Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 37 ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Hurðar- baki í Flóa 14. apríl 1924. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun- inni Selfossi aðfara- nótt 6. september síðastliðins. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þuríður Árnadótt- ir, f. 4.8. 1894, d. 15.5. 1985, og Guð- mundur Gíslason, f. 9.12. 1890, d. 20.10. 1954, á Hurðarbaki í Villingaholtshreppi. Þuríður var dóttir Árna Pálssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hurðarbaki, en Guðmundur var sonur Gísla Guðmundssonar og Guðrúnar Einarsdóttur frá Urr- iðafossi. Börn þeirra voru níu: Guðrún Árný, f. 27.2. 1920, d. 23.11. 1965, Eyrún, f. 5.3. 1921, Sigurbjörg, f. 18.2. 1922, Sigríður, f. 12.2. 1923, Jóhanna, f. 14.4. 1924, d. 6.9. 2003, Guðmunda, f. 4.6. 1925, d. 1.1. 1990, Gísli, f. 6.6. 1926, Rúnar, f. 14.10. 1927, og Ingibjörg Helga, f. 3.10. 1933. Jóhanna ólst upp á Hurðarbaki, en 19 ára gömul fór hún að vinna í mötuneyti Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, þar sem hún vann í 1954 brá Þuríður móðir hennar búi og fluttist til þeirra og bjó hjá þeim til dauðadags árið 1985. Árið 1954 tóku þau einnig í fóstur Matthías Viðar Sæmundsson, f. 23.6. 1954, son Guðrúnar systur Jóhönnu og Sæmundar B. Elimundarsonar, og ólu hann upp nánast frá fæðingu. Matthías er bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, kvæntur Steinunni Ólafsdóttur leikkonu. Dóttir hennar er Nanna Elísa Jakobsdóttir, en saman eiga þau Matthías og Steinunn eitt barn, Jóhönnu Steinu. Þau búa í Reykjavík. Jóhanna starfaði sem húsfreyja og annaðist fósturson sinn og móð- ur, en tók jafnframt að sér ýmis saumaverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Selfossi og starfaði um tíma á saumastofu þar á vegum Hagkaups. Einnig starfaði hún oft á haustin við sláturstörf í SS. Þá var hún ötul í sóknarstarfi við Sel- fosskirkju og söng í kirkjukórnum um margra ára skeið. Fljótlega eftir 1970 réðst hún síðan til starfa hjá Mjólkurbúi Flóamanna og starfaði þar allt til þess dags er hún varð sjötug árið 1994. Jóhanna var afar heilsuhraust allt þar til fyrir nokkrum árum að hún kenndi sér meins af þeim sjúk- dómi sem síðan dró hana til dauða. Hún dvaldi á Heilbrigðisstofnun- inni Selfossi síðustu þrjá mánuð- ina. Jóhanna verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. nokkur ár. Þar kynnt- ist hún Sigurði Sig- urðssyni mjólkurbíl- stjóra og síðar starfsmanni í bensín- afgreiðslu Kaup- félagsins, f. 29. nóv- ember 1914, sonur hjónanna Sigurðar Sigmundssonar og Sigríðar Árnadóttur frá Eystri-Hól í Vest- ur-Landeyjum. Þau opinberuðu trúlofun sína 24. júní 1944 og giftust á jóladag fjór- um árum síðar, 25. desember 1948. Jóhanna fór á þessum árum til stuttrar dvalar í Reykjavík þar sem hún var í vist, auk þess sem hún lærði til sauma á sníðanámskeiðum. Þau Sigurður hófu búskap í lítilli íbúð á Sól- bakka, en fluttu síðan í kjallara- íbúð hjá Sigríði systur Jóhönnu og manni hennar á Austurvegi 31 á Selfossi, þar sem þau bjuggu í þrjú ár, á meðan þau voru að byggja sér einbýlishús á Birkivöllum 10 á Sel- fossi. Á Birkivöllum bjuggu þau síðan frá 1958 til dauðadags. Sig- urður lést 12. apríl árið 1999. Um miðjan 6. áratuginn fjölgaði í heimili þeirra hjóna. Eftir lát Guðmundar föður Jóhönnu árið Það er erfitt að sjá á bak ást- kærri systur og vini og þurfa að glíma við að fylla það tómarúm hug- ans sem verður til. Elsku Hanna mín, það er svo ótrúlegt að þú sért ekki lengur meðal okkar og bíðir í stólnum og Bogga í stiganum eftir að ég komi í heimsókn klukkan 9 á hverjum morgni. Allt í einu er öllu lokið og heimsóknirnar til þín minn- ingin ein en því dýrmætari er hún. Það var svo mikill kraftur í því að hitta þig öll þessi ár og svo Boggu líka eftir að Siggi þinn dó. Þú kenndir okkur hispursleysi, varst frökk og sagðir það hreint út sem í huga þínum bjó. Minningin mun næra okkur sem eftir lifum. Það er gott að finna fyrir systrakærleik- anum og hugsa um samverustund- irnar okkar og sérstaklega er gott að hugsa til þess hvað það var gott að hún Bogga skyldi vera hjá þér eftir að hann Siggi dó. Það var þér mikill styrkur og líka fyrir okkur hin að vita af nærveru ykkar. Þú lést þig varða bæði dýr og menn og varst óþreytandi að fara í Guðna- bakarí eftir brauði til að gefa önd- unum í hvaða veðri sem var. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Ég man þegar við í æsku vorum að leita að kúnum að morgni. Við á sama hestinum, þú fyrir framan og ég fyrir aftan. Kjó- inn og krían slógu mig en ekki þig og þú hafðir gaman af því, alltaf sama glettnin og kraftmikla kátín- an sem fylgdi þér. Eins var það þegar við sóttum pakka út að Skeggjastöðum þangað sem póst- urinn kom, þú fyrir framan á Jarpi gamla og þú lékst þér að því að fara upp háar brekkur og yfir stórar þúfur til þess að láta mig renna aft- ur af klárnum og við hlógum saman og höfðum svo gaman af þessu. Og svo fer ég alltaf að hlæja og þú gerðir það líka þegar við rifjuðum upp prakkarastrikin okkar, þegar við tókum ófélegan kattugluunga, settum hann á koddann hjá Rúnari bróður, til að gera honum grikk og honum brá þetta líka. Svo fórum við með ungann aftur í hreiðrið. Þetta voru dásamlegir tímar heima á Hurðarbaki. Svo vorum við saman í mötuneyt- inu hjá kaupfélaginu þar sem við náðum í mennina okkar og þú op- inberaðir trúlofunina daginn sem ég gifti mig heima á Hurðarbaki. Síðan fylgdumst við að í búskapn- um nema hvað ég átti mikið af börnum og þá reyndist þú mér mik- ið vel og aldrei nógsamlega þakkað fyrir það. Þú varst alltaf komin að hjálpa mér og þá gekk nú undan og allt var í réttum skorðum og verkin gengu. Eins og fyrir jólin þegar þú birtist og bakaðir allt, svona varstu alltaf að hjálpa til. Svo mundirðu eftir öllum systkinabörnunum okk- ar og lést þig varða um þau, fylgdist með öllum hópnum og allur hóp- urinn dáði þig. Þú vaktir alltaf gleði hvar sem þú komst, með hressileik- anum og og allur frændgarðurinn saknar þín. Það var líka mikil hamingja þeg- ar lítill systursonur okkar kom til þín. Hann var þinn fóstursonur, yndislegur drengur sem var mikið góður við mömmu sem var hjá þér í mörg ár og vildi hvergi annars stað- ar vera. Þú átt miklar þakkir skilið fyrir hvað þú hugsaðir vel um hana. Svo núna áttu litla nöfnu, Jóhönnu Steinu Matthíasdóttur, sem þú dáð- ir mjög og var mikill sólargeisli. Við Nonni og öll mín fjölskylda þökkum þér allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum notið. Megi góður Guð geyma þig og Sigga alla ókomna tíð. Þín systir, Sigríður. Hanna frænka var máttarstólpi og skörungur í allri framgöngu. Hún var frændrækin og gaf sig að öllum sínum ættingjum og allir vildu nærri henni vera til þess að njóta stundanna með henni sem alltaf voru hlaðnar frískleika og ríkulegum orðaskiptum. Hún var fylgin sér í verkum sínum og vildi að aðrir væru svo einnig. Þannig átti hún bágt með að umbera ein- hvern hægagang í því sem gera átti. Það var gaman að vera barn og eiga afmæli því alltaf komu þær Hurðarbakssystur með fjölskyld- urnar með sér og bræðurnir oft. Þannig var alltaf fullt hús og hver afmælisveisla eins og fermingar- veislur gerast gjarnan. Það var glatt á hjalla mikið talað og hátt. Konurnar kysstu alla krakkana og þá þurftum við strákarnir að þurrka okkur fast og oft um kinn- arnar því þar festist varaliturinn og ekki hægt að ganga um með slíkt framan í sér. Hanna og Siggi voru fastir gestir í afmælissamkomun- um, gjarnan komin fyrst af öllum því Hanna vildi leggja hönd á plóg- inn ef þyrfti og Siggi hafði yndi af því að hitta alla og spjalla við smá- fólkið. Fyrst og síðast er þetta góð minning og þroskavænleg því hún flytur með sér skilaboð milli kyn- slóða um viðhorf ættrækninnar og þess að láta sig hlutina varða og gefa sig vel í verkin sem unnin eru. Hanna var hornsteinn að þessu leyti og góð fyrirmynd að hafa í huga sér. Hanna var stórhuga og ósérhlíf- in, hélt áfram sínu striki hvað sem á dundi. Hún tók ömmu Þuríði að sér og hjá henni vildi amma vera, fann sig vel hjá Hönnu og Sigga, hafði sitt frelsi og naut þess að vera í ná- lægð við verkfæra manneskju sem ekki var með neinn hvumugang í sinni framgöngu. Alltaf gátum við komið inn á heimili Hönnu og Sigga til að hitta ömmu Þuríði og eftir að amma féll frá hélt áfram gestrisnin og frændræknin, allar dyr voru opnar. Á þennan hátt brúaði Hanna kynslóðabilið og flutti fram viðhorf- in og til þeirra skulum við taka í minningu hennar. Krafturinn og einbeitingin héldu áfram þegar Hanna þurfti á öllu sínu að halda gagnvart þeim sjúk- dómi sem hún átti við að stríða. Þá var ekki gefið eftir og systur henn- ar studdu hana og hvöttu og það var falleg sjón þegar þær fóru um saman, Hanna, Bogga og Sigríður, móðir mín. Þær skiptust á skoð- unum um hin daglegu mál og um- ræðuefnin voru fjölskyldumálin og hinar ýmsu aðstæður sem uppi voru í þeim ranni. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huganum gagnvart Hönnu frænku og virðing fyrir allri hennar fram- göngu gagnvart mönnum og mál- leysingjum. Minningin mun lifa um frænkuna sem alltaf mundi eftir manni og vildi vita hvað maður var að gera. Gildi frændsemi hennar og ræktarsemi við sitt fólk mun lifa áfram og krefjast eftirbreytni. Innilegar samúðarkveðjur til Matta, Steinunnar, Nönnu og Jó- hönnu litlu. Einnig til Hurðarbaks- systkinanna allra sem sjá á eftir ástkærri systur og góðri mann- eskju. Guð veri með ykkur öllum. Sigurður Jónsson. Hún Hanna frænka er dáin. Mér er málið skylt að minnast hennar í fáeinum orðum, því að ég á henni svo margt að þakka. Svo margt að það gæti fyllt heila bók. Sem lítill strákur kom ég oft til hennar með mömmu og stundum fékk ég að verða eftir hjá henni eða einhverri af systrunum góðu frá Hurðarbaki, móðursystrum mínum. Hún tók að sér Matta bróður kornungan, þegar mamma var orðin veik, og gaf hon- um alla sína umhyggju og ást. Og sú ást smitaðist yfir á okkur bræð- ur hans. Okkur var alltaf tekið sem hennar eigin fjölskyldumeðlimum þegar við komum þangað, enda fór- um við fljótt að líta á heimilið henn- ar og hans Sigga sem okkar annað heimili. Þegar ég óx úr grasi og fór að ráða ferðum mínum sjálfur voru Birkivellir 10 alltaf sjálfsagður án- ingarstaður í sunnudagsbíltúrum með kærustum og konum og síðar börnum. Alltaf voru móttökurnar höfðinglegar, kræsingar töfraðar fram á svipstundu og allir kysstir í bak og fyrir. Ef svo vildi til að að- stæður leyfðu ekki að dokað væri við hjá henni á leiðinni eitthvað lengra fékk ég alltaf sting í brjóstið, fannst ég vera að svíkjast um. Sennilega var ég þó helst að svíkja sjálfan mig um að heimsækja hana og Matta bróður og ömmu sem bjó þar svo lengi. Ég er hræddur um að þessi stingur hverfi ekki nú þegar hún er látin, heldur verði jafnvel enn sárari þegar leiðin liggur um Selfoss. Þegar mamma var sem veikust og lá fyrir dauðanum var hún Jó- hanna okkur bræðrunum mikil stoð og stytta. Fyrir það vil ég þakka henni, svo og alla þá umhyggju og ástúð sem hún auðsýndi mömmu alla tíð, þegar hún missti börnin sín þrjú, þegar hún veiktist fyrst, og loks á banalegunni. Það verður aldrei fullþakkað. En þetta var ekk- ert einsdæmi, svona var hún við alla ættingja sína, ástríkur klettur hve- nær sem eitthvað bjátaði á. Og líka þótt ekkert bjátaði á. Systkini hennar eiga henni öll þökk að færa, líka börnin þeirra öll og barnabörn sem hún var óþreytandi að fylgjast með og hugsa fallega til. Sérstak- lega veit ég að við erum henni öll þakklát fyrir það hve góð og um- hyggjusöm hún var við ömmu alla tíð. Einn lítill sólargeisli á gimstein í minningu sinni, litla ömmustelpan hún Jóhanna Steina. Þær voru gæfusamar að fá að kynnast hvor annarri. Saman áttu þær yndisleg- ustu stundir sem tvær mannverur geta átt saman. Æ, það hefði verið svo gott að geta átt ömmu svolítið lengur! Þannig hugsar líka áreið- anlega hún Nanna litla sem eign- aðist í henni nýja, góða ömmu í örfá misseri. En svona malar lífsins mylluhjól. Við huggum okkur við að það er ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin. Ég flyt Matta bróður, Steinunni, Jóhönnu Steinu og Nönnu innilegustu samúðar- kveðjur okkar bræðranna og barna okkar. Guð blessi ykkur í sorginni. Guðmundur Sæmundsson. Það er margs að minnast og margs að sakna á kveðjustund. Jóhanna móðursystir mín var stórbrotin kona til orðs og æðis, dugnaður, kraftur og hjálpsemi voru hennar einkenni alla tíð. Minningarnar streyma fram og upp í hugann koma margar skemmtilegar stundir, frábær til- svörin og skondnar athugasemdir. Hún hafði einarðar skoðanir á flest- um hlutum og lét þær óspart í ljós, hvort sem fólki líkaði betur eða verr, og setti þær ekki endilega í sparibúning. Hún var trygglynd og traust sínu fólki og lét sér mjög annt um okkur. Móðir mín og Jóhanna höfðu mikið saman að sælda, sérstaklega síðustu ár, þá báðar orðnar ekkjur, og fyrir þann tíma og þau traustu systrabönd vill móðir mín þakka nú á kveðjustund. Þessi tími var þeim báðum ákaflega dýrmætur. Elsku Matthías, Steinunn, Nanna og Jóhanna Steina, ykkur sendi ég innilegar samúðarkveðjur, einnig systkinum og öðrum aðstandend- um. Guð blessi minningu Jóhönnu frænku. Anna Kolbrún. Jóhanna frænka er dáin, það er einhvern veginn svo óraunverulegt, mér fannst eins og hún ætti alltaf að vera til. Í örfáum orðum langar mig að kveðja þessa uppáhalds- frænku sem er mér sérstaklega kær í minningunni. Hanna frænka bjó lengstum á Birkivöllum 10 á Selfossi, hún var móðursystir mín en fjölskylda mín bjó í Vestmanna- eyjum. Þegar voraði í Eyjum var mikið að gera hjá litlum Eyjapeyja horfa á lífið kvikna, lundann setjast í brekkurnar og aðra farfugla koma, en eitt var það sem vakti sér- staka tilhlökkun í brjósti litla Eyja- peyjans, það var að nú færi að styttast í ferðalag upp á land til Hönnu frænku, ég fékk að fara á sumrin og dvelja hjá Hönnu og Sigga á Birkivöllunum. Ekki skemmdi það fyrir að amma bjó hjá þeim en þau hjónin tóku ömmu að sér. Dvaldi hún hjá þeim í góðu yf- irlæti, er það lýsandi fyrir góð- mennsku þeirra. Með sérstöku þakklæti minnist ég allra ferðalag- anna sem við fórum saman um allar trissur, á Þingvöll, að Gullfossi og Geysi og víðar, eða sungum saman í helli á Lyngdalsheiði. Alltaf var jafn gaman, stundum var hópurinn stór, frænkur og frændur saman að ferðast. Það voru skemmtilegar stundir og ávallt var Hanna með fullt af nesti sem gott var að komast í fyrir okkur krakkana, og ekki stóð á að útdeila því. Einni ferðinni man ég sérstaklega vel eftir, Matti upp- eldissonur Hönnu var nýkominn með bílpróf og það var ákveðið að skreppa upp að Dalsmynni þar sem systir Hönnu bjó. Hanna taldi nauðsynlegt að hafa eitthvað að maula á leiðinni og ákvað að poppa poppkorn. Lagt var af stað, Matti keyrði, ég sat afturí og Hanna frammí, við hámuðum í okkur popp- ið úr stórum brúnum pokum, en viti menn eitthvað var laus vegurinn, bíllinn tók rassaköst og endaði á hvolfi utan vegar. Poppið hvolfdist yfir okkur og um allan bíl en ekkert okkar slasaðist og lítið sá á bílnum. Við komumst að lokum á leiðar- enda. Hönnu fannst ekki taka því að gera veður út af þessu atviki, en ég man að mér var eftirsjá að popp- korninu. Seinna þegar ég var sjálf- ur kominn með fjölskyldu og fluttur til Selfoss lágu sporin oft á Birki- vellina. Hönnu þótti gaman að fylgjast með uppvexti strákanna minna og vildi fá fréttir af öllum. Þá áttum við oft góðar stundir saman. Ég kveð Hönnu með þakklæti í huga. Hún er mér kvistur í lífstrénu sem aldrei mun gleymast. Matta, Steinunni og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð Guðmundur Kr. Ingvarsson. JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis í Valhöll, Grindavík, lést fimmtudaginn 11. september. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurveig Sigurðardóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Olga Siggeirsdóttir, Svanfríður Sigurðardóttir, Ásgeir Magnússon, Birgir Sigurðsson, Kristín Þórðardóttir, Þórður Sigurðsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Þórðarson, Hlíf Sigurðardóttir, Árni Sigurðsson, Jóhannes A. Sigurðsson, Þorbjörg Berg, Kristinn A. Sigurðsson, Laufey Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.