Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HEFÐI MÁTT SAMEINA
Fráfarandi stjórnarformaður SÍF
segir að hefði Íslandsbanki haft hug
á því hefði verið hægt að sameina
SÍF og SH á jafnréttisgrundvelli
fyrir löngu og á mjög stuttum tíma.
Viðræður í strand
Formlegar viðræður í samráðs-
nefnd um virkjanasamning við Kára-
hnjúka hafa siglt í strand, að sögn
framkvæmdastjóra Samiðnar, og
deilurnar leysast ekki nema
Impregilo greiði erlendu starfsfólki
laun samkvæmt samningum.
Henson-búningar til Basra
Halldór Einarsson sportvöru-
framleiðandi, oft nefndur Henson,
hefur sent búninga á tvö fullmönnuð
lið til Basra í Írak en þar munu
knattspyrnulið breska hersins og úr-
valsdeildarlið Íraks etja kappi.
Fór yfir 1.800 stig
Úrvalsvísitalan endaði í 1.801 stigi
í gær og hefur hækkað um 20% frá
miðju ári og um 33% frá áramótum.
Mynd fundin af morðingja?
Líkur eru á að mynd af morðingja
Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, sé að finna á upptöku eftir-
litsmyndavéla í vöruhúsinu í Stokk-
hólmi þar sem Lindh var stungin.
Skoðanakannanir bentu til þess í
gær að morðið á Lindh, sem var
mjög fylgjandi því að Svíar tækju
upp evruna, hefði lítil áhrif á viðhorf
kjósenda, en þjóðaratkvæðagreiðsla
um málið fer fram á morgun.
Reiði í Fallujah
Mikil reiði ríkti meðal íbúa bæjar-
ins Fallujah í Írak í gær eftir að
bandarískir hermenn skutu um tug
íraskra lögreglumanna fyrir mistök.
L a u g a r d a g u r
13.
s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Kynningar – Tímarit um mat og vín
fylgir Morgunblaðinu í dag.
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Viðskipti 12/17 Minningar 36/45
Erlent 18/20 Kirkjustarf 45
Höfuðborgin 20 Bréf 48
Akureyri 21 Myndasögur 48
Suðurnes 22 Staksteinar 50
Árborg 23 Dagbók 50/51
Landið 24 Íþróttir 52
Heilsa 25 Leikhús 56
Neytendur 25 Fólk 56/61
Listir 27/29 Bíó 59/61
Umræðan 30 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag
smáauglýsingar á blaðsíðum 45
og 46. Smáauglýsingar munu
héðan í frá birtast á laugardög-
um.
Um er að ræða nýja þjónustu
við lesendur blaðsins og verða
áskrifendum boðin sérkjör á
smáauglýsingum til næstu ára-
móta.
Hallgrímur B. Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Árvakurs hf., út-
gáfufélags Morgunblaðsins, segir
þetta lið í aukinni þjónustu við
áskrifendur blaðsins. „Við höfum
að undanförnu aukið þjónustu við
áskrifendur á ýmsa vegu, m.a.
með fjölgun útgáfudaga, mánu-
dagsútgáfu, nýjum fylgiblöðum
með Morgunblaðinu og útgáfu
bílablaðs, þar sem áskrifendum
hafa verið boðin sérkjör á bíla-
auglýsingum.
Meðal annars vegna góðrar
reynslu af bílaauglýsingunum var
ákveðið að sækja á ný inn á smá-
auglýsingamarkaðinn,“ segir
Hallgrímur.
Hann segir að á næstunni
megi áskrifendur búast við enn
aukinni og fjölbreyttari útgáfu
Morgunblaðsins.
Birting smáaug-
lýsinga hefst
í Morgunblaðinu
JÓHANNES Sigfússon, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, segir
að sífellt stærri hluti bænda kaupi
sig frá útflutningsskyldu. Útflutn-
ingurinn hvíli því á herðum æ færri
bænda. Hann gagnrýnir landbúnað-
arráðherra og landbúnaðarnefnd Al-
þingis fyrir að hafa ekki tekið á
þessu máli á síðasta þingi.
Samkvæmt lögum geta bændur
sem framleiða innan við 70% af því
greiðslumarki sem er á viðkomandi
lögbýli komist undan því að flytja út
lambakjöt á erlenda markaði, en fyr-
ir það kjöt fæst mun lægra verð en
kjöt sem selt er innanlands.
„Frá því að viðskipti með greiðslu-
mark voru gefin frjáls hafa sumir
bændur verið að bæta við sig
greiðslumarki í þeim tilgangi að
kaupa sig frá útflutningsskyldu. Það
er áhyggjuefni að mestallur sá rétt-
ur sem hefur verið keyptur á þessu
ári hefur verið keyptur af mönnum
sem eru að kaupa sig frá útflutningi.
Útflutningurinn hvílir því á sífellt
færri höndum. Það er nokkuð alvar-
legt mál.“
Jóhannes sagði að á síðastliðnu ári
hefði náðst samstaða innan Lands-
samtaka sauðfjárbænda um að
leggja til við stjórnvöld að breyta
þessari reglu. Hugsunin hefði verið
sú að ekki væri hægt að kaupa sig frá
útflutningsskyldu. „Landbúnaðar-
ráðherra og landbúnaðarnefnd
klúðruðu þessu algerlega þannig að
lögunum var ekki breytt. Menn eiga
eftir að súpa seyðið af þessum mis-
tökum,“ sagði Jóhannes og bætti við
að miklu erfiðara væri að taka á
þessu máli núna, ári eftir að viðskipti
með greiðslumark voru heimiluð.
Svigrúm bænda til að framleiða
lambakjöt er tiltölulega mikið.
Stuðningur ríkisins er ekki fram-
leiðslutengdur. Bændur mega fram-
leiða eins mikið og þeir vilja og meg-
inreglan er að útflutningsskyldan
tekur mið af heildarframleiðslu, en
ekki greiðslumarki. Sama á við þá
sem ekkert greiðslumark hafa. Þeir
geta lagt afurðir inn í afurðastöð og
þurfa síðan að flytja hluta afurðanna
úr landi.
Jóhannes sagði að í þeim um-
ræðum sem fram hefðu farið um
vanda sauðfjárbænda hefði verið
rætt um hvort ástæða væri að gera
breytingar á þessu. Meginvandinn
væri hins vegar ekki sá að fram-
leiðslan hefði verið að aukast heldur
að neyslan innanlands hefði verið að
dragast saman. „Menn hafa rætt
hvort framleiðsluaukningin eigi ekki
að vera á ábyrgð þess sem er að auka
framleiðslu og að aukningin fari í út-
flutning en ekki að hluta til á innan-
landsmarkað.“
Tekjutap bænda um 250
milljónir króna
Jóhannes sagði að þessi mál öll
væru til umfjöllunar hjá nefnd sem
landbúnaðarráðherra skipaði fyrir
skömmu um vanda sauðfjárbænda.
Hann sagði að vandinn sem við væri
að glíma væri stór. Samkvæmt út-
reikningum hagfræðings Bænda-
samtakanna næmi heildartekjutap
sauðfjárbænda um 250 milljónum á
ársgrundvelli. Þá er tekið mið af
lækkun afurðaverðs og hærri út-
flutningsskyldu.
Formaður sauðfjárbænda segir að mistök hafi verið gerð á Alþingi í vor
Margir bændur hafa
keypt sig frá útflutningi
KARLSKÓLASTJÓRAR virðast
jafnvel sýna meiri kvenlega stjórn-
unarlega hegðun en kvenskólastjór-
ar í íslenskum skólum. Þetta er ein af
niðurstöðum Önnu Guðrúnar Ed-
vardsdóttur, skólastjóra Grunnskóla
Bolungarvíkur, í meistaraprófsrit-
gerð. Fram kemur að stjórnunarleg
hegðun beggja kynja mótast aðal-
lega af kvenlægum gildum. Karllæg
gildi eins og samkeppnisvilji, reglu-
festa, rökvísi og sigurvilji eru aftur á
móti á hröðu undanhaldi í mennta-
kerfinu.
Karlar
kvenlægari
en konur
Karlar nota/26
Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist
á bls. 48 lesendabréf, þar sem vegið
var að samkynhneigðum með einkar
óviðurkvæmilegum og niðrandi hætti.
Birting þessa lesendabréfs var mis-
tök, sem Morgunblaðið harmar og
biður lesendur sína og alla sem í hlut
eiga afsökunar á. Greinar af þessu
tagi eiga ekkert erindi í þá málefna-
legu umræðu, sem fram fer á síðum
Morgunblaðsins.
Ritstj.
Afsökunar-
beiðni
TVEIR karlar og ein kona voru flutt
með þyrlu Gæslunnar á Landspítal-
ann í Fossvogi eftir að bíll þeirra fór
út af háum vegarkanti norðan við
Miklagil á Holtavörðuheiði um klukk-
an 17.30 í gær.
Einn mannanna hlaut alvarlega
áverka og þurfti að gangast undir að-
gerð í nótt, gert var ráð fyrir að konan
yrði lögð inn til eftirlits í gærkvöld en
sá þriðji fékk að fara heim eftir skoð-
un, að sögn vakthafandi læknis.
Bíllinn fór nokkrar veltur og stöðv-
aðist um 30 metra frá veginum. Að
sögn lögreglu er bíllinn ónýtur. Til-
drög slyssins eru ekki ljós en talið er
að ökumaður hafi misst stjórn á bíln-
um í aflíðandi beygju.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bíllinn fór fram af háum vegkanti rétt norðan við Miklagil á Holtavörðuheiði og fór nokkrar veltur.
Þrennt á slysadeild eftir
bílslys á Holtavörðuheiði
♦ ♦ ♦