Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 2. með ísl. tali. Sýnd kl. 4.10. með ísl. tali. Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i. 12.  Skonrokk FM 90.9 Sýnd kl. 8. B.i. 14. Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. Missið ekki af þessari! FRUMSÝNING Miðaverð 400 kr. Miðaverð 500 kr. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Mestu illmenni kvikmynda- sögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Fjölskyldumynd ársins! Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með ensku tali MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti. FRUMSÝNING hvað segir fólkið? JOHNNY Cash lést í gærmorgun 71 árs gamall. Hann hafði glímt við erf- ið veikindi síðustu ár og missti að auki lífsförunaut sinn, June Carter Cash, snemma á þessi ári. Á æði- löngum ferli, fyrsta lagið kom út fyrir tæpri hálfri öld, tók Cash upp hátt í 1.600 lög sem komið hafa út á ríflega 500 plötum ef aðeins eru taldar þær plötur sem komið hafa út í Bandaríkjunum og Evrópu. Cash kom 48 lögum á bandaríska Billbo- ard-listanum á ferlinum og náði þar meiri árangri en flestir aðrir. Á sveitasöngvalista Billboard kom hann 130 lögum. Þegar vinsældir hans náðu hámarki 1969 seldust að jafnaði 250.000 Johnny Cash-skífur á mánuði í Bandaríkjunum. John R. Cash fæddist 26. febrúar 1932 í Arkansas af skoskum ættum. Roy faðir hans var baðmullarbóndi. Engar heimildir finnast fyrir því hvað er á bak við R-ið en líklegt að það sé Ray í höfuðið á föður hans, eða Reuben frá föðurafanum. Cash var fjórða barnið af sjö og þurfti að taka til hendinni á búinu um leið og hann hafði getu til þess. Hann lang- aði snemma til að verða skemmti- kraftur og tólf ára gamall var hann farinn að semja eigin sveitasöngva. Hann sigraði í hæfileikakeppni í unglingaskóla og eftir það varð ekki aftur snúið. Cash gekk í flugherinn þegar Kóreustríðið hófst. Hann fékk þjálf- un sem loftskeytamaður og var svo sendur til Þýskalands þar sem hann var næstu þrjú árin, kenndi sjálfum sér á gítar og rak hann litla hljóm- sveit, Landsberg Barbarians, sem var víst ekki sérlega góð. Á þessum tíma samdi hann meðal annars þrjú þeirra laga sem áttu eftir að koma honum í fremstu röð, Hey, Porter! Folsom Prison Blues og I Walk the Line. Heim í tónlistina Þegar hann hafði náð lið- þjálfastöðu var hann búinn að fá nóg af hernum og sneri aftur heim til að verða tónlistarmaður. Til að byrja með settist hann að í San Ant- onio en til að komast nær tónlistinni fluttist Cash síðar til Memphis sem var þá ein helsta tónlistarborg Bandaríkjanna. Þar stofnaði hann tríó og lá í Sam Phillips um að kom- ast að hjá Sun-útgáfunni, sem var helsta útgáfa í hinni nýju gerð sveitatónlistar sem Cash og félagar léku og kallaðist rokkabillí, eins- konar frum-rokk. Phillips var fastur fyrir en lét til leiðast er Cash sat á dyraþrepinu einn morguninn þegar Phillips kom til vinnu sinnar. Hon- um leist svo ekkert á þau gospel-lög sem Cash vildi helst syngja en bað hann þó að koma aftur og þá með hljómsveitarfélaga sína. Allt fór á sömu lund, Phillips leist ekkert á sveitarskotna trúartónlistina sem þeir félagar vildu spila, en áður en hann rak þá út spurði hann hvort þeir ættu ekkert annað en trúar- tónlist. Þá leyfði Cash honum að heyra Hey Porter! og björninn var unninn. Fyrsta smáskífan kom svo út undir nafninu Johnny Cash and the Tennessee Two með Cry, Cry, Cry á b-hliðinni í júní 1955. Cash varð fljótlega gríðarlega vinsæll en átti samt í stöðugum úti- stöðum við Sam Phillips, enda vildi sá síðarnefndi ekki gefa út stórar plötur með Cash, hafði enn trú á smáskífunni sem besta útgáfuform- inu. Þegar við bættist að Phillips vildi alls ekki gefa út plötu með trúarsöngvum, sem Cash sótti þó fast, hlaut að fara svo að Cash færi annað sem hann og gerði, samdi við Columbia-útgáfuna 1958. Hann var búinn að spara sér bestu lögin sem hann samdi á árunum 1957– 58 og tók þau svo upp fyrir Columbia, auk- inheldur sem hann hljóðritaði einnig plötu með trúar- söngvum sama ár. Dóp og drykkja Á næstu árum varð Johnny Cash einn helsti tónlistarmaður Bandaríkjanna, gríð- arlega vinsæll og af- kastamikill. Vinsæld- irnar kölluðu á mikla vinnu og mikil ferða- lög og sem algengt var á þessum tíma greip Cash til amfetamíns til að halda dampi, en því hafði hann kynnst í hernum. Amfetamínið var til að halda í við frægðina, en síðan drakk hann til að koma sér niður á jörð- ina aftur. Getur nærri að neysla hafi haft áhrif á hann sem tónlistar- mann, en hún spillti einnig fyrir í einkalífinu og endaði með því að hann skildi við fyrstu eiginkonu sína, en með henni átti hann fjögur börn og eitt þeirra, dóttirin Ros- anne, er þekkt tónlistarkona vestan hafs. Það varð Johnny Cash til bjargar að 1966 kynntist hann seinni eig- inkonu sinni, June Carter, sem var úr Carter-tónlistarfjölskyldunni frægu, og hún kom honum á réttan kjöl, þurrkaði hann upp og glæddi með honum guðstrúna sem mjög hafði dofnað á árunum í eyðimörk- inni en varð honum styrkur upp frá því. Endurnærður varð Cash vinsælli en nokkru sinni og hélt þeim vin- sældum næsta áratuginn eða svo, en uppúr miðjum áttunda áratugnum dró verulega úr þeim og enn er komið var fram á þann níunda. Eftir að Columbia sagði upp samningi hans árið 1985 gekk honum illa að komast á samning aftur þar til hann samdi við American-útgáfuna 1994. Þær plötur sem hann gerði fyrir American eru iðulega taldar með hans bestu verkum og öfluðu honum nýrra áheyrenda meðal ungs fólks, enda söng hann á þeim plötum ýmis lög eftir yngri tónlistarmenn, eins og til að mynda Nick Cave, U2 og Will Oldham. Áralöng veikindi Cash glímdi við veikindi árum saman, en almenningur varð þeirra fyrst var þegar hann missti gít- arnögl á tónleikum í Nashville og tókst ekki að taka hana upp. Það tók síðan talsverðan tíma að greina hvað bjátaði á eins og Cash lýsti í viðtali um það leyti sem síðasta hljóðversplata hans kom út: „Fyrst sögðu [læknar] að ég væri með Shy- Dregor heilkennin, svo komust þeir að því að það væri Parkinson-veiki, síðan aftur Shy-Dregor heilkenni, þá Autonomic Neuropathy, sem ég veit ekki alveg hvað er annað en að ég verð gamall og hrumur.“ Á síðasta ári var hann þungt hald- inn en tók þó upp plötu, The Man Comes Around, sem kom út á síð- asta ári. Hann sagðist hafa háð harða baráttu við líkamann til að andinn kæmi sínu fram, sum lag- anna þurfti hann að syngja í nokkr- um lotum. Cash var sveitasöngvari alla tíð þótt hann hafi verið í fararbroddi í rokkabillí og þjóðlagapoppi. Lögin hans voru harmsöngvar, slysafrétt- ir, morðsögur, dánarminningar og tregaljóð um óendurgoldna ást – besta leiðin til að sigrast á erf- iðleikum er að syngja um þá, sagði hann ævinlega. Kris Kristofferson lét þau orð falla um Cash eitt sinn að hann væri gangandi þversögn, hálf- ur sannleikur og hálfur tilbúningur. Aðrir hafa lýst honum sem hann hafi verið eins og einn af spámönn- um Gamla testamentisins og sjálfur sagðist hann vera eins og þyrnitré í stormviðri. Cash varð sjötugur á síðasta ári og lét þá þau orð falla að hann myndi ekki yfirgefa áheyrendur sína á meðan hann lifði; „á meðan fólk vill hlusta á mig verð ég til stað- ar, sama hvað“. Hann stóð við þau orð. Sveitasöngvari alla tíð Johnny Cash lét ekki deigan síga; hann var að hljóðrita nýja plötu þegar hann féll frá. Bandaríski tónlistarmaðurinn Johnny Cash lést í gærmorgun. Árni Matthíasson segir frá tónlistarferli Cash sem stóð samfellt í um hálfa öld og var fráleitt lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.