ingu. Gott þvottaherb. með öðrum inngangi. Björt stofa og borðstofa með parketi. Baðherb með sturtu og baðkari. 2-3 barnaherb. Svefnh. öll með parketi. Húsið ástandsskoðað. Ragnar Thorarensen, löggiltur fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 16-18 Ragnar Thorarensen Sími 862 6151 Ragnar@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði   Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala EYKTARÁS - RVÍK - EINB. Nýkomið í einkasölu sérlega fallegt tvílyft einbýli með inn- byggðum bílskúr, samtals 294,5 fm. 6 svefnherbergi, stofa borðstofa, stórt eldhús, arinn o.fl. Frábær staðsetning og útsýni. Eignarlóð. Verð 29,5 millj. 96302 VESTURBÆR - KÓPAVOGI Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað í vesturbæ Kópavogs sérlega falleg 115 fm sérh. auk 25 fm bílskúrs. Eignin er í mjög góðu standi. Nýstandsett baðherbergi, stórt eldhús, 3-4 svefnherbergi. Verð 16,9 millj. 94940 ÁLFHEIMAR - RVÍK Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 106 fm íbúð á efstu hæð góðu fjölbýli auk herbergis í kjallara, samtals 120 fm. Nýtt eldhús, gott skipulag, suður svalir, frábær staðsetning við Laugardalinn. Ákv. sala. Verð tilboð. ÁLFTAHÓLAR - RVÍK - M. BÍLSKÚR Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað falleg og mikið endurn. 152 fm íb. á efstu hæð í góðu fjölb. ásamt 24 fm bílsk., samt. um 180 fm. Eigninni fylgir 45 fm „stúdíó“-íbúð sem er hluti af þessum fermetrum. Nýtt eldhús og baðherb. 5 svefnherbergi. Sólfstofa. Útsýni. Verð 15,9 millj. HOLTAGERÐI - KÓPAV. - SÉRH. Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 127 fm efri sérh. auk 22 fm bílskúrs, samtals 150 fm. Hús klætt að utan, glæsilegur garðskáli, frábær staðsetning. Laus fljótlega. Verð 16,7 millj. 97296 GULLSMÁRI - KÓPAV. - 4RA Í einkasölu sérl. falleg 86 fm íbúð á þriðju hæð í litlu fjölbýli mjög vel stað- settu. Fallegar innréttingar, flísalagt bað, suðursvalir. Verð 13,2 millj. 94769 DUNHAGI - RVÍK - M. BÍLSKÚR Nýkomin í einkas. mjög falleg ca 90 fm íb. á 3. hæð (efstu) í 4ra íbúða stigagangi í klæddu fjölb. S-svalir. Nýlegt eldhús og nýlegt baðherb. Parket. Flísalagður 24 fm bílskúr. Útsýni. Góð staðsetn. Hagst. lán. Verð 13,5 millj. DRÁPUHLÍÐ - RVÍK - 3JA Nýkomin í einkasölu sérlega björt og falleg ca 90 fm jarðhæð í góðu þríbýli. Sér- inngangur. Nýtt glæsilegt eldhús. Parket. Róleg og góð staðsetning. Áhv. hagstæð lán. Verð 12,9 millj. KAMBASEL - RVÍK - 2JA Nýkomin í einkasölu björt og falleg 57 fm íbúð á fyrstu hæð (jarðhæð) í góðu fjölbýli auk sérþvottaherbergis og geymslu (ekki í fermetra- tali). Stór sérgarður. Óvenju stórt herbergi. Frábær stað- setning. Verð 8,6 millj. 96296 FURUGRUND - KÓPAV. - 2JA Nýkomin í einkas. á þessum góða stað mjög fallega rúmgóð 64 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölb. Stórt eldhús. Gott aðgengi. S- svalir. Snyrtileg eign. Verð 9,6 millj. 96408 VESTURBERG - RVÍK - LAUS Nýkomin í einka- sölu skemmtileg ca 65 fm íbúð á 3ju hæð í lyftuhúsi. Gott útsýni. Húsvörður. Laus strax. Verð 8,5 millj. LAUGARNESVEGUR - RVÍK - 2JA Nýkomin mjög falleg ca 60 fm íbúð á jarðhæð. Nýtt parket, nýlegt eldhús o.fl. Góð staðsetning. Áhv. hagstæð lán ca 5 millj. Verð 8,2 millj. SÓLTÚN - RVÍK - 2JA Nýkomin í sölu á þessum góða stað glæsileg 77 fm íb. á 1. hæð í viðhaldslitlu fjölb. Glæsilegar innréttingar. Verönd. Sérinngangur. Gott að- gengi. Ákv. sala. 96689 NJÁLSGATA - RVÍK Nýkomin í sölu snotur 44,1 fm íbúð á fyrstu hæð í notalegu þríbýli með sérinngangi. Vel staðsett í 101 Reykjavík. Íbúð- in er laus strax. Verð 5,9 millj. 94891 SALAHVERFI - KÓPAV. - GOTT VERÐ Lómasalir 10-12. Gott verð. Glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir með sérinngangi í 4. hæða lyftuhúsi á frábærum út- sýnisstað ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðirnar ahendast fullbúnar án gólfefna, en með flísa- lögðu baðherb. og þvottaherb. Vandaðar Modulia innrétt- ingar og góð tæki. Til afhendingar í maí/júní 2003. Glæsi- legar, vandaðar útsýnisíbúðir. Upplýsingar og sölubæklingar á skrifstofu Hraunhamars, einnig á hraunhamar.is. Traustur verktaki. GRANASKJÓL - RVÍK - SÉRHÆÐ Nýkomin í einkasölu glæsileg 100 fm efri sérhæð í góðu nýstandsettu þríbýli á þessum frábæra stað í vesturbænum. Nýtt eldhús, rúmgóð herbergi, glæsi- leg stofa með mikilli lofthæð, merbau-parket, flísa- lagt baðherb. Áhv. mjög hagstæð lán. Verð 15,3 millj. GOÐASALIR - KÓPAVOGI - PARHÚS Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft parhús með inn- byggðum bílskúr, samtals ca 185 fm. Sérsmíðaðar vandaðar innréttingar, parket, náttúruflísar á gólfum, suðursvalir. Frábært útsýni og staðsetning. Áhv. hús- bréf. Verð 24,5 millj. BOLLAGARÐAR - SELTJARNARNESI Nýkomið í einkas. sérl. fallegt 240 fm endaraðh. á þessum fráb. stað. Mikið endurn. eign í toppstandi. Nýstandsett baðherb. 100 fm timburverönd í garði. Toppeign. 95437 NÝ ríkisstofnun, Íslenskar orku- rannsóknir, verður sett á fót innan tíðar en hún mun hafa það hlutverk að vinna að verkefnum og rannsókn- um á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. Hin nýja stofnun verður til við að svonefnt Rannsóknarsvið Orkustofnunar er aðskilið frá stofnuninni en fyrir sjö árum var rannsóknastarfsemi orku- stofnunar aðskilin bókhaldslega, að sögn Þorkels Helgasonar orkumála- stjóra. „Nú er gengið skrefinu lengra og ný stofnun verður til en það er gert í framhaldi af nýjum raf- orkulögum sem taka munu gildi 1. júlí.“ Íslenskar Orkurannsóknir munu ekki fá fjárveitingar heldur verða reknar sem ríkisfyrirtæki og mun afla sér alfarið tekna með sölu á rannsóknum og ráðgjöf. Þorkell bendir á að með raforkulögunum sé Orkustofnun falið umfangsmikið nýtt stjórnsýsluverkefni. Með þeim er verið að koma á markaðsfyrir- komulagi í vinnslu og sölu raforku, en flutning- ur og dreifing verði áfram sérleyfisstarf- semi. „Hafa verður eftirlit með sérleyfisstarfsem- inni meðal annars til að gæta hagsmuna neyt- enda en Orkustofnun mun sjá um það. Það hlutverk fer ekki saman við að selja orkufyrir- tækjum rannsóknarráð- gjöf. Því þarf að fullgera aðskilnað rannsóknanna og stjórnsýslunnar.“ Hann bætir við að eftir sem áður vilji orkustofnun vera leið- andi í orkumálum þjóðarinnar. Gæti þurft svipaðan aðskilnað hjá fleiri ríkisstofnunum Þorkell segir að stofnanirnar tvær verði í sama húsnæði og vill hann einnig sjá þar aðra skylda starfsemi. „Við vildum gjarnan fá í sambýli við okkur þá sem koma á sam- eiginlegan hátt að orkugeiranum og vilja stuðla að nýmæl- um að orkumálum. Þarna gæti orðið gott andlegt sambýli, eins konar orkugarður, þótt hver og einn við- haldi sjálfstæði sínu.“ Þorkell telur að svipaður aðskilnaður og á Orkustofnun gæti þurft að verða víðar hjá ríkisstofn- unum en þá verði að gæta þess að ekki verði of mikið af litlum stofnunum. „Gegn því má vinna með því að sameina rannsókn- areiningar annars vegar og stjórn- sýslueiningar hins vegar. Til dæmis má spyrja hvort umhverfis- og orku- mál gætu ekki tengst með þessum hætti.“ Aðskilnaður stjórnsýslu og rannsókna hjá Orkustofnun Íslenskar orkurann- sóknir verða til Þorkell Helgason Á FYRSTA fjórðungi ársins voru skráðar 11.407 breytingar á lög- heimili einstaklinga í þjóðskrá, sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þar af fluttu 7.588 innan sama sveit- arfélags, 4.046 milli sveitarfélaga, 779 til landsins og 774 frá því. Á þessu tímabili fluttust því 5 fleiri ein- staklingar til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar voru 72 fleiri en aðfluttir og aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 77 fleiri en brott- fluttir. Á fyrsta ársfjórðungi 2002 var heildarfjöldi aðfluttra umfram brottflutta 257. Á síðari hluta ársins 2002 fjölgaði flutningum frá landinu og í árslok voru brottfluttir frá land- inu talsvert fleiri en aðfluttir (275). Til höfuðborgarsvæðisins flutti 181 umfram brottflutta. Af land- svæðum utan höfuðborgarsvæðisins voru tvö með fleira aðkomufólk en brottflutt; Suðurnes (12) og Suður- land (5). Flestir fluttu frá Norður- landi eystra (99) og Vestfjörðum (31). Af einstökum sveitarfélögum fluttust flestir til Reykjavíkur (84) og Hafnarfjarðar (68) en flestir frá Akureyri (49), Seltjarnarnesi (35) og Sveitarfélaginu Hornafirði (23). Fleiri fluttu til landsins en frá því ÍÞRÓTTAMENN Seltjarnarness fyrir árið 2002 eru Jónatan Arnar Örlygsson dansari og Sigríður María Sigmarsdóttir skylm- ingakona. Kjör íþróttamanns Sel- tjarnarness fór fram fimmtudag- inn 12. mars sl. og var fjölmenni samankomið af því tilefni. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheim- ili á Seltjarnarnesi geta fengið til- nefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk á Seltjarnarnesi og við- urkenning til þeirra sem léku með unglingalandsliðum. Aðrir sem fengu tilnefningu voru: Eva Margrét Kristinsdóttir – handknattleikur Gísli Kristjánsson – handknattleikur Davíð Ingi Daníelsson – knattspyrna Harpa Snædís Hauksdóttir – fimleikar Eva Hannesdóttir – sund Dansfélagi Jónatans er Hólm- fríður Björnsdóttir. Árið 2002 kepptu þau í flokki 14–15 ára og urðu Íslandsmeistarar í suður- amerískum dönsum og í öðru sæti í standard-dönsum. Sama ár urðu þau Íslandsmeistarar í sam- anlögðum árangri beggja greina og í öðru sæti á bikarmeistaramóti DSÍ í suður-amerískum dönsum og í fjórða sæti í standard-dönsum. Á alþjóðlega mótinu Copenhagen Open í febrúar 2002 náðu þau þeim frábæra árangri að sigra í stand- ard-dönsum og um haustið urðu þau Norðurlandameistarar þriðja árið í röð, nú í flokki 14–15 ára. Sigríður María er bæði í ung- lingalandsliði og A-landsliði í skylmingum. Með hæfni sinni er hún komin í hóp sterkustu skylm- ingastúlkna í sínum aldursflokki í Evrópu, segir í fréttatilkynnningu. Á liðnu ári varð hún Norður- landameistari unglinga og í öðru sæti í hópi fullorðinna á sama móti. Valin íþróttamenn Seltjarnar- ness ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.