Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 28. ÁGÚST 1986 fór fyrsta einka- rekna útvarpsstöðin á Íslandi í loftið. Þetta markaði stórmerkileg tíma- mót, ekki bara í íslenskum fjölmiðla- heimi, heldur í daglegu lífi eyjar- skeggja. Við höfðum loksins val um hvað við hlustuðum og horfðum á, því þetta átti líka við um sjónvarp. Ein af annarri spruttu þær upp, Bylgjan reið fyrst á vaðið, svo Stjarnan og koll af kolli. Er svo kom- ið að í dag höfum við val um fjölda stöðva. Rás 1, Rás 2, Bylgjuna, FM957, X-ið, Skonrokk, Kiss FM og Radíó Reykjavík tel ég til rétt til að nefna nokkrar. En samkeppnin er gríðarleg og er slegist um hvern bita sem auglýs- endur hafa upp á að bjóða. Nær vikulega berast fréttir af stofnun nýrrar útvarpsstöðvar og svo rétt á eftir er stofnuð önnur stöð með sömu músík og sama markhóp og þar sem markaðskannanir höfðu sýnt að væri óplægður akur eru nú tveir bændur, hvor af sínu býlinu, í klessubílaakstri á Massey Fergu- sonum. Oftar en ekki kemur þetta niður á dagskrárgerðinni, sem er óumdeilanlega aðalatriðið í útvarps- rekstri. Taugatrekktir dagskrár- stjórar með fégráðuga yfirmenn reyna stanslaust að finna auðveld- ustu og öruggustu leiðina til að halda í hlustendur. Hver kannast ekki við stuttorða útvarpsmanninn sem virð- ist alltaf vera að flýta sér að kynna lögin, ef hann þá gerir það, og svo spilar hann sama lagið og maður heyrði kannski klukkustund áður. Dagskrárstjórarnir styðjast alfarið við svokallaða play-lista, en það er fyrirfram ákveðinn og útpældur listi yfir það sem fólk „vill“ heyra. Listar án vals Reyndar eru þessir play-listar orðnir svo stór partur af íslensku út- varpi að hlustendur hafa ekkert val lengur, heldur er valið fyrir þá á listann og hann svo keyrður grimmt þangað til allir eru komnir með upp í háls og hættulega hátt yfir vélinda. Dæmi eru um að „vinsæl“ lög hafi setið á play-lista í yfir ár! Ok, ég á mér uppáhaldslög en ég gæti ekki hugsað mér að heyra t.d. Imagine með John Lennon u.þ.b. fimm sinn- um á dag, á hverjum degi. Músík hættir nefnilega að vera spennandi því oftar sem maður heyrir hana, og útskýrir það kannski af hverju tón- list heldur áfram að koma út. Djass, popp, rokk, blús, klassík, rapp, arr enn bí, teknó og elektró streymir í stríðum straumum út til tónlistar- þyrsts almúgans sem er alltaf til í að heyra eitthvað nýtt. Þeir sem ekki hafa glatað áhuganum fyrir góðri tónlist sitja við tölvuna daginn út og hlaða niður tónlist frá öðrum tölvu- notendum um allan heim. Vanda- málið sem skapaðist fyrir plötuút- gefendur og aðra rétthafa tónlistar með tilkomu þess að fólk gat skipst á skjölum á netinu er ekki bara til- komið út af háu plötuverði heldur líka út af því að flestar útvarpsstöðv- ar eru hættar að reyna að svala þorsta okkar í ferska tónlist og leit- um við því einfaldlega í annan brunn til að svala þorstanum. Ég, fyrir minn smekk, VERÐ að heyra eitt- hvað nýtt á hverjum degi, annars hreinlega ærist ég. En í þessu stans- lausa stríði útvarpsstöðva vill metn- aðurinn glatast á kostnað rekstrar- öryggis og eftir sitjum við bölvandi yfir sama leiðinlega laginu klukku- tíma eftir klukkutíma, dag eftir dag. Samkeppnin er orðin svo hörð að ávextir lagabreytingarinnar sem færði okkur frjálsa fjölmiðla eru löngu rotnaðir. Kaldhæðnin Kaldhæðnin er tík, fögur og spengileg og oftar en ekki sigursæl að lokum. Kaldhæðnin hér er sú að lagabreytingunni var ætlað að færa okkur fjölbreytni, fleiri hliðar á mál- unum og önnur sjónarhorn. Rás 1 og 2 voru fínar sem slíkar en við þráð- um eitthvað meira. Nú er svo komið að þetta eru einu frjálsu útvarps- stöðvarnar. Einu stöðvarnar sem gefa dagskrárgerðarfólki sínu frjáls- ar hendur til þess að fara þangað sem metnaður þeirra tekur það. Og metnaðurinn er fyrir hendi. Þættir eins og Poppland á Rás 2, í umsjón Ólafs Páls, Guðna Más og Freys Eyjólfssonar, eru brilljant. For- dómalaus dagskrárgerð þar sem rokkhundum er ekki hlíft við Celine Dion og eldri borgurum ekki hlíft við dauðarokki. Plötur vikunnar eru góð kynning á því nýja sem er í boði, og er ekki bara valið eitt lag sem gæti fallið að okkar skapi heldur fáum við að heyra alla plötuna. Rás 2 er líka eina stöðin sem gerir íslenskri tón- list hátt undir höfði, ekki bara Íra- fári og Sálinni, heldur líka trillukar- linum í Krummanesi í Fiskifirði sem tók upp á því að taka upp harm- ónikkuplötu þegar barnabarnið hans gaf honum gömlu tölvuna sína og kenndi kallinum í leiðinni á upptöku- forritið. Rokkland á Rás 2 er dæmi um þátt sem maður sest niður til að hlusta á. Sá þáttur er alvöru mús- íkmagasín, því nýjasta og ferskasta eru gerð góð skil, athyglisverðar upptökur spilaðar, pistlar um merki- lega listamenn eru vandaðir og oft kemur það fyrir að Óli Palli fái hljómsveitir í hljóðver til sín til að taka upp sérstaklega fyrir þáttinn. Dæmi um fleiri góða þætti eru t.d. Hljómalind á Rás 2 í umsjón Magn- úsar Einarssonar, Sýrður rjómi á Rás 2, Karate og Dordingull á X-inu og Hlaupanótan á Rás 1. Það er staðreynd að Ríkisútvarpið lifir á afnotagjöldunum sem við er- um látin borga, en um leið standa þeir vörð um metnaðarfulla dag- skrárgerð sem ég er ansi hræddur um að við myndum glata ef ekki væri fyrir rásir þess. Með eyrun sperrt Í árdaga útvarps safnaðist fólk saman í kringum viðtækin, hlustaði með eyrun sperrt og fræddist um tónlist, menningu og dægurmál. Í nútímaþjóðfélagi hlustar fólk helst á útvarp í bílnum, nokkrar mínútur í einu, og má segja að athyglisbrestur hafi valdið því að dagskrárgerð er orðin eins lafþunn og hún er. Kveikið á útvarpinu, stillið á þá stöð sem gæti veitt ykkur innblástur og ekki vera feimin við að slökkva á sjón- varpinu í staðinn. Það hefur hvort sem er bara letjandi áhrif á ykkur. GYLFI BLÖNDAL, Hringbraut 95, 107 Reykjavík. Útvarpsrekstur Frá Gylfa Blöndal:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.