Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 55 Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,segir að ef allt verði með eðileg- um hætti eigi hans menn að komast áfram en hann hefur þó varað sína menn við vanmati. „Ég hef skoðað leiki portúgalska liðsins af spólu frá síðasta tímabili. Þetta er þokkalegasta lið sem hefur innan sinna raða Rúmena og Rússa en miðað við það sem ég hef séð til liðsins og sú staðreynd að það lék í 2. deild á síðasta tímabili ættum við komast áfram í keppninni. Við get- um hins vegar ekki leyft okkur að vanmeta andstæðingana og skila- boðin sem ég hef gefið mínum mönn- um er að mæta til leiks með rétt hug- arfar og spila af fullum krafti. Gangi það eftir ættum við að geta unnið góðan sigur og farið með gott vega- nesti til Portúgals,“ sagði Viggó við Morgunblaðið. Viggó og lærisveinar hans eru ekki neinir nýgræðingar hvað Evr- ópukeppnina varðar. Á undanförn- um þremur árum hafa Haukar tekið þátt á Evrópumótunum þar sem þeir hafa gert frábæra hluti og leikir liðs- ins á þessum tíma telja á fjórða tug. „Það er komin mikil reynsla hjá okkur hvað Evrópukeppnina varðar og það er bæði mikill metnaður hjá okkur og öllum Haukamönnum að standa sig vel á þessum vettvangi. Handan við hornið bíður sérlega skemmtilegt verkefni sem okkur alla klæjar í að taka þátt í. Þú getur rétt ímyndað þér, að fá að mæta liðum eins og Barcelona og Magdeburg er tilhlökkunarefni og bara það eitt ætti að verða hvatning fyrir strákana að standa sig vel í leikjunum á móti Bernardo.“ Slái Haukar lið Bernardo út eins og reikna má fastlega með fara Haukar í riðil með Barcelona, Magdeburg og Skopje frá Makedón- íu og yrði fyrsti leikur Íslandsmeist- aranna gegn Börsungum á Ásvöllum hinn 11. október. Haukar ættu að komast áfram ÍSLANDSMEISTARAR Hauka hefja þátttöku sína í Evrópukeppninni í handknattleik í dag þegar þeir mæta portúgalska liðinu Sao Bern- ardo á Ásvöllum í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeild- arinnar. Fyrirfram ættu Haukarnir að eiga greiða leið í sjálfa riðla- keppnina þar sem portúgalska liðið er ekki hátt skrifað. Það er nýliði í portúgölsku 1. deildinni en fékk þátttökurétt í Evrópukeppn- inni þar sem bestu félagslið Portúgals sendu ekki lið til keppni vegna deilu við portúgalska handknattleikssambandið. Ólafur Gottskálksson, knatt-spyrnumarkvörður úr Grinda- vík, gengst undir skurðaðgerð á hálsi í næstu viku og verður frá æf- ingum og keppni framyfir áramótin. Ólafur hefur ekkert getað leikið með Grindavíkurliðinu frá því í tíundu umferð Íslandsmótsins, gegn Val hinn 15. júlí, en frá þeim tíma hefur það aðeins unnið einn leik af átta í úrvalsdeildinni og Evrópukeppnin- ni.Ólafur meiddist í leik gegn Fram í þriðju umferð deildarinnar í vor en hélt þó áfram að spila með Grindvík- ingum. „Ég fékk högg á höfuðið eftir árekstur við samherja, með þeim af- leiðingum að brjósk í hálsinum hljóp til og klemmdi afltaug. Ég hef verið dofinn og kraftlítill í annarri hend- inni síðan en ég hélt áfram að spila og vonaðist til þess að þetta lagaðist smám saman. Það gerðist ekki og að lokum varð ég að hætta,“ sagði Ólaf- ur við Morgunblaðið í gær. Aðgerðin er nokkuð stór og Ólafur þarf langan tíma í endurhæfingu á eftir. „Það tekur væntanlega 3–4 mánuði að jafna sig eftir hana en ég fer í sjúkraþjálfun eins fljótt og ég get og stefni á að geta byrjað að spila í deildabikarnum í febrúar. Ég er alls ekki á þeim buxunum að hætta, sérfræðingurinn sem sér um mig segir að ég muni ná mér fullkomlega af þessu og ég er ákveðinn í því að ná í það minnsta einu heilu tímabili hér heima. Þetta hafa verið mikil von- brigði í sumar og leiðinlegt gagnvart Grindvíkingunum að geta ekki spilað meira með þeim en ég get vonandi bætt úr því,“ sagði Ólafur, sem kom til liðs við Grindvíkinga fyrir tímabil- ið en lék frá 1997 með Hibernian í Skotlandi og Brentford í Englandi. Til þess tíma spilaði Ólafur með Keflavík, KA, ÍA og KR, alls 174 leiki í efstu deild, og á hann að baki níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Ólafur fer í skurð- aðgerð á hálsi SÍÐASTA golfmótið í sumar á Toyotamótaröðinni verður haldið á Hvaleyrarvelli í Hafn- arfiði í dag og á morgun. Stað- an eftir mót sumarsins er þannig að búast má við nokk- urri baráttu í karlaflokki en í kvennaflokki er Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR nokkuð viss um sigur. Ragnhildur er með 356 stig en næst er Þórdís Geirsdóttir úr Keili með 287 stig, 69 stig- um minna og ansi vandséð hvernig hún ætti að ógna sigri Ragnhildar þó á heimavelli sé. Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili í Mos- fellsbæ er efstur í karlaflokki með 381 stig og þar á eftir koma Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja með 348 stig og Sigurjón Arnarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur næstur með 345 stig. Þessir þrír eiga allir möguleika á að standa uppi sem sigurvegari á Toyotamótaröðinni eftir hringina þrjá um helgina, en til þess að þeir Örn Ævar og Sig- urjón nái Heiðari Davíð verður hann að spila frekar illa miðað við þá. Veðrið getur líka sett strik í reikninginn því spáð er frekar leiðinlegu veðri og þá verður skor keppenda vænt- anlegra hærra og fyrir vikið fá menn færri stig og því erfiðara að vinna upp mikinn mun. Í dag verða leiknar 36 holur og 18 á morgun. Þrír kylfingar áttu í raun mögu-leika á sigri yfir heildina, Björgvin, Sigurpáll Geir Sveins- son, GA, og Auðunn Einarsson, Go, en Birgir Leifur lék illa á fyrri hluta mótsins á Akureyri um síð- ustu helgi og átti því enga mögu- leika á heildarsigri. Fyrir sigur í gær fékk Birgir Leifur 100.000 krónur, Björgvin fékk 60.000 fyrir annað sætið og Sigurpáll 40.000 fyrir þriðja sætið. Samtals fékk Björgvin því 160.000 krónur úr mótunum tveimur, Birg- ir Leifur og Sigurpáll 100.000 krónur hvor og Auðunn fékk 40.000 krónur fyrir þriðja sætið í fyrra mótinu. „Ég spilaði mjög vel í dag, en samt gekk ekkert hjá mér, engin pútt fóru í og svo fékk ég einn skramba á síðari hringnum. Ég hefði ekki viljað sjá lakara skor hjá mér í dag og í raun hefði ég viljað fá talsvert meira út úr deg- inum,“ sagði Birgir Leifur eftir hringina tvo í gær. „Ég spilaði mjög illa á Akureyri og átti því enga möguleika á sigri í heildina nema ef Björgvin hefði gert í heyið hérna, en það var eng- in von til þess. Það var mjög gott að fá peningaverðlaunin, það tikk- ar allt saman, en nú verður maður sjálfur að borga Malasíuferðina – því þangað ætlum við allir sem er- um að fara á úrtökumótið í næstu viku,“ sagði Birgir Leifur. „Það er alveg meiriháttar að fá þessa peninga og ferð og uppihald á mótið í Malasíu. Það verður gaman að sjá hvernig maður stendur sig á því en þetta er ein- mitt það sem maður stefnir á – að komast á mótaröðina,“ sagði Björgvin sæll og glaður að leik loknum og bætti við að það yrði gaman ef fleiri Íslendingar yrðu meðal keppenda í Malasíu í febr- úar. Morgunblaðið/Þorkell Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari. BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, sigraði á síðari helmingi fyrsta atvinnumannagolfmótsins sem fer fram hér á landi en leikið var á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Birgir Leifur lék hringina tvo á sex höggum undir pari, 136 höggum, en heima- maðurinn Björgvin Sigurbergsson varð annar á 138 höggum og nægði það honum til besta árangurs á mótunum tveimur sam- anlagt og þar með fær hann aðalvinninginn, ferð og uppihald í boði Carlsberg á Opna Malasíumótið í febrúar, en það er mót á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur vann en Björgvin fer til Malasíu Spenna hjá körl- unum SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari úr- valsdeildarliðs Keflavíkur í körfuknattleik síðustu árin, hefur ákveðið að hætta þeim starfa sökum nýrra og meira krefjandi verkefna í starfi sínu við Myllubakkaskóla í Keflavík. „Já, það er rétt Sigurður verður ekki þjálfari liðsins hjá okkur í vetur,“ sagði Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiks- deildar Keflavíkur, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld. Ástæða þess að Sigurður hættir er að í kjölfar andláts Vilhjálms Ketilssonar, skólastjóra skólans, fær Sigurður ábyrgð- armeira starf við skólann og treystir sér ekki til að sinna því vel og jafnframt ná góðum árangri með Keflavíkurliðið. Sig- urður hefur kennt við Myllubakkaskóla í ein þrettán ár að hans sögn, fyrst íþróttir og síðan ýmis fög og síðustu tvö árin hefur hann verið aðstoðarskólastjóri. „Það verða óneitanlega mikil virðbrigði að hætta í íþróttum því maður hefur meira og minna verið í þeim síðustu tuttugu ár. Ég á þó von á að ég fylgist með körfunni – í það minnsta úr fjarlægð,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er hins vegar ljóst að ég treysti mér ekki til að vinna vel á báðum stöðum og þá verður að hætta á öðrum. Það er kannski ágætt að hætta á eigin forsendum,“ sagði Sigurður. Sigurður er með sigursælari körfuknatt- leiksþjálfurum landsins. Hann hefur þjálf- að karlalið Keflavíkur síðustu sjö árin og var að hefja sitt áttunda ár. Á þessum ár- um urðu Keflvíkingar Íslandsmeistarar í þrígang og bikarmeistarar tvívegis auk þess sem liðið hefur fjórum sinnum orðið Kjörísbikarmeistari. Fimm árin þar á undan þjálfaði Sigurður kvennalið Keflavíkur og sigurgangan þar var enn glæsilegri en hjá karlaliðinu. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður hefur oft fagnað sigri og hér með Guðjóni Skúlasyni fyrirliða. Sigurður hættur sem þjálfari Keflvíkinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.