Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 53 DAGBÓK 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Rd7 8. Rxd5 Bxd5 9. Dc2 c5 10. e4 Bb7 11. d5 exd5 12. exd5 Bd6 13. O-O-O O-O 14. Bb5 h6 15. Bc3 Rf6 16. Bc6 Hb8 17. h4 Rg4 18. Kb1 Bc8 19. Hde1 g6 Staðan kom upp á Dos Hermanas mótinu sem lauk fyrir skömmu á Spáni. Alexey Dreev (2690) hafði hvítt gegn Sergei Tivjak- ov (2635). 20. He6! Bxe6 21. dxe6 f5 22. h5 gxh5? Eftir 22... g5 hefði svartur átt mun betri möguleika á að verja stöðu sína. 23. Hxh5 De7 24. Rh4 Dxe6 25. Rxf5 Be5 26. Bd5! og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er mikill mannþekkjari og kann að laða fram það besta í öðrum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Viðleitni þín til að bæta heimili þitt veitir þér ánægju. Þú kannt að þurfa á hjálp vina að halda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Flýttu þér hægt í að dæma fólk. Reyndu að hafa þitt á hreinu hvað sem fyrir kann að koma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú kemur til þinna kasta að leiða starfshóp sem á að leggja drög að nýju skipu- lagi. Röng ákvörðun getur verið betri en engin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú tekur lífinu of alvarlega og þarft að losa aðeins um hömlurnar. Samt er óþarfi að setja allt úr skorðum bæði heimafyrir og í vinnunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Viðræður við vin um vonir þínar og drauma fyrir fram- tíðina gætu borið óvæntan ávöxt. Leitaðu ráðgjafar varðandi fjárfestingar og sparnað. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur jákvæð áhrif á samstarfsmenn þína með því að sýna þeim vinsemd og umhyggju. Farðu vel með öll trúnaðarmál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú geislar af krafti og ert tilbúin(n) að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi. Gakktu sjálf(ur) úr skugga um sannleiksgildið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engin ástæða að missa móðinn þótt eitthvað blási á móti. Mundu að hlut- irnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þér séu allir vegir fær- ir þarft þú eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. Reyndu að fá aðra til að sjá þína hlið á málinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur mikið til þíns máls og fólk hlustar á þig. Það er nauðsynlegt að hafa fyrir hlutunum svo þeir verði ein- hvers virði Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Lokaðu þig ekki af frá um- heiminum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Gakktu hiklaust til verks og láttu utanaðkomandi hluti ekki trufla þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að umbera fólk þótt það geti verið þreytandi á stundum. Ræktaðu það sem best þú getur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞORRABÁLKUR Út reikaði eg eftir dagsetur. Þá var himinn blár og heiðar stjörnur, fold hjarnfrosin, fallin hrímhéla, breki lognhvítur og blika með hafi. Heyrði ég til suðurs, hark fór mikið, sem reið dunaði eða rynni grjótskriða stallbrattan veg fyrir stálbjörg niður; gnúði alheimur, en grund nötraði. - - - Snorri Björnsson LJÓÐABROT „ÉG er með gott spil handa þér,“ segir Gylfi Baldursson. Það kom upp í sjöttu umferð Íslands- mótsins í Borgarnesi. „Takk fyrir það,“ segi ég og leita að blaði og blýanti. Gylfi les upp tvær hendur til að byrja með: Norður ♠ ÁG2 ♥ ÁKG ♦ G53 ♣K654 Suður ♠ K3 ♥ D98764 ♦ D2 ♣G87 Og þetta eru sagnirnar: Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar Dobl 3 tíglar 3 hjörtu Pass Pass Pass Vestur vekur á veikum tveimur í tígli, norður opn- unardoblar, og austur lyft- ir hindrandi í þrjá tígla. Suður fer með löndum og segir þrjú hjörtu og þar lýkur sögnum. „Hvernig viltu spila með lauftíunni út?“ spyr Gylfi. „Ef þetta er tvíspil er ég dæmdur maður,“ svar- ar dálkahöfundur spek- ingslega, en Gylfi vill vita hvað gert er í fyrsta slag: „Nú, ég set auðvitað lítið úr blindum.“ Norður ♠ ÁG2 ♥ ÁKG ♦ G53 ♣K654 Vestur Austur ♠ D95 ♠ 108764 ♥ 102 ♥ 53 ♦ Á109764 ♦ K8 Á10 ♣D932 Suður ♠ K3 ♥ D98764 ♦ D2 ♣G87 „Það gerði ég líka,“ sagði Gylfi. Jón Baldursson í sveit Subaru var í vestur og hitti á þetta eitraða útspil. Gylfi lét lítið úr borði, eins og allir mennskir menn myndu gera. Ef austur stingur upp drottningu má taka þrjú hjörtu niður með stungu, en Ragnar Her- mannsson í austur sá ekki ástæðu til að blæða drottningu sinni undir ÁG8 hjá sagnhafa og lét skiljanlega lítið lauf í slag- inn. Gylfi fékk því á gos- ann og vann sitt spil með yfirslag. Skrítið spil. Suður gat tryggt vinning með því að fara upp með kónginn og austur gat hnekkt spilinu með því að láta drottn- inguna, en hvorugur var í aðstöðu til að sjá réttu lausnina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 4ra vikna vornámskeið hefst 26. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur HLUTAVELTA MEÐ MORGUNKAFFINU Kapteinninn hefur valið mig til að prófa sætið sem hægt er að skjóta út! Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.975 kr. til styrktar Hringnum. Þær heita Tinna Rut, Erla María og Anita Rún. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að fara til sólar- landa á veturna! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Á móti samræmdum prófum NÝ deild Ungra vinstri grænna í Suð- vesturkjördæmi var stofnuð i byrjun mánaðarins. Stjórnina skipa Þórey Edda Elísdóttir, Anna Tryggvadóttir, Indriði Einarsson, Dögg Húgósdóttir og Stefán Þorgrímsson. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Stofnfundur Ungra vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi harmar þá ákvörðun menntamálaráðherra að hrinda samræmdum prófum í fram- haldsskólum í framkvæmd. Þó að kveðið sé á um slík próf í lögum um framhaldsskóla er ljóst að sú ákvörð- un hefur ekki verið nægilega ígrund- uð. Ljóst er að samræmd próf í til- teknum námsgreinum stuðla að einhæfara námsframboði þar sem of- uráhersla yrði lögð á samræmdar greinar á kostnað annarra. Ung vinstri græn telja eðlilegt að náms- framboð í framhaldsskólum sé fjöl- breytt og einstakir skólar eigi mögu- leika á að marka sér sérstöðu í námsframboði. Ung vinstri græn hafna hugmyndum um frekari stöðl- un á þessu skólastigi og telja fremur að hefja eigi hugmyndir um einstak- lingsmiðað nám til vegs og virðingar í framhaldsskólanum.“ FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.